NT - 30.07.1985, Blaðsíða 21

NT - 30.07.1985, Blaðsíða 21
 ÍTÍ7 Þriðjudagur 30. júlí 1985 21 lii íþróttir Knattspyrna kvenna 1. deild: ÍA lagði Blika - og er nú næsta víst með titilinn - ÍBÍ tapaði tveim ■ Þrír leikir voru í 1. deild íslandsmóts kvenna í knatt- spyrnu um helgina. Stóri leikur- inn var að sjálfsögðu á Akranesi þar sem ÍA og Breiðablik, tvö efstu liðin, mættust. Þá iéku einnig Þór og ÍBÍ og KA og ÍBÍ: Það voru Skagastúlkurnar sem svo gott sem tryggðu sér sigur á íslandsmótinu með því að sigra Blikastúlkurnar í viður- eign liðanna á Akranesi um helgina. Leikurinn endaði 2-1. Sigur ÍA var sanngjarn. Þær voru grimmari og höfðu meiri vilja til að vinna leikinn heldur en Blikastúlkurnar. Þá átti ÍA opnari færi. Fyrstu 10 mín. leiksins voru eign aðkomuliðs- ins en síðan var dæmd víta- spyrna á Blika. Ragnheiður Jónasdóttir skoraði örugglega úr henni. Eftir þetta hresstust ÍA stúlkurnar mikið og jafnræði komst á í leiknum. í síðari hálfleik munaði ekki miklu að Asta B. næði að jafna fyrir Blika áður en Ragnheiður Jónasdóttir gerði út um leikinn með mjög fallegu marki. Rétt 'undir lok leiksins þá náði Magnea Magnúsdóttir að minnka muninn fyrir Blika með marki af stuttu færi. Þessi sigur í A gerir það að verkum að liðið er nærri öruggt með sigur í 1. deild kvenna í knattspyrnu. ísfirðingar gerðu ekki góða ferð á Akureyri um helgina. Liðið lék gegn Þórsstelpunum á laugardag og töpuðu með fjór- um mörkum gegn engu. Það var Anna „markakona" Einars- dóttir sem skoraði tvívegis fyrir Þór en Inga Pálsdóttir gerði eitt. Eitt markanna var sjálfsmark. Sigur Þórs var sanngjarn og liðið átti aldrei í neinum vandræðum í leiknum. Á sunnudaginn mætti ÍBÍ stúlkunum úr KA og enn var tap uppá teningnum. Þetta var þó mikill baráttuleikur og vannst á einu marki. Borghildur Freysdóttir skoraði fyrir KA og það nægði til sigurs í leiknum. Staðan í 1. deild kvenna: ÍA............. 9 9 0 0 42-5 27 UBK ........... 9702 41-7 21 Þór............ 10 6 0 4 19-19 18 Valur.......... 8404 23-13 12 KR ............ 9405 15-20 12 KA ............ 9405 9-16 12 ÍBK........... 9 3 0 6 9-41 9 ÍBÍ ........... 10 0 0 10 5-35 0 ■ Þeir félagar Said Aouita og Steve Cram settu báðir heimsmet á Bisslet leikvangnum í Osló. Cram vann „Draumamíluna“ en Aouita vann 5000 m hlaupið. Frábærir hlauparar báðir tveir. Stigamótið á Bisslet-leikvangnum í Osló: Þrjú heimsmet á Bisslet Cram í mílu - Þriðja met Kristiansen - Aouita bætti 5km metiðnaumlega hlaupa 10 km á betri tíma en 31 Verðlaun: Yashin fékk ÓL-orðuna ■ Lev Yashin, venjuiega titlaður besti markvörður allra tíma, hefur verið sæmdur Ólympíuorðunni. Það var forseti alþjóða- ólympíunefndarinnar Juan Antonio Samaranch sem það gerði. Yashin lék 78 knatt- spyrnulandsleiki fyrir Sov- étríkin á sjötta og sjöunda áratugnum og fékk æðstu orðu Sovétríkjanna, Len- ínorðuna, fyrir starf sitt að knattspyrnumálum. Hann vinnur nú hjá íþróttaráði sovéska ríkisins. 2. deild: KSsaltaði Skailana ■ Siglfirðingar sigla nú lygnan sjó í 2. deild eftir 0-2 sigur á Skallagrími í Borgarnesi á laug- ardag. KS hefur því hlotið 15 stig og ætti að vera laust við allar falláhyggjur úr þessu, en Iiðið blandar sér vart heldur í baráttuna um 1. deildarsætin. Hefur 15 stig en liðin fjögur fyrir ofan virðast öll mun sterk- ari. Skallagrímur er enn í fall- hættu með sín 13 stig, þó ekki verulegri. Hörður Júlíusson skoraði mark í fyrri hálfleik fyrir KS sem dæmt var af, en það kom ekki að sök því nokkrum mínút- um síðar skoraði liðið löglegt mark. Knötturinn barst inn í vítateig Borgnesinga og þar var Óli Agnarsson á réttum stað og sendi knöttinn í netið með föstu, lágu skoti. Þannig stóð í hálfleik og eftir hlé skoruðu Siglfirðingar fljót- lega aftur. Mark Duffield negldi þá knettinum upp undir þver- slána við mikinn fögnuð áhorf- enda, sem fjölmenntu frá Siglu- firði í Borgarnes. Ekki þó bara til að fara á leikinn, heldur lokkaði dansleikurinn, sem haldinn var um kvöldið, einnig marga suður. Kannski ballið hafi líka gefið KS mönnum þann fítonskraft sem dugði til sigurs. - Öll í hlaupagreinum - ■ Steve Cram frá Englandi, heimsmeistari og heimsmethafí í 1500 metra hlaupi, gerði sér lítið fyrir og setti annað heims- met sitt á stuttum tíma á Bisslet leikvanginum í Osló á laugar- daginn. Að þessu sinni setti hann met í míluhlaupi, kom í mark á tímanum 3:46,31 mín. Það eru aðeins 11 dagar síðan hann setti metið í 1500 m hlaupi í Nice í Frakklandi. Hlaup þetta hafði verið kallað „Draumamílan", þarna voru samankomnir bestu millivega- lengdahlauparar heimsins. 20.000 áhorfendur biðu eftir keppni þeirra Cram og Sebasti- an Coe, sem átti fyrra heims- metið 3:47,33. Cram tók forystuna í hlaup- inu þegar 400 metrar voru eftir og geystist síðasta hringinn á 52,3 sekúndum og Coe reyndi að fylgja honum eftir. Það tókst honum ekki og Spánverjinn Jose Luis Gonzalez fórfram úr þáerandi heimsmethafa og varð annar á 3:47,49. Coe hljóp á 3:49,22. Það var Bandaríkjamaðurinn James May sem tók forystuna þegar í upphafi og hljóp fyrsta hringinn á 56,01 sek. Hann var einnig fyrstur er hlaupið var hálfnað á tímanum 1:53,82 Þegar Cram tók forystuna og 400 metrar voru eftir var tími kappanna 2:53,14. Það átti eng- inn blek í endasprett hins 24 ára gamla leggjalanga Breta. „Það gekk allt upp hjá mér í þessu hlaupi“ sagði Steve Cram eftirá. „Frábærir keppendur, frábærir áhorfendur og frábær hlaupabraut. Eg taldi að ég ætti mesta möguleika rneð því að keyra upp hraðann og ákvað að láta reyna á það“ sagði Cram við blaðamenn. En það voru sett flciri heims- met. Said Aouita frá Marokkó setti eitt slíkt í 5000 metra hlaupi og þó það hlaup hafi fallið í skuggann af 1500 metr- unum var það alveg jafn spenn- andi. Aouita leiddi allt hlaupið'og Bandaríkjamaðurinn Sydney Maree fylgdi honum þangað til éinn hringur var eftir er Mar- okkó maðurinn stakk af og bætti heimsmet Bretans Steve Morrcroftum 1/100 úrsekúndu, kom í mark á 13:00,40 mín. Aouita sagði eftir á að hann væri mjög ánægður með hlaupið og nú hlakkaði hann til að bæta nýsett heimsmet Crams í míl- unni. Norska stúlkan Ingrid Krist- iansen bætti þriðja heimsmetinu í einkasafn sitt á mótinu sem var eitt af stigamótum alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Hún á fyrir heimsmetin í maraþon- hlaupi og 5000 metra hlaupi og nú setti hún met í 10.000 metrum. Hún varð fyrsta konan til áð minútu og hljop á 30:59,42 nnn. Gamla metið átti sovéska stúlkan Olga Bondarenko, 31: l-3,78sett í júní á síðasta ári. Kristiansen tók strax foryst- una og kom í mark einum hring á undan portúgölsku stúlkunni Auroru Chuna sem varð önnur. Þá má geta þess að Mary Slaney vann mílu kvenna, eftir harða keppni við bresku stúlk- una Kristy McDermott, á tímanum 4:19,18 mín. Alls hafa verið sett 15 heims- met í míluhlaupi síðan Bretinn Roger Bannistcr varð fyrstur til að hlaupa vegalengdina á betri tíma en 4 mínútum. Bannister setti met sitt árið 1954 og hljóp þá á 3:59,4. Rctt rúmum mán- uði síðar hljóp John Landy frá Ástralíu míluna á 3:57,9. Golf: Curtis Strange þénar verulega ■ Bandaríkjamaðurinn Curtis Strange er eini kylfíngurinn sem borið hefur meira en háifa milljón dollara (20 milljónir kr.) úr býtum á golfmótum í Bandaríkjunum í ár. Hann hefur samtals hlotið 527,561 dollar í verðlaun, en landi hans Lanny Wadkins er í 2. sæti með 337,078 dollara. Þriðji Bandaríkjamaðurinn, Ray Floyd, hefur hlotið 323,879 dollara í verðlaun. Bandaríkjamenn skipa sér einnig í næstu fjögur sæti. Gorey Pavin hefur hlotið 302,885 dollara fyrir að slá hvíta boltann, Calvin Peete 294,303 dollara, Mark O’Meara 293,815 og Craig Stadler 274,701 dollar. Tekjuhæsti Evrópubúinn á bandarísku goifmótunum er Bernhard Langer frá V- Þýskalandi, sem hefur haft 267,635 dollara upp úr krafsinu. Athygli vekur að Sever- iano Bailesteros er ekki á lista yfír þá 20 tekjuhæstu. Marsh sigraði ■ Graham Marsh sigraði á Opna-holl- enska meistaramótinu í golfi sem fram fór um helgina. Hann náði að leggja Bernard Langer að velli. Langer sjálfur var sjálfur með skýringar á tapi sínu á reiðum hönd- um „Ég er þreyttur,“ sagði kappinn. POTTINGER FJÖLHNÍFAVAGNAR 28 rúmm., 31 rúmm., 36 rúmm., m/matara. Fyrirliggjandi á mjög hagstæðu verði. Góð greiðslukjör Vélaborg Butækm hf. Sími 686655/686680

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.