NT - 07.08.1985, Blaðsíða 1

NT - 07.08.1985, Blaðsíða 1
u'MMNEWS. SUMMARYIN ENGUSH í\SEEP.21ÍT¥l Varnarliðsflutningarnir: Lausn í sjónmáli Steingrímur Hermannsson staðfestir frétt NT um að flutn- ingarnir verði boðnir út á frjálsum markaði ■ í dag ræðir Geir Hallgríms- son, utanríkisráðherra, við Edward Derwinski, háttsettan mann í Bandaríska utanríkis- ráðunéytinu um deilu þjóðanna um flutningana fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Eins og kunnugt er þá yfirtók banda- ríska skipafélagið Rainbow Navigation þessa flutninga með tilvísun til gamalla bandarískra laga um að bandarískir aðilar hafi forgang á alla flutninga fyrir bandaríska herinn. Derwinski mun vera með til- boð til íslensku ríkisstjórnarinn- ar, um að flutningarnir verði boðnir út á frjálsum ntarkaði, eins og NT greindi frá s.l. laug- ardag. NT ræddi við Steingrím Her- mannsson, forsætisráðherra, í gær og sagðist hann gera sér mjög ákveðnar vonir um að lausn -fengist á þessu máli á næstu dögum. „Okkar megin- krafa hefur verið að varnarliðs- flutningarnir verði boðnir út á frjálsu.m markaði og að þeir sem bjóða hagstæðustu flutn- ingana fái þú.“ Steingrímur sagðist ekki álíta að tollskoðunin á varningnum til varnarliðsins hefði haft áhrif á þessa stefnubreytingu Banda- ríkjastjórnar. Sagði hann að tillagan hefði verið kornin fram áður en að til tollskoðunarinnar kom. „Við höfum rætt þetta mál lengi og mig grunar að flotamálaráðuneytið hafi talið að þessir flutningar væru of dýrir." Að sögn Steingríms Her- mannssonar, þá eru ákvæði í bandarískum lögum, sem heimila hernurn að leita eftir hagkvæmari tilboðum séu flutn- ingarnir taldir of dýrir. Það þarf því enga lagabreytingu til að koma til móts við kröfu íslend- inga. Ölvaðir ökumenn ■ Níutíu og einn ökumaður var tekinn vegna gruns um ölv- un við akstur um verslunar- mannahélgina. Áberandi mest var um ölvaða ökumenn í um- dæmi lögreglunnar í Árnes- sýslu, en þar voru 34 ökumenn færðir til blóðsýnitöku, eftir að öndunarpróf hafði sýnt að við- komandi hafði innbyrt áfengi. Jón Guðmundsson varðstjóri í lögreglunni í Árnessýslu sagði að þetta væri svipað og undan- farin ár um verslunarmanna- helgar. Hann sagði að mikið af þessum ökumönnum hefði hreinlega dottið í hendurnar á þeim. „Við fengum tilkynningar frá fólki, og síðan var talsvert um eftirlit með ölvunarakstri í grennd við bæði mótsstaði og þar sem fólk var samankomið.“ Lögreglan á Egilsstöðum hafði afskipti af átta manns sem grunaðir eru um ölvun. Þá voru sautján blóðsýni sem lögregla á ■ höfuðborgarsvæðinu tók úr ökumönnum. Fimm ökumenn voru teknir í Hafnarfirði og Borgarnesi. Annarsstaðar á landinu voru teknir færri ökumenn, og víðast hvar enginn. Pá var það athygl- isvert að einungis einn ökumað- ur var tekinn á Akureyri, þrátt fyrir mikla umferð. Þegar 91 maður er tekinn vaknar spurningin hversu marg- ir sleppa. Jón Guðmundsson á Selfossi sagði: „Það fer hrollur um mig þegar ég hugsa um alla þá sem aka slompaðir." ■Mörg hundruð Reykvíkingar fleyttu kertum á Reykjavíkurtjörn í fyrrakvöld klukkan 23.15 en á því augnabliki fyrir 40 árum var kjarnorkusprengju varpað á japönsku borgina Hiroshima. NT-ffl»nd: Suerrir- Bjór tekinn af ferðamanni: „Ég vil fara eft- ir lögum“ - segir deildarstjóri tollgæslunnar ■ „Við búum í Gög og Gokke þjóðfélagi þar sem ráð- herrar geta gefið út reglugerðir sem brjóta í bága við landslög," sagði Kristján Pét- ursson, deildarstjóri tollgæsl- unnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hann tók bjór af ferða- manni í gær. Ferðamaðurinn flutti bjórinn til landsins sam- kvæmt reglugerð sem Sighvat- ur Björgvinsson þáverandi fjármálaráðherra gaf út. Kristján sagðist þrásinnis' hafa mótmælt þessari reglu- gerð og sagði aðgerðirnar í gær endapunktinn á mótmæl- um sínum. Hann sagði að urn prófmál væri að ræða og því hafi einungis verið tekinn bjór af einum manni. Aðspurður sagðist Kristján kannast við manninn, sem er starfsmaður fríhafnarinnar, en þó sagðist hann hafa valið manninn af handahófi. Kristján kærði manninn fyr- ir ólöglegan innflutning á áfengu öli. Siðleysi á útihátíðum: Fíkniefni, þjófnaðir og kynferðisafbrot fylgifiskar verslunarmannahelgarinnar ■ Fimm nauðgunarkærur, lík- amsárásir, þar sem mönnum var misþyrmt með kylfum og hnefum, fíkniefnasalar sem buðu vöru sína hverjum sem vildi, fullorðnir karlmenn sem nýttu sér meðvitundarleysi ofur- ölvi kvenna og skipulagðir þjófnaðir úr tjöldum var hluti þess sem kom inn á borð hjá lögreglu á Egilsstöðum á meðan útihátíðin í Atlavík stóð yfir. Björn Halldórsson varðstjóri í lögreglunni á Egilsstöðum sagði í samtali við NT að fólk yrði að velta því fyrir sér hvort þetta fyrirkomulag á útihátíð væri það sem hentaði. „Siðferði var á andskoti láguplani. Lög- reglumenn urðu vitni að því að fólk hafði samfarir á víðavangi fyrir framan hundruði manna. Pá var nokkrum sinnum sem karlmenn voru stöðvaðir, þegar þeir voru að káfa á meðvitund- arlitlum stúlkum sökum ölvun- ar.“ Björn sagði að því stærri sem hátíðirnar yrðu, því meira væri um ofbeldi og þjófnaði. Hann vildi taka það fram að hann teldi Atlavík ekki hafa neina sérstöðu meðal útihátíða af því tagi sem væru nú haldnar um hverja verslunarmanna- helgi. „Það verður að vekja fólk til umhugsunar um það sem fer fram á þessum hátíðum," sagði Björn. Tveir menn voru handteknir fyrir dreifingu á fíkniefnum. Þá var lagt hald á eitthvert magn af hassi og einnig fundust pípur og vogir. „Það er ekki rjóminn af ís- lendingum sem sækir þessar há- tíðir. Menn koma til þess að svala hvötum sínum hverjar svo sem þær eru. Ég myndi ekki leyfa mínum börnum að sækja hátíð af þessu tagi,“ sagði Björn. Hafnarfjörður: Hljóðkútur á laugina ■ Nú er verið að vinna að því að setja hljóðdeyfingu á Sundhöli Hafnarfjarðar. Ástæðan er sú að hávaðinn í lauginni er talinn geta skaðað heyrn starfsfólksins, sem verður að dveljast þarna frá morgni til kvölds. Það voru sundkennararnir sem heimtuðu að hljóðmæl- ingar yrðu gerðar árið 1983 og var brugðist við því í jarnúar 1984. Þegar mæling- in var gerð voru „12 ungling- ar í háværum leik í sundlaug- inni“ eins og segir í skýrslu frá verkfræðistofu Annar, sem sá um mælinguna. Reyndust hljóðstigin vera 80-90 dB, en talið er mjög óæskilegt að hljóðstigin verði hærri en 85 dB. Reiknaður meðaltals ómtími var 2,9 sek. en samkvæmt sænskum normum er mælt með að hann fari ekki yfir 1,2 sek- úndur. Á veggi sundhallarinnar verða settar þjappaðar gler- ullarplötur með hljóðgleypi- yfirborði. Þetta eru sænskar plötur og er hægt að fá þær í mörgum litum. Er ætlunin að reyna að leika sér að litunum. Áætlaður kostnaður við þetta verk er 500 þúsund krónur.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.