NT - 31.05.1985, Blaðsíða 5

NT - 31.05.1985, Blaðsíða 5
Reynir Pétur Ingvarsson - göngugarpurinn frá Sólheimum: Gengur rúma þingmanna- leið á dag fram í júní Ætlar að ganga hringinn í kringum landið -1417 km ■ Reynir Pétur Ingvarsson vistmaður á Sólheimum, hóf göngu hringinn í kringum landið síðastliðinn laugardag. Gangan er framkvæmd í fjáröflunar- skyni fyrir húsnæði sem verið er að reisa á Sólheimum. Reynir Pétur er afburðamikill göngumaður og hefur hann staðið sig vonum framar þessa fyrstu daga á 1417 km langri göngu sinni umhverfis landið. Halldór Kr. Júlíusson forstöðu- maður á Sólheimum sagði í samtali við NT í gær að Reynir hefði staðið sig sem hetja það sem af væri. „Hann er heldur á undan áætlun, miðað við það sem við áætluðum í byrjun. Ég ræddi við Reyni í gærmorgun, og segist hann vera við hesta- heilsu, og hefur ekki fundið fyrir neinum eymslum enn sem komið er.“ Pá sagði Halldór að Reynir hefði alltaf verið mikill göngumaður, og t.d. um helgar gengur hann að meðaltali 25 kílómetra á dag. „Sú vegalengd jókst verulega eftir að æfingar fyrir gönguna hófust." Fjármagni er safnað þannig að á öllum bensínstöðvum liggja frammi áheitaseðlar, þar sem fólk getur heitið á göngumann- inn. Algengt er að fólk heiti 10-20 aurum á km. Pó sagði Halldór að dæmi væru þess að fólk skrifaði sig fyrir 10 krónum á kílómetra, sem gerir rúmar 14 þúsund krónur. Um það verður ekki deilt að ganga sú sem Reynir lagði upp í þann 25. þ.m. er mikið afrek, og ekki á hvers manns færi að ganga hringinn í kringum landið, og fara að jafnaði rúma þingmannaleið. Ef allt gengur að óskum, er búist við því að göngunni ljúki seinnipartinn í júní, en í gær var Fagurhóls- mýri áfangastaðurinn. ■ Reynir á göngu. Það eru ófá spor að baki og enn fleiri fram- undan. En á innfelldu myndinni er Reynir broshýr á svipinn, enda hefur hann fulla ástæðu til þess, þar sem gangan hefur gengið vonum framar. Hjálparstofnun kirkjunnar: Safnarvegna flóðanna í Bangladesh ■ Hjálparstofnun kirkj- unnar hefur borist beiðni um aðstoð vegna hinna gíf- urlegu flóða, sem urðu í Bangladesh á föstudag og laugardag, þar sem mörg þúsund manns fórust og geysilegt tjón varð. Lúterska heimssamband- ið, sem hefur um árabil unnið að þróunaraðstoð í Bangladesh, sagði í skeyti til Hjálparstofnunar kirkj- unnar að til væru talsverðar matarbirgðir í Ranpur og vörubílar og dráttarvélar væru til reiðu þegar vatn hefði sjatnað og unnt að aka um flóðasvæðin. Hinsvegar skortir marg- víslegar nauðsynjar og læknar óttast farsóttir í kjölfar flóðanna. Hjálpar- stofnunin á fslandi hefur verið beðin um að leggja fram fé til kaupa á hjálpar- gögnum og mun stofnunin gera það sem í hennar valdi stendur en verður sem fyrr að reiða sig á stuðning al- mennings. Peim sem vildu ljá þessu máli lið er bent á gíróreikn- ing Hjálparstofnunar núm- er 20005-0 Fyrstu skólaslit Fjöl- brautaskólans í Garðabæ ■ Fjölbrautaskólanum í hinn 18. maí sl. og voru þá Garðabæ var slitið í fyrsta sinn brautskráðir 17 stúdentar. Reynir göngugarpur: Fer nálægt því að ná Bretlandsmetinu ■ Örnólfur Thorlacius rektor við Menntaskólann við Hamra- hlíð þýddi heimsmetabók Guinn- ess. NT leitaði eftir því hvort Reynir Pétur - göngugarpurinn frá Sólheimum hefði möguleika á að komast í heimsmetabókina með göngu sinni um landið. Örnólfur sagði að Reynir kæmist ekki í heimsmetabók- ina, en mjög líklegt væri að hann myndi eignast sæti í ís- landsmetabókinni. „Heimsmet þau sem skráð eru í heimsmeta- bókinni eru mörg hundruð þús- und kílómetrar í göngu. Menn hafa jafnvel gengið svipaða vegalengd og Reynir gengur afturábak. Hinsvegar má geta þess, að Bretlandsmetið í göngu er svipað og hringurinn sem Reynir gengur,“ sagði Örnólf- ur. Fimm útskrifuðust af við- skiptabraut, þrír af málabraut, þrír af félagsfræðabraut, tveir af uppeldisbraut, einn af í- þróttabraut, einn af heilsu- gæslubraut, einn af eðlisfræði- braut og einn af tónlistarbraut. Bestum námsárangri á stúd- entsprófi náði Margrét Einars- dóttir með einkunnina A í nær öllum greinum. Hátíðleg athöfn var haldin í skólanum og fluttu ávörp m.a Þorsteinn Þorsteinsson, skóla- meistari, sem afhenti próf- skírteini, Árni Ólafur Lárusson, forseti bæjarstjórnar Garðabæj- ar og sr. Bragi Friðriksson, sóknarprestur. Með stúdentahópnum á myndinni eru Gísli Ragnarsson, aðstoðarskólameistari, t.v. og Þorsteinn Þorsteinsson, skóla- meistari t.h. Nemendur skólans voru tæp- lega 300 á vorönn 1985. Föstudagur 31. maí 1985 5 Nýr mosaeyðir ■ Tumblemoss er efni sem reynst hefur mjög áhrifa- ríkt efni í baráttunni við garðmosann. Efnið sem samansett er úr járnsúlfati, klóroxúróni og þvagefni, drepur mosann á skömmum tíma og hindrar frekari mosamyndun svo mánuðum skiptir. Þvagefnið sem er í efninu örvar grasvöxt. Efnið má nota frá apríl til september, en vor og haust eru heppilegustu tímaskeið- in. Tumblemoss er selt í 500 g pj^ckningum sem duga á 50 m. Pakkinn kostar 554 krónur. Efnið fæst á bensín- stöðvum ESSÓ. Málfreyjur boðatil landsfundar ■ Málfreyjur á íslandi munu halda sitt fyrsta landsþing dagana 7.-9. júní n.k. og jafnframt stofna landssam- band íslenskra mál- freyja. Alls eru starfandi 18 deildir innan samtakanna hér á landi auk einnar meðal ís- lenskra kvenna í Lúxemborg. Heið- ursgestur fyrsta landssambandsins verður Mary Sem- enauer frá Banda- ríkjunum, fulltrúi í alheimsstjórn mál- freyja. Um 12 ár eru síð- an fyrsta málfreyju- deildin var stofnuð meðal bandarískra og íslenskra kvenna á Keflavíkurflug- velli og er sú deild enn í dag ensku- mælandi. Fyrsta ís- lenska deildin var svo stofnuð í Kefla- vík 1975, og síðan hefur þeim fjölgað upp í 18, sem fyrr segir með alls 450 starfandi málfreyj- um. Vísur um Dalamenn ■ Vísnakver með vísum eftir Jónas Jó- hannsson frá Skóg- um á Fellsströnd hefur nýlega verið gefið út í Búðardal. Yfir 200 vísur eru í kverinu, það er að- eins örlítið brot af vísum Jónasar, sem verið hefur afkasta- mikill í vísnagerð allt frá árinu 1948 er hann setti saman fyrstu vísuna svo kunnugt sé, en Jón- as var þá nær fimmtugu. Flestar eru vís- urnar tækifærisvís- ur - sem fjalla að mestu um menn og atburði líðandi stundar. Að útgáfu Vísna- kvers Jónasar Jó- hannssonar unnu þeir Kristinn Jóns- son og Kjartan Egg- ertsson í Búðardal og sjá þeir einnig um sölu kversins. Lestunar- áætlun Hull/Goole: Dísarfell ............. 3/6 Dísarfell .............17/6 Dísarfell ............. 1/7 Dísarfell .............15/7 Rotterdam: Dísarfell ............. 4/6 Dísarfell ............ 18/6 Dísarfell ............. 2/7 Dísarfell .............16/7 Antwerpen: Dísarfell ............. 5/6 Dísarfell ............ 19/6 Dísarfell ............. 3/6 Dísarfell .............17/7 Hamborg: Dísarfell ............. 7/6 Dísarfell .............21/6 Dísarfell ............. 5/7 Dísarfell .............19/7 Helsinki: Hvassafell.............20/6 Larvik: Jan....................24/6 Jan.................... 8/6 Gautaborg: Jan ...................11/6 Jan ...................25/6 Jan ................... 9/7 Kaupmannahöfn: Jan ...................12/6 Jan ...................26/6 Jan....................10/7 Svendborg: Jan................... 13/6 Jan....................27/6 Jan....................11/7 Aarhus: Jan ...................28/6 Jan................... 13/6 Jan....................27/6 Jan ...................11/7 Gloucester, Mass.: Jökulfell..............19/6 Portsmouth: Jökulfell..............22/6 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.