NT - 27.07.1985, Blaðsíða 23

NT - 27.07.1985, Blaðsíða 23
Laugardagur 27. júlí 1985 23 ■ Alþjóðaíshokkísambandið dæmdi nokkra Ieikmenn, þjálfara og dómara í leikbann vegna mikilla slagsmála, sem brutust út í leik Sovétmanna og Bandaríkjmanna um 3. sæti í heimsmeistarakeppninni í íshokkíi í Prag s.l. maí. Talið er að um 40 leikmenn hafí slegist á ísnum þegar hamagangurinn var sem mestur. Dómarinn, Kjell Lind, réð ekki nejtt við neitt og var honum í refsingarskyni bannað að dæma leiki í næstu HM í Moskvu. Þjálfarar landsliðanna, David Peterson og Viktor Tikhonov, hlutu einnig eins leiks bann á næstu HM. Þá munu bandaríski leikmaðurinn Timothy Thomas og Rússarnir Irek Gimayeu og Viacheslav Fetisov ekki leika þrjá fyrstu leikina í Moskvu. Þessi mynd er að vísu ekki frá leiknum, sem Sovétmenn unnu 10-3, en hún sýnir vel lætin sem orðið geta á ísnum í hita leiksins. Islandsmótið í knattspyrnu 2. deild: Tíu Blikar náðu að haída jöfnu AUGLYSING FRA Skóverslun S. Waage s.f. Til að allir okkar ágætu viðskiptavinir njóti sömu kjara, bjóðum við frá og með mánudeginum 29. júlí, 5% STADGREIDSLU AFSLÁTT Domus Medica, sími: 18519 r BARONSSKOR Barónsstíg 18, sími: 23566 gegn Eyjamönnum - Ekkert mark skorað ■ Þrátt fyrir að vera 10 allan seinni hálfleik og fimm mínútur af þeim fyrri þá tókst Blikunum að halda jöfnu í leik sínum gegn IBV á Kópavogsvelli í gærkvöld. Þeir gerðu reyndar meira en halda jöfnu því liðið átti í fullu tré við Eyjamenn. Það var Magnús Magnússon sem rekinn var af velli af Magnúsi Jóna- tanssyni dómara. Magnús hafði fengið gult spjald snemma í leiknum og braut svo af sér aftur. Ekki verðskuldaði þetta brot brottrekstur en Magnús dómari var á öðru máli og vísaði nafna sínum af velli. Blikar. sem höfðu ekki verið eins beittir í leiknum fram að þessu, efldust og gáfu ekkert eftir í seinni hálfleik. Eyjamenn héldu greinilega að hlutirnir myndu gerast án þess að hafa fyrir þeim - en það gerðist bara ekki. Jafntefli varð því staðreynd og það án marka. Jafnteflið var þó sanngjarnt. Þetta var leikur varnanna og ekki mikið um góð færi. Liðin skiptust á að sækja í fyrri hálfleik og áttu sitt góða færið hvort. Hlynur skallaði í stöng á 6. mín. en þaðan fór boltinn í Svein markvörð. Sumum varð svo mikið um þetta að þeir misstu niður kaffið sitt. A lokamínútum fyrri hálfleiks, þá skallaði Guðmundur Baldursson horn- spyrnu Þorsteins Hilmarssonar að marki. ^lías varðist hinsvegar á línu og afstýrði tnarki. f síðari hálfleik sóttu Eyjamenn meir til að byrja með en notuðu bara háspörk sem Blikar hreinsuðu léttilega. Er Blikar sáu þessa aðferð sneru þeir vörn í sókn og áttu jafn mikið í seinni hluta seinni hálfleiks. Sanngjörn úrslit 0-0. íslandsmótið 2. deild: Fylkir sigraði KA í fimm marka leik - með þremur mörkum gegn tveim ■ Fylkir bar sigurorð af KA í leik liðanna í 2. deild í gær. Leikið var á mölinni í Árbænum og skoruðu heima- menn þrisvar í fyrri hálfleik en KA menn tvisvar. Fleiri urðu mörkin ekki og því endaði leikurinn 3-2. Þetta var mikill baráttuleikur og nokkur harka í honum. Tveir leikmenn, einn úr hvoru liði, urðu að yfirgefa leikvanginn vegna meiðsla en þau eru ekki talin mjög alvarleg. Þessi stig eru Árbæingum kærkomin í fallbar- áttunni en KA mátti varla við að missa stig í toppbaráttunni þrátt fyrir að UBK og ÍBV hafi gert jafntefli í gær. Það voru Fylkismenn sem hófu leikinn með sókn og skoruðu strax á 3. mínútu. Anton Jakobsson var þar að verki. En þeir Tryggvi Gunnarsson og Steingrímur Birgisson voru snöggir að koma Norðan- mönnum yfir með tveimur mörkum með stuttu miílibili, 1-2. En Fylkismenn létu ekki slá sig útaf laginu og Gústaf Vífilsson skoraði tvö mörk á skömmum tíma og kom Árbæingum yfir 3-2. Þannig v staðan í hlé. í síðari hálfleik var ekkert skorað ( Fylkismenn áttu þó tvö stangarskot. In vildi boltinn ekki og sigurinn varð sar Árbæinga. Sanngjarn sigur og mikilvæ Jafnt fyrir austan ■ Þróttur og Austri spiluðu í 3. deild í fyrrakvöld í Neskaupstað og gerðu liðin markalaust jafntelli. Ekki kemur þetta liðunum til góða en Austri þurfti á þrem stigum að halda til að eiga möguleika á að ná Tindastól. Enn eitt jafntellið hjá þeim leit dagsins ljós. og þeim fer sífellt fjölgandi,enda höfum við hækkað vextina um 2% - úr 31 upp í 33% á ári. Samkvæmt spá Seðla- bankans, hækkar lánskjara- vísitala um 10,6% til áramóta, en það samsvarar 22,3% á ári. Ársfj órðungslega er gerður samanburður á kjörum Gullbókar og verðtryggðum þriggja mánaða reikningum. Það skiptir engu máli hve oft þú tekur út, þú færð ætíð fulla vexti á alla þína innstæðu. Dæmi: Pú tekur út 10.000 kr. af 100.000 króna innstæðu. 1,7% vaxtaleiðrétting, 170 kr. af 10.000 króna úttekt, dregst frá við vaxta- færslu um næstu áramót. Innstæðan, 90.000 krónur, ber eftir sem áður hæstu vexti - nú 33% - allan tímann. BÚNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.