NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 26.07.1985, Qupperneq 20

NT - 26.07.1985, Qupperneq 20
 ~NEWSIN BRIEF | July 25 Rcuter UNITED NATIONS - 'France proposed that the | U.N.Security Council, due to meet later today, ' call on South Africa to lift its emergency decree und- ir which police say they QC are holding 792 people. France also asked the ot- ^ her members of the 15- nation body to support ^ the imposition of sancti- Uj ons against Pretoria. In ^ Washington the White ■ House said President Re- 1 agan would not change his I policy towards South Afr- ,ica. • MOSCOW -The Soviet , Union insists on a ban on resarch for the U.S. „Star J Wars“ programme, The chief Soviet negotiator 1 on spacc weapons at the Geneva arms talks said, asserting that such a ban could be verified by satel- U. lite. But he told a news ÚJ confcrence Moscow was OC not trying to stop funda- mentalscientincresearch. Ul WARSAW - Poland‘s Parliament voted for changes in the cducation laws to make it easier to dismiss teachers and to ban political activity in the universities, wheredissent and support for the ideals of thc banned Solidarity free trade union are still entrenched. NEW DELHI - Bomb explosions rocked India‘s Western Ahmedabad city, wounding at least seven people and causing wide- U, spread panic, the Press UJ Trust of India reported. JOHANNESBURG - $ South African gold shares C/j slumped and the Rand ^ dropped sharply as foreign Ul investors displayed renew- ^ ed unease about the. state of emergency announced at the weekend. • PARIS - American film star Rock Hudson has the killer disease AIDS and is bcing trcatcd for it in a I Paris hospital, a statement I from his press office said. • BOGOTA - Fog and i thick Amazon jungle hindercd airborne rescue I teams from reaching the hurncd wreckage of a Uol- ombian Air Force DC-6 | which crashed yesterday with 79 people on board, Uj IheDefenceMinistrysaid. !£ • GQ SAN JOSE - Nicaragu- an Rebel leader Eden yj Pastora turncd up alive »and well at one of his Ul Nicaraguan border camps after surviving a helicopt- er crash inside neighbour- ing Costa Rica, a guerrilla spokesman said. • WASHINGTON - A | smiling President Reagan returncd to the Oval OfT- I ice for the first time since I major surgery 12 days ago to remove a cancerous i growth from his intestine. • LONDON - Share pric- es slumpcd further on the London stock exchange after Imperial Chemical I Industries (ICI), Britain‘s biggest chemical manul'- I acturer, revealed virtually . unchanged profits in thc 'first halfof 1985. newsinbriefA Föstudagur 26. júlí 1985 20 Efnahagshræringar í Suður-Ameríku Mexíkóborg-Brasilía-Lima-Keuter ■ Stjórnvöld í Brasilíu og Mexíkó tilkynntu í vikunni um nýjar aðgerðir í efnahagsmál- um, en þessi lönd eru í hópi stærstu skuldunauta Alþjóða- Mexíkóbúar vilja skrúfa frá olíu sinni, en skrúfa fyrir frekara gengisfall pesóans. gjaldeyrissjóðsins, IMF, Brasil- íustjórn ætlar að selja mörg ríkisfyrirtæki, en Mexíkómenn gripu til þess ráðs að fella gengi. pesóans gagnvart Bandaríkja- dollar um 16,74 prósent. Pá er gert ráð fyrir að nýkjörinn for- seti Perú, Alan Garcia, boði nýjar aðgerðir eftir helgi, en fráfarandi forseti landsins sigldi þjóðarskútunni á sker. Brasilíustjórn ætlar að selja 37 ríkisfyrirtæki og minnka þannig umsvif ríkisins. Þá á að reyna að minnka verðbólguna í landinu, sem nú er 220%. Stefna á að fimm prósent hag- vexti á ári og grynnka á á skuldum landsins við IMF. Þær eru nú um 103 milljarðar dollara og skuldar ekkert land sjóðnum meira fé. Gengi pesóans hefur fallið ört undanfarnar vikur en það var 232 pesóar fyrir einn dollar fyrir gengisfellinguna. Það er nú skráð 279 pesóar en er mun hærra á svartamarkaðnum. Ferðamenn geta fengið þar allt að 400 pesóa fyrir dollarann. Til að stemma stigu við svartamark- aðsbraskinu hyggjast stjórnvöld endurskoða gengi pesóans með reglulegu millibili. Samhliða gengisfellingunni tilkynntu stjórnvöld hert aðhald í fjármálum ríkisins. Fjölda fólks í þjónustu þess verður sagt upp störfum, kaup ráðherra fryst og kaup forsetans lækkað um 10 prósent. Tollalögum Mexíkó verður einnig breytt og þau einfölduð til mikilla muna. Lækkandi olíuverð á heims- markaði síðustu mánuði hefur leikið efnahag landsins illa. Út- flutningstekjur hafa minnkað mjög og halli á ríkisrekstrinum er mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir. í Perú verður Alan Garcia svarinn í embætti forseta á sunnudag og þarf hann heldur betur að taka til hendinni því efnahagur landsins er í kalda kolum. Ríkisstarfsmenn hafa verið í verkfalli um mánaðartíma og hefur það valdið miklum óþæg- indum. Póstsamgöngur eru í lamasessi, tollskoðun hefur að mestu legið niðri, í sumum ráðuneytunum hefur nær ekkert verið unnið og það sem verst er, skatttekjur hafa stórlega minnkað. Mörg erlend lán hafa fallið á Perú síðustu vikurnar og láns- traustið hjá erlendum viðskipta- bönkum er nær þrotið. Þá vofir allsherjarverkfall yfir landinu, en til þess hefur verið boðað 28. október. Alþjóðasamband sósíalista: Stórveldin á afvopnunar- ráðstefnu Vín-Reutcr ■ Alþjóðasamband sósíal- isla hefur boðið Bandaríkja- mönnum og Sovétríkjunum að taka þátt í ráðstefnu um afvopnunarmál í október, að því er austurríski Sósíal- istaflokkurinn skýrði frá í gær. Stórveldunum tveimur hef- ur verið boðið að senda háttsetta embættismenn á ráðstefnuna, til að skýra ráðstefnugestum frá sjónar- miðum leiðtoga sinna. Bandaríkjaforseti og Gor- bachev æðsti maður Sovét- ríkjanna .munu hittast í Genf síðar á árinu til að ræða um afvopnunarmál. Javier Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna og formanni samtaka óháðu ríkjanna hcfur einnig verið boðið að sitja ráðstefnuna. Malaysía: Smyglarar hengdir? Penang-Reuler ■ Tveir Ástralíumenn eiga nú á hættu að verða hengdir eftir að 180 grömm af heróíni fundust í fórum þeirra á flugvellin- um í Penang, Malaysíu í nóvember 1983. Sam- kvæmt lögum Malaysíu varðar lífláti að hafa meira en 15 grömm af heróíni eða morfíni undir höndum. Ættingjar tvímenning" anna hafa beðið stjórn- völd í Ástralíu um aði krefjast framsals mann-: anna, en Malaysíumenni hafa varað Ástrali við af- skiptum af málinu. Tví- menningarnir hafa báðirr neitað öllum sakargiftum., ■ Nýtt hallamet í utanríkisversl- un Kínverja hefur valdið Deng Xiaoping og öðrum kínverskum leiðtogum miklum höfuðverk. Þeir hafa nú þegar borið fram kvartanir við Japana sem hagnast mest á kínverska hallanum. Ætli þeir fái bara ekki höfuðverkjatöfl- ur hjá Japönunum. Peking-Rcuter. ■ Gífurlegur viðskiptahalli Kín- verja fyrstu sex mánuði þessa árs og ört minnkandi gjaldeyrisvara- forði veldur kínverskum stjórn- völdum miklum áhyggjum. Þau hafa nú bannaö alla nýja saminga um innflutning á neysluvarningi það sem eftir er ársins til að reyna að draga úr viðskiplahallanum. Aö sögn kínverskra embættis- manna var viðskiptahallinn sem svarar 3,16 milljörðum dollara en á sama tíma í fyrra var vöruskipta- hagnaður Kínverja 2,95 milljarðar dollara. Mestur er hallinn af við- skiptum við Japana eða 2,29 millj- arðar dollara fyrri helming þessa árs. Kínverjar hafa nú bæst í hóp þcirra þjóða sem krefjast þess að Japanar auki innflutning til að draga úr viðskiptahalla. Kínverjar hafa krafist tafarlausra viðræðna við Japana um leiðir til að draga úr viðskiptahallanum og hafa Jap- anar samþykkt að viðræður fari fram 30. og 31. júlí. Þá mun Kínverjar með hallahöfuðverk Viðskiptahallinn hefur aldrei verið meiri kínverski ríkisráðgjafinn, Gu Mu, og utanríkisráðherrann Wu Xu- ewian fara til Tokyo ásamt þeim kínversku ráðherrum sem fara með landbúnaðarmál, samgöngu- mál, fjármál og utanríkisverslun. Utanríkisráðherra Japana, Shintaro Abe, mun ræða við Kin- verjana ásamt sex öðrum japönsk- um ráðherrum. En Japanar hafa þegar gefið í skyn að erfitt verði að auka innflutning frá Kína þar sem japönsk utanríkisverslun er aðallega í höndum einkaaðila og markaður fyrir kínverskar vörur er frekar takmarkaður í Japan. Þótt kínversk yfirvöld hafi gefið fyrirskipun um samdrátt í innflutn- ingi búast erlendir sérfræðingar varla við því að Kínverjar geti dregið mikið úr viðskiptahallanum á næstunni þar sem innflutnings- höftin ná aðeins til neysluvarnings eins og sjónvarpstækja og ísskápa en vélakaup til framleiðslu og flutninga verða ekki takmörkuö. Iðnaðaraukning í Kína varð .23,1% fyrstu sex mánuði ársins, sem er þrefalt meiri aukning en stjórnvöid höfðu stefnt að. Þessi mikla útþensla í iðnaði hefurskap- að mikla eftirspurn eftir erlendum vélum og tækjabúnaði sem ekkert bendir til að muni minnka mikið á næstunni enda hafa margir kaup- samningar þegar verið undirritað- ir. Það verður líka erfitt fyrir Kín- verja að auka mikið útflutning á næstu mánuðum þar sem flestar útskipunarhafnir eru þegar full- nýttar og mörg skip verða að bíða vikum saman eftir afgreiðslu. Kín- verjar eru líka farnir að finna fyrir ■innflutningshöftum og verndarað- gerðum í mörgum iðnaðarlönd- um. Innflutningstakmarkanir ‘Bandaríkjamanna á klæðnaði hafa Moskva-Keuter. ■ í 30 ár vann lífefnafræð- ingurinn Boris Zbarsky að því nótt sem nýtan dag að fullkomna að- ferðir til að konia í veg fyrir að lík Vladimir Lenín rotnaði. Árangur- inn hafa fjölmargir séð, því að lík hans hefur verið öllum til sýnis í grafhýsinu mikla á Rauða torginu í Moskvu, frá því Lenín dó árið 1924. Það var mánaðarritið Sobes- ednik sem ljóstraði upp þessu mikla leyndarmáli um góða varð- þannig bitnað mjög illa á útflutn- ingi Kínverja. Þrátt fyrir þennan gífurlega við- skiptahalla er talið að gjaldeyr- isvaraforði Kínverja sé enn um tíu milljarðar dollara þannig að þeir geta ennþá greitt fyrir innflutning- inn. En haldi innflutningsæðið áfram gæti þessi mikli gjaldeyr- isvaraforði horfið á einu til tveirn- ur árum. veislu líks Leníns. Að sögn ritsins fór Zbarsky meira að segja með líkinu til Síberíu, þegar það var flutt þangað í síðari heimsstyrjöld- inni. Stjórnvöld í Sovétríkjunum voru svo ánægð með verk Zbarsky að þau sæmdu hann ótal orðum og leyfðu honúm að koma og fara um grafhýsið að vild. Venjulegir borg- arar þurfa oft að bíða klukkust- undum saman í biðröðum eftir því að fá að sjá hinn látna leiðtoga. Sovéskur lífefnafræðingur: Nostraði við lík Lenins í 30 ár Frakkar eru „blautastir“ London-Reuter ■ Frakkar voru allra þjóða „blautastir“ árið 1983. Þeir drukku þá að meðaltali 14,8 lítra af hreinu alkóhóli, að því er segir í könn- un sem félag breskra bjórframleiðenda lét gera.' Könnunin náði til 38 landa og í öðru sæti voru Portúgalar með 14,3 lítra af alkóhóli á hvert mannsbarn. Austur- Þjóðverjar voru þriðju í röðinni með 14,1 lítra. Ef aðeins er litið á léttvínsdrykkju breytist röðin nokkuð. Portúgal- ar drukku mest allra af vínunum, ítalir næstmest og Frakkar voru þriðju. Vestur-Þjóðverjar eru mest fyrir ölið, en Tékkar og nágrannarnir í aust- urhluta Þýskalands gefa þeim lítið eftir í bjór- drykkjunni. Umsjón: Ragnar Baldursson

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.