NT - 07.08.1985, Blaðsíða 5

NT - 07.08.1985, Blaðsíða 5
Tískuverslunin Fanný: Ábyrgist ekki skinn Neytendasamtökin áiíta hana bótaskylda því skinnið sé ónothæft í buxur ■ Þórunn Guðmundsdóttir keypti sér Ieðurbuxur í tískuversluninni Fannýju fyrir 8.500 krónur rétt fyrir síðustu jól. Um hálfu ári síðar brá svo við að buxurnar rifnuðu „á versta stað“ og Fanný Jónmundsdóttir eigandi verslunarinnar vill ekki bæta henni skaðann. Þess vegna er málið nú komið til Neytendasamtakanna. Neytendasamtökin hafa skrif- aö bréf til Fannýjar þar sem þau láta í ljós þá skoðun að henni beri að bæta tjónið. Pað sé álit samtakanna að skinnið sé fúið, eða jafnvel ónýtt, og ekki sé hægt að hafa það í buxum því þá reyni mjög mikið á það. Fanný Jónmundsdóttir hafði ekki fengið neytt bréf frá Neyt- endasamtökunum, þegar blaða- maður talaði við hana. Hún kvað það þó rétt að Þórunn hefði komið að máli við sig og sagðist hafa boðist til að láta gera við buxurnar fyrir hennar reikning, þó svo hálft ár væri liðið síðan þær voru keyptar. Verslunin gæti ekki tekið ábyrgð á skinni, það gæti engin verslun því skinnin væru mjög vandmeðfarin vara. Þá sagði Fanný: „Mér finnst að þáttur neytenda hér á landi sé of sterkur gagnvart til dæmis mér sem verslunareiganda. Ég hef oft verið of lin gagnvart neytendum því samkeppnin milli okkar verslunareigenda er svo hörð. Ég hef í of ríkum mæli lúffað í tilfellum, þar sem ég hefði átt að standa föst á rétti mínum.“ Leðrið í buxunum verður rannsakað nánar á næstu vikum og ef í ljós kemur að leðrið er gallað verður málið sótt af fyllstu hörku. Pað gæti jafnvel farið lagaleiðina ef Fanný sýnir engan samstarfsvilja. Ékkert mál á vegum Neytendasamtak- anna hefur fyrr farið fyrir dómstóla. Miðvikudagur 7. ágúst 1985 5 Svína-og alifuglabændur: Styðja aðgerðir fjármálaráðherra ráðherra við að framfylgja íslensk- um lögum sem banna innflutning á landbúnaðarvörum. Eitt skuli yfir alla ganga sem í þessu landi búa, hvort sem þeir séu íslending- ar eða útlendingar. Japaninn mjög hissa ■ „Japaninn var mjög hissa og sagðist ekki hafa átt von á þcssuþ sagði Ásgeir Jóhannsson forstjóri Innkaupastofnunar ríkisins þegar NT innti hann eftir viðbrögðum fulltrúans frá japanska fyrirtækinu sem seldi Innkaupastofnun rauðu álklæðninguna. Japaninn kom hingað til lands til að rannsaka skellur sem fundist hafa á klæðn- ingunni. „Hann fór aftur utan til að semja skýrslu um málið en niður- staðna vcrður ekki að vænta fyrr en um miðjan ágúst." Þegar NT innti Ásgeir cftir því hvort það væri rétt að klæðningin hefði komið helmingi þynnri til landsins en hún var pöntuð sagði að þetta hlyti að vera einhver misskilningur. „Menn voru hins vegar að velta því fyrir sér hvort málningin gæti verið misþykk og þess vegna hefði hún flagnað af. En Japaninn tók sýni og mun rannsaka þau í Japan." Fiskvinnslufólki í Skagafirði ekki tii setu boðið: Alls350tonnáland ■ Hálft fjórða hundrað tonn af fiski úr tveim togurum Út- gerðarfélags Skagfirðinga beið eftir fiskvinnslufólkinu þegar að aflokinni verslunarmannahelgi. Drangey landaði á Sauðárkróki á mánudag um 150 tonnum af þorski og löndun úr Hegranes- inu hófst í gærmorgun. Áætlað var að Hegranesið væri með milli 190-200 tonn af fiski, þar af um 40 tonn af þorski, en hitt ufsi og karfi. Að sögn tíðindamanns á Sauðárkróki hafa togararnir afl- að mjög vel í sumar. Bjargast hefur með starfsfólk. Inni í Skagafirði hefur í sumar verið sæmilegur handfæraafli, en fisk- ur hefur ekki fengist þar á færi síðustu 4-5 árin. ■ Buxurnar rifnuðu á versta stað - þar sem erfitt er að bæta þær. Leðrið verður rannsakað innan skamms og þá kemur í Ijós hvort skinnið er nothæft í buxur eða ekki. NT-mynd: Kóbcrt ■ „Þótt fengist hafi 2 mánaða greiðslufrestur á 50% grunngjald- inu (fóðurbætisgjaldinu)leysirþað engan vanda, heldur frestar hon- um aðeins til 1. nóvember n.k. Þess vegna er það skýlaus krafa að verði þeim 100 milljónum, sem gjald þetta á að afla ríkissjóði, náð þann 1. nóvember verði þaðþegar í stað lagt niður og jafnframt verði tryggt að slys sem þetta endurtaki sig ekki, þ.e. að inn á fjárlög fari tekjustofnar sem þessir." Þetta segir m.a. í yfirlýsingu frá stjórn- arformönnum fjögurra búgreinafé- laga í svína- og alifuglarækt. Þess er jafnframt krafist að uppgjöri á hinum gamla kjarnfóð- ursjóði verði ekki lokið nema með vitund og vilja þessara búgreinafé- laga, enda liggi fyrir loforð land- búnaðarráðherra þar að lútandi. Með því sé tryggt að einhvert fé verði endurgreitt til þessara bú- greina. Á hinn bóginn er lýst fullum stuðningi við aðgerðir fjármála- ■ Á myndinni sjáum við þá Vilhjálm Svan og Gunnlaug Ragnarsson en þeir hafa nýlega opnað nýtt veitingahús „Uppi & Niðri“ á Laugavegi 116. Nýtt veitingahús: „Uppi & Niðri“ býður í mat, dans og drykk ■ Nýr veitingastaður hefur lit- ið dagsins Ijós í höfuðborginni - veitingahúsið „Uppi & Niðri“ við Laugaveg 116 þar sem ungl- ingastaðurinn „Traffik" var áður til húsa. „Uppi", á jarðhæðinni er niatsalur, bar og eldhús, og þar verður opnað kl. 10 á morgn- ana. Boðið verður upp á mat allan daginn, steikur og sérrétti, og stefnt að því að þjónustan verði fyrsta flokks. Áldurstak- mark er 20 ár. „Niðri“ er í kjallaranum og þar eru diskótek óg barir sem verða opnir eftir kl. 23. í „Uppi & Niðri" verða ýmis konar uppákpmur, ýmist „Uppi eða Niðri". í hádeginu verður leikin hljómlist fyrir matargesti og einnig á kvöldin. Hægt er að panta fyrir hópa og taka frá borð. Eigendur „Uppi & Niðri“ eru veitingamennirnirVilhjálmur Svan og Gunn- laugur Ragnarsson. Selfoss: I Nýumferð- I arljós ■ Fyrstu umferðarljósin fyrir gangandi vegfarendur á Selfossi, ■ verða tekin í notkun í dag klukkan 14. Ljósin eru við Austurveg, rétt austan við gatnamót Austurvegar og Reynivalla. Rannsóknaráð ríkisins auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1985 Umsóknarfrestur er til 1. september næstkomandi. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðsins, Laugavegi 13, sími21320. Um styrkveitingar gilda m.a. eftirfarandi reglur: • Um styrk geta sótt einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki. • Styrkfé á árinu 1985 skal einkum verja til verkefna á nýjum og álitlegum tæknisviðum. Sérstök áhersla skal lögð á - fiskeldi - upplýsinga- og tölvutækni - líf- og lífefnatækni - nýtingu orku til nýrrar eða bættrar framleiðslu - undirstöðugreinar matvælatækni - framleiðni- og gæðaaukandi tækni • Mat á verkefnum sem sótt er um styrk til skal byggt á - líklegri gagnsemi verkefnis - gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróun atvinnugreina - möguleikum á hagnýtingu á niðurstöðum hér á landi - hæfni rannsóknamanna/ umsækjenda - líkindum á árangri • Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um, að - samvinna stofnana eða fyrirtækja og stofnana er mikilvægur þáttur í framkvæmd verkefnisins - fyrirtæki leggja umtalsverða fjármuni af mörkum - líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri til hagnýtingar í atvinnulífi. Þó er einnig heimilt að styrkja verkefni sem mið að langframa uppbyggingu á færni á tilteknum sviðum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.