NT - 24.07.1985, Page 1

NT - 24.07.1985, Page 1
BMR Gönguleiðir í Eyjafirði og nágrenni • Ferðamöguleikar með áætlunarbif- reiðum • Gengið á Heimaklett og siglt í Kafhelli • Vestfirðir heimsóttir • Gönguleiðir um Reykjavík og nágrenni • Þegar viðarlauf breytist í gull - gönguleiðir frá Laugarvatni • Gengið út frá Héraði • í helgarbíltúr á Snæfellsnesi • Farið vítt um Vesturland • Þjóðgarðurinn í Skaftafelli Miðvikudagur 24. júlí 1985. Umsjón: Gunnar Birgisson Forðist stðku staðísumarfríinu — því þar er alltaf rigning ■ Ferðablað NT fyrir sumarið 1985 lítur nú dagsins ljós. Blaðið er fyrst og fremst miðað við göngur, sem byggjast þó oft á því að farartæki sé með í ferðinni, því oft er um gönguleiðir að ræða sem enda ekki endilega á sama stað og þær hefjast. Er þá hentugt að einn úr ferðahópnum keyri á áfangastaðinn og bíði þar, einnig er hægt að nýta sér þjónustu áætlanabif - reiðaog ferðast milli gönguleiða með þeim. NT fékk sérfróða menn til að segja frá möguleikum ýmissa svæða á landinu. Nauðsyn var að takmarka það sem fjallað yrði um, en önnur landssvæði verða væntanlega tekin fyrir seinna meir. Fyrir valinu urðu því fulltrúar allra landshluta og gefst ferðafólki kostur á að kynnast gönguleiðum sem það hefur e.t.v. ekki vitað um áður. En við athugum hér gönguleiðir í Vestmannaeyjum, á svæðinu við Laugarvatn, í þjóð- garðinum í Skaftafelli, í Héraði og nágrenni þess, í Eyjafirði, á Vestfjörðum, einkum suðurhluta þeirra, á Snæfellsnesi, á Vesturlandi og síðast en ekki síst, í Reykjavík og nágrenni hennar. Bent er á ýmsa möguleika sem gefast á fyrrgreind- um svæðum. En að sjálfsögðu skiptir endanlega máli áhugi, fyrirætlanir, tími og einkum hugmyndaflug hvers og eins. Pótt lítið sé um merktar gönguleiðir hér á landi, þarf það ekki að torvelda neinum á neinn hátt. Alls staðar er hægt að ganga og alls staðar er gengið.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.