NT

Ulloq

NT - 06.07.1985, Qupperneq 11

NT - 06.07.1985, Qupperneq 11
Margir hafa ruglað saman gólfhitakerfi og geislahitun, en þetta er alls ekki það sama - segir Sigurður G. Guðmundsson, pípulagninga- meistari hjá Pípulögnum hf. ■ „Fyrirmyndin að þeim snjó- bræðslu- og gólfhitakerfum, sem við framleiðum, er frá Svíþjóð, en við byggjum að mestu leyti á eigin reynslu hérlendis,“ sagði Sigurður G. Guð- mundsson, pípulagningameistari. „Hér eru allt aðrar aðstæður t.d. jarðvarminn, og því óhugsandi að tága ekki tæknina að þeim“. Fyrir- tækið Pípulagnir hf., Skemmuvegi 26, var stofnað árið 1970, og þremur árum síðar hófst framleiðsla á KÓBRA snjóbræðslu- og gólfhita- kerfum. Sigurður sagði að hið fyrr- nefnda hefði þegar náð umtalsverð- um vinsældum, en hið síðarnefnda hefur verið háð meiri fordómum. „Margir hafa ruglað saman gólfhita- kerfi og geislahitun, en þetta er alls ekki sami hluturinn," sagði Sigurður „Eins og við höfum þróað gólfhitun í íbúðarhúsnæði, þá byggist hún á notkun ofna og gólfröra. Þar sem heita vatnið á Islandi er of heitt fyrir beina gólfhitun a.m.k. í venjulegu íbúðarhúsnæði, þá felst besta nýting- in í því að láta það renna úr ofnunum í gólf“. Reyndar kvað Sigurður það svo vera, víða um land, að vatn næði aldrei miklum hita t.d. á Tálknafirði, en á slíkum stöðum er gólfhiti án ofna mjög ákjósanlegur. Petta á einnig við um stærra húsnæði, þar má nefna íbúðarhúsnæði, íþróttahús, fjós, kjúklingabú, o.s.frv. Tvö síðast- nefndu dæmin eru sérlega athygl- isverð, fyrir þá sök að oft hafa bændur orðið fyrir ýmiskonar búsifj- um vegna hitasveiflna í húsum. Ali- fuglabændur geta auðveldlega komið í veg fyrir algengan kjúklingadauða með því að nota gólfhita, en hefð- bundin upphitun nær oft illa að yfir- borði gólfs, þar sem fuglarnir eru yfirleitt aldir. „Pað er rétt að taka það fram, að gólfhiti kemur að fullu gagni þó að það sé parket eða teppi á gólfum,“ sagði Sigurður. „Þetta hita- kerfi hentar einnig vel í nýjum og gömlum timburhúsum, reyndar er gólfhiti besta vörnin gegn raka og fúa sem völ er á“. Að sögn Sigurðar er kostnaður nýbyggjanda við lagningu gólfhita- kerfis ekki meiri en við lagningu hefðbundins hitakerfis, og í sumum tilvikum er gólfhitinn ódýrari. Endur- bætur á gömlu kerfi verður auðvitað að meta eftir aðstæðum hverju sinni, það borgar sig t.d. ekki hvað kostnað varðar að brjóta upp steingólf, ein- ungis í þeim tilgangi að setja þar niður gólfhita. Sigurður benti á að Pípulagnir hf. veita fúslega tækniráð- gjöf, gera kostnaðaráætlun, selja efni, og annast framkvæmd, allt eftir óskum viðskiptavinarins. Sumarið er tilvalið til framkvæmda, bæði hvað varðar snjóbræðslukerfi og gólfhita, þar sem helsti annatíminn er síðla hausts og vegna veðurs. Aðspurður sagði Sigurður að enn sem komið er væri algengasta tegundin af gólfhita í íbúðarhúsnæði hérlendis fólgin í væg- um hita í baðherbergis-, forstofu- og garðstofugólfum. Mörgum finnst t.d. þægilegt að stíga inn á volgt baðher- bergisgólf að morgni. „Ég vil leggja áherslu á það að við erum ekki að tala um aukna notkun á heitu vatni í þessum gólfhitakerfum, heldur betri nýtingu á því vatni sem rennur um ofnana, og þá um leið betri hitun húsnæðisins," sagði Sigurður að lokum. Pess má geta að verulegur hluti af starfi Pípulagna hf. felst í framleiðslu plaströra í fyrrnefnd kerfi, og Sigurður hefur látið útbúa greinargóða handbók þar sem upp- bygging þeirra er skýrð í myndum og máli. ■ Sigurður G. Guðmundsson um- vafínn rörum af þeirri tegund sem mynda KÓBRA snjóbræðslu- og gólfílitakerfí. Mynd - Ari. *n0Zó*taií'9,! u^sjón« oKkur //// V > *CP v\

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.