NT - 29.06.1985, Side 7

NT - 29.06.1985, Side 7
A\\- 29. júní 1985 7 liL Innanhús g utan ■ Kjartan Kjartansson við sænsk KWA-furuhúsgögn, sem fást í Bláskógum. Geysir „Við leggjum áherslu á að fylgjast vel með öllum nýjungum í framleiðslu garðhúsgagna, og reynum að velja einungis mjög vandaða vöru,“ sagði Haraldur Theódórsson, verslunar- stjóri. „Eftirspurnin er nokkuð jöfn, en þó má segja að fyrri hluti sumars sé mesti annatíminn hvað þetta varðar." Geysir flytur inn v-þýsk garðhúsgögn af KETTLER-gerð, ýmist úr plasthúðuðu stáli, eða plasti, öll sæti eru búin svamppúðum. Pessi innflutningur hefur staðið í fjölda- mörg ár, og að sögn Haraldar hefur þannig fengist góð reynsla á þessa vöru. Hann sagði ennfremur að það væri erfitt að nefna dæmi um meðal- verð á garðhúsgögnum, þar sem þau væru svo óiík að gerð og gæðum, en stakur stóll getur kostað allt frá kr. 700 og upp í kr. 5000. Fyrir skömmu fékk Geysir nýja tegund úr plasti, af RONDA-gerð, en það má stafla þeim upp á þægilegan máta. Haraldur benti áhugasömum við- skiptavinum á að hafa samband við verslunina, hann og aðrir starfsmenn veita fúslega upplýsingar og ráðgjöf er varða hina einstöku hluti, notkun þeirra og geymslu. „Það er mikilvægt að g.arðhúsgögn séu þurr og hrein þegar þau eru sett í geymslu á haustin, þannig verða þau til prýði svo árum skiptir," sagði Haraldur. Að lokum gat hann þess að fyrirtækið seldi einnig grasdregla og mottur, gervi- efni, til nota á svölum, veröndum, eða gangstéttum, en þetta er hægt að nota lengi ef rétt er með farið. Bláskógar „Eftirspurn eftir garðhúsgögnum er yfirleitt jöfn og þétt, en er þó mest þegar sólskinsdagar koma, og minnst um rigningasumur eins og t.d. 1983 þegar hvorki rak né gekk,“ sagði Kjartan Kjartansson, verslunarstjóri. Bláskógar byrjuðu að flytja inn garð- húsgögn árið 1978, og það er aðallega sænsk húsgögn af KWA-gerð sem um er að ræða. Þetta eru hvort tveggja stál- og furuhúsgögn, en þau síðar- nefndu eru gegnvarin með þrýstingi, og voru Bláskógar fyrsta fyrirtækið sem meðhöndlaði garðhúsgögn á þann hátt hér á landi. Kjartan gat þess að fyrir utan verð, þá gæta flestir kaupendur garðhúsgagna vel að hönnun þeirra, og að litavali í áklæði. Sem dæmi um verð á þessari vöru hjá Bláskógum, má nefna LAGHOLM- furusófasettið þ.e. 2 stólar, borð og sófi. Þessi samstæða kostar stgr. kr. 7.860, en með afb. kr. 8.274. Hægt er að fá staka stóla frá kr. 695. Rólusóf- ar, svokallaðir, sem njóta nú mikilla vinsælda, kosta stgr. kr. 8.530, en með afb. kr. 8.980. „Hvað varðar viðhald á garðhúsgögnum, þá vil ég minna fólk á að bera viðarolíu á furuna a.m.k. tvisvar á ári,“ sagði Kjartan að lokum. „Ef áklæði á púðum skemmist eða slitnar, þá er hægt að kaupa nýja púða hér í Bláskógum, þannig að sá þáttur ætti ekki að vera til trafala.“

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.