NT

Ulloq

NT - 25.07.1985, Qupperneq 5

NT - 25.07.1985, Qupperneq 5
■ Ein síðasta myndin tekin af Escort Ásgeirs Sigurðssonar áður en hann varð eins og stærri myndin sýnir. grími þá öllum lokið sem hafði pínt hvern orkudropa út úr vélinni sem búið var að aka á þriðja hundrað þúsund kílómetra. Reyðfirðingarnir Guttormur og Sigmar urðu bensín- lausir rétt frá enda síðustu sérleiðar, náðu að klára á hámarkstíma dottnir úr góðri stöðu. Auk annars sprakk nokkrum sinnum, álfelga brotnaði, og týndist, stýrisendi brotnaði og fleira. Peir héldu þó gleði sinni gegn um þykkt og þunnt félagarnir og byrja bara að gera við fyrir Ljómann. Þeir sem duttu út voru Júlíus og Frans á Lödu með bilað rafkerfi, Birgir og Gunnar á Cortínu sem fór ekki í gang eftir hádegishlé, Óskar og Ragnar á Renault sem datt ofan í skurð á þokunni á Vaðlaheiði, Auð- unn og Hilfligtínnur sem misstu vélina á fyrstu sérleið. Að því var skaði og virðist óheppnin leggja Auðunn í einelti. Nýliðarnir Guðmundur og Þórir sprengdu einhver ósköp af dekkjum áður en þeir lentu á steini og beygluðu framstell Mözdunnar sinnar. Árni Árna og Dröfn háðu harða keppni við Steingrím og Svafar um hrakfallaverðlaunin. Sýnishorn: Fyrsta sérleið kláruð í gufumekki, vélin virðist vera að gefa sig. Botninn fer úr bensíntanknum, plastbrúsi not- aður í staðinn. Gormskál á fram „strött“ brotnar af svo gormurinn liggur á dekkinu. Til að redda sér til baka yfir Reykjaheiðina taka þau gorminn úr og hefla þannig veginn með hjólið upp í bretti. Á síðustu leið hverfa svo síðustu vatnsdroparnir aft- ur af kælikerfinu, vélin hitnar svo að hún festist rétt fyrir endanum. Rallleiðir í grennd við Húsavík eru viðkvæmar fyrir veðri og hreinlega eyðilagði vatnsveðrið stóra hluta Reykjaheiðar og Hvammsheiðar. Seinni daginn var málum bjargað með því að aka versta kafla Reykja- heiðar sem ferjuleið en mikil óánægja var samt meðal keppenda vegna leið- anna. Allt gekk þetta þó upp, miklu baHi slegið upp á Hótelinu um kvöldið þar sem Hjólbarðahöllin hlaut liðsverð- launin, heimamannaverðlaunin Þor- steinn Ingason og Svafar Gestsson og verðlaun fyrir A flokk, (flokk 6) Óskar og Arni Óli. Á.A. missa þó ekki móðinn bræðurnir heldur ætla að fá 100 hestafla keppnis- vél fyrir næsta sumar. Eiríkur Friðriksson var illa fyrir kallaður ralldagana og nú gekk ekkert upp, góðu taktarnir úr Grófarrallinu fjarri sprungin dekk og vesen og kláruðu þeir Þráinn elleftu. Brynjólfur Júlíusson er óvanur Escortnum sem þeir Ólafur Ingi voru að fá sér en gekk þó ágætlega þrátt fyrir sprungin dekk og aðra óáran. Utslagið gerði þegar bíllinn drap á sér rétt frá lokum síðustu sérleiðar og fór ekki í gang fyrr en Guttormur og Einardrógu þá. Hrakfallasaga Steingríms Ingason- ar og Svafars Gestssonar er löng og litrík og hefst þegar fíni tjúnnaði Datsuninn hans Steingríms átti að fara út úr skúrnum að morgni rall- dagsins þar sem unnið hafði verið í honum undanfarna sólarhringa. Gleymdist að herða róna sem heldur knastástrissunni og fór vélin í spað. Gamla hróið hans Svafars stóð heima hjá honum, talinn ónýtur, en var reistur við þröngvað í gang þótt hann væri enn þreyttari en ósofnir öku- mennirnir. Fimm sinnum sprakk, og á einni leiðinni ók Eiríkur aftan á þegar þeir voru að reyna að víkja á sérleið en runnu niður í veg fyrir Eika. Þegar keppninni var lokið og tekist hafði að skríða í mark við illan leik þorðu viðgerðarmennirnir loks að segja að þeir hefðu ekki átt hedd- pakkningu og þess vegna notað gamla! Ekki nóg með það, heldur slitið einn heddboltann! Var Stein- Fimmtudagur 25. júlí 1985 13 ■ Suðurnesjabræðurnir Ólafur og Þröstur komu aftur á óvart með góðum tímum sem ekki sást á aksturslaginu. ■ Þorsteinn Ingason gasast gegnum beygju upp á Vaðlaheiðina, hvert hestafl nýtt eins og hægt er keppnina út í gegn. ■ Jón Ragnarsson og sonur þeysa gegn um þokuna. Sé grannt skoðað sést hnausstór hnullungur hendast undan Escortinum afanverðum, ekki sá eini. ■ Ævar og Ægir lími nú vængi á Subaruinn og snúi sér alfarið að fluginu. Þeir eru vanir!

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.