NT - 06.07.1985, Side 4

NT - 06.07.1985, Side 4
f w 6. júlí 1985 4 L il ■nnanhúss< og utara ■ Við höfum flutt inn flísar og hreinlætistæki frá Ítalíu í tvö ár, og á þessum tíma hefur eftirspurnin eftir þessari vöru aukist gífurlega,“ sagði Sigurður Hermannsson, verslunar- stjóri hjá Húsasmiðjunni. „Það eru ákveðnar tegundir til á lager, annars sérpöntum við eftir óskum við- skiptavina." Að sögn Sigurðar hefur fyrirtækið lagt áherslu á að flytja inn flísar og hreinlætistæki í stórum förm- um þ.e. í gámum. Síðastnefnda varan er t.d. seld eftir vigt og því er hægt að semja um verulegan magnafslátt við verksmiðjurnar, sem skilar sér svo aftur til viðskiptavina. Hvað varðar sérpantanir, þá má geta þess að ef þær fylgja stóru pöntununum þá mun- ar oft engu í verði á hinum einstöku hlutum, en ef um sérflutning er að ræða þá hefur það áhrif á verðið. Á sama hátt er afgreiðslutími á sér- pöntunum háður því hvort varan fylgir stærri förmum eða ekki. í fyrra tilfellinu getur afgreiðslutími komist niður í 13 daga, en yfirleitt er hann 4-6 vikur. Samræmt litróf Hreinlætistækin sem Húsasmiðjan selur eru framleidd af Ceramice Dola- mite, og fást í miklu úrvali tegunda og lita. Sú tegund sem notið hefur mestra vinsælda, og er iafnframt sú ódýrasta, nefnist perla. I þeirri sam- stæðu kostar salerni m. viðarsetu kr. 8.128 (m. plastsetu kr. 6.720), baðkar kr. 6.540, handlaug kr. 1.930 (fótur- inn kr. 1.285), og sturtukar kr. 2.544. Húsasmiðjan býður viðskiptavinum sínum svipuð greiðslukjör og viðgang- ast hjá hliðstæðum fyrirtækjum þ.e. 25% útborgun og afgangurinn greiddur á 3-5 mánuðum með víxlum, annars á lengri tíma með skuldabréfi. ■ Nú er hægt að raða flísum í myndir eða mynstur á marga vegu, á þessari mynd sést ein útfærslan á veggflísum frá PIEMME. ■ Húsasmiðjan hefur nýlega hafið innflutning á tvflitum hreinlætistækjum, á þessari mynd sést EXTRA-samstæða, svartlit með gulllitri rönd. Ný ítölsk lína í flísum, hreinlætis- og blöndunartækjum Á þessum ítölsku hreinlætistækjum er hefðbundin eins árs ábyrgð, en á tveggja ára tímabili hafa verið fluttar inn á annað þúsund samstæður án þess að vart hafi orðið alvariegra galla. Sigurður lagði áherslu á að Húsasmiðjan hefði reynt af fremsta megni að fylgjast vel með nýjungum og breyttum viðhorfum, framboð hreinlætistækja endurspeglaði það. Hvað varðar nýjustu vöruna, má nefna tvílitar einingar sem eru hann- aðar með tilliti til framboðs á flísum og hjálpargögnum í baðherbergi. Hinar ýmsu ítölsku verksmiðjur hafa samræmt litróf í framleiðslu sinni, og þetta veitir viðskiptavinum mögu- leika á því að raða saman, á skemmti- legan hátt, hinum ýmsu þáttum í baðherbergisinnréttingu. Blðndunartæki með gullhúð Hreinlætistækjasamstæður eru til lít- ils nýtar ef blöndunartæki vantar. Sigurður sagði að Húsasmiðjan seldi aðallega ítölsk blöndunartæki af Pa- ini-gerð, lituð jafnt sem ólituð. Sem dæmi um verð á slíku má nefna að handlaugartæki kostar ódýrast kr. 1.083, en með 14 karata gullhúð kr. 3.151. Þótt ótrúlegt megi virðast, þá selst töluvert af síðastnefndu vörunni, og kvaðst Sigurður álíta að þar réði fremur útlit en ending. Pað má ítreka að ýmsir fylgihlutir, svo sem krókar, hillur, speglar, hringir, burstar, o.s.frv., eru felldir að lit og lögun blöndunartækjanna. Svokölluð „gamaldags" tæki eru mjög vinsæl um þessar mundir þ.e. blöndunartæki: sem eru svipuð þeim er þekktust fyrir nokkrum áratugum. ■ Perla-hreinlætistækin eru ódýrasta og vinsælasta samstæðan sem Húsasmiðjan selur. Stærsti flísalager á landinu „Við flytjum einnig inn flísar í gámum, sem hefur aftur áhrif á verðið til viðskiptavina,“ sagði Sigurður. „Reyndar má fullyrða að fyrrnefndur magnafsláttur geri það að verkum, að Húsasmiðjan hefur á boðstólum gæðavöru á verði sem er ekki sam- bærilegt við annað hér á landi.“ Sigurður bætti því við að fyrirtækið á nú stærsta flísalager á landinu. Það eru einkum tveir aðilar á Ítalíu sem selja þangað umræddar flísar, Flor- gress og Piemme. Sem dæmi um verð á veggflísum má nefna að þær ódýr- ustu kosta um kr. 600 ferm., en þær dýrustu kr. 1.800 ferm. Odýrustu gólfflísarnar kosta kr. 859 ferm., en þær dýrustu kr. 1.850 ferm. Úrvalið ■ „Gamaldags“ blöndunartæki af LIBERTY-gerð frá PAINI. af flísum er mjög margbreytilegt, og þær eru flestar framleiddar í fyrr- nefndu, samræmdu litrófi. Að sögn Sigurðar eru svo nánast ótæmandi möguleikar á röðun flísanna t.d. í mynstur eða myndir. „Núna á kom- andi hausti fáum við 12 nýjar tegundir af flísum hingað sem lagervöru, þar fyrir utan munum við þá bjóða sér- pöntunarþjónustu upp á fjórða hundrað tegunda, á sama verði og gildir hér í versluninni þ.e. ef pöntun stangast ekki algerlega á við flutning- ana hjá okkur,“ sagði Sigurður. Pess má geta að lokum að Húsa- smiðjan hefur þegar farið að laga innkaup sín, á ýmsum vörutegund- um, að breyttum horfum í húsnæðis- málum þ.e. að aukinni áherslu á nýtingu eldra íbúðarhúsnæðis. Pessi áherslubreyting endurspeglar hvernig fyrirtæki verða að sjá fyrir breyttar markaðsaðstæður á vettvangi þar sem samkeppnin er hörð, eins og t.d. í sambandi við byggingavörur. Pað er vonandi að forsjálni af því tagi verði neytendum til hagsbóta.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.