NT - 06.07.1985, Blaðsíða 2
■ Eins og flestum mun kunnugt, þá var aðdragandi þess að íslendingar
eignuðust þjóðfána all langur og strangur, óþarft er að rekja þá sögu. En allt
frá því að núverandi krossfáni var tekinn í notkun, hefur hann notið
verðskuldaðrar virðingar og vinsxlda. Mörgum húseigendum hefur þótt prýði
að því að draga fána að hún á tyllidögum, ef ekki í bæ eða borg þá t.d. við
sumarbústað. Til þcss að fáni sé til prýði, þarf hann að blakta á reisulegri
fánastöng, og gæta þarf samræmis í stærð þessara tveggja hluta. Einnig skiptir
miklu hvar fánastöngin er reist. Bæði fánar og fánastengur eru til sölu hérlendis
sem innflutt vara, eða sem innlcnd framlciðsla, og það er vonandi að áhugi á
notkun fánans fari vaxandi.
Fánastengur úr áli
„Við byrjuöum innflutning á fána-
stöngum árið 1973, en þá var þjóðhá-
tíðin í uppsiglingu, eins og kunnugt
er,“ sagði Ölafur Kr. Sigurðsson,
framkvæmdastjóri samnefnds fyrir-
tækis að Suðurlandsbraut 6. „Þá var
salan töluverð, en annars hefur hún
verið mjög jöfn og þétt.“ Sænsku
SAPA-fánastengurnar eru úr hvít-
lökkuðu áli og eru seldar rneð öllum
útbúnaði, jarðfestingu, línu, nál og
hún. Pær eru til í ýntsum lengdum
(6-8-10-12-14-16 m) og fyrirtækið
leiðbeinir um samræmi milli lengdar
og húshæðar, svo ekki sé minnst á
staðsetningu stangarinnar. „Það er
nokkuð athyglisvert aö fólk á lands-
byggðinni hefur yfirleitt verið áhuga-
samara unt kaup á fánum og fána-
stöngum, heldur en íbúar höfuðborg-
arsvæðisins," sagði Ólafur. „En nú er
200 ára afmæli Reykjavíkurborgar í
uppsiglingu þannig að þetta getur allt
breyst.“ Ólafur sagði ennfremur að
fyrirtækið hefði einbeitt sér að inn-
■ Slippstöðin hf. hefur framleitt
fánastengur um árabil úr oregon pine,
en litur þcirra og stærð fer eftir
óskum viðskiptavina. NT-mynd: Svcrrir
flutningi á álstöngum vegna góðrar
reynslu af notkun þeirra hérlendis, og
vegna þess hversu auðvelt væri að
setja þær upp. Þess má geta að Ólafur
Kr. Sigurðsson lætur sauma íslenska
fána erlendis úr völdu efni, og er
sérstaklega gætt að góðum lit og
endingu í þeirri framleiðslu. Sem
dæmi um verð á ofangreindu, þá
kostar 6 m fánastöng kr. 10.450 og
samsvarandi fáni kr. 1.980.
fánann vera uppi meðan samkoman
varir og bjart er, þó ekki lengur en til
miðnættis. Ef draga á fána í hálfa
stöng, er hann fyrst dreginn að hún,
en síðan felldur, svo að V5 stangarinn-
ar sé fyrir ofan efri jaðar fánans. Við
jarðarfarir á að draga fánann að hún,
þegar greftrun er lokið og skal hann
blakta þar til kvölds, til virðingar við
hinn látna. Svo má ekki gleyma
hinum lögskipuðu fánadögum, en
Fánastengur úr oregon pine
„Petta byrjaði fyrst fyrir alvöru
lýðveldisárið 1944, síðan hefur eftir-
spurnin eftir okkar framleiðslu verið
nokkuð jöfn,“ sagði Jóhann Jóna-
tansson, afgreiðslumaður hjá Slipp-
stöðinni hf. Starfsmenn fyrirtækisins
framleiða fánastengur úr oregon pine
í ýmsum stærðum, allt frá 3 m og upp
í 12 m. Þessar stenguy eru unnar eftir
óskum viðskiptavina, þ.e. hvítlakk-
aðar, viðarlitar, o.s.frv. Slippstöðin
hf. selur einnig festingar og fána. Ef
dæmi er tekið um verð á þessari vöru,
þá kostar 6 m fánastöng kr. 11.190,
festing kr. 3.600, og fáni í samsvar-
andi stærð kr. 1.780. Fánarnir eru
saumaðir hér á landi, nánar tiltekið á
Akureyri, og sagði Jóhann þctta vera
gæðaframleiðslu.