NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 26.07.1985, Qupperneq 3

NT - 26.07.1985, Qupperneq 3
40 ár frá kjarnorkuárásunum á Japan: íslendingur boðinn til minningarathafna í Japan ■ Japanir niinnast þess í byrj- un ágústmánaðar að þá verða 40 ár liðin frá því að kjarnorku- sprengjum var varpað á borgirn- ar Hírósíma og Nagasakí. Þar i landi munu minningarathafnir standa dögum saman og að þeim standa friðarhreyfingar, andstæðingar kjarnorkuvopna, verkalýðs- og æskulýðssamtök, trúarhreyfingar og samtök fómar- lamba kjarnorkusprenging- anna. Japanir buðu Samtökum her- stöðvaandstæðinga að senda fulltrúa til Japans og valdist Guð- mundur Georgsson læknir til fararinnar. Guðmundur heldur utan 4. ágúst og í farteski sínu hefur hann kerti sem framleidd eru á vistheimilinu að Sólheim- um í Grímsnesi og munu þau fljóta á ám og vötnum þessara tveggja borga til minningar um fórnarlömb sprengjanna. Sú hefð komst á í Hírósíma og Nagasakí að 6. og 9. ágúst ár hvert eru flotkerti sett á ár og vötn og hefur sú athöfn orðið árleg minningarathöfn um fórn- arlömbin. „Eg geri ráð fyrir að þetta sé upphaflega þannig til komið að þegar sprengjunum var varpað leitaði brennandi fólk í ár og vötn, og flaut þar síðan um brennandi," sagði Guðmundur Georgsson á blaðamannafundi í gær. Kjarnorkuárásanna á Japan verður að sjálfsögðu minnst víða um heim, m.a. hér á ís- landi, þar sem fólk mun búa í friðarbúðum í Keflavík og sér- stök friðarganga verður farin 10. ágúst. Tveir menn frá Híró- síma munu verða gestir friðar- búðanna, annar þeirra læknir sem lengi hefur starfað meðal fórnarlamba sprenginganna og hinn var sjálfur ungur maður í Hírósíma þegar sprengjunni var varpað. Munu hinir japönsku gestir ræða við blaðamenn og ávarpa fólk í friðarbúðunum og í göngunni. ■ Ragna Þórisdóttir afhendir Guömundi Georgssyni kertin frá vistheimilinu að Sólheimum. „Það er táknrænt að fá þessa gjöf frá Sólheimum, mörg af fórnarlömbum sprengjanna náðu ekki fuilum líkamlegum eða andlegum þroska vegna geislunar sem þau urðu fyrír meðan þau voru enn í móður- kviði,“ sagði Guðmundur. NT-mynd: Sverrir. auka sparnað hafi haft lög að mæla. - Áhrif hækkandi vaxta á ráðstöfun fjár hjá fólki eru lengi að koma fram - en ég tel fátt annað en vextina geta skýrt aukinn sparnað á þessum tíma. í ár og síðasta ár - einkum árið 1984 - voru raunvextir hér á landi hærri en þeir hafa verið um árabil - og það er núna að koma fram í auknum sparnaði innanlands, sagði Jón Sigurðs- son. Már Guðmundsson, hag- fræðingur í Seðlabankanum tel- ur fvrst og fremst tvær ástæður fyrir aukningu innlána í bönkunum: í fyrsta lagi að svo virðist sem sparnaðarhneigð fólks sé að aukast. í öðru lagi að sá halli sem nú virðist töluverð- ur á ríkissjóði þýði í raun að ríkissjóður sé að dæla péningum í gegn um bankakerfið, sem bæti lausafjárstöðu þess. Auk þess virðist hagstæð þróun á viðskiptum við útlönd, miðað við sama tíma í fyrra. - Það hefur gerst á undan- förnum tveim árum að neyslan hefur ekki dregist saman í neinu samræmi við tekjurnar, sem þf ðir að fólk hefur haldið neysl- unni uppi með lántökum, með því að ganga á innistæður sínar eða með öðrum hætti, sem ekki getur gengið ár eftir ár. Nú virðist það vera að gerast, að fólk sé að rétta sig af fjárhags- lega - bæði að auka innistæður sínar og greiða niður skuldir - og þá batnar staða bankanna. Kauphækkanirnar virðast að miklu leyti hafa farið í þetta, sagði Már Guðmundsson. Hann vill þó hafa nokkurn vara á. Þetta geti líka þýtt það, að þegar fólk sé búið að rétta sig svolítið af fjárhagslega geti allt snúist við á ný, með haustinu eða síðustu mánuði ársins, þannig að einhver árstíðabund- inn þáttur gæti þarna átt ein- hvern hlut að máli. býr þá aukning fjárhagslegs sparnaðar, sem ýmislegt bendir til að sé að gerast,“ sagði Jón Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Þjóðhags- stofnunar, spurður um helstu ástæður fyrir aukn- um innistæðum í banka- kerfinu. Jón sagði það mjög jákvæða þróun ef innlendur sparnaður sé að aukast og þar með framboð á lánsfé - tvímælalaust ánægjuleg tíð- indi. Jón var þá spurður hvort aukinn sparnaður bendi til að þeir sem telja hækkaða vexti ■ „Það er alveg vafalaust að innistæður í bönkum hafa aukist umfram verðbreyt- ingar og jafnframt að vöxt- ur innflutnings er hægari en hann var framan af árinu og mjög lítil aukning nú í júní, ef nokkur. Að baki þessu Viðskiptahallinn fer minnkandi - helmingi minni en á sama tíma í fyrra ■ Samkvæmt innflutningstöl- um Hagstofunnar hefur frá ára- mótum með hverjum mánuði dregið úr svonefndum almenn- um innflutningi að frátalinni olíu, miðað við sama tíma árið áður. Reiknað á föstu gengi var almenni innflutningurinn í janú- ar sl. 34,5% meiri en í jan. 1984. í febrúar fór þessi aukning niður í tæp 19%, í apríl í rúm 5% og í júní var almennur innflutning- ur aðeins 1,5% meiri en í júní 1984. í júnímánuði voru fluttar út vörur fyrir 3.2089 millj. króna en inn fyrir 3.347 millj. fob. Vöruskiptajöfnuðurinn var því óhagstæður um 139 millj. en var 571 millj. króna í júní 1984. Án viðskipta álverksmiðju hefði hallinn nú verið rúmar 29 millj. þar sem innflutningur álverk- smiðjunnar í mánuðinum var um llOmillj. umframútfluttál. Vöruskiptajöfnuðurinn fyrri helming ársins er óhagstæður um 454 millj. kr. á móti 900 millj. á sama tíma 1984. Verðmæti heildarvöruinn- flutnings landsmanna var 9% meiri á fyrra helmingi þessa árs en á sama tíma í fyrra, reiknað á föstu gengi, og nam nú 15.953 millj. kr. fob. Útflutningsverðmætið hefur á sama tíma verið um 14% meira en á sama tíma 1984. Þar af var verðmæti sjávarafurða nú 23% meira og annarra vara en stór- iðjuframleiðslu 21% meira að verðmæti. Verðmæti útflutts áls hefur hins vegar minnkað um 25% og kísiljárns um 3% frá 1984. Norðurland: Rigning á hverjum degi síðan 8. júií - enginn sólarhringur úrkomulaus í Fljótum Frá fréttarítara NT í Skagaflrði, Ö.l1.: ■ Stanslaus óþurrkur hefur nú verið í Fljótum í rúman hálfan mánuð og gífurleg rign- ing síðustu tvær helgar. Af og til hefur gránað í fjöll samfara kulda. Lítið hefur því náðst inn af þurrheyi enn sem komið er. Nokkrir bændur sem hófu slátt um síðustu mánaðamót náðu einhverju inn fyrstu viku júlí- mánaðar, áður en rosinn tók við. Votheysverkun, sem er all víða stunduð, hefur gengið mjög hægt vegna sífelldra rign- inga. Frá 8. júlí hefur enginn sólarhringur verið úrkomulaus í Fljótum. Ljóst er að þótt tíð skáni innan tíðar verða víða erfiðleikar að ná heyi af túnum vegna bleytu. Tún eru byrjuð að spretta úr sér og allmikið liggur úti af flötu heyi. Svipaða sögu er að segja úr öðrum sveitum Skagafjarðar þótt þar hafi rignt heldur minna. Einstöku bændur hafa lokið fyrri slætti, en aðrir eru nýbyrjaðir og hafa engu náð inn ennþá. Víða liggur mikið af hröktu heyi. ■ I gær komu 160 Vestur-íslendingar til landsins og var þessi mynd tekin þegar fyrstu mennirnir gengu niður landganginn á Kefiavíkurflugvelli. Fremst á myndinni eru Ted og Marjorine Árnason og aftast sést í Stefán og Ólafíu Stefánsson. Þessi h jón stofnuðu flugfélagið Viking Travel. Þjóðræknisfélag Islendinga í Reykjavík býður Vestur-ís- lendingunum til kaffisamsætis í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Garðabæjar, að lokinni messu í Bessastaðakirkju, næstkom- andi sunnudag. Hópferð verður farín frá Hljómskálanum klukkan 13.30 og frá Bessastaðakirkju að Kirkjuhvoli, fyrir þá sem þess óska. Aukinn sparnaður: Ánægjuleg tíðindi - segir Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.