NT - 06.07.1985, Qupperneq 12
Innanhúss
6. júlí 1985 12
■ Krístinn Eggertsson hefur aö baki
áralanga reynslu af því aö kaupa og
selja persnesk teppi. í bakgrunni
sjást teppi frá PakÍStan. Mynd-Svernr
Nauðsynlegt að velja
teppin sérstaklega
■ „Faðir minn byrjaði að versla
með persnesk teppi fyrir um 25 árum,
þannig að þetta er nokkuð sem ég hef
kynnst vel á löngum tíma,“ sagði
Kristinn Eggertsson í Málningarvör-
um, Ingólfsstræti 5. „Sjálfur hóf ég
innflutning á teppum af þessu tagi
fyrir átta árum og nú fer ég árlega
utan til innkaupa." Pað er íransk-
ur farandsali á vegum fyrirtækisins
IRAN ART sem selur Kristni teppin,
og það má geta þess að danska
fyrirtækið ILLUM, sem margir ís-
lendingar þekkja, verslar við þennan
sama aðila. Að sögn Kristins er
nauðsynlegt að velja teppin sérstak-
lega með því að skoða þau vandlega
og þreifa á þeim, ótal gallar geta
leynst í þeim og það þarf oft reynslu
og þekkingu til að koma auga á þá
strax. Par sem fyrrnefndur farandsali
kemur til Evrópu síðla hausts, þá er
úrval teppa í Málningarvörum mest
um jólaleytið.
„Eftirspurnin hefur aukist töluvert
á síðustu tveimur árum,“ sagði
Kristinn, „og þá einkum eftir pakist-
önskum teppum, sem eru oftast ódýr-
Málningarvörur - Ingólfsstræti 5:
Sérinnflutt
persnesk teppi
ari en önnur sambærileg.“ Þess má
geta að persnesk kallast öll þau teppi
sem hnýtt eru samkvæmt ákveðnum
reglum og aðferðum á því svæði er
tilheyrði ríki Persa, hér forðum daga.
Þannig geta persnesk teppi t.d. átt
uppruna sinn að rekja til fran, Pakist-
an, Afghanistan og Tyrklands, svo
eitthvað sé nefnt. Það sem helst
aðgreinir hinar ýmsu tegundir er
hnútafjöldinn þ.e. hversu þétt teppin
eru hnýtt, hvernig þau eru lituð, og
mynstrin.
Hnútaf jóldinn ræður oftast
mestu um verðið
Hnútafjöldinn ræður oftast mestu
um verðið. Sem dæmi um hvað pers-
nesk teppi kosta, má nefna að hand-
hnýtt teppi með írönsku mynstri, sem
er 120x180 cm að stærð, kostar kr.
58.000. Pakistönsk teppi af sömu
stærð kosta frá kr. 16.000 og upp í kr.
35.000, og þá er miðað við að hnúta-
fjöldi á fermetra sé á bilinu 400.000-
800.000. Kristinn gat þess að greiðslur
fyrir teppin eru háðar samkomulagi
hverju sinni. Að sögn hans er verðið
einnig mikið háð því hvaða gjaldeyri
seljandinn miðar við. í Evrópu er það
v-þýska markið sem ræður verðinu,
en áður var það dollarinn. Á þeim
tveimur árum sem liðin eru frá því að
þessi breyting átti sér stað, hefur
verðlag á persneskum teppum verið
mjög stöðugt, og reyndar má fullyrða
að það hafi staðið í stað. Petta á
einnig við um þau teppi sem seld eru
hér á landi a.m.k. í Málningarvörum,
þau kosta nokkurn veginn það sama
og á meginlandinu.
Endastnánast
um aldur og ævi
„Viðkvæmustu fletirnir í persnesk-
um teppum eru kantarnir og kögrin,
þar er oft að finna galla ef teppin eru
handfjötluð," sagði Kristinn. „Svo
þarf að horfa vel í mynstrin." Ef teppi
eru vel valin, og ef þau sæta réttri
meðferð eigenda, þá endast þau nán-
ast um aldur og ævi án þess að glata
gildi sínu, bæði hvað varðar fegurð og
Verslunin
Sonja
tlytur inn
sólskyggni
■ 1 síðasta tölublaði af „Innanhúss
og utan“ var heil opna tileinkuð
sólskyggnum, og þar var vísað til
íslensks framleiðanda. í framhaldi af
því má geta þess að verslunin Sonja
hefur nú í nokkur ár flutt inn sænsk
sólskyggni frá fyrirtækinu AHLQV-
IST MARKISEN. Að sögn Margrét-
ar Jónsdóttur eru þessi sólskyggni
hönnuð úr álgrindum og segldúk sem
er styrktur með dralonefni. Nú er
komin fjögurra ára reynsla á þessa
vöru hérlendis, og sagði Margrét að
íslensk veðrátta hefði ekki bitið á
þessum skyggnum svo nokkru næmi.
Hún bætti því við að allar þær eining-
ar sem hún hefði flutt inn hefðu verið
sérpantaðar eftir máli, og þá væri
tekið tillit til óska viðskiptavinarins í
hvert skipti þ.e. hvað varðar áletrun
og þess háttar. Þeir sem kunna að
hafa áhuga á því að kynna sér sól-
skyggnin betur geta haft samband við
verslunina'Sonju, s. 21444.
■ Verslunin Sonja hefur um árabil
flutt inn sænsk sólskyggni fyrir fjölda
fyrírtækja í Reykjavík. Mynd-An.
■ Nokkur stærrí teppi. Á veggnum
hangir teppi með írönsku mynstrí,
120x180 cm að stærð, en það kostar
kr. 58.000. Mynd - Sverrir
verðmæti. Kristinn gat þess að fyrir
nokkru seldi hann í umboðssölu 100
ára gamalt teppi á kr. 60.000. Hann
lagði áherslu á að skór með hrágúmmí-
sólum eru helsti slitvaldur persneskra
teppa, og enn frekar ef þau liggja þar
sem fólk snýr sér þ.e. langvarandi
núningur á afmörkuðum bletti slítur
þessum teppum eins og öðrum.
Reyndar má geta þess að það er jafn
algengt að eigendur persneskra teppa
hengi þau á veggi, eins og að leggja
þau á gólf.
Breyttir lifnaðariiættir eða
styrjaldir geta haft áhrif
á þessa gðmlu listgrein
Kristinn sagðist að lokum ekki hafa
mikla trú á því að persnesk teppi yrðu
almenningseign hér á landi, innflutn-
ingurinn yrði aldrei verulegur. Hvað
varðar framtíð þessara teppa
almennt, þá telur Kristinn að fram-
boðið á ákveðnum tegundum eigi
eftir að minnka all skyndilega. Nú
hefur markaðurinn verið mettaður
með gömlum birgðum um nokkurt
skeið, en brátt kemur að því að
einstakar tegundir falla út af ýmsum
ástæðum t.d. Afghan-teppin. Þessi
heimshluti, sem áður var ríki Persa,
gengur nú í gegnum nokkurt átaka-
skeið, eins og flestum mun kunnugt,
og breyttir lifnaðarhættir eða styrjald-
ir geta haft áhrif á þessa gömlu
listgrein sem teppahnýtingar eru.