NT - 30.07.1985, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 30. júlí 1985 23
íþróttir
íslandsmótið 2. deild:
Völsungar með
mtusr? jfl|~ í toppbaráttunni - eftir 4*0 sigur á ísfirðingum
Frá Hafliða Jóstcinssyni á Húsavík: ■ Völsungur er enn með í en hittu einfaldlega fyrir ofjarla toppbaráttunni í 2. deild eftir sína í þessum Ieik. Þeir fengu 4-0 sigur á ísfirðingum á laug- samt gott færi á 15. mínútu, en ardag. Völsungur er því með 18 Gunnar Straumland varði með stig og er aðeins þremur stigum tilþrifum. Var þetta eina virki- á eftir Breiðablik og tveimur á lega marktækifæri ísfirðinga í eftir KA og ÍBV. fyrri hálfleik. í nokkrum kalda, sem stóð Sókn Völsungs bar loks skáhallt á völlinn hófu liðin leik’ árangur á 43. mínútu. Jónas sinn hér á Húsavík. Þegar í Hallgrímsson lagði þá knöttinn upphafi mátti Ijóst vera að snyrtilega fyrir sig og skoraði af Völsungar ætluðu að selja sig öryggi. dýrt í þessum leik, leikmenn Ahorfendur voru enn að liðsins börðust um alla bolta og fagna marki Jónasar er Kristján gáfu andstæðingunum aldrei Olgeirsson skoraði með þrumu-
Ómar Rafnsson skorar hér þriðja mark Völsunga gegn ÍBÍ. Ómar sem er í felum á bak við Jón Leó (nr.8), skoraði með dúndurskalla.
NT-mynd: Hafliði.
frið.
ísfirðingar börðust einnig vel,
íslandsmótið í knattspyrnu 4. deild:
Valur með fjögur mörk
-er Hafnir tryggðu sig í úrslitin ásamt Augnabliki,
þrjú - Sindri í úrslitin á markahlutfalli
IR, Reyni, Vask og Sindra - Arvakur missti af lestinni - Loftur skoraði
■ Nú eru aðeins eftir 4 leikir í
4. deild karla á íslandsmótinu í
knattspvrnu en þeir breyta engu
nú sem komið er. Það er Ijóst
að ÍR, Hafnir, Augnablik,
Reynir Árskógsströnd, Vaskur
og Sindri leika til úrslita í deild-
inni. Þeir leikir sem eftir eru eru
á milli Augnabliks og Hauka í
C-riðli, Svarfdælinga og Höfð-
strendinga í D-riðli og í E-riðli
eru tveir leikir eftir, viðureign
Vasks og Árroðans annars veg-
ar og Æskunnar og Tjörness
hinsvegar. Hér á eftir koma
úrslit úr leikjum helgarinnar:
A-riðiII:
Tveir leikir voru leiknir í
þessum rilði. Leiknir vann stór-
sigur á Létti, 6-0. Magnús Boga-
son skoraði tvö og þeir Jóhann
Viðarsson, Engilbert Runólfs-
son, Atli Þorvaldsson og Hauk-
ur Magnússon gerðu eitt hver.
Þá vann Grótta Grundfirð-
inga 2-1.
B-riðiII:
Hafnarstrákarnir gulltryggðu
sigur sinn í riðlinum með stórum
sigri á Mýrdælingi. Það var
körfuknattleikslandsliðsmaður-
inn Valur Ingimundarson sem
skoraði öll mörk Suðurnesja-
manna, fjögur að tölu en „Vík-
mýringar" náðu ekki að svara
fyrir sig, hafa reyndar aðeins
skorað fjögur mörk í sumar.
Þá lék Afturelding gegn
Hvergerðingum á heimavelli og
unnu 4-2. Freysteinn Stefánsson
skoraði tvö, Lárus Jónsson eitt
úr víti og Hafþór Kristjánsson
eitt fyrir Mosfellinga en þeir
Páll Guðjónsson og Ólafur Jós-
epsson gerðu mörk Hvergerð-
inga.
Þriðji leikurinn í riðlinum var
milli Stokkseyrar og Þórs frá
Þorlákshöfn. Stokkseyringar
gerðu sér lítið fyrir og unnu og
skutust þar með upp fyrir Þórs-
ara, í fjórða sætið í riðlinum.
Úrslitin 3-2 og mörkin skoruðu
Marteinn Árelíusson, Halldór
Viðarsson og Páll Jónsson fyrir
heimaliðið en Jón Hreiðarsson
og Ármann Sigurðsson fyrir
Þór.
C-riöilI:
Leikmenn Árvakurs misstu
endanlega af lestinni í riðlinum
með því að tapa fyrir Haukum
1- 4. Núna er Áugnablik öruggt
með sigurinn, á einn leik eftir
og er einu stigi ofar en Árvakur.
Loftur Eyjólfsson gerði þrennu
fyrir Hauka og Þór Hinriksson
bætti um betur.
Hólmarar héldu vestur á firði
og léku tvo leiki. Þann fyrri
gegn Reyni Hnífsdal og unnu
2- 1. Ölafur Sigurðsson og Jó-
hann ísleifsson skoruðu fyrir
Snæfell en Oddur Jónsson fyrir
Hnífsdæli. Seinni leiknum tap-
aði Snæfell fyrir Bolvíkingum
1-2, þannig að markatala Vest-
firðinga gegn Hólmurum varð í
jafnvægi, 3-3.
D-riðiII:
Reynir Árskógsströnd og
Hvöt voru efst og jöfn að stigum
í riðlinum fyrir leiki helgarinn-
ar. Bæði liðin unnu svo 3-1 og
Reynir sigrar í riðlinum í hag-
stæðara markahlutfalli.
Reynismenn unnu Skytturnar
á Ströndinni. Jón Tryggvi Jó-
hannsson skoraði fyrir Skytt-
urnar en heimamenn svöruðu
þrisvar eins og áður sagði.
Garðar Jónsson skoraði tvö
mörk fyrir Hvöt gegn Geislan-
um og tryggði liði sínu sigur á
Blönduósi.
Þriðji leikurinn í riðlinum var
milli Svarfdæla og Höfðstrend-
inga og sigruðu þeir fyrrnefndu
3-0.
E-riðill:
Það má segja að það hafi allt
farið í Vaskinn hjá Æsku Sval-
barðsstrandar um helgina. (Þó
er Verslunarmannahelgin næsta
helgi) Gunnar Berg, Jónas
Baldursson, Hörður Unnarsson
og Valdimar Júlíusson skoruðu
fjögur mörk Vasks en Jóhann
Sævarsson og Jóhann Brynjars-
son sáu um tvö mörk fyrir
Æskuna. Vaskur er öruggur sig-
urvegari í riðlinum.
Bjarmi vann Árroðann 2-1
með mörkum Sigurðar Skarp-
héðinssonar og Vilhjálms Val-
týssonar en Friðrik Jónsson
skoraði mark Árroðans. Þá
burstaði Tjörnes UNÞ 6-1. Sig-
urður Illugason gerði þrennu
fyrir Tjörnesinga, Magnús
Hreiðarsson tvö og Baldur Ein-
arsson eitt. Kristján Ásgríms-
son skoraði mark UNÞ.
F-riðill:
Spennan í F-riðli hélst alveg
fram í síðustu umferðina sem
leikin var um helgina. Þrjú lið
voru mjög jöfn en Sindri ícemst
í úrslitin á hagstæðara marka-
hlutfalli en Neisti. Bæði liðin
hafa 22 stig en Hrafnkell hefur
21.
Sindri vann Hött með þremur
gegn engu á heimavelli. Hattar-
menn byrjuðu með miklum
krafti og fengu fljótlega víta-
spyrnu en markmaður Sindra,
Ásgeir Núpan varði með tilþrif-
um. Höttur fékk síðan annað
dauðafæri en tókst ekki að
skora. Sindramenn settu hins-
vegar eitt mark fyrir hlé og var
þar að verki Þrándur Sigurðs-
son. Sindri átti svo allan seinni
hálfleikinn og þeir Elvar Grét-
arsson og Grétar Vilbergsson
tryggðu heimamönnum sigurinn
í leiknum og riðlinum.
Neisti hefði þurft að vinna
Súluna með 9 marka mun til að
komast í úrslit. Þeir voru langt
frá því, gerðu aðeins eitt mark
og skrifast það á reikning And-
résar Skúlasonar. Súlan svaraði
ekki fyrir sig.
Hrafnkell vann Egil rauða
7-1 áBreiðdalsvík. Markasúpan
var svo mikil að viðmælandi NT
ætlaði varla að nenna að telja
markaskorarana upp. Þó tóks
að veiða upp úr honum að þeir
Ingólfur Arnarson, Ríkharður
Garðarsson, Sverrir Unnarsson
(2), Þorvaldur Hreinsson, Vign-
ir Garðarsson og Erlingur Garð-
arsson hefðu skorað fyrir
Hrafnkel.
skoti af vítateig, eftir glæsisend-
ingu frá Jóni Leó, sem hvað
eftir annað stakk varnarmann
ísfirðinga af og sendi knöttinn
fyrir mark gestanna.
Áður en mörkin komu hafði
Kristján Olgeirsson þrumað í
stöngina hjá ísfirðingum og
Helgi Helgason hlaupið í gegn-
um vörn Vestfirðinganna en
kinksað í dauðafæri.
ísfirðingar byrjuðu síðari
hálfleik nokkuð vel en Völsung-
ar sýndu enga miskunn og slök-
uðu hvergi á klónni.
Áfram héldu Húsvíkingar að
sækja og léku skemmtilegan
fótbolta, sem hlaut að leiða til
fleiri marka. Það varð og þvílíkt
mark. Kristján tók hornspyrnu
og sendi á Omar RafnsSon, sem
skoraði með sannkölluðum
þrumuskalla, 3-0 og 70 mínútur
liðnar.
Punkturinn yfir i-ið var svo
dúndurmark hjá Jóni Leó á 85.
mínútu leiksins.
Kærkominn sigur. Völsungar
ennþá í toppbaráttunni og í
þessum leik sýndi liðið að það
getur leikið góðan fótbolta og
skorað mörk.
Hreiðar Sigtryggsson mark-
vörður hjá ísfirðingum var val-
inn maður leiksins hjá gestunum
og Kristján Olgeirsson hjá
Völsungum, en það voru áhorf-
endur sem sáu um valið.
Góður dómari þessa leiks var
Haukur Tómasson.
4. deild - Staðan:
A-ríðill: Lokastaða:
ÍR.............. 10 10 0 0 40-8 30
Grótta .......... 10 7 1 2 24-15 22
Víkverji......... 10 5 0 5 17-20 15
Grundarfjördur .. 10 4 1 5 17-24 13
Leiknir.......... 10 1 2 7 19-25 5
Lóttir........... 10 1 0 9 11-36 3
B-ríðill: Lokastaða:
Hafnir ...........10 8 2 q 32.5 26
Afturelding..... 10 6 2 2 43-19 20
Hveragerdi...... 10 4 3 3 20-16 15
Stokkseyri...... 10 4 1 5 32-21 13
Þór Þorl......... 10 3 2 5 25-27 11
Mýrdælingur ... 10 0 0 10 4-67 0
C-ríðill:
Augnablik......... 9 7 2 0 32-10 23
Arvakur.......... 10 7 1 2 28-17 22
Haukar........... 9423 18-17 14
Snæfell ......... 10 2 3 5 11-17 9
ReynirHn..........10 1 4 5 14-21 7
Bolungarvík ..... 10 1 2 7 9-29 5
D-ríðill:
ReynirÁ.......... 10 7 1 2 27-9 22
Hvöt.............. 10 7 1 2 20-10 22
Svarfdælir......... 9 4 2 3 14-13 14
Skytturnar ....... 9 4 0 5 22-18 12
Geislinn ........ 10 3 2 5 23-19 11
Höfðstrend........ 10 1 0 9 6-42 3
E-ríðill:
Vaskur............ 9720 35-8 23
Tjörnes .......... 953 1 30-15 18
Arroðinn.......... 94 14 19-15 13
Bjarmi ........... 10 4 0 6 12-31 12
UNÞ............... 10 2 2 6 15-38 8
Æskan............. 9207 17-24 6
F-ríðill: Lokastaðan:
Sindri........... 10 6 4 0 31-9 22
Neisti........... 10 7 1 2 28-13 22
Hrafnkell........ 10 6 3 1 26-14 21
Höttur .......... 10 4 1 5 13-17 13
Súlan............ 10 2 1 7 16-19 7
Egill rauði...... 10 0 0 10 11-53 0
Víðhöftum
hœkkaó
vextína!
18mánaða
Búnaðarbankans
bera óumdeilanlega
hæstu vextina.
TRAUSTUR BANKI
TlMABÆR