NT - 30.07.1985, Blaðsíða 8
■ Lögreglan og slysadcildin
við Borgarspítalann í Reykja-
vík leggjast á eitt um verslun-
armannahelgina eins og þeirra
er von og vísa til að gæta laga
og heilsu, enda ekki vanþörf á,
um þessa helgi flykkjast borg-
arbúar út úr bænum á fund
sveitarinnar og lífsins þar.
Sums staðar úti á landi verð-
ur að margfalda löggæsluna,
sérstaklega þar sem skipulagð-
ar hafa verið útihátíðir. Það
verður þó rólegt fyrir Reykja-
vfkurlögregluna nema á föstu-
dagskvöldið þegar liðið leggur
af stað upp í Borgarfjörð eða í
Þórsmörk eða í Galtalækjar-
skóg eða jafnvel á Gaukinn
’85.
Það er nefnilega nóg um að
velja fyrir útileguóða Reykvík-
inga og aðra landsmenn. Sjö
hátíðir eru haldnar um helg-
ina, með böllum á hverju
kvöldioghljómsveitum, diskó-
tekum, auk hins stórvinsæla
skemmtiatriðis, Jóns Páls. . «... .... ... ........... .... .... .
Þá má ekki gleyma þeint Þegar Vestmannaeymgar og Islendingar leggjast a eitt getur gremilega orðið tjolmcnm a þjoðhatiðinm i Herjolfsdal.
sem láta sér nægja að fara í
Verslunarmannahelgin 2.-5. ágúst:
Fjölmenni í sveitirnar
löggan fær nóg aðgera
Vestmannaeyja bjóða upp á
fyrir 2100 krónur. Innifalið?
Jú, báturinn, inn í Herjólfsdal-
inn og til baka aftur, föstudag
til mánudags og það er engin
hætta á að það verði uppselt í
Herjólfsdal.
í Atlavíkina er allt fullt í
flugi á föstudag úr Reykjavík
en á laugardag er laust klukkan
hálf tólf, eitt og sjö um
kvöldið. Innifalið í fluginu er
rúta af flugvellinum og miði
inn á svæðið, allt þetta fyrir
aðeins 5.793 krónur.
Farið verður til baka á
sunnudag klukkan 2.40 og
20.40 og á mánudag klukkan
9.40 (fullt í allar aðrar ferðir
þann dag). Þá geta menn flogið
heim á þriðjudaginn klukkan
hálf tólf og 20.40.
Einfalt og gott mál
Til Vestmannaeyja er flogið
á föstudag klukkan átta til
hálfeliefu að kvöldi, sex ferðir
í allt og uppselt í hluta af þeim.
Á laugardaginn er laust
klukkan átta, korter yfir tvö og
fimm en þjóðhátíðargestir geta
- sjö
hátíðir
með öllu
um allt
land
Vaglaskóginn, í Ásbyrgi í
Kelduhverfi, á Laugarvatn eða
bara í Húsafell. Þeir sem þang-
að fara eru greinilega ekki í
skemmtiatriða- og hátíðaleit
því þar er ekkert slíkt að finna.
Nóg af ferðum
Bifreiðastöð íslands (þessi í
Umferðamiðstöðinni) lætur
ekki sitt eftir liggja um þessa
stærstu, mestu og bestu ferða-
helgi ársins. BSI býður upp á
ferðir í Þjórsárdal á föstudag-
inn klukkan fjögur, hálfsjö og
níu um kvöldið fyrir sex hundr-
uð kall. Þá verða tvær ferðir
farnar á laugardag klukkan tvö
og svo níu um kvöldið. Farið
verður til baka á mánudag
klukkan tíu um morguninn.
Þá geta bindindismenn náð
rútunni upp í Galtalækjarskóg
á föstudagskvöldið klukkan
hálf níu og á laugardag klukk-
an hálf tvö fyrir aðeins 600
krónur. Til baka á sunnudag
klukkan fjögur og mánudag
um eitt- og fjögurleytið.
Rútubílarnir frá BSÍ fara
bara sínar venj ulegu ferðir upp
í Þórsmörk fyrir 1100 kall á
manninn á föstudag klukkan
8.30 og 20.00 (þarf að panta)
og á laugardag klukkan hálf
níu. Farið tilbakaúrÞórsmörk
klukkan hálf fjögur alla dag-
ana.
Húsafellsunnendur geta að
sjálfsögðu fengið eitt stykki
sætaferð á sinn uppáhaldsúti-
legustað á föstudag klukkan
hálf sjö og til baka á sunnudag
klukkan þrjú fyrir litlar 600
krónur.
Sennilegast verður einnig boð-
ið upp á ferðir á hátíðina,
Borgarfjörður ’85, sem er í
Reykholtsdal, en ekki í Atla-
vík eða á Laugar. Þangað er of
langt. Líklegast verður ekkert
boðið upp á ferðir frá BSÍ í
Vatnaskóg, að því er best var
vitað þegar blaðamaður ræddi
þau mál við þá BSÍ-menn.
Uppselt, uppselt
Þetta er þó ekki eini ferða-
mátinn á hátíðir um helgina.
Það verður nefnilega fjöl-
menni í Herjólfsdal í Vest-
mannaeyjum eins og alltaf um
þessa helgi. Þangað geta menn
farið alls kyns pakkaferðum,
sem BSÍ og Ferðaskrifstofa
svo komist í bæinn aftur á
sunnudag klukkan korter fyrir
níu, þrjú og sex og korter yfir
tíu. Éinfalt og gott mál.
Hins vegar eru öllu fleiri
ferðir úr Vestmannaeyjum á
mánudag; sú fyrsta klukkan
korter fyrir níu ( íyrir þá sem
rísa snemma úr rekkju), korter
yfir ellefu, 12.45,14.15,15.00,
15.45, 17.45 og ferðin fram og
til baka og inn á svæðið kostar
3.500.
Galtalækjarskógur:
Brúðubíllinn j heimsókn
■ Þaö ætla allir vímuefna-
lausir í Galtalækjarskóginn
Ekkertslor
í Atlavík
■ Gamli bítillinn Paul
McCartney og núverandi
stjarna í bresku hljóm-
sveitinni Wings þáði
reyndar ekki boð ÚÍA um
að koma á Atlavíkurhátíð-
ina um vcrslunarmanna-
helgina en hátíðin verður
nú lialdin samt. Og það er
aldrei að vita nema ein-
hver poppstjarna utan úr
heimi rekist þangað, fram-
kvæmdastjóri UÍA sagði
ncfnilcga að þeir myndu
halda áfram að þreifa á
liðinu í skemmtanabrans-
anuin úti.
Fyrir tvö þúsund kall fá
gestir Atlavíkur að hlýða
á hljómsveitina Fásinnu,
Stuömenn, HLH-flokk-
inn, Megas, Halla, Ladda
og Björgvin og auk þess
sem frjálsar íþróttir verða
á svæðinu, fjölskyldudag-
skrá, varðeldur, flugelda-
sýning og þannig mætti
lengi telja. Það verður
ekkert slor í Atlavík um
verslunarmannahelgina.
um verslunarmannahelgina.
Þetta verður 25. bindindis-
mótið sem er haldið þar og
vegna þess og í tilefni árs
æskunnar ætla aðstandendur
mótsins að gera allt fyrir ungl-
inga svo þeir skemmti sér
sem allra best.
Tveir dansleikir verða
föstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld, annar í
tjaldi og hinn á palli. Hljóm-
sveitirnar Nátthrafnar og
Special treatment leika þar
fyrir dansi en auk þess koma
hljómsveitirnar No time, Qu-
adro og Gypsy fram á hátíð-
inni.
Dagskrá laugardags og
sunnudags er miðuð við alla
aldurshópa. Það verður reið-
hjólakeppni, ökuleikni sýnd,
brúðubíllinn kemur í heim-
sókn, varðeldur, flugeldasýn-
ing, kvölddagskráin, verður í
umsjón leikaranna Jörundar
Guðmundssonar, Pálnta
Gestssonar, Arnar Árnason-
ar og Guðmundar Ólafsson-
ar. Sönghópurinn Sedrus 5
kemur fram og þá er fátt eitt
talið. Jafnframt þessu verður
tívolí rekið yfir mótsdagana.
Mótsgjaldið verður 1.200
krónur fyrir einstaklinginn
nema á föstudagskvöldið en
þá kostar 1.000 krónur fyrir
13-16 ára krakka. Frítt fyrir
tólf ára og yngri.
Gaukur var
merkismaður
■ Gaukur nokkur Trandils-
son átti eitt sinn heima á Stöng
í Þjórsárdal. Gaukur þessi var
sannkallaður merkismaður
eins og títt var um höfðingja af
hans ætt og því er það ekki að
ástæðulausu sem Héraðssam-
bandið Skarphéðinn nefnir
samkomu sína í Þjórsárdalnum
um verslunarmannahelgina
ávallt „Gaukurinn“.
Hljómsveitirnar Kaktus og
Lótus leika fyrir gesti Gauks á
hvor á sínum hljómsveitarpall-
inum föstudags-, laugardags-
og sunnudagskvöld. Þá ætti
músíkina ekki að skorta á dag-
inn því tvö diskótek verða á
fullu frá hádegi og fram á
kvöld.
Hann Jón Páll ætlar svo að
heimsækja liðið á sunnudag
auk þess sem Magnús Þór
Sigmundsson kynnir nýju
plötuna sína og tekur undir
með honum Jóhanni okkar
Helgasyni söngvara. Þá verða
tölur haldnar og Kizaflokkur-
inn sýnir bardagalist svo eitt-
hvað sé nefnt af atburðum kom-
andi helgar. Mótsgjaldið verð-
ur 1.400 fyrir allan tímann.
■ Þessi ungi piltur er af
holdi og blóði (þó hugsan-
lega sé það blandað ein-
hverju alkóhóli) og var á
útiskemmtun í Þjórsárdál
um hvítasunnuhelgi fyrir
ekki löngu síðan. Hann
lítur út fyrir að hafa
skemmt sér vel og hressi-
lega.