NT


NT - 26.07.1985, Síða 10

NT - 26.07.1985, Síða 10
i lclgire Wrs ■ Mynd eftir Pétur Þór Gunnarsson. inni í Reykjavík. Ókeypis aðgangur er að tón- leikunum og er fólki ráðlagt að koma tímanlega því að kirkjan hefur verið þéttsetin á fyrri tónleikum á hátíðinni. Síðustu sýningar á Draumleik ■ Sunnudaginn 14. júlí frum- sýndi Stúdentaleikhúsið Draumleik eftir Strindberg í þýðingu Sigurðar Grímssonar og er þetta jafnframt í fyrsta skipti sem Draumleikur er sviðsettur hér á landi. Leik- stjórn þessarar uppfærslu ann- ast Kári Halldór. Söngur og hljóðfærasláttur gegnir veiga- miklu hlutverki í sýningunni og var öll tónlistin samin sér- staklega í þessu tilefni af Árna Harðarsyni tónskáldi og stjórnanda Háskólakórsins. Lýsingu hannar Ágúst Péturs- son en hópur ungs myndlistar- Föstudagur 26. júlí 1985 10 eftir Strindberg auk þess sem þar er að finna greinar, t.d. eftir Thor Vilhjálmsson og séra Gunnar Kristjánsson. Sýningar eru öll sunnu- dags-, þriðjudags- og fimmtu- dagskvöld út júlí. Sýningar eru í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut og hefjast nokkru seinna en venjulega eða kl. 22. Miðar eru seldir við inngang- inn en jafnframt er hægt að panta miða í síma 17017. Norræna húsið: Sýning á Ijósmyndum Strindbergs og fyrirlestur ■ í gær var opnuð í anddyri Norræna hússins sýning á ijós- myndum Augusts Strindberg og stendur hún til 8. ágúst. Það var dr. Göran Söder- ström, einn helsti sérfræðingur heims um myndlist Strindbergs, sem setti sýning- lceland Crucible lýkur á sunnudag ■ Sýningunni Iceland Cruc- ible, sem er kynning á listalífi hérlendis og stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum, lýkur á sunnudagskvöld. Hér er um að ræða nýlundu í landkynningar- starfi, þar sem lista- og menn- ingarlífi eru gerð skilá þrennan hátt: Með Ijósmyndum, kvik- mynd og bók. Kvikmyndin Iceland Cruc- ible, einn þáttur kynningarinn- ar, eftir Emmy-verðlaunahaf- ana Hal Calbom og Phil Davi- es, er sýnd þrisvar á dag á Kjarvalsstöðum,kl.l5,18og 20. Auk kvikmyndarinnar eru á sýningunni á fjórða hundrað Ijósmyndir af íslenskum lista- mönnum eftir Vladimir Sic- hov og myndabók um allar listgreinar nútímans á Islandi með texta eftir Sigurð A. Magnússon rithöfund og Ijós- ■ Fjölmenni hefur sótt sýninguna Iceland Crucible á Kjarvalsstöðum sem lýkur nú um helgina. Málverkasýning í Hafnarfirði ■ Á morgun, laugardag, opnar Pétur Pór Gunnarsson myndlistarsýningu í Hafnar- borg, menningar- og listastofn- un Hafnarfjarðar, Strandgötu 34, Hafnarfirði. Pétur Pór er nemandi við listaakademiuna á Fjóni (Det Fynske kunstakademi) og hef- ur tekið þátt í nokkrum sam- sýningum þar ytra, en þetta er hans fyrsta einkasýning. Pétur Þór sýnir 55 myndir, aðallega pastel og akrýl myndir, sem tlestar eru málað- ar á þessu ári, m.a. nokkrar myndir frá Hvalstöðinni í Hvalfirði. Myndirnar eru allar til sölu. Sýningin stendur til 11. ágúst og er opin kl. 14-19 virka daga og kl. 10-22 um helgar. Hollenskur málari í Nýlistasafninu ■ f dag, föstudag, verður opnuð i Nýlistasafninu við Vatnsstíg sýning á landslags- málverkum eftir hollenska lista-, manninn Coos Overbeeke. Verkin, sem eru nokkuð aflöng, eru öll máluð á þessu ári. Sýningin stendur til 4. ágúst og er opin kl. 16-22 virka daga og kl. 14-22 umhelgar. Tónleikar á Kópaskeri og í Vopnafirði ■ Þuríður Baldursdóttir alt- söngkona og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari halda tónleika í Grunnskóla Kópa- skers sunnudaginn 28. júlí kl. 17. í Miklagarði Vopnafirði halda þau tónleika á mánudag- inn 29. júlí kl. 21. Á efnisskrá eru íslensk söng- lög í meirihluta, en einnig flytja þau lög eftir Grieg og Dvorak og óperuaríur eftir Hándel. Þuríður og Kristinn Örn eru bæði starfandi kennar- ar við Tónlistarskólann á Ak- ureyri. Sumartónleikar í Skálholtskirkju - þriðja hátíðarhelgi ■ Á morgun, laugardag, hefst þriðja hátíðarhelgi Sumartónleika í Skálholts- kirkju. Að þessu sinni verða eingöngu flutt verk eftir Jó- hann Sebastian Bach. Kl. 15 á morgun gefur að heyra eitt mikilfenglegasta sembalverk tónlistarsögunnar, Goldberg-tilbrigðin. Þau eru samin á tíu ára tímabili og lauk Bach við þau 1741, níu árum fyrir andlát sitt. Það er Ketil Haugsand frá Noregi sem leik- ur tilbrigðin. Hann hefur hlot- ið margvíslega alþjóðlega viðurkenningu fyrir frábæran semballeik. Kl. 17 á morgun verða flutt heildarverk Bachs fyrir viola da gamba og sembal. Banda- ríski gömbuleikarinn Laur- ence Dreyfus leikur verkin ásamt Ketil Haugsand sembal- leikara. Dreyfus, sem kennir við Yale-háskóla, hefur skrifað um tónlist Bachs í kunn tónlist- artímarit. Hann vinnur nú að útgáfu á gömbusónötum hans. Á sunnudag, dánardægri Bachs, kl. 15 verður endurtek- inn flutningur á verkum hans fyrir gömbu og sembal. Kl. 17 á sunnudag er síðan messa þar sem Sr. Sigfinnur Þorleifsson prestur við Borgar- spítalann í Reykjavík prédik- ar, en listamenn annast tónlist- arflutning. Sóknarpresturinn í Skálholti, Sr. Guðmundur Óli Ólafsson þjónar fyrir altari. Áætlunarferðir eru báða dagana í Skálholt og er farið kl. 13 frá Umferðarmiðstöð- fólks sér um leikmynd og bún- inga. 16 ungir áhugaleikarar koma fram í sýningunni. í leikskrá sem er mjög vönd- uð og efnismikil kennir margra grasa. Þar hefur verið safnað saman ýmsum fróðleik um og una upp og flytur hann erindi um Strindberg og myndlist hans og sýnir litskyggnur af málverkum Strindbergs í Norr- æna húsinu kl. 20.30 á sunnu- dagskvöld, 28. júlí. myndum Sichovs. Sýningin á Kjarvalsstöðum er eins konar forsýning kynn- ingarefnisins, sem fara mun um þver og endilöng Banda- ríkin og'Kanada á næstunni, auk Asíu- og Evrópulanda. ■ Úr sýningu Stúdentaleikhússins á Draumleik eftir Stríndberg. ■ Málverkin á sýningu Coos Overbeeke eru öll nokkuð aflöng!

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.