NT - 10.05.1985, Blaðsíða 8

NT - 10.05.1985, Blaðsíða 8
 70 sveitarfélög geta lagt á hlunnindaskatt: Hann hefði átt að vera 61 milljón í fyrra - en 35 sveitarfélög lögðu á hlunnindaskatt samtals að upphæð 1 milljón 533 þúsund kr. ■ Samkvæmt upplýsingum félagsmálaráðuneytisins hafa um 70 sveitarfélög á landinu möguleika á að nýta sér tekjur af hlunnindaskatti og á síðasta ári er vitað um 35 sveitarfélög sem nýttu sér heimild laganna til að leggja á hlunnindaskatt, samtals að upphæð 1 milljón 533 þúsund krónur. 209 utan- sveitarmenn voru eigendur hlunninda í þessum 35 sveitar- félögum. Þetta kom fram í svari Alex- anders Stefánssonar félagsmálaráðherra við fyrir- spurn Guðrúnar Agnarsdótt- ur, Samtökum um kvennalista, í sameinuðu þingi á þriðjudag um tekjur sveitarfélaga af hlunnindaskatti. Kom fram hjá ráðherra að einungis 48 af þessum 70 sveitarfélögum sem hefðu rétt til að leggja á hlunn- indaskatt hefðu svarað fyrir- spurnum ráðuneytisins og því væri upplýsingum mjög ábóta- vant. Ekki væri skilgreint nægi- lega vel í ársreikningum þess- ara sveitarfélaga hvað væru tekjur af hlunnindum og ættu að koma fram hærri upphæðir í skattheimtu af hlunnindum miðað við fasteignamat þeirra. Sagði félagsmálaráðherra enn fremur að þcssi mál væru nú í endurskoðun. Guðrún Agnarsdóttir upp- lýsti að heildarmat hlunninda á landinu öllu heföi verið 611 milljónir 866 þúsund krónur en samkvæmt svokallaðri tekju- aðferð, sem lögbundin var 1978 til að finna út verðgildi höfuðstóls, ættu því tekjur af öllum hlunnindum á landinu að nema um 61 milljón króna sem er ekki ýkja há tala þegar tillit er til þess tekið að hér er um að ræða tekjur af jarð- varma, lax- og silungsveiði, dúntekju, malarnámi, rekaviði og fl. Benti hún á að ekki þyrfti nema 10 meðalgóðar laxveiði- ár til að skila af sér 70 milljóna króna hlunnindatekjum á veiðitímabili, og væri þá ekki miðað við hámarksveiði, til að hafa upp í reiknaðar hlunn- indatekjur af öllum hlunnind- um í landinu og því væri ljóst að þetta dæmi gengi einfald- lega ekki upp. Virtist því sem hlunnindi væru mjög vanmetin sem eign á íslandi og væri spurning hvort ekki þyrfti að endurskoða almennt sköttun þeirra. Nú liggur fyrir Alþingi frum- varp um að fella úr lögum heimild sveitarstjórna til að leggja 4% skatt á hlunnindi í eigu utansveitarmanna og eru rökin fyrir því meðal annars að skattur þessi mismuni þegnum eftir búsetu og brjóti þannig í bága við grundvallarreglu skattaréttar. Þá er og á það bent að hlunnindaeigendur beri gífurlega skattbyrði þar sem þeir greiði bæði hlunn- indaskatt og líka tekjuskatt og útsvar af hlunnindatekjunum í heimabyggð sinni og geti því heildargréiðslan farið yfir 100%. Sagði Guðrún að það virtist því vera mikill baggi fyrir utansveitarmenn að eiga hlunnindi í dreifbýlinu og það væri með eindæmum hve áfjáðir menn virtust vera í að eiga og halda hlunnindajörð- um, ef þeir þyrftu síðan að borga með sér til að eiga þær ! Borgarnes: Vegfarendur og verka- menn taka saman lagið ■ Kór Verkalýðsfélags Borg- arness og karlakórinn Vegfar- endur gangast fyrir skemmtun í Samkomuhúsinu í Borgarnesi á föstudagskvöld kl. níu. Kór- arnir munu þar m.a. syngja þjóðlog frá ýmsum löndum og eftir ýmsa höfunda. Á dag- skránni er einnig vísnaþáttur fluttur af Sveini M. Eiðssyni, kvikmyndaleikara þekktum úr myndum Hrafns Gunnlaugs- sonar. Þá má og nefna samleik Ingibjargar Þorsteinsdóttur og Guðnýjar Erlu Guðmunds- dóttur á píanó. Sjúkraliðar: Vilja fá möguleika til framhaldsnáms ■ Sjúkraliðar telja tímabært að sjúkraliðanám veröi tekið til gagngerrar endurskoðunar og vinna nú markvisst að úrbótum í þeim efnum, að því er fram kom á aðalfundi Sjúkraliðafé- lags íslands sem nýlega var haldinn. Nær 20 ár eru liðin frá því fyrstu sjúkraliðarnir útskrifuð- ust hér á landi. Þó allverulegar breytingar hafi orðið á sjúkra- liðanámi á seinni árum er sú staðreynd enn sögð blasa við að sjúkraliðar lokist í námi sínu í blindgötu og hafi nánast enga möguleika til framhalds- menntunar eða sérhæfingar. Munu þeir nú einbeita sér að því að fá úr þessu bætt. í frétt frá Sjúkraliðafélaginu segir að mikil ánægja hafi kom- ið fram vegna löggildingar sjúkraliða á s.l. ári. Föstudagur 10. maí 1985 8 ■ Jóhanna Sveinsdóftir blaðamaður, Haraldur Jónsson, Ingibjörg Hafstað rússneskukennari og Jón Daníelsson blaðamaður. ■ Jón Múli heilsar upp á Kosarev sendiherra. ■ Lenín er hvergi fjarri í húsakynnum sovéska ríkisins. Hér eru þeir að rabbi Kosarev sendiherra og Ingi R. Helgason forstjóri. Á milli þeirra er sovéskur túlkur. NT-myndir: Sverrir. ■ 40 ára afmælis sigursins yfir Þjóöverjum í heimsstvrjöldinni síðari var minnst í sovéska sendi- ráöinu í Reykjavík s.l. miðvikudag. Þar voru mekt- arpcrsónur samankomnar. Meðal gesta voru kaup- sýslumenn, stjórnmálamenn, félagsmálafrömuðir, blaðamenn og sérstakir velunnarar Sovétríkjanna. Sigursins var minnst með glasalyftingum og rabbi og voru allir glaðir og kátir eins og meðfylgjandi myndir bera ineð sér.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.