NT - 24.07.1985, Síða 3

NT - 24.07.1985, Síða 3
Miðvikudagur 24. júlí 1985 ■ Fallegasta höfn í heimi, segir Jón Árnason um höfnina á Stapa, en höfnin er eins og höggvin út úr klettunum. á bjargið, og á einum stað er lítill rani framúr þannig að maður getur eigin- lega staðið á rananum og haft bjargið beint fyrir framan sig. Þarna sátu þeir á brúninni og kváðust á Kolbeinn jöklaraskáld og Kölski og sá fyrr- nefndi hafði betur. Lóndrangarnir eru að mínu viti fallegastir að sjá tilsýndar en ef farið er alveg að þeim má skoða gamlar verbúðartóftir. Álfatrú er líka bundin við Lóndranga. Stóri drangur á að vera kirkja álfanna og Litli drangur er bókhlaðan þeirra. Á Malarrifi er hægt að fara upp í vitann en þar er ekkert sérstakt að sjá. Það er miklu nær að fara áfram vestureftir þjóðveginum. Þar verður fyrir vegur niður á Djúpalónssand, vegur sem konur á Snæfellsnesi, gengust fyrir að ruddur.yrði gegnum hraunið til þess að auðveldara yrði að komast niðureftir ef á þyrfti að halda t.d. ef skip færust .fyrir utan. Þegar genginn er stígurinn niður á Djúpalónssand er komið að aflrauna- steinunum fjórum, sem þar hafa verið frá gamalli tíð, Amlóða, Hálfdrætt- ing, Hálfsterk og Fullsterk. Þessir steinar eru ekkert sérstaklega þungir en þeir 'eru slípaðir af og það þarf útsjónarsemi og vit líka til að koma þeim á stall. Vermenn í Dritvík mældu þarna krafta sína og útsjónar- semi en þetta tvennt þarf nú gjarnan að fylgjast að til sjós. Frá Djúpalóni er svo um 20 mín- útna gangur í Dritvík. Maður er ekki kominn í Dritvík þó komið sé að steinunum, eins og margir halda. Dritvíkingar (Drissarar) sóttu allt sitt vatn í Djúpalón sem er eini staðurinn sem ferskt vatn finnst á þessu svæði. Ferská vatnið flýtur þar ofan á en undir er sjór sem sígur gegnum malar- kambinn. Þetta gefur lónunum hinn sérstæða lit. Dritvík var aðalútgerðarstöðin á þessu svæði hér áður en nú sést lítið Sjá bls. 4. ÞJÓNUSTA ( FYRIRRÚMI í hverri viku Okkar stefna er að halda uppi fastri áætlun og auka með því öryggi í vöruflutningum. í Reykjavík: Á Siglufirði: Mánudögum Þriðjudögum Fimmtudögum Föstudögum SIGLUFJARÐARLEIÐ VORUFLUTNINGAR - NAFNNUMER 7557 4371 Afgreiðsla t Reykjavik Voruflutningamidstoðin, simi 91 10440 Afgreiðsla a Siglufirði Simi 96-71510 Sigurður G Hilmarsson, simi 91 -74643 VELKOMIN Á SELFOSS Stórmarkaður KÁ, í hjarta bæjarins býður upp á glæsilegt úrval allskonar vöru. — Ferska matvöru/nýlenduvöru — Ferðavöru — Bækur og timarit — og fleira, og fleira Veitingabúðin Ársel er opin daglega frá kl. 9.00 til kl. 23.00. Arseh

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.