NT


NT - 24.07.1985, Qupperneq 4

NT - 24.07.1985, Qupperneq 4
Víkurbarði. ■ Þessi mynd er tekin í gegnum þann fræga Gatklett við Stapa, þann sem ritdeilur urðu um í blöðunum Isafold og Þjóðólfi um aldamótin. Miðvikudagur 24. júlí 1985 ■ Lóndrangar á Snæfellsnesi. Þjóðtrúin segir að stærri drangurinn sé Álfakirkja en sá minni bókhlaða álfanna. frá þessum tíma utan fiskgarðar og reitir. Á þessunt slóðum eru ýmis örnefni sem minna á Bárð Snæfeilsás og Bárðarsögu, nt.a., nafnið Uritvík. Sagan segir að Bárður hafi komið frá Noregi og kom að landinu við þetta svæði. Þegar þeir komu á lygnan sjó settust þeir á borðstokka til álfreka, eins og þaö heitir í sögunni, og róa síðan inná víkina og þá sjá þeir að þann vallargang hafði rekið á fjörur, þess vegna gáfu þeir víkinni nafnið Dritvík. Þarna eru fleiri örnefni sem minna á Bárðarsögu eins og Uárðarskip og Bárðartrúss í miðri víkinni, Maríu- sandur heitir sandurinn en þau þóttu ámóta góð til áheita, Báður og María mey. Glímustofa heitir klettabás þar sem vermenn glíntdu og völundarhús gamalt er til uppi á vesturbarðanum, þ.e. á lciöinni milli Djúpalóns og Dritvíkur en það er vont að finna því það er svo vallgróið. Tröllakirkja er þarna fyrir utan, sent er sérstaklega skemmtilegt að koma í ef maður hittir á að vera þarna á fjöru. Að lokinni dvöl í Dritvík er ekið áfram og Hólahólar eru næsti við- komustaður, gígaþyrping, og þar er hægt að ganga beint inn í stærsta gíginn; þetta er stærsta hring- leikahús í norðanverðri Evrópu og byggt af sjálfum himnasmiðnum. Þessi gígur heitir Berudalur eða Beru- laut. Þegar hér er komið er farið að saxast verulega á daginn og því er best að halda áfram og fara sem leið liggur að Gufuskálum þar sem stóra mastrið gnæfir yfir. Þar uppi í hraun- inu á móti eru einhverjar elstu bygg- ingar á landinu, gömul fiskbyrgi. Nú verður það að ráðast hvað næsta verk verður. Það er hægt að borða eða gista í Ólafsvík, eða að aka áfram yfir Fróðárheiði og borða á Búðum, þar sem maturinn er sérstak- lega skemmtilega framreiddur og kryddaður. Og síðan er hægt að nota sunnudaginn til að dóla sér heim aftur.“ ■ Frá Hellnum á Snæfellsnesi ■ Frá Dritvík á Snæfellsnesi. Tröllakirkja er fyrir miðri mynd en til vinstri er

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.