NT - 30.07.1985, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 30. júlí 1985
Hvað verður um Búsetablokkina?
Búseti f ær ekkert lán
-samkvæmt áætlunum Byggingasjóðs verkamanna fyrir þetta ár
■ Ekki er gert ráð fyrir lán-
veitingu úr Byggingasjóði
verkamanna til húsnæðissam-
vinnufélagsins Búseta á láns-
fjáráætlun byggingasjóðsins fyr-
ir þetta ár. Það getur þó breyst
er líða tekur á árið og það
skýrist hvaða sveitarfélög, sem
gert er ráð fyrir á lánsfjáráætl-
uninni, nýta sér rétt sinn til
lántöku.
Húsnæðismálastjórn tekur
formlega ákvörðun um lán úr
Byggingasjóði verkamanna en
Búsetar eiga í viðræðum, að
eigin sögn, við húsnæðismála-
stjórn um lántöku.
Búseti hyggst fjármagna
byggingu 46 íbúða fjölbýlishúss
í Grafarvogi með láni úr Bygg-
ingasjóöi verkamanna, sem
nemur 80% af byggingakostn-
Nýbyggt raðhús í Breiðholti:
Eldhúsið ónýtt
eftir eldsvoða
■ Mikill eldur kom upp í
raðhúsi í Jöklaséli í Breið-
holti, rétt eftir klukkan átta
á sunnudagskvöld. Fólkið
sem var nýflutt inn í húsið,
var að elda fyrstu kvöld-
máltíðina, þegar eldurinn
braust út. F.ldsupptök eru
rakin til steikingarpottar,
með feiti í sem gleymdist á
eldavél.
Eldhúsið mun vera gjör-
ónýtt og einnig er íbúðin
skemmd af völdunt reyks
sem lagði frá eldinum.
Tvennt var flutt á slysadeild,
vegna gruns um reykeitrun.
aði þess. Þá er gert ráð fyrir
lánum úr lífeyrissjóðum, sem
nemi 10% af byggingakostnaði
en ekki hafa neinar viðræður
um lán úr lífeyrissjóðum átt sér
stað milli Búseta og þeirra. Þá
er gert ráð fyrir að afgangurinn
yrði fjármagnaður með búsetu-
réttargjöldum félagsmanna
Búseta.
Ágreiningur er um rétt Bú-
seta til lántöku í Byggingasjóði
verkamanna en í byrjun þessa
árs sendi Alexander Stefánsson
félagsmálaráðherra frá sér yfir-
lýsingu þar sem Félagsmála-
ráðuneytið telur Húsnæðis-
stofnun heimilt að veita lán úr
Byggingasjóði verkamanna til
húsnæðissamvinnufélagsins
Búseta, svo fremi það hafi að
markmiði að byggja eða kaupa
leiguíbúðir til útleigu fyrir
námsfólk, aldraða og öryrkja
með hóflegum kjörum. Þar sem
félagsmenn Búseta eru aðeins
að hluta til námsfólk, aldraðir
og öryrkjar er enn á reiki hvort
lántökuréttur Búseta innan
byggingasjóðsins standist.
Búseti vill að lífeyrissjóðir,
samkvæmt framansögðu, virði
rétt þeirra til lántöku með því
að til dæmis kaupa skuldabréf
af bönkunum, sem síðan láni
Búseta út á skuldabréfin. Þann-
ig yrði komist hjá einstaklings-
bundum lánum og veðum en
þess í stað verða veð veitt í
fjölbýlishúsinu í heild.
Ef til þessa kæmi þyrfti Búseti
að útvega fullnægjandi veð fyrir
bankana, sem síðan myndu
veita lífeyrissjóðunum 'sjálf-
skuldarábyrgð. Fjölbýlishúsið
nægir ekki sem veð til handa
lífeyrissjóðum, þar sem áhvíl-
andi á því verður meira en sem
nemur50% af brunabótamati.
Verktakafyrirtækið Hagvirki
hefur lagt fram tillögu að teikn-
ingu hússins, en fyrirhugað er
að fyrirtækið sjái um hönnun og
byggingu hússins að fullu. Sam-
kvæmt teikningunni byggir Bú-
seti 46 litlar íbúðir á lóð, sem
samkvæmt borgarskipulagi, er
aðeins gert ráð fyrir 36 íbúðum.
Til þess að áætlanir standist
þurfa borgarskipulag og svo
bygginganefnd að leggja bless-
un sína yfir teikningarnar. Þá
fyrst getur Búseti farið að hugsa
sér til hreyfings.
4
■ Ljósmynd úr kvikmyndinni „Þegar verslunin er frjáls...“.
Verið er aö sýna verslun og viðskiptahætti hér á árum áður.
Ný heimildarkvikmynd:
„Þegar verslunin
erfrjáls...“
Gerð fyrir samtökin Viðskipti og verslun
■ Frumsýnd var nýlega
heimildarkvikmyndin „Þeg-
ar verslunin er frjáls...“.Lif-
andi myndir h/f framleiddi
myndina fyrir samtökin Við-
skipti og verslun.
Tilgangurinn með gerð
myndarinnar er að kynna
starfsemi og mikilvægi versl-
unar á íslandi. í myndinni
eru sýndir tvennir tímar í
verslunarmálum þjóðarinn-
ar, nútíminn með fjöibreyttu
vöruúrvali og gamli tíminn
þegar ófrelsi ríkti í verslunar-
málum þjóðarinnár.
Sigurður Sverrir Pálsson
samdi handrit myndarinnar,
í samvinnu við samtökin Við-
skipti og verslun. Hann
klippti einnig myndina og sá
um kvikmyndatöku ásamt
Þórarni Guðnasyni. Kvik-
myndin var tekin á 38 stöðum
í Reykjavík og 13 stöðum
utan Reykjavíkur.
Myndin kostaði 1,7 mill-
jón í framleiðslu, hún er 25
mínútna löng og verður hún
boðin skólum og fyrirtækjum
til sýningar. Sjónvarpið mun
sýna þessa mynd á frídegi
verslunarmanna, 5. ágúst
næstkomandi.
■ ...og skjóta bolta í niark á
Reykjavíkurmótinu.
irnar The Voice, Twilight’s
toy’s, No Time, Fítus, Qu-
adro og Aliter Theatrum
ásamt Sverri Stormsker.
tveir saman. Keppnin var
fyrir sjö til níu ára og tíu til
tólf ára krakka.
Þá gátu gestir tekiö þátt í
fimmtar- og tugþrautum en í
þær var ekkert aldurstak-
mark, farið í róðrartúra, tek-
ið þátt í kraftakeppni, útield-
un, frisbí og svo framvegis.
Aðgangseyrir var enginn í
Hljómskálagarðinn þennan
dag.
Svo voru rokktónleikar
haldnir í garðinum á sama
tíma og Reykjavíkurmótið
stóð. Þarspiluðu hljómsveit-
■ Það var heill hellingur af
krökkum, sem tók þátt í
Reykjavíkurmóti barnanna,
sem skátafélagið Árbúar í
Árbæ stóð fyrir, á sunnudag-
inn í Hljómskálagarðinum.
Krakkarnir reyndu með
sér f tíu keppnisgreinum:
Sippi, húlla, snú-snú, kassa-
bílarallýi, skjóta og skalla
bolta í mark, spretthlaupi,
labba á grindverki og halda
bolta á lofti auk körfuhittni.
Keppt var í tveimur flokkum
í öllum greinum nema kassa-
bílarallýinu og skallaboltan-
um en þar kepptu tveir og
■ Og hjálparsveit skáta leyfði krökkunum að sjá og prófa
björgunartækin sín. NT-myndir: Sverrir