NT - 25.07.1985, Side 6

NT - 25.07.1985, Side 6
Fimmtudagur 25. júlí 1985 14 ■ Frá tónlistardeild ríkisútvarpsins, fIII!! 1!! M !!!!!>» Mikill tónlistarfjársjóður geymdur hjá ríkisútvarpinu - rætt við Sigurð Einarsson, dagskrárgerðarmann í tónlistardeild útvarpsins ■ Við höldum áfram að kynna starfsemi sjúnvarps og útvarps og tökum nú fyrir starf tónlistardeildar útvarpsins. Við hana vinna nú 14 einstakl- ingar með skrifstofufólki og spjaldskrárfólki. „Plássleysi háir okkur tölu- vert hér á deildinni og það er fremur þröngt um okkur,“ sagði Sigurður Einarsson, dag- skrárgerðarmaður á tónlistar- deildinni. „Hér er einn stór salur þar sem plötuskáparnir standa og öll spjaldskráin, en hún er á hjólum og mjög fyrirferðarmikil. Svoeru minni herbergi inn af, t.d. eitt þar sem lausráðnir dagskrárgerð- armenn hafa aðstöðu, en þar er ritvél og plötuspilari. Við vinnum yfirleitt frá 8.00- 16.00. Einn starfsniaður situr þó hér frá 16.00-18.00 til að sinna fólki frá Rás 2, en þar er frekar lítið plötusafn og yfir- leitt aðeins nýjar plötur. Við erum þrjú sem höfum aðallega með klassíska tónlist að gera og svo eru tvö í léttri tónlist, poppi, harmoníkutón- list og þess háttar. Við erum sem sagt fimm sem erum köll- uð dagskrárgerðarmenn. Okk- ar starf felst aðallega í að velja tónlist inn á föstu liðina hjá útvarpinu, t.d. miðdegis- og morguntónleika. Svo er ég með þætti á laugar- dögum þar sem ég kynni létta sígilda tónlist og Knútur R. Magnússon er með þætti á fimmtudagskvöldum og kynnir þar tónlistina sem hann velur. Mikil vinna við skrásetningu Einn starfsmaður sér um alla skýrslugerð og skráir niður hvað hcfur verið leikið af tónlist, auk þess sem hann sér um greiðslur fyrir tónlistar- þætti. Spjaldskrárgerð er að mestu flutt inn í Efstaleiti en við hana vinna nú þrír starfsmenn. Spjaldskráin sjálf er þó enn hérna á Skúlagötunni ogstarfs- mennirnir raða í hana hérna. Þetta fyrirkomulag stafar af plássleysinu hjá okkur. Pá er mikil vinna við skrá- setningu og hér eru tveir starfs- menn sem sjá um að setja númer á allar plötur og seðla með nafni ríkisútvarpsins. Klassískar plötur eru merktar með bókstafnum L og fjögurra stafa tölu fyrir aftan, LX er popptónlist og létt tónlist, fimm stafa tala táknar íslensk- ar plötur o.s.frv. Ef maður vill finna eitthvert verk eftir Beethoven í spjaldskránni þá leitar maður undir Beethoven og finnur verkið t.d. undir L 5968. 50.000 plötur Plöturnar hér eru orðnar ansi margar. Pær eru um 50.000 talsins. Hér eru tii allar íslenskar plötur og yfirleitt í nokkrum eintökum. Þær kaup- um við alltaf. Hins vegar þurf- um við yfirleitt að panta erl- endar plötur eða fara eftir því hvað verslanirnar kaupa inn. Verðum að fylgjast með hvað er að gerast í tónlistarlífinu Menn koma hingað og biðja um upptökur og tónlistarstjóri í samráði við varatónlistar- stjóra metur hvort eigi að taka upp. Svo er farið fram á upp- tökur á sumum verkum og þá sérstaklega á tónleikum úti í bæ. Þá sendir útvarpið menn á staðinn, en ef sú upptaka er ekki nógu góð þá er e.t.v.' boðið upp á nýja hérna í stúdíói. Við verðum því að fylgjast með hvað er að gerast í tónlist- arlífinu," sagði Sigurður Ein- arsson. Rás 2 kl. 21. Nýbylgjan í læknastétt í Gestagangi í kvöld ■ „í kvöld koma til mín tveir læknar. Þóra Fischer, kven- sjúkdómalæknir á Landspítal- anum, en hún er eina konan sem lokið hefur námi í þeirri sérgrein hér á landi. Hinn er Einar Thoroddsen, háls-, nef og eyrnalæknir á Borgarspítal- anum,“ sagði Ragnheiður Davíðsdóttir, stjórnandi Gestagangs á Rás 2 kl. 21.00. „Mér finnst heyrast of lítið í læknum í fjölmiðlum, nema þegar þeir fjalla um læknis- fræðileg efni. Það er gaman að fá að kynnast tveimur læknum, starfi þeirra og öllu sem því fylgir. Þetta er ekki bara fólk í hvítum sloppum, þetta er fólk eins og við og á sínar tóm- stundir, fjölskyldur o.s.frv. Þessir tveir læknar eiga það sameiginlegt að vera ungir, færir á sínu sviði og síðast en ekki síst að hafa kastað frá sér þessari hefðbundnu lækna- ímynd. Þau eru bæði afskap- lega hress og mannleg og ganga ekki um með virðulegan lækn- issvip. Að mínu áliti með- höndla þau sjúklinga sína á mannlegri hátt. Ég kalla þetta nýbylgjuna í iæknastétt. Þegar ég kom til hans Einar í fyrsta skipti, þá tók hann á móti mér í gallabuxum og T-bol. Hann tók strákinn minn í fangið, hossaði honum og lék við hann góða stund til þess að búa hann undir það sem í vændum var. Þetta er bylting frá því ég var krakki, því þá hræddist ég alla menn í hvítum sloppum, fiskvinnslufólk, mál- ara og yfirleitt alla sem þurftu starfs síns vegna að klæðast . þessum flíkum. Við munum ræða um starf læknanna, um þann hátíðleika sem tíðkast á stofuganginum og stéttaskiptinguna á sjúkra- húsunum. Við komum inn á það langa nám sem þau hafa stundað tómstundir þeirra og ýmislegt annað skemmtilegt." ■ Einar Thoroddsen. ■ Þóra Fischer. Utvarp kl. 17.05: Barnaútvarpið ■ „í Barnaútvarpinu í dag ætlum við að segja frá starfi blaðaljósmyndara“ sagði Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, stjórnandi Barnaútvarpsins. „Við fengum fyrirspurn frá hlustanda um starfið og ætlum að ræða við einn blaðaljós- myndara um það. Svo heyrðum við um svif- flugstíma sem krökkum í unglingavinnunni hjá Vinnu- skóla Reykjavíkur er boðið upp á á Sandskeiði og við ætlum að kanna það. Spennusagan er svo alltaf á sínum stað með þátttöku krakkanna, svo og ýmislegt fleira." Fimmtudagur 25. júlí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir Bæn Morgunútvarpið. 7.20 Leikfimi. Til- kynningar 7.55 Málræktarþáttur. Endurt. þáttur Ólafs Oddssonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorð - Erlingur Níelsson, ísafirði, talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Ömmustelpa" eftir Ármann Kr. Einarsson Höfundur les (11) 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugreinar dagblaöanna (útdr.) Tónleikar. 10.45 Málefni aldraðra Þáttur i umsjá Þóris S. Guðbergssonar 11.00 „Ég man þá tið“ Lög frá iiðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 Létt tónlist 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 „Úti i heimi“, endurminning- ar dr. Jóns Stefánssonar Jón Þ. Þór les (16) 14.30 Miðdegistónleikar 15.15 Tiðindi af Suðurlandi Umsjón: Þorlákur Helgason. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.20 Á frivaktinni Þóra Marteins- dóttir kynnir óskalög sjómanna. 17.00 Fréttir á ensku 17.05 Barnaútvarpið 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.45 Tilkynning- ar. Daglegt mál. Sigurður G. Tóm- asson flytur þáttinn. 20.00 Draumleikur 20.30 Einsöngur í útvarpssal 21.00 Erlend Ijóð frá liðnum tímum Kristján Árnason kynnir Ijóöaþýð- ingar Helga Hálfdanarsonar. Þriðji þáttur: „Komfyll þinaskál“. Lesari: Erlingur Gíslason. 21.25 Frá tónskáldum 21.45 Frá hjártánu Umsjón: Kristján R. Kristjánsson. RÚVAK 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Fimmtudagsumræðan 23.35 Fiðlusónata nr. 3 í c-moll 24.00 Fréttir Dagskrárlok. Fimmtudagur 25. júlí 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn- endur: Ásgeir Tómasson og Gunn- laugur Helgason 14.00-15.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leópold Sveinsson 15.00-16.00 í gegnum tíðina Stjórn- andi: Þorgeir Ástvaldsson 16.00-17.00 Bylgjur Framsækin rokktónlist. Stjórnendur: Ásmund- ur Jónsson og Árni Daníel Júlíus- son 17.00-18.00 Einu sinni áður var Vinsæl lög frá 1955 til 1962 = Rokktímabilið. Stjórnandi: Bertram Möller Hlé 20.00-21.00 Vinsældalisti hlust- enda Rásar 2 10 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son 21.00-22.00 Gestagangur Gestir koma i stúdió og velja lög ásamt léttu spjalli. Stjórnandi: Ragnheið- ur Daviðsdóttir 22.00-23.00 Rökkurtónar Stjórn- andi: Svavar Gests 23.00-00.00 Kvöldsýn Stjórnendur: Július Einarsson og Tryggvi Jakobsson Föstudagur 26. júlí 19.25 Dýrasögur Refurinn og björninn Þýðandi Kristin Mántylá. (Nordvision - Finnska sjónvarpið) Ævintýri Berta 2. þáttur Sænskur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Jó- hanna Þráinsdótdtir. (Nordvision - Sænska sjónvarpið). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Agnetha án ABBA (A som i Agnetha) Þáttur um söngkonuna Agnethu Fáltskog sem söng áður með sænsku sveitinni ABBA en er nú að hefja sjálfstæðan tónlistar- feril. Þýðandi Veturliði Guðnason. (Nordvision - Sænska sjónvarpið). 21.15 Njósnarafjölskyldan (A Family of Spies) Bresk heimilda- mynd um mesta njósnamál sem upp hefur komið í Bandaríkjunum um árabil. Walker og fjölskylda hans seldu Rússum árum saman mikilvægar upplýsingar um varnar- kerfi Atlantshafsbandalagsins. ( myndinni er reynt að gera grein fyrir afleiðingum þessa mikla njósnamáls. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 21.50 Hvernig ég vann stríðið (How I Won the War). Bresk bíómynd frá árinu 1967. Leikstjóri: Richard Lester. Aðalhlutverk: Michael Crawford, Lee Montague, John Lennon, Roy Kinnear, Jack Mac Gowran. Myndin gerist í heims- styrjöldinni siðari og er gert napurt grin árin að striðsbröltinu. Þetta er sagan af þvi hvernig Ljúfur liðsfor- ingi leiddi herdeild sína til eins konar sigurs. Þýðandi Guðni Kol- beinsson. 23.40 Fréttir í dagskrárlok.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.