NT - 14.06.1985, Page 1

NT - 14.06.1985, Page 1
NEWS SUMMARYIN ENGUSH tSEEP.29nm ■ Sambandið telur sig hafa sýnt fram á það, að öllum kaffi- bónusum hafi verið skilað til íslenskra gjaldeyrisbanka og grein fyrir þeim gerð, svo fljótt sem efni stóðu til. Ennfremur, að allar tekjur vegna þessara viðskipta hafi verið bókfærðar og taldar fram með öðrum skatt- skyldum tekjum, ýmist hjá Sam- bandinu eða Kaffibrennslu Akureyrar. Þetta kom fram á aðalfundi Sambandsins í gær. Það kom einnig fram, að Sambandið leggi áherslu á, að þessum málum Ijúki sem fyrst og á eðlilegan hátt. Ný útvarpslög af- greidd frá Alþingi - allar breytingartillögur felldar við þriðju umræðu ■ „Þetta var úrslitatilraun okkar framsóknarmanna til að breyta frumvarpinu í betra horf,“ sagði Davíð Aðalsteinsson alþingismað- ur, eftir að breytingartillögur hans við útvarpslagafrum- varpið höfðu verið felldar með jöfnurn atkvæðum við lokaumræðu í efri deild í gær. „Afgreiðsla þessa frum- varps verður áreiðanlega lengi í minnum höfð, þetta er dæmi um hvernig á að afgreiða mál þannig að þau valdi sem mestum glund- roða,“ sagði Eiður Guðna- son, eftir að breytingartillög- ur hans við bráðabirgða ákvæði frumvarpsins höfðu hlotið sömu örlög. Enginn sjálfstæðismaður tók til máls við lokaumræðuna, en frum- varpið var að lokum sam- þykkt með 13 atkvæðum gegn 5, sem lög frá Alþingi. Frá næstu áramótum verð- ur því útvarpsrekstur frjáls á íslandi, leyfi til útvarps- reksturs verður háð sam- þykki sérstakrar útvarpsrétt- arnefndar og útvarpsstöðv- um er heimilt að afla sér tekna með afnotagjöldum og auglýsingum, en síðarnefnda atriðið hefur verið mesta deiluefnið í meðförum þingsins. Sja bls. 3 Aðalfundur SÍS: Kaffimálinu Ijúki sem fyrst Slæmt frumvarp segir Björn á Löngumýri í landbúnaðarblaði NT A I Þingslit á § fimmtudag? I ■ „Ég hef tjáð stjórnar- E andstööunni, að ríkis- II stjórnin væri reiðubúin til að stefna að þingslitum í þessari viku, og ég er þeirrar skoðunar að það hefði verið unnt. Ég hef hins vegar ætíð sagt, að ég myndi ekki ákveða einn dag, ef það þýddi að þing- menn teldu sig ekki fá þann tíma sem þeir þyrftu til að fjalla um mál,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðhcrra í samtali við NT í gær. Forsaúisráðherra var spurður hvort stjórnin hefði verið tilbúin að fresta einhverju af þeim málum sem hún hefur lagt áherslu á að koma í gegn fyrir þinglok, og kvaðst hann hafa rætt óformlega að hún gæti fallist á að fresta sjóðamálinu, en hins vegar hefðu engar samningaviðræður farið fram, enda ekki sýnilegur vilji til að ljúka þingstörf- um, ntenn töluðu lengi, t.d. hefði Steingrímur J. Sigfússon taiað í þrjá tíma um eitt mál og aðrir litlu skemur. En hvenær lýkur þing- inu? Þingmenn gera ráð fyrir að þing sitji til loka næstu viku. „Ég get hugs- að mér að þingslit verði n.k. fimmtudag,“ sagði forsætisráðherra. ■ Björn Pálsson fyrrverandi bóndi og alþingismaður er harð- orður um frumvarp til laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum í viðtali við landbúnaðarblað NT. Hann tel- ur frumvarpið vera „beinlínis stórhættulegt.“ saman að mati Björns. Að- skilnaður þessa stuðli að efna- legu sjálfstæði bænda. Björn Pálsson ræðir þessi mál ásamt mörgum öðrum í land- búnaðarábót NT í dag. NT-nynd AH „Hugsanlegt er að Hrafna- gilshreppur verði að yfirtaka allan virkjunarkostnað Hita- veitu Akureyrar,“ sagði Hreinn Pálsson, bæjarlögmaður á Akureyri, í samtali við NT í gærkvöld. Forsaga málsins er að Hjalti Jósepsson, bóndi á Hrafnagili og Hitaveitan gerðu með sér samning fyrir 4 árunt þar sem Hitaveitan leigði vatnsréttindi í Hæstiréttur ógildir samning: Tapar Hitaveita Akur eyrar „happaholunni“? - fjárfestingar fyrir á annað hundrað milljónir í óvissu ■ Dómur sem Hæstíréttur felldi í fyrradag veldur því að óvissa ríkir nú um fram- tíð mannvirkja og fram- kvæmda Hitaveitu Akur- eyrar í landi Hrafnagils í Eyjafirði. Fjárfestingar Hitaveitunar munu vera hátt á annað hundrað milljón króna. landi Hjalta til 99 ára fyrir 12 milljónir króna, sem greiddar voru við undirritun samnings- ins. Hrafnagilshreppur lítur hins vegar á samninginn sem sölu- samning, ekki leigusamning, og hefði sem slíkan átt að bera undir Jarðanefnd Eyjafjarðar en það gerði Hjalti ekki. Nú hefur Hæstiréttur dæmt samninginn ógildan og Hjalla og Akureyrarbæ til að greiða 40.000 kr.- málskostnað og er því framtíð fjárfestinga Hita- veitunnar í nokkurri óvissu, en holan cr „ein af fáunt happahol- um Hitaveilunnar,“ sagði Wil- helnt Steindórsson, Hitaveitu- stjóri á Akureyri, í samtali við NT. Sambandið ræðir útvarpsmál ■ Valur Arnþórsson stjórnarfor- maður Sambandsins tilkynnti á aðalfundi SÍS í gær, að rétt væri að fundurinn gerði ályktun um út- varpsmál hreyfingarinnar. I>að mál er ekki á dagskrá fundarins, en verður tekið fyrir undir liðnum „önnur mál“ í dag. Útvarpsmálin voru mikið rædd manna á meðal á fundinum í gær, og hafa komið upp hugmyndir um samstarf NT, Dags á Akureyri og landsmálablaða og útvarpsstöðva víða um landið. Búast má við, að málinu verði sýndur mikill áhugi á fundinum í dag, nú þegar Alþingi hefur samþykkt lög um afnám einkaréttar ríkisútvarpsins. Sjá nánar af aðalfundi SIS á bak- síðu. ■ Allliarðiir árekstur varð áliorni (írensáss eg- ar og Biistaðas egar seint í gærksöld. I’r M fór i prentun \ ar ekki knnniigt ii ni niciösli okiiniann- Lækkun á 10% útflutnings- bótum til bænda telur hann vera af hinu illa. Ráðamenn séu að afnema það sem þeir áður hafa talið nauðsynlega og viturlega ráðstöfun. Hann bendir á að það hafi lengi átt að tryggja bændum svipuð kjör og öðrum stéttum í landinu og hann dregur í efa að þetta verði framkvæmt nú. Pað vanti alla tryggingu fyrir því í frumvarpið. Afurðasölu og vörudreifingu á öðrum vörum á ekki að rugla Tvisvar i elds- voða á sjónum! - en ætlar aftur út, stýrimaðurinn af Sjóla ■ Hann hafði vakað í þrjátíu tíma. Hann var á vakt í brúnni og tók fyrstur eftir eldinum. Fyrir þremur árum fékk hann reykeitrun við Skot- landsstrendur, þegar Guðfinnur frá Grindavík brann. Pá var hann þrjá sólarhringa í öndunarvél. „Mér varð flökurt og ég varð máttlítill. Að endingu féll ég hálf meðvitundarlítill á dekkið. Síðan var ég fluttur með varðskipi til Patreksfjarðar, þar sem þyrla frá landhelgisgæslunni flutti mig á Borgarspítalann. Ég var með alvar- lega reykeitrun' Sjá nánari frásögn stýrimannsins á bls. 8. ASÍogVCÍ: ur afftur í haust ■ Alþýðusambandið og Vinnuveit- endasambandið áforma að taka upp þráðinn að nýju í byrjun ágúst, eftir að upp úr samningaviðræðum þeirra slitnaði snemma í gærmorgun. Samn- ingamenn höfðu þá setið næturiangan fund, án þess að koma sér saman um nýjan kjarasamning. Fulltrúar ASÍ og VSÍ voru horfnir frá samningi til langs tíma og farnir að ræða framlengingu núgildandi kjarasamninga til áramóta, þegar upp úr slitnaði. Sjá viðtöl við Magnús Gunnarsson og Asmund Stefánsson á bls. 2.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.