NT - 07.08.1985, Blaðsíða 7

NT - 07.08.1985, Blaðsíða 7
Tónleikar í Skálholti ■ Skálholtstónleikar halda áfram um hverja heigi, til dýrö- ar Bach, Handel og Scarlatti. Um síðustu helgi, 27. og 28. júlí, voru flutt Goldberg-til- brigði Bachs fyrir sembaf, og þrjár sónötur hans fyrir gömbu, eða víólu da gamba. Norðmaðurinn Ketil Jaugsand lék á sembalinn, en Banda- ríkjamaðurinn Laurence Dreyfus á gömbu. Báðir eru mikilsvirtir listamenn, hvor á sínu sviði. Goldberg-tilbrigðin þykja meðal meiri háttar verka Bachs, og ein hin mestu og flóknustu tilbrigði sem tónlist- arsagan getur um. Ekki eru þau samt tilbrigði um stef í venjulegri merkingu, heldur öllu fremur 30 smáverk, sem öll byggjast á sömu hljómaröð - bassinn tengir þau saman. Sú saga fylgir þessu mikla verki, að Keyserlingk greifi, sem var sendiherra Rússa í Dresden, hafi átt við svefnleysi að stríða og goldið Bach gullbikar fyllt- an 100 gullpeningum fyrir að semja handa sér næturljóð. En það áttu að vera blíðleg og skemmtileg lög sem sembalisti hans, Johann Gottlieb Goldberg, gæti spilað fyrir hann á nóttunni. Nýjustu rann- sóknir fræðimanna á þessum punkti benda þó til að saga þessi sé næsta grunsamleg, og að Bach kunni að hafa samið Goldberg-tilbrigðin handa ei- lífðinni en ekki handa Keyserl- ingk greifa. Meðal annars er það talið, að á útgáfunni er engin tiieinkun, og að Gold- berg var aðeins 14 eða 15 ára þegar tilbrigðin voru prentuð 1741 eða 42. í Goldberg-tilbrigðunum eru faldar ýmsar rímþrautir, sem sumar má heyra en aðrar iiggja fremur í byggingu verksins. Verkið hefst með aríu, grunnstefi, en síðan koma tilbrigðin 30, og loks „bítur það í sporð sér“ eins og segir í tónleikaskrá, og lokast með upphafsaríunni endurtek- inni. Óriðja hvert tilbrigði er kanón, keðjusöngur, og er í hinum fyrsta tekið undir í ein- und, öðrum í tvíund, o.s.frv. upp í niund. En kunnugirsegja að við hverja heyrn uppgötvi heyrandinn nýja dýpt. Goldberg-tilbrigðin eru samin fyrir sembal með tveim- ur hljómborðum, en eru oft leikin á píanó. Þannig lék Úr- súla Ingólfsson þau í Austur- bæjarbíói fyrir nokkrum árum. Þótt Ketil Haugsand flytti þau að ýmsu leyti vel, einkum seinni hlutann, virtist afstaða hans til verksins fremur kæru- leysisleg og ekki þaulhugsuð. T.d. virtust endurtekningar ráðast helst af því hvort illa hafði tekist í fyrra sinnið. Á síðari hluta tónleikanna fluttu þeir Dreyfus og Haugs- and heildarverk Bachs fyrir gömbu og sembal, þrjár sónöt- ur. Viola da gamba þýðir eigin- lega leggfiðla, en gamba er ítalska fyrir fótlegg. Hún er heldur minni en knéfiðla, hefur 7 strengi, og bönd á leggnum eins og gítar. Eina nútíma- hljóðfærið sem eftir lifir af hinni stóru gömbufjölskyldu er kontrabassinn. Vegna þess hve stutt tónbil er milli strengj- anna er fremur auðvelt að spila hljóma á viola da gamba - miklu auðveldara en á kné- fiðlu - en þetta notfærir Bach sér tæplega í sónötum sínum fyrir hljóðfærið, þar spilar vi- ola da gamba alltaf einradda. Laurence Dreyfus er mjög fínn spilari, með mjúkan og falleg- an tón og fima fingur, og samspil þeirra var með ágæt- um. Enda eru þeir víst að undirbúa plötu-upptöku, en kunnugir segja að þessar són- ötur séu ekki til nema með lágfiðlu eða knéfiðlu. Um næstu helgi'spilar Elina Mustonen sembalvcrk eftir Bach, Hándel og Scarlatti. Sigurður Steinþórsson. með besta móti vega þess að gosdrykkir voru eingöngu seld- ir þar í plastumbúðum og því færri handbærar flöskur til að brjóta en endranær. Svona fer öllu fram. „Stóráfallalaus umferð“ seg- ir í frétt um allan bílaakstur- inn. Að vísu urðu árekstrar og útafkeyrslur hér og hvar og fólk skrámaðist og brotnaði og var flutt á slysavarðstofur og sjúkrahús, en ekki svo að orð sé á gerandi. Ökumenn voru prúðir og tillitssamir að vanda og í einu lögsagnarumdæmi voru ekki teknir nema eitthvað á þriðja tug bílstjóra sem grunaðir eru um að hafa ekið fullir. Árstlðaskipti og útsölur Um verslunarmannahelgina verða eins konar þáttaskil eða árstíðaskipti. Sumri er tekið að halla og framundan eru göngur, réttir og nýtt skólaár. Vikuna fyrir hátíðina miklu voru útsölur á tískufatnaði sumarsins, því það sem ekki gengur út fyrir ferðalögin á skemmtistaðina er orðið úrelt og önnur tíska komin í hennar stað að vori. Vonandi hafa margir því átt þess kost að galla sig upp fyrir hápunkt sumarsins, þótt fötin verði ekki notuð nema til að sýna sig í fjölmenninu á útisamkomun- Önnur þáttaskil verða einnig á markaðinum fyrir og eftir fyrstu helgina í ágúst. Verð- breytingar verða á bílum. Þeim sem ekki hefur tekist að selja bíla fyrir umferðarhátíðina verða nú að lækka á þeim prísana og rýmka kjörin því eftirspurnin minnkar að mun. Á þennan hátt hefur helgin sem kennd er við verslunar- menn enn nokkur áhrif á við- skiptin, þó ekki þau sem í upphafi var stefnt að. Þjóðhátíð að vanda í Eyjum halda þeir sína þjóðhátíð fyrstu helgina í ágúst eins og ekkert hafi í skorist og hlusta ekki á neitt rugl um verslunarmenn, enda er þjóð- hátíðin í Vestmannaeyjum enn eldri en frídagur verslunar- manna, en þar er haldið upp á að íslendingar fengu stjórnar- skrá fyrir 111 árum. Þjóðhátíðin er með nokkr- um öðrum brag en unglinga- skemmtanirnar uppi á landinu. Ungir sem aldnir Vestmanna- eyingar taka þátt í hátíðahöld- unum og fjölskyldurnar halda hópinn, er allir flytja sig í Hersjólfsdal og tjalda þar og elda. Svo hafa allir nokkra dægrastyttingu, hver við sitt hæfi. Krakkagaman Allar aðrar samkomur um þessa helgi eru sniðnar fyrir unglinga enda vart sóttar af þeim sem komnir eru af æsku- aldri. Hér er greinilegt kyn- slóðabil. Unglingarnir steðja um landið þvers og kruss til að samsafnast með jafnöldrum sínum í sól eða regni á ofboðs- lega auglýstum mótsstöðum, en þeir sem vaxnir eru úr grasi verða að láta sér nægja að skreppa út í guðsgræna náttúr- una eða sitja heima og hlusta á endaiausa umferðaþætti í út- varpinu, fréttir af stórfylliríum og heyra og sjá hvað Jón Sigurðsson sagði um verslun- ina. Verslunarmannahelgin er því sannarlega orðin unglinga- hátíð og kemur verslunar- mönnum ekkert við lengur, enda hafa þeir ekkert gert til að halda í frídag sinn sem eigin hátíðisdag, mega kannski ekki vera að því? Hvers vegna er þá verið að öilu umstanginu? Einhverjir hljóta að græða á því. Oddur Ólafsson Miðvikudagur 7. ágúst 1985 7 Malsvari frjálslyndls, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson Framkvstj.: Guömundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gislason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.t. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð i lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Askrift 360 kr. rn Einhliða „heimildarmyndir“ ■ Landsmenn fengu að kynnast nýjungunum í fjölmiðlastefnu íhaidsins í sjónvarpinu á mánudags- kvöldið. Sjálfstæðismenn hafa löngum klifað á því, að vinstri öflin í landinu reyndu með ýmsu móti að innræta almenningi stjórnmálaskoðanir og fullyrt, að engir nema vinstri menn myndu notfæra sér aðstöðu sína til slíks í lýðræðisþjóðfélagi. Pess vegna reyndu vinstri inenn að koma sér fyrir í kennarastöðum og í útvarpi og sjónvarpi og stunduðu þaðan iðju sína. Sjálfstæðismenn ráða nú lögum og lofum í yfir- stjórn menntamála og útvarpi og sjónvarpi. Á mánudagskvöldið mátti sjá enn eitt dæmi þess, sem koma skal. Þá var sýnd þar kvikmynd um verslun hér á landi í tilefni af frídegi verslunarmanna. Myndin bar heitið „Þegar verslunin er frjáls“. Hér er tekið undir það sjónarmið sem fram kom í myndinni, að sjálfstæði landsmanna grundvallast meðal annars á verslun í þeirra hendi, ekki í höndum útlendinga. Hvers konar verslunarhöft eru til trafala og hafa aldrei leitt af sér annað en spillingu. Myndin „Þegar verslunin er frjáls“ er hins vegar ekki „heimildarmynd“ eins og hún var kynnt í sjónvarpi og á sem slík ekki erindi inn í skólakerfi landsins eins og vísast er fyrirhugað. Myndin er tæknilega prýðilega gerð kvikmynd um innflutning og heildverslun og tollafgreiðslu og haiia hefði átt að kynna sem slíka. Samvinnufyrirtækin í landinu mynda saman stærsta fyrirtæki landsins og vinna að framleiðslu, inn- og útflutningi, útgerð, iðnaði, verslun og vöruflutningum. Aðalsmerki samvinnufyrirtækja hefur verið að efla innlendan iðnað og þannig styrkja sjálfstæði þjóðarinnar. í áðurnefndri „heimildarmynd“ var þess vandlega gætt að minnast hvergi á samvinnufyrirtæki eða vörur og vörumerki frá þeim. Flutningar voru með Eimskip og allur fiskur frá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna. Ahersla var lögð á að sýna erlendar vörur. Fyrir nokkru sýndi sjónvarpið kostulega mynd um Landsvirkjun. Þó sú stefna að sýna aðkeypt efni sé allra góðra gjalda verð, mega þetta ekki vera gagnrýnislausar, einhliða kynningarmyndir, allra síst ef þær eru kynntar sem „heimildarmyndir“. EftirVerslunar- mannahelgi Hér er ökumönnum, löggæslumönnum og Umferð- arráði óskað til hamingju með frammistöðuna um Verslunarmannahelgina. Pá er starfsmönnum út- varpsins hrósað hér fyrir líflega umfjöllun um umferðina og frísklega nýtingu á tækni. Löggæslu- menn við Atlavík hafa vakið athygli þjóðarinnar fyrir föst tök á ölvunarakstri og gefið fordæmi við gæslu á mótsstöðum í framtíðinni. Alltof margir ökumenn virðast þó hafa lagt af stað undir áhrifum áfengis og virðist seint verða hægt að kveða þann ósóma niður.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.