NT - 05.07.1985, Blaðsíða 8

NT - 05.07.1985, Blaðsíða 8
IlI MlMilna Steinn Jóhann Randversson matsveinn, Ólafsvík Fæddur 8. ágúst 1936 Dáinn 26. mars 1985 Það hefur ríkt djúp sorg yfir íbúum Ólafsvíkur síðan fregnin kom svo snöggt, svo óvænt, Bervík SH 43 hvarf skyndilega á heimsiglingunni úr fiskiróðri með fimm vöskum sjómönnum á besta aldri innanborðs. Byggðarlag eins og Ólafsvík, þar sem öll afkoma íbúanna hefur ávallt byggst á sjósókn og aflabrögðum hefur orðið að sjá á bak fjölda sjómanna á liðnum áratugum í hafið. Slík blóðtaka var oft árlegur viðburður þegar farkosturinn voru litlir opnir árabátar, en þegar velbúin traust skip eru komin til sögunn- ar, er eins og allir séu óviðbúnir slíkum atburðum, og áhrifin verða jafnvel cnn sárari. Sjómenn í Ólafsvík hafa ávallt verið í fremstu röð, miklir aflamenn, sem með starfi sínu hafa lagt grunninn að uppbygg- ingu byggðarlagsins öðrum fremur, sem m.a. hefurorðið til þess að fátæka sjávarplássið Ólafsvík er nú orðið að myndar- legum bæ, þar sem velmegun ríkir. Að missa heila skipshöfn, eins og hér hefur gerst er mikið áfall fyrir byggðarlagið, sem aldrei verður bætt. Það ríkir því djúp sorg í Ólafsvík. f dag eru jarðsettir í Ólafsvík tveir af þeim vösku sjómönnum er fórust með m/s Bervík. - Lík þriggja félaga þeirra fund- ust skömmu eftir slysið, en lík þeirra tveggja sern í dag eru jarðsettir fundust með stuttu millibili um síðustu helgi. Var það mikil guðsblessun að lík allra skipverjanna er fórust í þessu hörmulega sjóslysi skyldu finnast, er það mikil harmabót fyrir alla ástvini og vini hinna látnu. Leit hefur staðið óslitið síðan slysið varð, fyrirbænir og vonin um árangur hefur ræst sem gerir sorgina léttbærari. Steinn Jóhann Randversson var fæddur í Ólafsvík 8. ágúst 1936. Foreldrar hans voru Gyða Gunnarsdóttir og Randver Kristjánsson, sjómaður í Ólafsvík vík. Randver lést af slysförum er Steinn Jóhann var aðeins 9 mánaða gamall, stóð Gyða þá ein uppi með 4 ung börn. - Saga Gyðu Gunnarsdóttur er hetju- saga, eins og hægt er að segja um svo margar, ekki síst sjó- mannskonur á þessu tímaskeiði þjóðarinnar, þegar fátækt og atvinnuleysi var allsráðandi. Þá voru ekki almannatryggingarn- ar, en Gyða var ung og hraust, trúði á lífið og var staðráðin í að komast áfram með barnahóp- inn. - Elías Þórarinsson, sjó- maður í Ólafsvík, varð seinni eiginmaður Gyðu, gekk hann börnum hennar í föðurstað og reyndist þeim góður og um- hyggjusamur í alla staði - ekki síst hafði hann miklar mætur á Steini Jóhanni gegnum árin. Gyða og Elíaseignuðustóbörn. Þeim tókst með einstökum dugnaði og samstilltum vilja að koma þessum stóra barnahópi upp, sem öll urðu myndarfólk og traustir þjóðfélagsborgarar. Elías og Gyða eru látin fyrir nokkrum árum. Ávallt hefur verið hlý vinátta og samband milli þessa stóra systkinahóps og afkomenda þeirra þótt þau búi víðsvegar um landið. Steinn Jóhann lærði strax sem drengur að vinnusemi var mikil- vægust í lífinu, hann kynntist strax harðri lífsbaráttu og tók þátt í henni þegar á barnsaldri - íiann studdi móður sína og syst- kini af alefli. Hann byrjað að stunda sjó aðeins 14 ára gamall síðan nær óslitið til dauðadags. Hann var með traustustu sjó- mönnum, jafnvígur á öll störf - en sérgrein hans var matreiðsla, var hann oftast matsveinn á fiskibátum. Þótti hann afbragð annarra í þessari grein, kunni að laga sig eftir aðstæðum, vin- sæll meðal sjómanna, hann var glaðlyndur og frjálslyndur í skoðunum, barðist ötullega fyr- ir réttindamálum verkamanna og sjómanna, sagði umbúða- laust skoðun sína á þeim málum. - Hann var virkur í verkalýðsfélagi sínu og í Sjó- mannadagsráði Ólafsvíkur, sótti fundi, þing og ráðstefnur um málefni verkalýðs og sjó- manna og átti traust og vináttu samferðamanna. Eiginkona Steins Jóhanns er Kristjana Kristjónsdóttir frá Ytri-Bug. Þau stofnuðu heimili í Ólafsvík í janúar 1956 og giftu sig 1964. Þau eignuðust 4 börn, þau eru Guðlaug Jóhanna, gift Guðmundi Gísla Egilssyni, Leydi Karen, gift Jóhanni Magna Sverrissyni, Randver Ágúst, giftur Kristínu Ingi- björgu Rögnvaldsdóttur, Ragn- heiður Guðmunda, sambýiis- maður Gunnar Björn Gíslason. Heimili Kristjönu og Steins Jóhanns hefur ávallt einkennst af dugnaði þeirra og samstilltum vilja. Kristjana er hamhleypa til verka, eiginlega jafnvíg á hvað sem hún tekur sér fyrir hendur. Þau hjónin ráku um tímabil Sjóbúðir h/f í Ólafsvík með miklum myndarskap. Steinn Jóhann Randversson var um margt eftirminnilegur maður, hann var lífsglaður að eðlisfari - hann átti til að bera vináttuþel sem er fágætt, þess- vegna var svo gott að eiga hann að vini. Milli okkar var gagn- kvæmt traust gegnum öll sam- ferðaárin, ég mætti ávallt glað- Iegu og hlýju viðmóti sem ég mat mikils. Ólafsvík hefur misst mikið við fráfall Steins Jóhanns og félaga. Guð blessi minningu þcirra. Við hjónin sendum Kristjönu og börnurn þeirra og öðrum ástvinum einlægar samúðar- kveðj ur. Við biðj um góðan Guð að blessa þeim minninguna um góðan og traustan vin. Minningin um Stein Jóhann mun lifa. Alexander Stefánsson Sigurlaug Skaftadóttir Fædd 17. nóvember 1901 Dáin 30. júní 1985 Okkur er það bæði Ijúft og skylt að minnast elskulegrar frænku, Sigurlaugar Skaftadóttur, eða Sillu frænku, cins og við systkinin kölluðum hana ætíð. Silla f.rænka fæddist þann 17. nóvember árið 1901. Hún var dóttir hjónanna BcrgljótarSigurð- ardótlur, Guttormssonar ættaðri úr Fljótsdal og Skafta Jóhannsson- ar, Bessasonar frá Skarði í Dals- mynni, Grýtubakkahreppi. Silla frænka er sú síðasta af 6 systrum sem kveður þennan heim, en eini bróðirinn, Jóhann Skafta- son, fyrrverandi sýslumaður, lifir systur sínar og býr á Húsavík ásamt konu sinni Sigríði Jónsdótt- ur Víðis. Ung að árum missti hún föður sinn, og hefur það verið erfitt fyrir móður hennar að standa ein uppi með 7 börn. Þar af leiðandi ólst Silla frænka að mestu upp á Skarði hjá föðurfólki sínu og átti hún þaðan kærar minningar. Milli tvítugs og þrítugs flutti hún til Reykjavíkur. Þar starfaði hún lengst af hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga, eða þangað til hún flutti aftur norður og settist að á Akureyri fyrir um það bil 40 árum, þar sem hún bjó síðan. Silla frænka var lengst af ákaf- lega hraust þangað til fyrir nokkr- um árum að heilsan brást. Þó vildi hún aldrei gera neitt úr því og sagði ætíð að sér liði vel. Það var svo fyrrihluta s.l. vetrar, að hún veiktist og varð að leggjast inná sjúkrahús, sem hafði núskeðáður, en í þetta sinn átti hún ekki afturkvæmt og andaðist þar þann 30. júní s.l. Æskuminninga okkar systkina verður ekki minnst án þess að Silla frænka sé í myndinni. Frá því að við munum eftir okkur, tengjast minningarnar henni á einn eða annan hátt. Hún bjóhjáokkurum tíma og var sá besti heimilisvinur sem nokkur getur átt, enda voru þær mamma og hún bestu vinkon- ur. Það var Silla frænka sem passaði okkur þegar mamma og pabbi fóru burt, hvort sem það var um lengri cða skemmri tíma. Iðu- lega kom hún beint til okkar úr vinnunni, var þá kannski með enskukennslubókina sína með- ferðis og settist fyrir framan út- varpið til þess að læra, því að hún var mjög fróðleiksfús og afburða vel gefin. Ekki er nú víst að hún liafi alltaf haft mikinn frið fyrir sjálfa sig, því að okkur þurfti hún að svara, öllum mögulegum og ómögulegum spurningum. Var hún þá óþreytandi við að leiðbeina okkur og upplýsa. Þcgar sást til hcnnar lengst úti á Kaplaskjóls- vegi, áttum við það til að hrópa: „Silla frænka er að koma," og hljóp þá öll hersingin af stað fagnandi á móti henni. Engin hátíð var haldin svo, að Silla frænka yrði ekki að vera með okkur, og gekk það svo langt að við vildum eiga einkarétt á henni. En hún Silla frænka átti fleiri Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfá að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingar- dag. Þær þurfa að vera vélritaðar. Föstudagur 5. júlí 1985 8 Freyr Hafþór Guðmundsson vélstjóri, Ólafsvík Fæddur 31. julí 1952 Dáinn 26. mars 1985 í dag eru jarðsettir frá Ólafs- víkurkirkju tveir af þeim sjó- mönnum sem fórust með m/b Bervík SH 43 í heimsiglingu úr fiskiróðri 26. mars s.l. Lík 3ja félaga þeirra fundust skömmu eftir slysið, en lík þeirra tveggja sem í dag eru jarðsett fundust með stuttu millibili um síðustu helgi. Var það mikil Guðsbless- un að lík allra skipverja er fórust í þessu hörmulega sjóslysi skyldu finnast, er það mikil harmabót fyrir alla ástvini og vini hinna látnu. Leit hefur staðið óslitið síðan slysið varð. Fyrirbænir og vonin um árangur hefur ræst sem léttir sogrina. Freyr Hafþór Guðmundsson, vélstjóri, var aðeins 32 ára, hann fæddist í Ólafsvík 31. júlí 1952. Foreldrar hans voru lijón- in Magdalena Kristjánsdóttirfrá Mel í Staðarsveit og Guðmund- ur Þórarinsson. Freyr Hafþór ólst upp í foreldrahúsum ásamt þremur systkinum sínum. Heimili Magdalenu og Guð- mundar var með sérstökum myndarbrag og umhyggja for- eldra fyrir velferð barnanna í fyrirrúmi. Voru bræðrabönd milli Freys Hafþórs og Kristjáns yngri bróður hans sérstaklega sterk. Freyr Hafþór var í sveit hjá móðurforeldrum sínum á sumrum. Vandist hann strax í æsku að meta gildi vinnunnar jafnt til sjós og lands, var hann góður verkmaður, laginn og fylginn sér til flestra starfa. Að loknu miðskólaprófi í Ólafsvík 1968, stundaði liann ýmiss störf en fyrst og fremst við fiskverk- un, þar til hann gerði sjó- mennsku að sínu lífsstarfi 1973, hann fékk það orð að vera afburðagóður sjómaður. Jafn- vígur á öll störf til sjós. Naut sín þar vel verklagni hans og lifandi frændbörn en okkur, og fór svo, að hún varð að skipta sér á milli heimilanna. Þannig fengum við t.d. ekki að hafa hana nema ann- aðhvort aðfangadagskvöld, en þá var líka mikið hlakkað til. Þetta eru allt góðar og dýrmætar minningar sem við eigum um hana Sillu frænku, og þær munu geym- ast í huga okkar með eilífu þakk- læti. Eftir að hún fluttist aftur norður, héldust vináttu- og tryggðaböndin. Hún kom iðulega „suður" á meðan heilsa hennar ieyfði og þegar við áttum leið um Akureyri, þótti sjálfsagt að gista hjá henni. Enda var okkur tekið þar opnum örmum. Nú verða þær heimsóknir ekki fleiri. Við minnumst hennar með virð- ingu og þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hennar. Systkinin frá Hjallalandi áhugi fyrir starfinu. Var hann eftirsóttur til starfa á sjó. Hann var síðast vélstjóri hjá afla- manninum Úlfari Kristjónssyni á Bervík. Freyr Hafþór bjó yfir fjöl- breyttum hæfileikum, m.a. hafði hann mikið yndi af hljóm- list og lék í hljómsveit í nokkur ár. Hann hafði lifandi áhuga á ýmsum félagsmálum og var traustur félagi sem ávallt var hægt að leita til, enda vel látinn í þeim félögum sem hann starf- aði. Hann var einn af stofnend- um Kiwanisklúbbsins „Korra“ í Ólafsvík ogístjórnhanss.l. ár. Árið 1971 kynntisthanneftir- lifandi eiginkonu sinni Margréti Rögnvaldsdóttur frá Víðivöll- um í Fljótsdal, hófu þau búskap í Ólafsvík. Hjónaband þeirra var farsælt og traust. Þau eign- uðust tvö efnileg börn, Ævar Rafn f. 30.6.1973 og Hörpu Dögg f. 19. júní 1976. Þau byggðu fallegt íbúðarhús að Hjallabrekku 7 í Ólafsvík. Voru þau sérstaklega samhent um að búa sér og börnum sínum fallegt og hlýlegt heimili. Mar- grét er af öllum sem henni kynnast talin vera sérlega vel gerð og fjölhæf kona. Hefur hún sýnt aðdáunarverða hæfi- leika og framkomu þennan langa sorgartíma, hefur hún jafnvel getað miðlað öðrum af styrk sínum og sálarró. Það orð fór af Frey Hafþóri, að hugur hans væri ávallt fyrst og síðast hjá fölskyldunni, enda leyndi hann því ekki hversu væntumþykja hans var hlý og sterk, hann var sérstaklega barngóður og reyndi ávallt að haga störfum þannig að hann gæti samglaðst með börnum sín- um og systkinabörnum sínum á hátíðisdögum. Sá tími ársins sem hann hlakkaði mest til var júlí-ágúst en þá var reynt að haga störfum þannig að fjöl- skyldan öll gæti dvalist fyrir austan á heimaslóðum Margrét- ar, hjá afa og ömmu, Rögnvaldi Erlingssyni og Þórhildi Jónas- dóttur, Víðivöllum í Fljótsdal. Þessi þáttur í lífi Freys Hafþórs, sannar vel manngildi hans, lífs- mat hans og sterka trú á fjöl- skyldulíf, sem um aldaraðir hef- ur dugað best okkar þjóð. Væri vel ef íslendingar nútímans kynnu að meta gildi fjölskyld- unnar eins og Freyr Hafþór. Við hjónin sendum Margréti og börnunum, foreldrum og öll- um ástvinum Freys Hafþórs ein- lægar samúðarkveðjur og biðj- um Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Minningin um góðan dreng, Frey Hafþór, mun lifa. Guð blessi minningu hans. Alexander Stefánsson Dag- bók Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins 1. 4.-14. júlí (11 dagar): Hornvík og nágrenni. Gönguferðir dagiega frá tjaldstað m.a. á Hornbjarg, Hælavíkurbjarg, Látravík og víðar. Gist í tjöldum. Farar- stjóri: Vernharður Guðna- son. 2. 4.-14. júlí (11 dagar): Hornvík - Reykjafjörður. Gengið með viðleguútbúnað frá Hornvík í Reykjafjörð. Fararstjóri: Jón, Gunnar Hilmarsson. 3. 5.-14. júlí (10 dagar): Austurlandshringur. Skipu- lagðar öku- og gönguferðir um Hérað og Austfirði. Gist í svefnpokaplássi. Farar- stjóri: Sigurður Kristinsson. 4. 5.-10. júlí (6 dagar): Landmannalaugar Þórsmörk. Gist í húsum. Fararstjóri: Vigfús Pálsson. 5. 6.-11. júlí (6 dagar): Esjufjölt. Gist í húsum. 6. 12.-17. júlí (6 dagar): Landmannataugar Þórsmörk. Gist í húsum. Fararstjóri: Dagbjört Ósk- arsdóttir. 7. 12.-20. júlí (8 dagar): Borgarfjörður eystri Loðmundarfjörður. Gist í svefnpokaplássi. Fararstjóri: Tryggvi Halldórsson. 8. 12.-20. júlí (8 dagar): Borgarfjörður eystri - Seyð- isfjörður. Gönguferð með viðleguútbúnað. Fararstjóri: Hjalti Kristgeirsson. Pantið tímanlega í sumar- leyfisferðirnar. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., Öldugötu 3. Ferðafélag íslands Dagsferðir Ferða- félagsins, sunnudaginn 7. júlí: 1. kl. 08. Dagsferð í Þórsmörk. Verð kr. 650.00 2. kl. 09. Þríhyrningur (Fljótshlíð) Verð kr. 600.00 3. kl. 13. Gengið meðfram Hengladalaá (Hellisheiði). Verð kr. 350. Miðvikudag 10. júlí: 1. kl. 08. Þórsmörk - dags- ferð og sumarleyfisfarþegar. 2. kl. 20. Bláfjöll (kvöldferð) farið með stóla- lyftunni. Brottför frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin. Farmiðar v/bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ferðafélag íslands Háskólafyrirlestur ■ Sænski rithöfundurinn og bókmenntafræðingurinn dr. Olof Lagercrantz, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands mánudaginn 8. júlí 1985 kl. 17.15 í stofu 101 í Odda, hinu nýja hugvísinda- húsi Háskólans. Fyrirlesturinn nefnist „Om konsten att lasa och skriva“, og verður fluttur á sænsku. Dr. Lagercrantz er þekkt- ur fyrir bókmenntarann- sóknir sínar og ritstörf og þá ekki síst fyrir skrif sín um August Strindberg. Hann er staddur hér á landi í boði Norræna hússins og í tilefni af uppfærslu Stúdentaleik- hússins á Draumleik Strindbergs. Fyrirlesturinn er öllum opinn.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.