NT


NT - 26.07.1985, Síða 23

NT - 26.07.1985, Síða 23
26. júlí 1985 23 Íþróttír fiOftKUP hf. ... mm NT-mynd: Svemr ■ Henning og Björn Rafnsson berjast um knöttinn einbeittir á svip íslandsmótið í knattspyrnu 1. deild: KR-ingar nýttu færi sín mun betur en FH-liðið - unnu því sigur 3-1 í ekki svo ójöfnum leik - Björn gerði tvö ■ Það má með sanni segja að KR-ingar hafí náð góðri nýtingu í færum sínum í leiknum gegn FH á KR-velli í gærkvöld. Þeir iigruðu líka í leiknum með iremur mörkum gegn einu. Leikurinn var í heild jafn. KR- ngar voru mun beittari í fyrri íálfleik en FH mun sterkara í iíðari hálfleik ef undan eru ikildar síðustu 10 mín. en þá r'oru þeir búnir að gefa vonina im stig uppá bátinn. Leikurinn ar hinn fjörugasti á að horfa. Leikið í mikilli sól og allir í góðu ikapi - bara gaman. Eins og getið er þá voru KR-ingar mun hættulegri við markið og áttu nokkur færi í fyrri hálfleik á meðan FH gekk illa að skapa sér færi. Fyrsta marktækifærið kom þó í fætur Inga Bjarnar er hann komst innfyrir vörn KR en Stefán varði skot hans með fótunum. Síðan voru FH-ingar meira með bolt- ann fyrstu 15 mín. ári þess að skapa sér færi. KR-ingar skor- uðu síðan úr einni fyrstu sókn sinni. Boltinn kom fyrir og Will- um skallaði í slá. Þaðan barst boltinn út í teig og skoppaði á Tennistekjur: Navratilova þénar - hef ur unnið til meir en milljón dollara á þessu ári milli manna uns Hannes rak hausinn í hann og Kristján Gíslason varð að bjarga á línu með hendinni og það er ólög- legt. Víti og Björn skoraði ör- ugglega, 1-0. Björn Rafnsson skoraði líka annað markið. Þá kom sending fram og Guð- mundi Hilmarssyni mistókst að gefa aftur á Halldór. Björn komst inná milli og skoraði fallegt mark. Stuttu síðar átti Ásbjörn skot í slá. Það var svo á markamínútunni sem Júlíus Þorfinnsson komst einn í gegn eftir sofandahátt í vörn FH og skoraði með góðu skoti undir Halldór, 3-0 og leikhléi. FH-ingar hresstust stórlega í síðari hálfleik og sóttu mjög. Þeir fengu nokkur ágæt færi en tókst ekki að nýta þau sem skyldi. Það var svo um miðjan hálfleikinn að Hörður Magnús- son braust inní teig þar sem hann var felldur. Hörður skor- aði sjálfur úr vítinu sem Óli Ólsen dæmdi réttilega. Það kom í ljós í gær að aganefnd KSÍ hafði ekkert að gera með „Jónsmálið“ og því munu stigin í leik KR og Þróttar færast til KR-inga í einhvern tíma að minnsta kosti. Þetta fleytir þeim í 3. sæti deildarinnar og dregur Þrótt niður í svaðið. NT Boltinn Björn Rafnsson var skæður hjá KR og Ágúst Már átti skínandi leik svo og Gunnar Gíslason. Hjá FH var Hördur Magnússon í standi svo og Kristján Gíslason. Knattspyrna kvenna 2. deild: Molar ■ Staðan í 1. deild fyrir leik KR og FH í gærkvöldi var þessi. KR skráður sigur á Þrótti 4-3. Fram Akranes .. KR ...... Valur .... Þór...... Keflavík .. Þróttur ... FH Ómar Torfason hefur gert flest mörkin í 1. deild, en listinn yfir þá marka- hæstu lítur þannig út. mörk ómarTorfason.Fram 9 Ragnar Margeirsson, ÍBK 8 Guðm. Steinsson, Fram 7 Bjami Sveinbjörnss. Þór 7 Hörður Jóhanness. í A 7 Guðm. Torfason, Fram 6 Jónas Róbertsson, Þór 6 Aðalst. Aðalsteinsson, Vík 5 Guðm. Þorbjörnss. Val 5 Sveinbj. Hákonarson, ÍA 5 Sumarfrí flestra leik- manna I. deildarliöanna fer nú í hönd því að ekkert verður leikið í dcildinni fyrr en 10. ágúst. Þá hefst 12. umferð og lýkur henni tveimur dögum síðar. 1 millitíðinni verður að- eins einn leikur þar sem lið í 1. deild eiga í hlut. Þá er viðureign Fram og Þórs í undanúrslitum bikarsins næstkomandi mánudag, 29. júlí. í 2. dcild verður gert hlé eftir leikina um helgina. Þá verður leikin 11. umferð, en sú 12. hefst svo 9. ágúst. ...Dregið hefur verið í landshappdrætti HSÍ og komu vinningar á eftirtalda miða. Opel Kadett GSI, að verðmæti 650.000 kr. á miða nr. 178230, Opel Ka- dett GL, aö verðmæti 425.000 kr. á miða nr. 25284 og 33183. Opel Kadett LS, að verð- mæti 370.000 kr. á miða nr. 22804, 89594, 101772, 117720, 126652, 129858, 130846, 141092, 159775, 178263, 220246 og 221749. Handknattleikssam- bandið færir öllum lands- mönnum þakkir fyrir góða þátttöku í landshappdrætt- inu til undirbúnings þátt- töku íslenska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu 1986. ...íslandsmótið í hand- knattleik utanhúss verður haldið við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi 7.-18. ágúst. Keppt verður í meist- araflokkum karla og kvenna og 2. flokki kvenna, ef næg þátttaka fæst. Þátttökutilkynningar skulu hafa borist fyrir 2. ágúst og er hægt að koma þeim til Fríðu Bergsdóttur (sími 91-626543), Marínó G. Njálssonar (91-19835 milli kl. 18 og 19) eða Þorstcins Stefánssonar (91- 621614 á kvöldin)... ■ Martina Navratilova, Tékk- inn sem nú býr í Bandaríkjun- um hefur unnið sér inn tæplega eina milljón dollara (41 milljón kr. ísl.) með þátttöku í tennis- mótum á yfirstandandi keppn- istímabili. Nákvæmlega til tekið hefur hún hlotið 994.579 dollara í verðlaun, sem er um þriðjungi hærri upphæð en sú sem næst kemur. Það er Chris Evert- Lloyd, sem hefur tekið á.móti tékkum að verðmæti 652,269 dollarar. Tvær tékkneskar stúlkur eru næstar á lista. Hana Mandlikova hefur fengið 294,872 dollara í verðlaun og Helena Sukova 261,512 dollara. Þær Navratilova og Evert-Lloyd eru því í algjör- um sérflokki. Pam Shriver, meðspilari Na- vratilovu í tvíliðaleik, er í 5. sæti með 244,653 dollara. HNOT- SKURN Leikurinn var jafn þrátt fyrir að KR sigraði með tveggja marka mun. KR-ingar voru beittari í sókn í fyrri hálfleik en FH átti mun meira í þeim síðari. Mörk KR gerðu: Björn Rafnsson á 18. mín úr víti og á 35. mín. Júlíus Þorfinnsson skoraði svo á 43. mín. Mark FH gerði Hörður Magnússon úr víti á 65. mín. Dómari var óli ólsen og var þokkalegur. Víkingur með forystu - í A-riðli 2. deildar eftir 2*0 sigur á Aftureidingu ■ Víkingur tók forystuna í A-riðli 2. deildar kvenna á mið- vikudagskvöldið, er liðið sigraði Aftureldingu 2-0. Víkingsstúlk- urnar eru þá komnar með 15 stig, þremur meira en FH, en bæði liðin hafa leikið sex leiki. Afturelding er með sex stig. Helena Ólafsdóttir skoraði fyrra markið í leiknum og skömmu síðar komst Inga Lára Þórisdóttir í gott færi. Birna Bjarnason náði hins vegar að verja skot hennar og Inga Lára beygði sig niður og blótaði í sandinn. Er hún reis upp aftur skallaði hún hins vegar Birnu, og brotnuðu tvær tennur hjá markmanninum við höggið. Birna var flutt á sjúkrahús og varamarkvörðurinn tók hennar sess. Inga Lára átti síðan allan heiðurinn af síðari markinu. Hún gaf sendingu frá vinstri kanti og knötturinn fór í netið eftir mikla þvögu við mark Aftureldingar. Hjördís Jóns- dóttir hefur líklega átt síðustu sendinguna áður en knötturinn fór inn. í leiðinni er rétt að skjóta inn markaskorurum Víkings í 0-7 sigrinum gegn Grundarfirði á dögunum. Inga Lára skoraði þá þrennu, Valdís Birgisdóttir gerði tvö og Hjördís eitt. Eitt var svo sjálfsmark.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.