NT - 27.07.1985, Blaðsíða 9

NT - 27.07.1985, Blaðsíða 9
Sigurður Greipsson Fæddur 22. ágúst 1897 Dáinn 19. júlí 1985 Sigurður Greipsson fyrrum bóndi og skólastjóri í Haukadal í Biskupstungum, lést í Sjúkra- húsi Suðurlands á Selfossi 19. júlí s.l. 87 ára gamall. Sigurður hafði dvalið í sjúkra- húsinu í rúma sex mánuði, eða frá 5. janúar s.l. þegar íbúð hans í Haukadal brann ofan af honum, og þar með flestar per- sónulegar eigur hans, og íþróttaskólans sem Sigurður starfrækti í rúm fjörutíu ár. Með Sigurði Greipssyni er fallinn frá einn af svipmestu leiðtogum íþrótta- og æskulýðs- starfs á íslandi á þessari öld. Hann var mjög góður glímu- maður á sínum yngri árum, og tók meðal annars þátt í tveimur sýningarferðum úrvals-glímu- manna, til Noregs 1925, og til Danmerkur 1926, þá var Sigurð- ur Greipsson glímukappi (glímukónur) íslands samfellt í fimm ár, frá 1922 til 1927. Sigurður var formaður Hér- aðssambandsins Skarphéðins í 44 ár, frá 1922 til 1966, og heiðursformaður frá þeim tíma til dauðadags. Þá átti Sigurður sæti í stjórn UMFI. I nokkur ár, og var kjörinn heiðursfélagi í Ung- mennafélagi íslands, íþrótta- sambandi íslands, og Glímu- sambandi íslands. Auk þess gengdi Sigurður ýmsum trúnað- arstöðum öðrum fyrir ung- menna- og íþróttahreyfinguna í landinu, og sömuleiðis fyrir sveit sína og hérað. Sigurður Greipsson var mannræktarmaður mikill, og ís- lenskastur allra Islendinga sem ég hefi kynnst. Hann var mikill að vallarsýn skarpleitur og mik- ill persónuleiki, sem átti það til að gjósa, (Iíkt og Geysir ná- granni hans í Haukadal) en var jafnan fús til sátta þegar er goshrinunni lauk. Sigurður var víðlesinn sögufróður og afburða fræðari. Allt til hinstu stundar fylgdist hann vel með, og tók lengst af virkan þátt í allri þjóðmálaumræðu. Hann var einn eftirminnilegasti ræðumað- ur sinnar samtíðar, og fór þar saman mikil víðsýni, skýr hugsun, og síðast en ekki síst hnitmiðuð og meitluð framsetn- ing hins talaða orðs. Sigurður hafði mjög gaman af því að ræða pólitík og kunni vel að meta mannkostamenn á þeim vettvangi, en var þó alla tíð mjög óráðinn í fylgi sínu við stjórnmálaflokka. Með árunum gerðist hann nokkuð íhaldssamur, og kom það meðal annars fram í því að hann var á stundum bagalega aðgætinn til framkvæmda, og varð af þeim sökum ekki beinn þátttakandi í ýmsum þeim merku framkvæmdum sem sveitungar hans unnu að. Sigurður Greipsson naut menntunar í búnaðarfræðum og íþróttum bæði hérlendis og er- lendis, og var meðal annars nemandi í hinum fræga íþrótta- skóla Níls Bukhs í Ollerup í Danmörku. Sigurður rak alltaf nokkurn búskap á jörð sinni, og sömu- leiðis umfangsmikinn hótel- rekstur og greiðasölu á sumrin, auk þess að starfrækja íþrótta- skóla að vetrinum í 43 ár. Árið 1932 giftist Sigurður Sig- rúnu Bjarnadóttur frá Bóli í Biskupstungum mikilli mann- kosta konu, en hún lést 10. ágúst 1979. Þau Sigurður og Sigrún eign- uðust sex börn, tvö þeirra dóu mjög ung piltur og stúlka, en synirnir fjórir sem eftir lifa eru: Bjarni búsettur í Reykjavík, Greipur, Þórir og Már allir búsettir í Haukadal. Hér og nú mun ég ekki rekja frekar lífshlaup þessa merka vinar míns, því engin leið er að gera slíku skil í fáum orðum. Nú þegar leiðir skilja um sinn, vil ég þakka þessurn ágæta læriföður mínum samfylgdina og það sem hann hefur fyrir mig gert. Fyrir velvilja og áhuga for- eldra minna og Sigurðar, naut ég þeirra forréttinda að koma í skóla hans aðeins 14 ára gamall, síðar að námi loknu gerðist ég heimilismaður hans og starfs- maður við búreksturinn o.fl. Og um ára bil áttum við samleið í stjórn Skarphéðins. Leiðsögn þessa ágæta leiðtoga og sam- vinna mín við hann alla tíð, hefur mótað áhugasviðið og fyr- ir það vil ég þakka. Nú við leiðarlok hefur mér þótt vænt um það, að geta átt lilut að því að skjóta yfir hann skjólshúsi, og ekki síður að njóta þess trausts frá hans hendi, að vera umboðsmaður lians á ýmsuni sviðum. Árið 1967 22. ágúst var tvö: föld afmælishátíð haldin í Haukadal, Sigurður Greipsson var 70 ára, og minnst var 40 ára skólastarfs, nærri 200 fyrrver- andi nemendur Sigurðar sóttu hann heim, af þeim 800 nem- endum sem skólinn liafði út- skrifað, ogfjöldi annarra gesta. Nemendur Sigurðar til- kynntu á afmælishátíðinni, að þeir hefðu ákveðið að reisa honum minnisvarða í Hauka- dal. Minnisvarðinn var síðar staðsettur í samvinnu við Sigurð í fögrum birkilundi í túnjaðrin- um inni í gamla- Haukadal. Birkilundur sem vaxinn er upp af fræjum á föðurleifð hans, en Sigurður hefur haft mikið yndi af því ræktunarstarfi öllu sem þar hefur verið unnið. Á árunurn 1945 til 1948 er ég dvaldi mest hjá Sigurði mun skólastarf hans hafa verið með hvað mestum blóma, þá tók hann í notkun nýtt íþróttahús, sem á þeim tíma var eitt glæsi- legasta íþróttahús landsins, á þessum árum mun nemenda- fjöldi líka hafa orðið hvað mest- ur um eða yfir 30 nemendur hvert ár. Sigurður Greipsson hefur alla tíð lagt sig fram um og notið þess að fylgjast með störfum nemenda sinna, og trú mín er sú, að víða sé að finna merkis- bera þessa ágæta leiðtoga, og þar með ávöxt hans merka skólastarfs. Þegar við félagarnir nú lítum til baka yfir vegferð þessa ágæta vinar, verður okkur Ijóst að hann sem margur annar hugsaði fyrst og síðast um framgang þeirrar hugsjónar, að vinna að ræktun lands og lýðs og eyddi til þess miklum og dýrmætum tíma, án þess að krefjast dag- launa að kveldi. Útkoman hefur kanske ekki orðið til þess að efla fjárhagslega stöðu hans í lífinu, og ekki örgrannt um að slíkt settist nokkuð að honum undir lokin, einkum er varðaði aðstöðu og efnahagslegt öryggi eftirlifandi skyldmenna. Þjóðinni greiddi hann ríku- lega með starfi sínu og fram- göngu allri, og þess munu af- komendur hans vonandi einnig njóta um langa framtíð. Þegar skólastarf Sigurðar lagðist af upp úr 1970, og Sig- urður tók að eldast, tók staður- inn að hrörna með honum, utan myndarlegar húseignir sona hans við Geysi. í brunanum í Úrvalsrit um bylt- inguna I Rússlandi I.M.T. Fyrsta sending af nýju I.M.T. dráttarvélunum er komin og að mestu uppseld. Næsta sending væntanleg innan fárra daga. Sama lága verðið. Hafið samband og tryggið ykkur góða vél á frábæru verði. Vélaborg Bútækni hf. Sími 686655/686680 Haukadal brunnu ýmsar skráð- ar heimildir og minningabrot, sem Sigurður hafði verið að blað- festa á síðustu árum, og var það mikill skaði. Eigi að síður mun sagan geyma marga merka frá- sögn um störf þessa mikilhæfa leiðtoga, og samtíðarmenn hans og vinir kunna frá mörgu að segja, sem vert væri að færa í letur fyrr en síðar. I dag þegar Sigurður Greips- son verður til moldar borinn í Haukadalskirkjugarði, munu Skarphéðinsmenn og skóla- sveinar fylkja liði til þess að þakka honum frábæra leiðsögn og forustu. Og þótt Sigurður hafi nú verið lagður unt sinn, vitum við að hann mun aftur upp rísa, og eiga góða heimkomu á landi lifenda. Þar munu foringjar fylkja liði á ný, og þar mun honum ekki verða liðsvant unt alla framtíð. íþrótta- og ungmennafélags- hreyfingin í landinu minnist með þökk hins merka skóla- starfs Sigurðar Greipssonar og beinnar félagsmálaforustu, og mun um langa framtíð ávaxta þá innistæðu í anda þeirra hug- sjóna sem hann barðist mest fyrir. Hafsteinn Þorvaldsson. ■ Marc Ferro: The Bolshevik Re- voiution. A Social History og the Russian Revolution. Translated by Norman Stone. Routledge & Kegan Paul 1985 (2. útg.) 351 bls. Þessi bók stendur sem sjálfstætt rit, en er þó hið seinna í tveggja binda verki um rússnesku byltinguna. í fyrra bindinu fjallaði höfundur um fall keisaraveldisins og upphaf stjórn- ar bolsjevika útfrá almennum stjórn- málalegum forsendum. Þar var eink- um rætt um stjórnmálaþróunina í Rússlandi og aðdraganda byltingar- innar, auk átakanna sjálfra í höfuð- borginni. í þessu bindi reynir höfundur að kafa dýpra í samfélagið. Hann lýsir því fyrst hvernig þau öfl, sem komust til valda með febrúarbyltingunni 1917, misstu tök á málunum vegna innbyrðis ósættis og sambandsleysis við almenning og hvernig þau bjuggu í raun, án þess að ætla sér það, allt í haginn fyrir valdatöku bolsjevika. í inngangi bendir höfundur á, að bylting- in hafi haft ólíka merkingu og orðið með ólíkum hætti í hinum ýmsu borgum og héruðum Rússlands. Þess vegna telur hann nauðsynlegt að kanna sem flesta þætti þjóðlífsins og það gerir hann með því að fjalla um byltinguna í sem víðustu samhengi og út frá sjónarmiði sem flestra. Frásögn höfundar er að mestu bund- in við árið 1917, nánar tiltekið mán- uðina frá febrúar og fram f október það ár. Hann kannar fyrst þjóðir og þjóðarbrot Rússlands, hvernig bylt- ingin sundraði þeim og sameinaði þau síðan aftur, en síðan rannsakar höfundur og skýrir frá því, hvernig byltingin varð í sveitum og smærri borgum. Þar leggur hann áherslu á þau atriði, sem skáru sig úr í saman- burði við höfuðborgina. Sérstakur kafli er um átök verkalýðs og þeirra, sem fjármagninu réðu og annar um ríkisvaldið, hvernig ráðin (sovétin) færðust smám saman nær skriffinnsk- unni. Loks er kafli um októberbylt- inguna sjálfa og loks dregur höfundur saman niðurstöður sínar í lokakafla. Marc Ferro er í hópi þekktustu sagnfræðinga Frakka á okkar dögum. Hann er einn af ritstjórum Annales, en sérsvið hans er tímabil fyrri heim- styrjaldar og hefur hann samið ýmis rit um það tímaskeið, þ.á.m. þekkt verk um styrjöldina.Rit hans um rússnesku byltinguna hefur hvarvetna hlotið mikið lof, enda er höfundur í þeirri sérstöðu að hafa haft aðgang að sovéskum skjalasöfnum í miklu ríkari mæli en flestir aðrir vestrænir fræði- menn. Jón Þ. Þór.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.