NT - 10.05.1985, Blaðsíða 7
Föstudagur 10. maí 1985
Friðþæging eða fóstbræðralag?
Vinstrameginvið miðju
Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins:
Þú segist vera á móti því þing-
ræði, sem „getur af sér pólitíkusa
á borð við“ mig. í staðinn viltu
kjósa „oddvita ríkisstjórnar“
beint. Skoðanakannanir benda til
að formaður Alþýðuflokksins
myndi vinna þær kosningar. Það
er vandlifað í henni veröld.
■ Kæri Kristófer.
Þakka tilskrifið. Það gefur
tilefni til eftirfarandi athuga-
semda:
1. Þú segir enga „þörf fyrir
einn stjórnmálaflokkinn enn".
Sammála. BJ erskv. skilgrein-
ingu stjórnmálaflokkur (býður
fram í kosningum - skiptir sér
af stjórnmálum). Að gefnum
forsendunt telur þú BJ óþarfan
stjórnmálaflokk. Þetta er ná-
kvæmlega það sem ég vildi
sagt hafa. Jafnaðarmenn eiga
að skipa sér í einn stjórnmála-
flokk.
Snuð?
2. Þú gerir mér upp þá
skoðun, að „enginn munur" sé
á BJ og Alþýðuflokknum.
Það er ekki rétt eftir mér
haft. Mér virðist hins vegar
skoðanaágreiningur vera svo
lítill. að hann réttlæti ekki að
jafnaðarmenn dreifi kröftun-
um. Það sem sameinar menn í
stjórnmálaflokkum eru grund-
vallarsjónarmið - lífsskoðanir.
En í stórum og lýðræðissinnuð-
um fjöldaflokki eru ævinlega
skiptar skoðanir um leiðir.
Kjarni málsins er sá, að slíkan
skoðanaágreining á að útkljá í
umræðu - eftir lýðræðislegum
leikreglum.
Auðvitað er munur á BJ og
Alþýðuflokknum, t.d. stærð-
armunur. Skv. skoðana-
könnunum styður 4ði hver ís-
lendingur Alþýðuflokkinn, en
aðeins 1 af 20 BJ. Þetta eitt út
af fy rir sig er talsverður munur,
þar sem markmið stjórnmála-
baráttu er að hrin'da stefnumál-
um í framkvæmd.
Það er ekki nóg að vera á
móti kerfinu, ef þú hefur enga
burði til að láta verkin tala.
Mótmæli mótmælanna vegna
verða eins konar friðþæg-
ingarhjal (til að friða eigin
samvisku), - eins og hjá
kommunum. Það er ekki pól-
itík - heldur pólitískt snuð.
Ópíum handa (mennta)-
mönnum.
Ef hins vegar samruni jafn-
aðarmanna beggja flokka
leiddi til þess, að jafnaðar-
menn einir yróu stærri flokkúr
en Sjálfstæðisflokkurinn,
mundi það valda pólitískum
umskiptum. Þaðmundi tryggja
jafnaðarmönnum stjórnarfor-
ystu, og þar með afl þeirra
hluta sem gera skal. Drífum í
því.
Fagrar heyrði
ég raddirnar
3. Þú segir að við viljum
„þagga niður í“ ykkur. Guð
forði mér frá því. Það er þvert
á móti. Við viljum málefnalega
umræðu, samstarf, samruna,
til þess að rödd jafnaðarstefn-
unnar megi hljóma með sterk-
ari róm í margradda hljóm-
kviðu lýðræðislegra skoðana-
skipta í landinu.
Við spyrjum: Er það ekki
fleira, sem sameinar okkur, en
sundrar? Svarið er: Jú.
• Báðir flokkar hafa lýst sig
andvíga sívaxandi ríkisfor-
sjá í efnahags- og atvinnu-
málum.
• Báðir flokkar eru þess al-
búnir að sneiða fitulagið af
ríkisbákninu.
9 Báðir flokkar vilja tak-
marka íhlutunarvald ríkis-
báknsins en auka frum-
kvæði einstaklingsins og frí-
viljugra samtaka.
• Báðir flokkar vilja væntan-
lega endurreisa tekju-
jöfnunarkerfi velferðarrík-
isins (skatta- og launakerfi,
lífeyrisréttinda- og hús-
næðislánakerfi), sem auka
jöfnuð og félagslegt öryggi.
9 Báðir flokkar boða byggða-
stefnu. sem felur í sér rót-
tæka stjórnkerfisbreytingu,
valddreifingu.
Fjarri sé oss að vilja þagga
niður slíkar raddir.
4. Þú segist vilja „gera
vinnustaðinn að grunneiningu
í kjarabaráttunni". Þetta þykir
mér vænt um að heyra. Nú eru
tveir áratugir síðan undirritað-
ur byrjaði baráttu fyrir slíkum
sjónarmiðum. Árið 1964 hélt
ég þriggja vikna námskeið á
vegum verkalýðsfélaga
norðanlands um nauðsyn slíkr-
ar kerfisbreytingar. Þú hefur
kannske ekici verið byrjaður
að fylgjast með þá? S.l. 20 ár
hef ég haldið um þetta fleiri
ræður og skrifað um þetta
fleiri greinar en tölu verður á
komið. Lengst af var það fyrir
daufum eyrum. Þess vegna
fagna ég einlæglega öllum nýj-
um liðsmönnum í þessari bar-
áttu.
Kaupin á eyrinni
5. En svo fer í verra. Þú
segist vilja afnema þingræðið.
Sennilega er þetta misskilning-
ur á stjórnarskrártillögum
stofnanda BJ, sem BJ var
reyndar stofnað utan um. Að
vísu hefur BJ ekki flutt þessa
tillögu á þingi - eftir kosningar.
Ég hélt að það væri þögul
viðurkenning á því, að tillagan
gengur ekki upp. Enda sýnist
BJ hafa skipt unt skoðun: Boð-
ar nú stuðning við landið eitt
kjördæmi og jafnan atkvæðis-
rétt.semerhálfraraldargömul
kratatillaga.
Tillagan var um að kjósa
með óbreyttum hætti til þings
(áframhaldandi misvægi at-
kvæða). En kjósa forsætisráð-
herra beinum kosningum (einn
maður eitt atkvæði). Þetta
hefði ekki leitt til aðskilnaðar
löggjafar- og framkvæmda-
valds, heldur til áreksturs og
lömunar stjórnkerfisins. Á-
stæðan: Þingmeirihluti, kosinn
með öðrum hætti en forsætis-
ráðherra, hefði fengið stöðv-
unarvald á allri lagasetningu
framkvæmdavaldsins. Þá
myndu nú hrossakaupin byrja
fyrir alvöru.
Franska kerfið gengur upp
vegna þess að kosið er með
sama hætti til þings ogembætt-
is forseta (einmenningskjör-
dæmi ítveimur lotum). Höfuð-
kostur þess kerfis er, að það
neyðir skylda flokka til sameig-
inlegra framboða, - sem mér
skilst að þú sért andvígur.
Ég vona að þú sért ekki á
móti þingræðinu af því að það
„getur af sér pólitíkusa á borð
við" mig? Sé svo, þarftu sýni-
lega að hugsa málið betur.
Skoðanakannanir að undan-
förnu benda nefnilega eindreg-
ið til þess, að formaður Al-
þýðuflokksins mundi vinna
beinar kosningar til oddvita
framkvæmdavaldsins.
Kannske þetta sé ekki svo
galið kerfi - eftir allt saman?
Ræðunt málin áfram. Þannig
getum við eytt misskilningi og
eflt samstöðu um meginmálin.
Með bróðurlegum kveðjum
Jón Baldvin
Málsvari frjalslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Úlgelandi: Nútiminn h.f.
Ritslj.: Magnús Ólalsson (ábm).
Markaósstj.: Haukur Haraldsson
Auglysingastj.: Steingrimur Gislason
Innblaösstj: Oddur Ólafsson
Tæknistj.: Gunnar Trausti Guöbjornssoo
Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík.
Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300
Kvóldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideiid
686538.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðaprent h.t.
Kvöldsimar: 686387 og 686306
Verð i lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Askrift 330 kr.
10.maí,45árumsíðar
■ Það þýðir ekkert að loka augunum fyrir
því að eðli herstöðvarinnar á Keflavík hefur
verið að breytast á undanförnum misserum.
Stöðin er ekki lengur eingöngu varnar- og
eftirlitsstöð heldur liður í kjarnorkuvopna-
kerfi Bandaríkjanna. Miklar framkvæmdir
standa yfir og eru fyrirhugaðar. Skipt hefur
verið um orrustuflugvélar og þeim fjölgað
um 50%, eldsneytisrými hefur verið aukið
gífurlega,þaðer unnið að hafnargerð, ný
stjórnstöð er í undirbúningi, ratsjárstöðvar
endurnýjaðar og nýjar reistar á Vestfjörðum
og Austurlandi. Stöðin er ekki lengur sú
bráðabirgðastöð, sem henni var ætlað að
vera. Hugmyndin um að þessi stöð verði
lögð niður á friðartímum virðist útdauð og
allt þetta hefur gerst án þess að nokkur
umræða færi fram hér innanlands.
Nú er það svo að nær allir íslendingar vilja
vera í varnarsamstarfi með vestrænum
þjóðum. Það er í fullu samræmi við menn-
ingu okkar, viðskiptahagsmuni og stjórnar-
far. En með því seljum við ekki réttinn til
þess að ráða því sjálf með hvaða hætti við
leggjum þessu samstarfi lið. Og það er alls
ekki víst að meirihluti þjóðarinnar vilji að
ísland sé óvirkur þolandi þegar spurningin er
um hlutverk þess í vígbúnaðarkapphlaupinu.
Þvert á móti má ætla að íslendingar vilji
leggja sitt af mörkum til friðar í heiminum
með því að frysta þá kjarnorkuuppbyggingu
sem á sér stað á landi okkar og vera virkir
talsmenn þess að þegar verði samið um
stöðvun kjarnorkuvígbúnaðarins í heimin-
um. Það er kannski full ástæða til að krefjast
þess að íslenska verði töluð á fundum NATÓ
ef það mætti verða til þess að við gerðum
okkur meira gildandi. Það vantar ekki gor-
geirinn í leiðarahöfunda Morgunblaðsins og
ýmsa forystumenn Sjálfstæðis- og Alþýðu-
flokks þegar norrænt samstarf er annars
vegar, en svo lyppast þeir niður eins og
dauðir fuglar og breytast í ljósritunarvélar
þegar um er að ræða varnar- og öryggismál,
okkar dýrustu mál.
Það sem við þurfum á að halda er hreinskil-
in umræða um það hvað við viljum hafa hér
mikil hernaðarumsvif og með hvaða hætti
íslendingar geta unnið mannlífi gagn með
því að vinna að sáttum milli þjóða, og draga
úr þeirri tortryggni og þeim ótta sem er orsök
vígbúnaðarkapphlaupsins.
Þessar hugleiðingar eru settar á blað í
tilefni þess að í dag eru 45 ár frá því að
breskur her steig hér á land í upphafi mesta
blóðbaðs mannkynssögunnar.