NT - 29.06.1985, Blaðsíða 6

NT - 29.06.1985, Blaðsíða 6
29. júní 1985 6 Húsgögn utan dyra ■ Eins og flestum mun kunnugt, er hvers konar útivist talin andlega og líkamlega heilsubætandi, og mun öndun á fersku lofti skipta þar miklu. Peir sem ekki hafa vilja eða getu til þess að hlaupa á fjöll í leit að þess konar elexír, geta makindalega feng- ið sér sæti úti í garði og dregið andann djúpt. Fyrir sakir veðurs og fegurðar- skyns eru hefðbundin húsgögn illa nothæf til þeirra hluta, en öðru máli gegnir um svokölluð garðhúsgögn. f flestum tilvikum eru þau meðfærileg, endingargóð og litrík, enda gert ráð fyrir því að slík húsgögn sé hægt að flytja og geyma á auðveldan hátt, að þau geti staðið utandyra í öllum ■ ■ Bambushúsgögn af CEYLON-gerð fást í Bústofni. veðrum, og að þau endurvarpi sólar- Ijósi sumarsins á upplífgandi hátt. Hér á eftir fylgir kynning á þeim tegundum garðhúsgagna sem 4 fyrir- tæki selja viðskiptavinum sínum. Bústofn „Við höfum ekki mjög langa reynslu af því að selja húsgögn af þessu tagi, og því er erfitt að bera eftirspurnina um þessar mundir saman við fyrri tíma, en það er augljóst að um leið og sól skín í heiði, þá rýkur salan upp,“ sagði Guðrún Jacobsen, fram- kvæmdastjóri. Bústofn var stofnað árið 1973, en innflutningur fyrirtækis- ins á húsgögnum hófst árið 1984. Hvað varðar garðhúsgögn, þá sagði Guðrún að þau væru flutt inn frá Svíþjóð, af svokallaðri BN-gerð. Annars vegar eru þetta húsgögn úr gegnvarinni furu sem geta staðið utanhúss allt sumarið, og hins vegar bambushúsgögn ætluð til nota í sól- stofum og á veröndum. Lausir púðar eru í öllum sætum, og auðvelt er að þrífa áklæði. Sem dæmi um verð á garðhúsgögnum má nefna PION- samstæðuna frá BN, tvö sæti, borð og skemill kosta kr. 10.495. „Pó að furuhúsgögnin séu gegnvarin, þá þorna þau oft og springa í sól og vindi, þess vegna er ráðlegt að bera á þau viðarolíu svona tvisvar á ári,“ sagði Guðrún. „Ef það er gert þá þjóna þessi húsgögn hlutverki sínu í langan tíma.“ ■ Guðrún Jacobsen situr við PION-samstæðu sem fvrirtækið Bústofn seiur Slík samstæða kostar kr. 10.495. ■ Lítill hiuti af úrvali garðhúsgagna er fæst í versluninni Geysi. Konráð Kristjánsson, afgreiðslumaður, styður sig við stól.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.