NT - 05.07.1985, Blaðsíða 6

NT - 05.07.1985, Blaðsíða 6
Föstudagur 5. júlí 1985 6 Vettvangu r' Bændur þurfa að efla samtök sín fyrir haustid Að mínu mati eiga bændur við þessu ekki nema eitt svar. Það er að efla samtök sín, styrkja þau, sem fyrir eru, og bæta nýjum við, eins og nú gerist með stofnun samtaka kúabænda og sauðfjárbænda. Aðeins öflug og fjölbreytt samtök bænda geta haft þau áhrif, að ríkisstjórnir í fram- tíðinni notfæri sér ekki ákvæði nýju laganna til að misbeita valdi sínu. Nýju lögin um framieiðslu búvara Sennilega verða lögin um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum afdrifaríkasta málið, sem var afgreitt á síð- asta Alþingi. Með þeim er gerð róttæk kerfisbreyting á stjórnun þessara mála, sem haldist hefur að mestu óbreytt um nær fjörutíu ára skeið, eða síðan lögin um framleiðsluráð voru sett 1947. Lögin um framleiðsluráð landbúnaðarins 1947 lögðu grundvöll að traustu skipulagi, sem lengi vel gafst bæði þjóð- inni og bændum vel. Á þessum tíma hefur orðið stórkostleg framsókn á sviði landbúnað- arframleiðslunnar. Margfalt færra fólk þarf nú við sjálf landbúnaðarstörfin en áður og vinnsla afurðanna nálgast á vissum sviðum það besta, sem þekkt er í heiminum. Hin mikla landbúnaðarsýning, sem haldin var á síðastliðnu hausti, bar óhrekjanlegt vitni þess, að t.d. í fjölbreyttri og fullkominni ostagerð hafi fáar þjóðir náð eins langt og Islend- ingar. Margar aðrar mjólkur- vörur, sem hér eru á boðstól- um, bera sama vitni. Játa ber, ■ Sverrir Gíslason að minni árangur hefur náðst á sviði kjötvinnslunnar. Það gildir svo um flest lög að þau þurfa að breytast og endurnýjast með breyttum að- stæðum. Þetta hefur átt við um framleiðsluráðslögin frá 1947 um nokkurt skeið. M.a hafa lögin um útflutningsbætur frá 1960 gert strik í reikninginn, þótt þau ættu fullan rétt á sér undir þáverandi kringumstæð- um, enda eitt af fáum landbún- aðarmálum sem samþykkt hafa verið af öllum flokkum á Alþingi. Síðustu árin hefur verið meira og minna fjallað um breytingar á umræddri löggjöf. Nokkur bragarbót var gerð í landbúnaðarráðherratíð Steingríms Hermannssonar, en hvergi nærri fullnægjandi. Núverandi ríkisstjórn hefur fyrst stigið sporið til fulls með áðurnefndum lögum, sem ný- lega voru afgreidd frá Alþingi. Margt í þessum lögum er tvímælalaust til bóta, en annað orkar tvímælis. Bersýnilega hefur verið reynt að samræma ólík sjónarmið og öfl, sem eru lítið vinveitt bændum, eins og verslunarráðið, haft fingur með í spilinu. Það á við um þessi lög, eins og svo mörg önnur, að það er ekki fyrst og fremst orðanna hljóðan, sem ræður, heldur sjálf framkvæmdin. Laga- ákvæði má oft túlka á mismun- andi vegu og að niínu mati gildir það um umrædd lög í ríkum mæli. Meginbreytingin, sem felst í þessum nýju lögum, er hið mikla vald, sem ríkisstjórninni eða landbúnaðaráðherra er fengið í hendur varðandi stjórnun landbúnaðarfram- leiðslu. Landbúnaðarráðherra fær í hendurnar stórkostlegt reglugerðarvald. Áhrif bænda- samtakanna eru oftast bundin við það eitt að mega láta álit sitt í Ijós áður en reglugerðirn- ar verða settar. Það má vera að þessi breyt- ing sé nauðsynleg. Sjálfur hefi ég verið þeirrar skoöunar, að vald landbúnaðarráðherra þyrfti að aukast. En ég hefi orðið með aldrinum tortryggn- ari á hið mikla reglugerðar- flóð, sem raunverulega færir löggjafarvaldið í hendur mis- viturra embættismanna. Það er orðin staðreynd, að ríkisstjórnin eða landbúnaðar- ráðherra er orðinn hinn mikli herra landbúnaðarins. Vald bændasamtakanna hefur verið gert rýrara. Því skal síður en svo haldið fram að þetta vald ríkisstjórnarinnar verði mis- notað, þótt slíkt sé hvergi nærri útilokað. Að mínu mati eiga bændur við þessu ekki nema eitt svar. Það er að efla samtök sín, styrkja þau, sem fyrir eru, og bæta nýjum við, eins og nú gerist með stofnun samtaka kúabænda og sauðfjárbænda. Aðeins öflug og fjölbreytt sam- tök bænda geta haft þau áhrif, að ríkisstjórnir í framtíðinni notfæri sér ekki ákvæði nýju laganna til að misbeita valdi sínu. Það er ekki síst ástæða til að minna á þetta vegna þess, að á komandi hausti, verða liðin 40 ár síðan Stéttarsamband bænda var stofnað, en með stofnun þess steig bændastéttin mikið heillaspor. ■ Guðmundur Þorbjamar- son Stofnun Stéttarsambands bænda Margt sögulegt gerðist á ís- landi haustið 1944 á sviði stjórnmálanna. Þá var t.d. Tök ríkisvaldsins hafa styrkst og enginn veit hvernig þeim verður beitt síðar meir. I milliliðastéttinni er að finna ýmsa hrægamma, sem vilja ryðja sölusamtökum bænda úr vegi sínum. Þetta og margt fleira veldur því, að bændur eiga ekki nema eitt svar. ■ í DV í gær mátti líta frétt af laxveiði, en það sport á sér fjölmarga áhangendur hér á landi. Það fer þó talsvert eftir efnahag og aðstæðum manna hvar þeir fiska; sumir fiska í rándýrum laxveiðiám og eyða til þess nokkrum mánaðar- launum venjulegs launafólks en hinn venjulegi meðaljón fer gjarna í ódýr silungsvötn og fornar til þess færri krónum. En hópur ntanna hér á landi hefur fundið leið til að sameina þetta tvennt - að fórna færri krónum og veiða í rándýrum laxveiðiám. Hér er að sjálf- sögðu átt við blessaða banka- mennina, sem mátti sjá á síð- um DV í gær, glotta framan í venjulegt launafólk á meðan þeir sveifluðu flugustöngunum í kringum sig og að sjálfsgöðu á kostnaö almennings. Það er furðu merkilegt hvað þessum mönnum, sem allir teljast hátekjumenn, tekst að láta borga fyrir sig. Það er ekki nóg með að þeim séu greidd há laun, heldur verður að kaupa bíla undir boruna á þeim, kosta þá í sumarsportið og leigja undir þá bílaleigubíla svo þeir komist í laxinn. Og það er ekki nema von að lítið sem ekkert heyrist um sukkið í þessu liði því þarna ríkir flokkasamtryggingin og allir eru samsekir í bruðlinu. Fyrrverandi forystumaður „sósíalista“ á íslandi, Lúðvík Jósefsson, fyrrverandi bankaráðsmaður með meiru, þáði frá almenningi veiðitúrinn og bílaleigubílinn. Það hefur líklega verið lítið um slagorð og stéttarbaráttu í þessari ferð formannsins fyrrverandi. Kunna ekki að skammast sín í frétt NT í gær var greint frá nýjum upplýsingum um efna- hag þjóðarinnar. í stuttu máli er allt í rúst. Erlendar skuldir hlaðast upp, vextir og afborg- anir verða æ stærri hluti þjóð- arframleiðslunnar og virkjun- arkostnaður er ekki í neinu samræmi við orkuþörf lands- rnanna. Á sama tíma og allt er á beinni leið til helvítis virðast þeir sem stjórna fjármálum okkar ekki geta fundið sér annað til dundurs en að sporta um á bílurn sem launþegar hafa keypt handa þeim og fara í sport sem sömu launþegar hafa einnig borgað fyrir. Á aðeins fimrn sl. dögum hefur verið skvett framan í fólk sóun á 3 h milljón króna. Fyrst var sjónvarpsáhorfend- um gert að horfa á 3 milljóna króna kjaftæðisvellu og lof- gerðarrullu um starfsemi Landsvirkjunar, sem nú virkj- ar og virkjar þrátt fyrir að lítil þörf sé fyrir meiri orku en nú er framleidd. Síðan gefst mönnum tæki- færi til að njóta hálfrar mill- jóna króna veiðiferðar „stór- laxanna". Siðferðiskennd þessara manna virðist hafa horfið, eða alla vega vera orðin allútþynnt í sukklífinu. Nýja menn í staðinn Umræða um laxveiði banka- stjöra er ekki ný af nálinni. Einnig hefur mönnum orðið tíðrætt um bílaniál þeirra og önnur forréttindi. Þeir og stuðningsmenn þeirra útskýra jafnan há laun og önnur for- réttindi með því að hér sé um ábyrgðarmikil störf að ræða og að bankarnir verði að standast samkeppni um menn, þegar einkafyrirtæki eru farin að greiða toppmönnum „topp- laun“. Það má vera gott og blessað en hefur nokkur tekið eftir því að blessaðir mennirnir virðast enga ábyrgð bera. Það er sama hvaða klúður kernur upp - alltaf sitja mennirnir sem fastast. Hver er ábyrgðþeirra sem hafa staðið í því að taka öll dollaralánin á undanförn- um árum? Hefur þeim verið ságt upp? Þórarinn Þórarinsson komið á samkomulag milli Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins um stjórnar- myndun og var ekkert eftir, nema að semja um forsætisráð- herra. Svo langt var komið, að höfundur þessarar greinar var búinn að semja drög að for- ystugrein í Tímann, þar sem þessi samvinna höfuðand- stæðinga í íslenskum stjórn- málum var réttlætt. Sú for- ystugrein var þó aldrei full- skrifuð. Það var einn þáttur þess samkomulags, sem búið var að gera, að stöðva skyldi dýrtíð- ina. í þeim tilgangi var Búnað- arþing kallað saman, en áður- nefndir tveir flokkar réðu þá lögum og lofum í bændasam- tökunum. Á búnaðarþingi var samþykkt að bændur skyldu gefa eftir 9.4% verðhækkun, sem þeir áttu að fá samkvæmt útreikningi þáverandi sex- mannanefndar. Þetta var gert í trausti þess, að aðrar stéttir gæfu eftir á svipaðan hátt. Af því varð hins vegar ekki. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn náðu ekki samkomulagi um forsætis- ráðherra. Framsóknarflokkur- inn neitaði að fallast á Ólaf Thors vegna eiðrofsmálsins. Ólafur Thors gerði sér þá lítið fyrir og samdi um stjórnar- myndun við kommúnista. Það 'gekk auðveldlega, því að Al- þjóðasamband kommúnista sem stjórnað var af Rússum, var búið að gefa fylgiflokkum sínum í Vestur-Evrópu fyrir- mæli um að komast þar í ríkisstjórnir. Og hver er kominn til með að segja að bankastjórarnir séu einhverjir „toppmenn" sem ástæða sé til að ætla að einkafyrirtæki ásælist? Banka- stjórastöður eru flokksstöður. Þar eru störfin merkt flokkum og flokksgæðingar fá þær stöð- ur sem losna. Þar ræðurflokks- skírteini, ekki hæfileikar. Nei, það er lítil ástæða til að greiða þeim mönnum sem staðið hafa við stjórnvölinn í efnahagsmálum þjóðarinnar síðustu ár, nokkur „topplaun“ né að launa þeim klúðrið með einhverjum aukabitlingum. Nær væri að sparka þeim öllum og fá nýja menn í staðinn. Einhverja sem setja metnað sinn í ábyrga stjórn fjármála, ekki í fjölda laxa sem þeir geta látið almenning borga fyrir sig. Er lækurinn „bakkafullur"? Það má vera að mönnum þyki það vera að bera í bakkafullan lækinn að ráðast enn á ný á bankastjóra ríkis- bankanna. En ætli almenningi finnist ekki skrýtið að heyra sífellt talað um erfiðleika, skuldasöfnun og viðskipta-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.