NT - 27.07.1985, Blaðsíða 12

NT - 27.07.1985, Blaðsíða 12
m ■ Kukl er án efa sérstæðasta ✓ hljómsveit okkar Islendinga og sveitin hefur náð langt á erlendum vettvangi, lengra en margur heldur. Kukl er orðið þekkt nafn víða erlendis og spilar hljómsveitin fyrir tugi þúsunda á konsertum í útlönd- um, þó ekki komi nema ríflega hundrað á tónleika hér heima. Kuklinu var boðið að leika á hinni vel þekktu tónlistar hátíð í Hróars- keldu og spilaði hún þar fyrr í þessum mánuði, fyrst íslenskra hljómsveita. Kuklið er núna statt hér á Islandi og vel getur svo farið að hljómsveitin haldi hér nokkra tónleika áður en hópurinn tvístrast aftur. Poppsíða NT tók Einar Örn tali vegna Hróarskelduhátíðarinnar og þegar spjallið var rétt hafið bættist Björk í hópinn og úr þessu varð allsherjar spjall. Laugardagur 27. júlí 1985 12 Einar Orn og Björksegjafrátónleikum Kuklsins í Hróarskeldu, og ýmsu fleiru nógu miklir peningar til að klúfa þessa ferð. Við fengum ekki borgað fyrir að spila, heldur fengum við nægan far- areyri og vasapening meðan við vorum úti. Við urðum ekki fyrir neinu tapi og það er einmitt það sem skiptir okkur mestu. Okkur tókst að verða fyrsta íslenska hljómsveitin sem spilaði á þessari rosa tón- listarhátíð og það er ekki mikið meira um það að segja. Þarna voru 32 hljómsveitir frá Skandinavíu og 22 frá öðr- um löndum. Hátíðin hófst klukkan 5 á föstudegi og lauk síðdegis á sunnudegi. Það var spilað þindarlaust allan tímann, því alltaf var eitthvað að gerast á þeim þrem aðal sviðum sem spilað var á.“ Kuklið á besta tíma „Kukl spilaði klukkan 9 á laugardagskvöldinu og þá gerðist það merkilega að engin önnur hljómsveit var að spila. var í eina skiptið á þessari hátíð sem einungis ein hljóm- sveit var að spila. Það var gert ráð fyrir þessu í dagskrá hátíðarinnar, við komumst að því eftir á. Þegar við byrjuðum að spila höfðum við ekkert fylgst með hátíðinni og vissum ekkert um áhorfendurna. Við trítluðum bara uppá sviðið og áttum alveg eins von á því að fólk púaði á okkur. Nei, nei, þá var bara öskrað og vælt á okkur og Kukl-borðar fóru upp. Þetta kom okkur ferlega á óvart.“ Fólkið vildi snerta okkur „Það var greinilegt á öllu að fólkið var komið til að hlusta á Kukl. f>að hafði útbúið þessa Kukl-borða og þegar við kom- um á sviðið byrjaði fólk að kalla nöfnin okkar og það var sungið með í lögunum. Þetta gekk meira að segja svo langt að fólkið vildi snerta okkur. Það var rosalega gaman að eiga við þetta fólk, sérstaklega einn strák sem var alveg uppi við sviðið. Hann var með disk- myndavél og var alltaf að reyna að ná mynd af Kuklinu. En við erum sjaldnast kyrr á sviðinu og þess vegna náði hann ekki mynd. Ég (Einar Örn) vildi hjálpa manninum úr þessari vonlausu aðstöðu, þannig að ég fór niður til hans, hékk í sætri súlu og brosti mínu blíðasta. Hann náði myndinni og ég hef sjald- an séð eins ánægðan mann. Á milli okkar var gryfja og þegar ég hékk yfir henni komu 4 öryggisverðir til að passa mig, þetta var allt voða prófes- sjónalt.“ Ekki innihaldslaust pópp „Kukl er ekkert hálfkák, þó við störfum einungis hluta úr árinu. Þegar við erum ekki að vinna saman þá hafa einkamál- in forgang, en þegar Kuklið er saman, þá gerum við ekkert Þannig að allir hátíðargestirnir komu og hlustuðu á Kukl spila. Við spiluðum í 10 þúsund manna tjaldi og þar var alveg pakkað meðan við vorum þar. Fólk stóð líka í hópum fyrir utan tjaldið þennan klukku- tíma sem við spiluðum. Við fengum þarna besta tím- ann á miðri hátíðinni og vorum ein um hann. Þetta kom okkur mikið á óvart og reyndar viss- um við ekki af þessu fyrr en eftir að við spiluðum. Þetta Við gátum klofið þetta „Þetta var f fyrsta skipti sem íslenskri hljómsveit tekst að spila á tónlistarhátíðinni í Hró- arskeldu. Öðrum íslenskum hljómsveitum hefur verið boð- ið að spila þar, en ekki tekist vegna fjárhagserfiðleika. Þurs- unum vár eitt sinn boðið að leika þar, en þeim tókst ekki að kljúfa það, því þeim var boðið,svo hlægilega lítill pen- inguriyrir. Okkur var hinsvegar boðið annað í 24 tíma á sólarhring. Við borðum fyrir þá peninga sem Kukl aflar sér inn og sofum þegar við höfum tíma, Við gefum okkur öll í tónlist- ina, því hjá okkur er annað- hvort allt eða ekkert. Þegar við spiluðum í Hróars- keldu höfum við ekkert hist í nokkurn tíma, en okkur var útveguð æfingaraðstaða og æfðum svo að segja stanslaust í fjóra sólarhringa fyrir þennan klukkutíma sem við spiluðum á hátíðinni. Það er á hreinu að fólkið þarna úti hefur aldrei heyrt neitt í líkingu við það sem Kukl er að gera og engum hefur enn tekist að skilgreina tónlist okkar til þessa. Við hugsum stöðugt um það sem við erum að gera og þetta er ekki innihaldslaust pöpp sem kemur frá okkur. Samkvæmt okkar skilgreiningu er pöpp það sama og popp með mínus fyrir framan." ll ll b li á á li P „Við forðumst reyndar að segja mikið frá velgengni okk- ar erlendis, við viljum ekki fá neinn Garðar Hólm stimpil á okkur, því fólk sem ekki hefur fylgst með okkur úti gæti hæg- lega haldið að við værum að skrökva. Málið er að við getum hopp- að til útlanda þegar við viljum og spilað þar fyrir tugi þús- unda. Ef við miðum við aðrar íslenskar hljómsveitir, hefðum við átt að vera flutt út fyrir svona ári, því veröldin er okk- ar ef við viljum. Plötur okkar seljast vel á Norðurlöndunum, Bretlandi og á meginlandi Evr- ópu. Við seljum líka bunka í Japan og í Ameríku. En, það er margt smátt í kringum okkur sem við viljum ekki skilja við eins og stendur, þannig að við verðum ekki atvinnutónlistarmenn í náinni framtíð."

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.