NT - 26.07.1985, Page 6
■ Þorir Gorbachev ekki eða skilur hann ekki?
■ Sá dagur gæti komið að ráðamönnum hers og KGB vrði l.jóst
að andstaðan gegn frjálsum mörkuðum minnki þjóðarframleiðsl-
una uin tvo þriðju.
Föstudagur 26. júlí 1985 6
Ef Gorbachev hefði kjark...
■ Fáir efast um að svigrúmið
til að bæta lífsafkomu Sovét-
manna sé mikið. Ólíklegt er þó
að hin endurnýjaða forystu-
sveit Gorbachevs muni hefja
víðtækar efnahagslegar um-
bætur þrátt fyrir að tekjur nær
allra Sovétmanna mundu auk-
ast til muna ef af slíkum um-
bótum yrði.
Sovétríkin halda því fram
að þau hafi þrisvar sinnum
fleiri vísindamenn og verk-
fræðinga við störf en Banda-
ríkin, ef landbúnaður er
undanskiiinn. Þau eyða einnig
tæplega tvöfalt hærra hlutfalli
af þjóðartekjum sínum í rann-
sóknir og þróunarstarfsemi en
Japan gerir. En þrátt fyrir að
sovéskt atvinnulíf njóti allrar
þessarar þekkingar og rann-
sóknarfjármagns þá virðist af-
raksturinn verða ótrúlega mag-
ur sem birtist m.a. í því að
líkurnar á að Sovétmaður eign-
ist bifreið eru einn á móti
fimmtán, ef borið er saman við
Bandaríkin. Hagfræðingurinn
Colin Clark áætlaði að á árinu
1913 hefði framleiðni á vinnu-
stund verið rúmlega þreföld í
rússneska keisaraveldinu
samanborið við Japan. En síð-
an þá og eftir nær sjö áratuga
reynslu af sósíalíska hagkerf-
inu hafa Sovétríkin sífellt dreg-
ist aftur úr og búa nú við
framleiðni, sem trúlega er að-
eins fjórðungur þess sem nú
gerist í Japan. Hverjar skyldu
vera orsakir þessarar slælegu
frammistöðu?
Það var skiljanlegt að
Krushjev fengi þá flugu í
höfuðið undir lok fimmta ára-
tugarins að kommúnisminn
verði vestrænu þjóðskipulagi
yfirsterkari, því áætlunarsér-
fræðingum hans hafði tekist
vonum framar að laða land-
búnaðarverkamenn til vinnu í
hinum stóru verkefnum á sviði
orkuframleiðslu, stálfram-
leiðslu og efnaiðnaðar þar sem
framleiðni þeirra var tuttugu-
föld á við það sem var í
landbúnaðinum.
Orka og hráefni nýtast illa
í krafti þess að vera heimsins
stærsti framleiðandi stáls, olíu
og jarðgass þá búa Sovétríkin
við ofgnótt þessara afurða.
Engu að síður nýta þau hverja
orkueiningu þrisvar sinnum
■ Risaorkuver í byggingu. Hver orkueining er nýtt þrisvar sinnum verr en í Frakklandi.
verr en Frakkland og hvert
kíló af stáli tæplega fjórtalt verr,
en Bretland. Þessar tölur sem
og fleiri í greininni eru fengnar
úr óbirtri skýrslu, sem unnin
var af fræðimanni hjá pólsku
vísindaakademíunni.
Aðrar auðlindir, sem erfið-
ara er að gera áætlanir um, eru
jafnvel nýttar enn verr en orka
og stál. Sumar verksmiðjur
standa oft frammi fyrir því að
hafa ekki nagla til að loka
umbúðum sínum. Því er tekið
það ráð að framleiða innan
verksmiðjunnar marga þá hluti
og þá þjónustu, sem vestrænar
verksmiðjur mundu kaupa af
öðrum á tífalt lægra verði.
Allur þessi óþarfa framleiðslu-
kostnaður er síðan umreiknað-
ur í áætlað dollaraverð með
því að margfalda óhóflegan
kostnað afurðanna með
gengisskráningu þar sem rúbl-
an er metin hærra en dollarinn
og austur-þýska markið jafn-
gildir því vestur-þýska. Niður-
staðan af þessum umreikning-
um er síðan sú, að venjuleg
húsmóðir í Austur-Þýskalandi
eða Moskvu sé ríkari en bresk
húsmóðir. En hitt er víst að
þegar sovésk eða austur-þýsk
húsmóðir ganga um í breskum
stórmarkaði þá koma þær til
með að verða undrandi.
Sérfræðingar í áætlanagerð
í löndum eins og Tékkóslóvak-
íu reyna að vega og meta fimm
milljónir tegundir afurða, sem
felur í sér að nefnd sú sem er
á toppnum á valdapíramídan-
um hefur u.þ.b. 3 sekúndur á
ári til að skipuleggja fram-
leiðslu og dreifingu sérhverrar
afurðar. Öll sósíalísku ríkin
nota ýmiss konar hvetjandi
aðferðir, s.s. bónusgreiðslur
til verksmiðjustjórnenda og
einstakra verkamanna, til þess
að auka framleiðsluna. Árang-
urinn er oftast slæmur, því í
fjarveru markaðskerfisins er
ekkert sem hvetur til meiri
gæða og minnkandi fram-
feiðslukostnaðar.
Hvernig er hægt að meta
gæði þegar dráttarvél á pólsku
sjálfseignarbýli fær það gott
viðhald, að hún endist sjö
árum lengur en sams konar
dráttarvél á ríkisbýli?
Áætlanasérfræðingarnir
klumsa
í upphafi hverrar fimm-ára
áætlunar er því heitið að auka
framleiðslu á dráttarvélum
sem og öðrum verkfærum til
þess að endurnýja vélakost
ríkisjarðanna, sem virðist þó
ónýtast sífellt tljótar, svo ekki
hefst undan að endurnýja.
Áætlanasérfræðingarnir telja
því þetta ástand kalla á enn
meiri fjárfestingu í dráttar-
vélaverksmiðjum og flutnings-
getu til að fíytja þær út um
landið. Allar þessar pantanir
koma á sama tíma og allir
framleiðendurnir lenda í sama
flöskuhálsinum, sem áætlunar-
Laxveiðimenn framtíðarinnar
- verða milljónamæringar
■ Einungis fáir útvaldir há-
tekjumenn á íslandi geta leyft
sér þann munað að stunda
laxveiði í nokkrum mæli í ís-
lenskum ám. Verð veiðileyfa
hefur farið fram úr öllum vel-
sæmismörkum. Hækkanirmilli
ára skipta oft hundruðum prós-
enta, og virðist sem sú hækkun
sé alfarið óháð hversu mikið
veiðist í ánum. íslenskir lax-
veiðimenn hafa margir hverjir
gripið til þess ráðs að sækja
meira í silungsveiði, þar sem
hún er ódýrari.
Ástæður hækkunarinnar
Verð á veiðileyfum hefur
hækkað fyrst og fremst vegna
þess hve aukin samkeppni er
orðin um leiguréttinn á ánum.
Veiðifélög keppa um að bjóða
landeigendum hagstæða samn-
inga fyrir leigu á ánum. Þessi
samkeppni tryggir landeigend-
um hæsta verð, og oft rúmlega
það. Verðið á leyfunum er
síðan miðað við heildarleigu-
samninginn, og er ekki reiknað
út fyrr en eftir á. Mestu hækk-
anirnar eru greiddar af út-
lendingum, sem eru við veiðar
í flestum bestu laxveiðiám
landsins á besta tímanum.
Lúxusinn keyrir úr hófi
Það eru fleiri ástæður sem
liggja til grundvallar hækkun
veiðileyfa, heldur en sam-
keppni um leiguréttinn. Lúx-
uslíf er að verða eitt af ein-
kennisorðum laxveiðinnar.
Matarföng sem framreidd eru
í veiðihúsunum væru boðleg
hvaða þjóðhöfðingja sem er.
Nú til dags þykir ekkert veiði-
hús standa undir nafni, ef ekki
er þar fullkominn bar, þar sem
veiðimennirnir geta eytt drjúg-
um hluta þess tíma sem veiði-
túrinn stendur yfir. Lúxusinn í
veiðihúsinu er orðinn annar
stærsti útgjaldaliður laxveiði-
mannsins. Hlutföllin hafa líka
snúist við. Það er víða sem
meira er lagt uppúr matar og
drykkjarföngum, heldur en
sjálfri veiðinni.
Stangaveiðifélög eiga
undir högg að sækja
Stangaveiðifélög sem hafa
reynt að bjóða almenningi,
upp að vissu marki, veiðileyfi
á viðráðanlegu verði, eiga und-
ir högg að sækja. Fjársterkir
aðilar hafa á síðustu árum
reynt að seilast inn í samninga-
gerð við landeigendur, með
þeim afleiðingum að heildar-
verð samningsins verður til
muna hærra en eðlilegt hefði
verið. Skýrasta dæmi um þetta
eru samningar Stangaveiðifé-
lags Reykjavíkur við landeig-
endur í Norðurá. Félagið bauð
átta milljónir króna fyrir leigu
á ánni. Síðar fréttu menn að
hærra tilboð hefði verið gert,
og varð því félagið að hækka
sig um tvær milljónir til þess að
geta haldið ánni. Niðurstaða
samningsgerðarinnar varð 10
milljónir króna fyrir ána í
sumar. Til þess að standa
straum af kostnaði við leiguna
var áætlað að verð veiðileyfa
þyrfti að vera 17 þúsund krón-
ur á stöng, á besta tímanum.
Útlendingaævintýrinu
að Ijúka
Eins og áður segir er mikið
um það að útlendingar eru
látnir greiða mestan hlut hækk-
ananna. Víða hafa þeir
sett hnefann í borðið, og þykir
nóg komið. Endurnýjun út-
lendingamarkaðarins er nú
sama og engin. Þar haldast í
hendur minnkandi veiði
undanfarin ár, og óeðlileg
hækkun veiðileyfa á sama
tíma. Afleiðingar þessa geta
orðið óskaplegar. Ef svo fer að
útlendingar neita að veiða í
ánum sökum ofangreindra
ástæðna er ljóst að verð veiði-
leyfa á markaðnum jafnast út,
og verða í heildina mun dýrari
fyrir íslenska laxveiðimenn.
Það er hæpið að landeigendur
sætti sig við minni leigu næsta
ár, en greitt var þetta sumar.