NT - 06.07.1985, Síða 10

NT - 06.07.1985, Síða 10
Innanhuss og utan 6. júlí 1985 10 ■ Gólfhitakerfi hafa átt öröugt upp- dráttar hérlendis, þess má þó sjá merki að þetta er að breytast. Það er í samræmi við þróunina í þcim lönd- um sem við tökum aðallega mið af í hitatækni, svo sem Þýskalandi og Skandinavíu. f þessum löndum eru gólfhitakerfi það hitunarform sem eykur hlut sinn jafnt og þétt. Öll gólfhitakerfi byggjast á notkun plaströra, og þau hljóta að hafa nokkra sérstöðu hérlendis vegna jarð- hitans. Þess vegna er ekki óeðlilegt að spurt sé hvort slík kerfi henti við íslenskar aðstæður. í mörgum tilfell- um henta þau betur og í öðrum tilfellum síður. Það er mikilvægt að fólk leggi ekki að jöfnu gólfhitakerfi og geislahitun, hin fyrrnefndu liita ekki nema að hluta með geislun. Rétt hannað og stillt gólfhitakerfi gefur af sér mjög jafnan og góðan hita, en yfirboröshiti gólfsins má þó ekki fara yfir 27° C, of heit gólf eru engu síður óþægilegen þau köldu. Gólfhitakerf- um má stýra á sama hátt og ofnakerf- um, með sjálfvirkum ofnaventlum eða hitanema í hverju herbergi sent stýrir mótorloka í hitaklefa. 2,7 m ■ 1,7 m---------- 0,1 m ■ Óskahiti Gólfhiti Geislahiti Ofnar v. útvegg Ofnar v. innvegg Blásturshiti (Heitt loft) ■ Hitastig í hverju herbergi getur verið mjög mismunandi frá gólfí til lofts, eftir því hvers konar hitakerfi er notað, en sú krafa er yfírleitt gerð í dag að mismunur hitastigs frá gólfí í höfuðhxð sé ekki meiri en 5°C. Helsti kosturinn við gólfhitakerfí er einmitt þessi jafni hiti. GiHhitakerfin auka hlutsinn jafnt og þétt P ÞjT] £1 10+7; * . , i . / ■ 'v ; • * / • * * . ■ ; o . \ . i * * Þverskurður sýnir dýpt á rörum í steinsteypu. Hámark 80 mm Lágmark 30 mm Undir hellum séu rörin efst í sandi. Ef hitakerfið er byggt upp ein- göngu sem gólfhiti er mikilvægt að plaströrin séu ekki of dj úpt, þá veröur kerfið of „tregt“. Ef plaströrin eru innsteypt er ákjósanlegt að lágmarks- dýpt á rör sé 30 mm, en hámarksdýpt 80 mm. Blönduð hitakerfi (ofnar-r gólfhiti eða hitablásarar+gólfhiti) er sú útfærsla sem fleiri og fleiri nota t.d. í hvers konar iðnaðarhúsnæði. Slík kerfi eru ekki síður hagkvæm í íbúð- arhúsnæði, enga sérstaka stýringu þarf á gólfhitakerfið sem er í raun ekki annað en að afrennslið frá hverj- um ofni er lagt í gólfið í viðkomandi herbergi. Þó að reglan um 27° C hámarkshita yfirborðs á gólfi eigi að gilda, þá má hann vera hærri á 500 mm breiðri spildu meðfram veggjum, slíka útfærslu ætti að nota þegar gólfliiti er lagður í íbúðarhúsnæði. Leggja skal afrennslið fyrst meðfram veggjum, síðan yfir gólfið í heild. Hitastig í hverju herbergi getur verið mjög mismunandi frá gólfi til lofts, eftir því hvers konar hitakerfi er notað, en sú krafa er yfirleitt gerð í dag að mismunur hitastigs frá gólfi í höfuðhæð sé ekki meiri en 5° C. Helsti kosturinn við gólfhitakerfið er einmitt þessi jafni hiti. ■ Gólfhiti í garðstofu eða öðru íveruhúsnæði. ■ Blandað hitakerfí, ofnar og gólfhiti. Þegar um stórt kerfi er að ræða t.d. í iðnaðar- eða verslunarhúsnæði, þá er dæla á gólfhitakerfínu. Ef hún stöðvast t.d. við rafmagnstruflun, rennur vatnið óhindrað út af

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.