NT - 05.07.1985, Blaðsíða 24

NT - 05.07.1985, Blaðsíða 24
Við tökum við ábendingum um fréttirallan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leið ir til fréttaríblaðinuog lO.OOOkrónurfyrirábendingusemleiðirtilbitastæðustufréttarmánaðarins.Fullrarnafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavik, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsimar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 l»< Þá var f ramið mesta fj öldamorð á íslandi“ ■ „Þegar menn byrja að fást við ræktun verða þeir gripnir einhverri ræktunargleði. Ég hef ánægju af því að gefa öðrum tré. Það er eins og að ganga á fjall, maður vill láta aðra sjá það sem maður sér á fjallinu. Sömuleiðis vil ég láta aðra taka þátt í gleði minni af ræktun,“ sagði dr. Gunnlaugur Þórðarson, er NT brá sér með honum í bæjarferð, í því skyni að skoða eyðileggingu og uppbyggingu trjágróðurs í borg- inni. ", V|ð Gunnlaug Porðarson um gömul tré og gróður sem hann hef- ur skotið yfir skjólshusi við sumarbústað sinn. gagnvart gróöri og ræktun, en á því byggist sönn menning. Mér finnst réttlætanlegt að höggva tré ef þau eru alveg upp við húsin eins og tíðkast víða í gömlum görðum,“ sagði Gunn- laugur er við ókum um miðborg- ina „annars ekkiV Gunnlaugur sýndi okkur tré sem hann hafði gefið kunningjum sínum víðs- vegar um borgina og eru nú garðaprýði hin mesta. „Þessi tré hefðu öll lent á sorphaugunum ef þeim hefði ekki verið bjargað frá bráðum bana. Algeng skoðun er sú að verk- fræðingar beri enga virðingu fyrir umhverfinu, en Haukur Sævaldsson sem er að byggja á Laugarásvegi 10 er dæmi um hið gagnstæða. Hann flutti tré til á lóðinni ári áður en hafist var handa við að grafa grunn að húsinu. Síðan getur hann fært ■ f Helluvíkinni var ekki einn einasti steinn þegar ég tók við landinu 1961. Nú eru þeir rúntlega 600 og enginn þeirra undir hálfu tonni. Birkið hér í kring er allt úr borgarlandinu.“ „Það er alger smán hvernig farið er með Háskólalóðina og þau tré sem þar eru, eða réttara sagt voru. Þegar Félagsstofnun stúdenta var byggð, þá var fram- ið mesta fjöidamorð á íslandi. Á lóðinni stóðu 1000 tré, aðal- lega birki sem auðvelt er að flytja. Þegar nýja hugvísindahúsið var byggt var framið annað fjöldamorð. Nokkur birkitré sem stóðu þar voru gróðursett annars staðar á Háskólalóðinni, en eru dauðadæmd vegna þess að þau voru tekin upp í algeru æði og gróðursett of seint. Af hverju var fólki ekki gefinn kost- ur á að kaupa þessi tré? Margir væru fegnir að fá sæmilega stór birkité í garðinn sinn og skólinn hefði stórgrætt á þessu. Þetta er alveg dæmalaust fyrir stofnun sem á að sýna gott fordæmi ■ „Þetta stóra grenitré hirti ég frá bænum Lækjarhvammi, þar sem Lágmúli er núna. Það er ekkert mál að flytja svona stór tré með kranabíl.“ NT-myndir:Ámi Bjama ■ „Hér er eitt af hundruðum trjáa sem voru rifin upp í algeru skeytingaleysi og látin deyja af háskólayfírvöldum.“ þau til á lóðinni og átt stór og myndarleg tré þegar hann flytur inn. Því er stundum haldið fram að þegar gömlu húsin fari á Árbæjarsafnið þá fari gömul tré upp í sumarbústaðinn hans Gunnlaugs, Hellisvík við Hellu- vatn í Heiðmörkinni. „Sumir kalla landið hálfgert elliheimili trjánna og víst er að hingað flyt ég tré og gróður sem annars hefði verið þurrkaður út af yfir- borði landsins. Þegar framkvæmdir hófust við Kringlumýrarbrautina var þar mikill gróður fyrir t.d. taldi ég í einum garði 150 stór tré sem ég bauðst til að kaupa. Það var hringt í mig um hávetur þegar jarðýta hafði ráðist á 60 tré í arðinum og ég fékk frí úr vinnu eilan dag til að bjarga því sem eftir var. Þar á meðal er heggur sem blómstrar hjá mér hérna í landinu. Þegar verið var að gera Sogs- brúna fór ég nokkrar ferðir með jeppakerru og sótti bláberja- lyng, sem lifir nú góðu lífi. Ég fékk líka lyng úr Hallormsstað, en verið var að ýta upp jarðvegi þegar ég var þar á ferð. Ég bað Sigurö Blöndal að senda mér eins og tvö, þrjú bretti af lyngi. Þetta lá svo eina tvo mánuði í Reykjavík áður en hringt var í mig frá Vöruflutningamiðstöð- inni og ég spurður hvort ég væri þessi vitleysingur sem ætti torf- urnar. Hér er heill vegkantur sem ég flutti úr Gjábakkanum árið 1973, en þar ber mest á þingvíði, birki og fallegum lággróðri. Ég hef þar að auki flutt gróð- ur og tré úr nýja veginum milli Gullfoss og Geysis og af Eld- borgarsvæðinu. Þegar verið er að eyðileggja gróður líður mér eins og Kjarval, sem var mikill nátt- úruunnandi. Hann dansaði stríðsdans þegar verið var að gera bílastæði fyrir utan Lands- bókasafnið og bauð ungum manni hundraðkall fyrir að kasta ekki flösku á víðavangi. * Ég er á sömu skoðun og Voltaire sem sagði: „Til að finna Guð þarftu að rækta garð- inn þinn,“ sagði dr. Gunnlaugur Þórðarson að lokum og um leið og við þökkum fyrir spjallið vonum við að fleiri fari að dæmi hans og veiti viðkvæmum gróðri landsins hæli fyrir ágangi mann- anna. Texti: MJA

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.