NT - 24.07.1985, Blaðsíða 16

NT - 24.07.1985, Blaðsíða 16
Laugarvatn hefur alltaf verið einn fjölsóttasti ferðamannastaður á Suðurlandi, enda er þar ágætis að- staða til útiveru og letilífs. Þarna í nágrenninu leynast einnig ýmsir fallegir staðir sem öllu færri hafa séð eða vitað um, en auðvelt er að komast að og njóta ef menn vilja liðka sig aðeins og bregða undir sig betri fætinum. Og ef bíllinn er tekinn í þjónustuna er hægt að skoða staði innar í Laugardalnum, ekki síður skemmtilega, á tiltölulega skömmum tíma. Sá sem þekkir Laugardalinn og nágrenni einna best, er Olafur Briem magister, sem starfaði sem kennari á Laugarvatni í 40 ár. Ólafur hefur alltaf gengið mikið og hann hefur þraut-kannað flestar þær gönguleiðir sem Laugardalurinn og nágrenni hef- ur upp á að bjóða. NT bað Ólaf Briem að segja frá nokkrum gönguleiðum í nágrenni Laugarvatns og fer frásögn hans hér á eftir: „Þegar ég kom að Laugarvatni voru algengastar tvær gönguleiðir. Önnur var upp í Stóragil að Trúlofun- arhríslu og helli sem þar er rétt fyrir ofan, og hin var upp að Gullkistu sem er á Miðdalsfjalli, en þaðan er mjög gott útsýni. En eftir að ég fór að vera á Laugarvatni gerði ég mér það til dundurs að fara gönguferðir einn og það voru aðallega tvær gönguleiðir í næsta nágrenni sem ég rakst á án þess að mér væri bent á þær. Önnur er rétt við Laugarvatn upp með Litluá. Það er best að ganga upp eftir Þingvalla- veginum í tæpan hálftíma og fara þaðan upp með ánni. Þar eru mjög fallegir fossar þrír saman, tveir í ánni og cinn sem er niður klettinn að vestanverðu í uppsprettu sem rennur þar. Þetta er ekki nema um klukku- tíma ganga fram og til baka. Önnur leið sem ég fann sjálfur er upp með Skillandsá sem rennur skammt fyrir vestan Miðdal. Þar er mjög fallegt gljúfur með skemmtileg- uni bergmyndunum-og neðarlega í því er hvammur með fallegum fossi á móti sem fellur í ána. Það sést aðeins ofan á hann frá Laugarvatni. Það er þægilegra, ef menn hafa bíl, að aka Miðvikudagur 24. júlí 1985 16 ■ Laugarvatn getur í góðu veðri minnt á erlenda baðströnd, eins og sést á þessari mynd. Laugarvatnsfjall er í baksýn. Hótel Bjarkarlundur Reykhólasveit — Sími 93-4762 Erum á krossgötum um Vestfirði Gisting — veitíngar — tjaldstæði — veiðileyfi — bátaleiga Bjóðum alla ferðamenn hjartanlega velkomna Starfsfólk hótelsins hálendisferð Brottför alla miðvikudaga í sumar frá og með 10. júl( 1. DAGUR: Ekið Sprengisand og gist I Nýjadal. 2. DAGUR: Ekið áfram norður, Bárðardal, Goðafoss til Mývatns og gist þar. 3. DAGUR: Mývatns- og Kröflusvæði skoðuð, ekið síödegistil Ak- ureyrar og gist þar. 4. DAGUR: Ekið til Hveravalla og gist þar. 5. DAGUR: Frá Hveravöllum til Kerlingarfjalla, Gullfoss, Geysis, Laugavatns, Þingvalla og til Reykiavíkur. INNIFALIÐ: Fullt fæði, leiðsögn og gisting í tjaldi. Einnig er hægt að gista í skálum og á hótelum. VERÐ AÐEINS 6.900.- Allar nánari upplýsingar í síma 687912 og hjá ferðaskrifstofu s BSÍ, Umferðarmiðstöðinni, sími 22300. I Snæland Grímsson hf. | Feröaskritstofa. Sími 687912. Kvöld- og helgarsími: 75300 og 83351

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.