NT - 26.07.1985, Qupperneq 24
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddarverða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leiðir til
fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
NT, Sídumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300
Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 •' ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495_
HHHi
—
Fjöldi barna
á götunni
nú í haust?
Starfs-
manna-
flótti
ádagvistar-
heimilm:
■ Krakkarnir á litlu deildinni
á Hagaborg voru að drekka
síðdegiskafnð sitt þegar okkur
bar að garði. Litlir og kámugir
Hngur tróðu súkkulaðikökum
upp í pínulitla munna og svo
var smjattað og kjamsað og
sopið á mjólk svona til að
skola gómsætinu niður og svala
þorstanum. „Gr þetta gott?,“
spyrjum við og fáum vatn í
munninn. „Jáhá,“ segja
krakkarnir.
En það er um að gera að
vera fljótur að borða því góða
veðrið bíður og skyldan kallar.
Krakkarnir hlaupa út og hitta
krakka á öðrum deildum og
halda áfram þar sem frá var
horfið að moka, hjóla, sparka
bolta, vega salt, skríkja, hlæja
og pota í hvert annað. „Ætlar
þú að tala við mig,“ spyr Þorri
Björn sem er 6 ára, „ég er
búinn að vera dáldið lengi á
Hagaborg," segir hann. „Ég
líka,“ segir Kiddi sem er 5 ára.
„Ég er að hætta í dag,“ segir
Þorri Björn, „ég fer í heilan
mánuð í sumarfrí og svo fer ég
í skóla. Ég fer í Álftamýrar-
skóla.“ „Ég er 6 ára,“ segir
Davíð, „og ég fer í Landakots-
skóla.“ „Er til Landakots-
skóli,“ spyr Þorri Björn.
„Auðvitað," segir Davíð.
„Pabbi minn er að byggja hús,“
segir Kiddi, „og mamma mín
vinnur á ferðaskrifstofu“. „Já,
■ Krakkarnir á einni deildinni hámuðu súkkulaðikökuna í sig úti í góðviðrínu.
■ Þórunn Einarsdóttir um-
sjónarfóstra.
hafi í sumar haft 11.000 krónur
á mánuði þegar búið var að
draga af þeim í félagsgjöld,
skatta o.fl. Það sé alveg ljóst
að gera verði eitthvað róttækt
í þessum málum ef rekstur
dagheimilanna eigi að komast
í eðlilegt horf.
Og með það brugðum við
okkur upp á efri hæðina þar
sem skrifstofur Dagvistunar
Reykjavíkurborgar eru til
húsa, og bönkuðum upp á hjá
Þórunni Einarsdóttur umsjón-
arfóstru, sem leysir Berg Felix-
son framkvæmdastjóra af í
sumarfríi. Þórunn segir að allt
síðasta ár hafi verið mjög erfitt
að fá fólk til starfa á dagvistar-
heimilum en þó hafi steininn
tekið úr í sumar og ástandið
hafi aldrei verið eins slæmt.
Alls staðar vanti starfsfólk og
eins og nú horfi við séu öll
líkindi að ekki verði hægt að
opna sumar deildir dagvistar-
heimilanna eftir sumarfrí, til
dæmis Hagaborg, Austurborg,
Laugaborg og Lækjarborg.
Fóstrur hafi alltaf vantað á
dagvistarheimilin og því hafi
heimilunum verið haldið gang-
andi með Sóknarstarfsmönn-
um. „En nú fáum við þær ekki
lengur því að launin eru svo
lág. í sumar var hægt að bjarga
málunum með því að ráða
skólafólk til starfa en það er
alveg ljóst að 1. september
verða mikil vandræði,“ sagði
Þórunn. 362 starfsmenn hafi
hætt störfum í fyrra, eða um
62% starfsmanna. „Við höfum
geysilegar áhyggjur af þessu
og erum að reyna að klóra í
bakkann með því að auglýsa
eftir fólki og koma stöðunni
áfram til yfirboðara okkar. En
það er við ramman reip að
draga. Það er ekki leyfilegt að
fara út fyrir þann ramma sem
kjarasamningar mæla fyrir um
og útkoman verður að fólk
kærir sig ekki um þessi störf,“
sagði Þórunn að lokum.
já,“ segir blm. sem hefur enga
stjórn á málgleði strákanna.
„Hvernig gengur þér sjálfri í
blaðamennsku," spyr Þorri
Björn spekingslega. „Ein
frænka mín vinnur við að búa
til blöð og ég er áskrifandi að
Andrés Önd,“ bætir hann við.
„Ó,ó,ó,ó djatt,“ segir Andri
litli sem er eins árs og fer að
skæla. „Vertu duglegur,“ segir
ein starfsstúlkan og tekur hann
í fangið.
Krakkarnir á Hagaborg eru
að fara í mánaðar sumarfrí
eftir helgi en allar líkur benda
til að ekki verði hægt að opna
tvær deildir af fjórum að því
loknu því 6 starfsmenn eru að
hætta. Guðrún Steingríms-
dóttir forstöðukona segir að
ástandið sé ekki verra í Haga-
borg en á öðrum barnaheimil-
um. Sjálfri hafi sér ekki tekist
að ráða fleiri en eina starfs-
stúlku og það sé alveg Ijóst að
ekki sé hægt að ráða hvern sem
er í svona starf. Það skiptir
miklu máli að viðkomandi sé
barngóður og góður í sam-
starfi. En þeir séu orðnir ansi
fáir sem kæra sig um að vinna
á þessu kaupi, ófaglærðu
starfsmennirnir sem eru í Sókn
■ „Ég kann sko alveg að
vega salt og ég kann miklu
fleira“ NT-myndir: Ámi Bjama