NT - 07.08.1985, Blaðsíða 14
Sjónvarp kl. 20.35:
Trúarbrögð í
Kyrrahafslöndum
Miðvikudagur 7. ágúst 1985 14
■ Þeir Mikael Lamb og Owen Kane flýja einstrengingslegt líf Hcirnilisins á írlandi til London.
Þar reka þeir sig á skuggahliðar stórborgarlífsins.
Ný framhaldssaga
„LAMB“ eftir
Bernard MacLaverty
dag kl. 14 hefst í útvarpi
lestur nýrrar frmahaldssögu.
Það er sagan „Lamb“ eftir
Bernard MacLaverty í þýðingu
Erlings Halldórssonar og les
hann sjálfur þýðingu sína.
Bernard MacLaverty fædd-
ist í Belfast 1942. Hann starf-
aði um tíu ára skcið sem
meinatæknir við læknadeildina
í Queen's University í Belfast.
Þá flutti hann til Edinborgar
og hóf kennSlu sem hann
stundar enn þann dag í dag
Bernard MacLaverty fékk
verðlaun hjá Scottish Arts Co-
uncil Book Avvard árið 1977.
Efni sögunnar er á þessa
leið: A höfða sem skagar út í
Atlantshafið á norðanverðu
írlandi stendur Heimilið, fyrir
syni hinna snauðu í borgunum.
Það er rekið af reglubræðrum
innan kaþólsku kirkjunnar, og
forstöðumaðurinn, bróðir
Benedikt, telur hlutverk þess
að kcnna drengjunum dálítið
um Guð en mikið um ótta.
Einum af yngri bræðrunum,
Mikael Lamb, þykir mjög að
sér kreppt og eygir litla von um
árangur. Þegar hann erfir álit-
lega fjárhæð eftir fööur sinn
strýkur hann og tekur með sér
tólf ára gamlan dreng, Owen
Kane. Þeir flýja til London.
Útvarp Eireann talar um
mannrán, og lögreglan hefur
þegar leit, en þeir félagar njóta
lífsins í London. Mikael álítur
að eina leiðin til að bjarga
Owen sé að forða honum frá
því aðþrengda lífi sem hefur
verið hlutskipti hans til þess;
Hann leitast við að uppfyll
allar hans óskir, þó af var;
semi. Þeir hegða sér eins o
faðir og sonur, og einbeita sé
að því að skapa hvor öðrum þ
hamingju sem þeir hafa farið
mis.
En freistingar Owens er
margar, vellíðanin er hans ein
keppikefli, og Mikael stendu
ekki traustum fótum. Smán
saman þrengist hringurinn
tíminn líður frá þeim o:
peningarnir ganga til þurrðar
Þegar Mikael sér hve hann e
auðveld bráð eiturlyfjaprang
ara sér liann að engin mála
miðlun er til, og hann velur þ;
leið sem sannarlega ber um
hyggju hans vitni.
Maður er nefndur
Sigurbjörn Þorkelsson
■ í kvöld kl. 20.35* verður
sýndur í sjónvarpi 5. þáttur
myndaflokksins Kyrrahafs-
lönd og ber hann heitið Guð
hefur ótal andlit.
Eins og nærri má geta eru
trúarbrögð fjölskrúðug í hin-
um fjölbreytilegu löndum, sem
liggja að Kyrrahafi. Og það er
sömuleiðis augljóst mál, að
þar er rekiö trúboð af ýmsu
tagi og hefur verið gert lengi.
í Austurlöndum fjær er t.d.
rekin útvarpsstöð þar sem
fagnaðarerindið er boðað á 60
tungumálum. Það eru heittrú-
uð evangelisk kirkjusamtök
sem að þessum útvarpssend-
ingum standa, og þcim erbeint
víða um Kyrrahafið.
Þá er rakið trúboð á Nýju-
Gíneu og lýst áhrifum trúboð-
anna á ýmsum sviðum. Sam-
liiða er ýmsurn siöum eyja-
skeggja lýst. scm lítið ciga
skylt viö kristni!
Á Samóa er starfandi öflugt
trúboð mormóna, eins og
reyndar víðar um Kyrrahafs-
lönd, og fá sjónvarpsáhoi i'end-
ur að sjá árangur starfs þeirra
þar.
Búddhatrú á mikil ítök í
íbúum Kyrrahafslanda. Innan
þeirra trúarbragða eru ýmsir
flokkar sem iðka sín eigin
afbrigði af búddhatrú og er þar
deilt um hreinleika trúarinnar
ekki síöur en meðal kristinna
manna. 1 Suður-Kóreu er ein-
mitt fjölmennur flokkur sem
aðhyllist sérstakt afbrigði
búddhatrúar, sem fær þá um-
sögn aö hún sé ekki „hrein"
búddhatrú.
Þá víkur sögunni til Banda-
ríkjanna. í ríkinu Oregon hef-
ur Indverji nokkur safnað um
sig allstórum söfnuði, sem hef-
ur stofnað sitt eigið bæjarfélag.
Þar ægir saman ólíku fólki
víða að, sem helst virðist eiga
það sameiginlegt að vera á
flótta undan margvíslegum
vandamálum lífs 20. aldarinn-
ar. Þareraðfinnat.d.gyðinga,
kristna menn, múhameðstrú-
armenn.hindúa, allt sem nöfn-
um tjáir að nefna, og er erfitt
að finna eitt samheiti yfir þau
trúarbrögð sem þetta fólk
iðkar. Þau eru nánast eins og
deigla ntargra þekktra trúar-
bragaða.
Þýðandi og þulur er Óskar
Ingimarsson.
■ Búddhamunkur í hofi í Shanghai.
■ í kvöld kl. 22.30 verður
dreginn fram úr safni sjón-
varpsins þátturinn Maður er
nefndur Sigurbjörn Þorkelsson
sem áður var sýndur 1970.
Þar ræðir Sverrir Þórðarson
við kempuna Sigurbjörn Þor-
kelsson, sem kenndur var við
verslunina Vísi, en hann var
einn af þeim Reykvíkingum
sem um langt árabil settu svip
á bæinn.
Sigurbjörn var fæddur 25.
ágúst 1885 og því ekki langt í
100 ára afmælið. Mestan hluta
ævinnar vann hann verslunar-
störf, þar af lengst við eigin
verslun, Vísi á Laugavegi 1.
En Sigurbjörn var kunnur
fyrir fleira. Hann tók mikinn
þátt í félagsmálum, var. t.d.
einn af stofnendum KFUM
1899, einn af stofnendum
Skilnaðarfélags íslands 1903,
einn af stofnendum stjórn-
málafélagsins Landvarnar
1903, einn af stofnendum
Ferðafélagsins Hvats 1906,
einn af stofnendum vikublaðs-
ins Bjarma 1906, einn af stofn-
endum ÍR 1907, einn af stofn-
endum stjórnmálafélagsins
Sjálfstjórnar (eldra) 1909, einn
af stofnendum stjórnmálafé-
lagsins Sjálfstjórnar 1917. Af
þessari upptalningu má sjá að
Sigurbjörn Iét snemma víða til
sín taka og er þó engan veginn
allt tínt til.
Sigurbjörn lét að sér kveða í
■ Sigurbjörn Þorkelsson í
Vísi lét víða til sín taka í
lifanda lífi.
bindindismálum og var t.d.
einn af stofnendum stúkunnar
Drafnar nr. 55, og í stjórnmál-
um hafði hann mjög eindregn-
ar skoðanir. Þannig var hann
einn af stofnendum stjórn-
málafélagsins Varðar og
gekkst fyrir stofnun Heimdall-
ar. Hann var einn af stofnend-
um Kristilegs bókmenntafé-
lags, meðal stofnenda Félags
matvörukaupmanna og Gíde-
onfélagsins. Auk allra áður-
nefndra félaga, sem hann starf-
aði mikið í, sat hann í ýmsum
nefndum og ráðum. Sigur-
björn er látinn fyrir nokkrum
árum.
Sjónvarp kl. 22.30:
Miðvikudagur
7. ágúst
07.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Morgunútvarpið. 7.20 Leikfimi. Til-
kynningar
7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur
Siguröar G. Tómassonar frá kvöld-
inu áöur
8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá.
8.15 Veöurtregnir Morgunorð -
Vilborg Schram talar.
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barnanna:
„Matthias" eftir Barbro Lind-
gren Sigríöur Siguröardóttir les
þýöingu sína (3).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugreinar dagblaðanna (útdr.)
Tónleikar.
10.45 Islenskar skáldkonur - Drifa
Viðar Umsjón Margrét Blöndal og
Sigríður Pétursdóttir. RURAK
11.15 Morguntónleikar Tónlist eftir
Marcello, Mozarl og Beethoven.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar
12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 Inn og út um qluggann
Umsión: Heiödis Noröfjörö RÚVAK
13.40 Létt lög
14.00 „Lamb“ eftir Bernard Mac-
Laverty Erlingur E. Halldórsson
byrjar lestur þýöingar sinnar.
14.30 Islensk tónlist a. Sellókonsert
eftir Jón Nordal. Erling Blöndal
Bengtson leikur meö Sinfóniu-
hljómsveit Islands; Jean-Pierre
Jacquillat stjórnar. b. „Ulisse Rit-
orno“, sellókonsert eftir Þorkel Sig-
urbjörnsson. Hafliöi Hallgrímsson
og Sinfóníuhljómsveit islands
leika; Guðmundur Emilsson
stjórnar.
15.15 Staður og stund - Þóröur
Kárason. RÚVAK.
15.40 Tilkynningar. Tónleikar
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir
16.20 Popphólfið - Bryndís Jóns-
dóttir.
17.00 Fréttir á ensku.
17.05 Barnaútvarpið Stjórnandi:
Ragnheiöur Gyöa Jónsdóttir.
17.45 Síðdegisútvarp - Sverrir
Gauti Diego. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins
19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Tilkynning-
ar
Málræktarþáttur Ólafur Oddsson
flytur.
20.00 Sprotar Þættir af unglingum
fyrr og nú. Umsjón: Símon Jón
Jóhannsson og Þórdís Mósesdótt-
ir
20.40 Sumartónleikar í Skálholti
Laurence Dreyfus og Ketil Haugs-
and leika Sónötu eftir Jóhann Se-
bastian Bach á víólu da gamba og
sembal.
21.30 Ebenezer Henderson á ferð
um ísland sumarið 1814 Fimmti
þáttur: Á leiö til Snæfellsness.
Umsjón: Tómas Einarsson. Lesari
með honum: Valtýr Óskarsson.
22.05 Tónleikar
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Svipmynd Þáttur Jónasar Jón-
assonar RÚVAK
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Miðvikudagur
7. ágúst
10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn-
andi: Kristján Sigurjónsson
14.00-15.00 Eftir tvö Stjórnandi: Jón
Axel Ólafsson
15.00-16.00 Nú er lag Gömul og ný
úrvalslög aö hætti hússins. Stjórn-
andi: Gunnar Salvarsson
16.00-17.00 Bræðingur Stjórnandi:
Eirikur Ingólfsson
17.00-18.00 Úr kvennabúrinu
Hljómlist flutt og/eða samin af
konum. Stjórandi: Andrea Jóns -
dóttir.
Þriggja mínútna fréttir sagðar
klukkan: 11.00,15.00,16.00 og 17.00
Miðvikudagur
7. ágúst
19.25 Aftanstund Barnaþáttur með
innlendu og erlendu efni. í sögu-
horni segir Kristin Steinsdóttir
söguna um Pylsurnar tíu i þýö-
ingu Vilbergs Júlíussonar. Kanín-
an með köflóttu eyrun, Dæmi-
sögur og nýr teiknimyndaflokkur
frá Tékkóslóvakiu, Maður er
manns gaman, um vinina Hlyn og
Hlunk.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Kyrrahafslönd (The New
Pacific). 5. Guð hefur ótal andlit.
Breskur heimildamyndaflokkur í
átta þáttum. í Kyrrahafslöndum
tiökast margvisleg trúarbrögö.
Kristnir trúboöar ýmissa safnaöa
vinna þar mikiö starf og verða hin
austrænu trúarbrögð fyrir áhrifum
vestrænna siða. Þýöandi og þulur:
Óskar Ingimarsson.
21.40 Dallas. Erfðaskrá Jocks
Bandarískur framhaldsmynda-
flokkur. Þýöandi: Björn Baldurs-
son.
23.30 Úr safni sjónvarpsins. Maður
er nefndur Sigurbjörn Þorkels-
son Sverrir Þórðarson ræöir við
Sigurbjörn Þorkelsson í Vísi. Áður
á dagskrá 25. ágúst 1970.
23.10 Fréttir i dagskrárlok.