NT - 27.07.1985, Blaðsíða 4

NT - 27.07.1985, Blaðsíða 4
Laugardagur 27. júlí 1985 4 Giftusamleg björgun: Smábarn skorðaðist af í þröngri sprungu Björgunarsveitarmaður náði barninu heilu á húfi ■ Drengur á öðru ári féll niöur í klettasprungu um 10 kílómetra frá Gufuskálum á Snæfellsnesi, um miðjan dag á fímmtudag. Fyrir giftusamlega björgun Sig- urðar Snæfells Sigurðssonar, 24 ára gamals húsasmíðanema, slapp drengurinn úr sprungunni ómeiddur. í samtali við NT lýsti Sigurð- ur, sem er í stjórn björgunar- sveitarinnar Björg á Hcllis- sandi, atburðinum á þessa leið. „Pað var um klukkan 16, er ég var við vinnu mína úti á Gufu- skálum, að cg veitti eftirtekt fólksbíl sem kom á fleygiferð og staðnæmdist þar sem ég var við vinnu mína. Heyröi ég að mað- urinn sem kom úr bílnum vildi fá að komast í síma vegna þess að sonur hans hafði fallið í sprungu sem er í Neshrauni rétt fyrir utan Skarðsvík. Komið á slysstað Ég dreif mig til mannsins og bað hann að skýra frá málsatvik- um. Að því búnu fór ég til verkstjórans á Gufuskálum, og viö rukum af stað á slysstað. Við tókum með okkur tó og vildum freista þess að komast til drengsins í sprungunni. Þegar við komum á slysstað reyndum við þegar að komast ofan í sprunguna, en hún var of þröng. Við sáum drenginn, þar sem hann var ofan í sprungunni, um þrjá metra fyrir neðan brún hennar. Par var drengurinn fast- ur í sprungunni sem mjókkaði niður. Til botns hafa verið fjórir til fimm metrar. Tvær mislukkaðar tilraunir Við gerðum tvær tilraunir til þess að komast ofan í sprunguna til drengsins, en hún reyndist ot þröng. Verkstjórinn ákvað að ná sér í stöng með krók á, til þess að krækja í drenginn. Þeg- ar hann var farinn ákvað ég að freista þess að komast til drengs- ins með því að láta mig renna á hvolfi niður til hans. Batt ég tóið um fætur mér og móðir drengsins og eldri maður sem kom að okkur heldu við tóið. Náði í vísifingur Með því að láta mig síga með hendurnar á undan náði ég með vísifingri í putta á drengnum. Siðan tókst mér að fikra hendinni ■í lófa mér. Það var ólýsanleg til- finning sem greip mig þegar ég fann að ég var búinn að ná föstu taki á drengnum. Það tók mig um 4-5 mínútur að ná almenni- ■ Björgunarmaðurinn Sigurður Snæfell Sigurðsson við sprunguna sem drengurinn féll í. Eins og myndin ber með sér er erfítt að varast slíkar sprungur. Jón Anton féll í eina slíka fímm metra djúpa, en bjargaðist án þess að hann sakaði. ■ Fjölskyldan sameinuð á ný. Myndin er tekin á heimili þeirra hjóna Sigurjóns og Sólrúnar, á HellissandLJón Anton var orðinn hinn hressasti eftir volkið, þegar þessar myndir voru teknar um kvöldið. Nl-mynd: G.S legu taki á drengnum, á meðan talaði ég til hans og róaðist hann þá, eftir að hafa grátið allan tímann.“ Björgunarmaðurinn festist Sigurður hafði þrengt sér svo langt niður í sprunguna að hann varð að draga djúpt að sér andann áður en hann komst til drengsins. Þegar Ijóst var að hann hefði náð taki á drengnum bað hann um að hann yrði dreginn upp. Hann sat fastur. Þurfti talsvert átak þeirra sem voru á sprungubarminum til þess að losa Sigurð sem þó er grannvaxinn. Á endanum voru þeir félagar dregnir upp. „Það var stór stund þegar ég rétti móðurinni iitla drenginn,1' sagði Sigurður. Drengurinn hlaut áverka í andliti, eftir hvassa veggi sprungunnar. Hjúkrunarfræðingur sem var í hópi ferðafólks sem bar að aðstoðaði móður drengsins við að þrífa andlit hans sem var allt í mold. Farið var með drenginn á Ólafsvík til frekari skoðunar, en hann fékk að fara heim eftir það. Drengurinn er einkabarn þeirra hjóna, og voru þau á berjamó þegar slysið vildi til. General Teleton feröatækin gera ferðafélögum þínum góö skil, hvort sem þaö eru Duran Duran eöa Sinfóníuhljómsveit Lundúna. OGENERHL <v 5> Teletron hágæöatæki frá kr. 5.502 Náttúrugripasöfn eru um allt land ■ Það getur verið gaman að fara í náttúrugripa- safn og náttgripasöfn eru viða um landið. Þar geta menn fcngið yfiriit yfir jaröfræði, plöntu- og dýralíf á hverjum stað fyrir sig og ýmsar ábendingar um hvernig best sé að kynnast náttúrulífinu á staðnum á sem skemmstum tíma. Hvernig væri til dæmis að bregða sér á náttúru- gripasafn áður en lagt er upp í sunnudagsökuferð, eða göngu eða jafnvel eftir á? Menn geta þannið jafnvel uppgötvað eitthvað sem þeim annars myndi sjást yfir. Og söfnin eru ekki bara sýningar, safnverðir búa yfir mikilli þekkingu sem þeim er Ijúft að miðla af. Hér á eftir birtum við lista yfir náttúrugripasöfnin. Náttúrugripasafnið í Reykjavík er að Hverfis- götu 116, 3. hæð (við Hlemmtorg). Sunnudaginn 28. júlí á svoköliuðum náttúrufræðidegi verða náttúrufræðingar staddir í safninu og leiðbeina gestum. Þeir svara fyrirspurnum og þess vegna er tilvalið að taka með steina, plöntur og annað forvitnilegt sem þið eigið í fórum ykkar og langar að vita nánari deili á. Safnið cr opið á sunnudögum, þriðjudögunt, fimmtudögum og laugardögum frá 13.30-16.00. Náttúrufræðistofa Kópavogs er að Digranesvegi 12, kjallara. Þar stendur nú yfir sýning um allar hvalategundir sem finnast við Island, lífeðlisfræði þeirra og lífshætti. Og þar stendur líka yfir skeldýrasýning og stofan á líka ýmis söfn. Utan við húsið er líka kominn upp vísir að grasgarði. Safnið er opið á laugardögum og miðvikudögum frá 13.30-16.00. Náttúrugripasafn Borgarfjarðar er í Safnahtisinu Borgarbraut 61. Borgarnesi ásamt fjórum öðrum söfnum. Þar er nteðal annars til sýnissafn íslenskra fugla og íslenskra steina. Safnið er opið alla daga frá 14-16. Náttúrugripasafnið á Akureyri í Hafnarstræti 81 og er opiö alla daga frá 11-14. Þar má einkum sjá íslenska fugla, fiska, berg- og steinategundir og plöntur. (safninu eru Ifka til sýnis íslenskir sveppir og skófir sem ekki munu vera til á sýningunt annars staðar. Safnið stundar allmikla rannsóknarstarf- semi og gefur út tvö tímarit Týli og Acta Botanica sem er sérfræðirit á ensku um grasafræði. Náttúrugripasafnið á Húsavík að Stóragarði er opið alla dagafrákl. 14-17. Uppistaða safnsins eru margskonar náttúrufræðilegir munir sem Jóhann Skaptason fyrrverandi sýslumaður safnaði. Má þar telja fugla, egg, steina, stemgervinga og margt fleira. Ennfremur cr til sýnis ísbjörn úr Grímsey, fjöldi þurrkaðra plantna og skeljar. Safnahúsið gefur út ársritið Safna. Náttúrugripasafnið í Neskaupstað, Gilsbakka 13. er opið virka daga frá 16-18 og laugardaga og sunnudaga frá 15-18. Hægt er að fá tíma fyrir hópa eftir samkomulagi. í safninu er gott safn fugla, skeldýra og steintegunda. Náttúrugripasafnið á Sclfossi er í safnahúsinu Tryggvagötu 23. Uppistaðan í safninu eru dýr sem voru í eigu íslenska dýrasafnsins í Reykjavík en auk spendýra eru þar einnig fuglar, fiskar, skeljar og kuðungar. Safnið er opið alla virka daga frá 14-16 og um helgar frá 14-Í8. Náttúrugripasafnið í Vestmannaeyjum er að Heiðarvegi 12. Þar er opið alla virka daga frá 16-18 en tekið er á móti hópum hvenær sem er ef tími er pantaður fyrirfram. Safnið er ef til vill betur þekkt sem Fiskasafnið í Eyjum og þar má sjá sprelllifandi fiska en einnig eru til sýnis sjófuglar og egg, allar steintegundir Vestmannaeyja og plöntur sem safn- að var fyrir gos. Rokktónleikar á Ári æskunnar ■ ÞÁTTTAKA, ÞRÓUN, FRIÐUR er yfirskrift rokktón- leika sem haldnir verða í Hljóm- skálagarðinum í Reykjavík næstkomandi sunnudag. Tón- leikarnir hefjast klukkan 13.30 og þeir standa til klukkan 17.30. Tónleikarnir eru haldnir í tengslum við Reykjavíkurmót barnanna og er yfirskrift tón- leikanna sótt í kjörorð Árs æsk- unnar. Um 10 hljómsveitir munu spila á tónleikunum, þar á með- al Fítus, Voice, Sverrir Storm- sker og Nö Time. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Flokkur mannsins í hringferð um landið ■ Á fímmtudag lagði Flokkur mannsins í hringferð um landið undir kjörorðinu „Fyrstir í mark" úr nýlenduástandi inn í nýja tíma. Fundir verða haldnir í öllum kjördæmum landsins á eftirtöld- um stöðum: Borgarnesi, Grundarfirði, Patreksfirði, ísa- firði, Hólmavík, Blönduósi, Sauðárkróki. Siglufirði, Akur- eyri, Húsavík, Eskifirði, Fá- skrúðsfirði, Höfn, Selfossi og Reykjavík

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.