NT - 28.08.1985, Síða 8
Malsvari frjalslyndis.
samvinnu og felagshyggju
Útgefandi: Njtiminn h.f.
Ritstj Helgi Pétursson
Framkvstj: Guðmundur Karlsson
Auglýsingastj: Steingrimur Gislason
Innblaössti Oddur Ólalsson
Skrilstofur: Siöumúli 15, Reykjavik
Simi: 686300. Auglysmgasimi: 18300
Kvöldsimar: Áskrilt og dreifing 686300. ritstjórn
686392 og 687695. iþrottir 686495. tæknideild
686538.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaöaprent h.f.
Kvöldsimar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Askrift 360 kr.
Af hverju má
ekki fara
að lögum?
■ Hið óháða flokksblað Sjálfstæðisfiokksins,
Morgunblaðið er á miklum villigötum þessa dagana.
Blaðið leitar daglega með logandi ljósi að rökum sem
varið gætu þá hugmynd nokkurra áhrifamanna innan
flokksins og nátengdum blaðinu að best væri, að við
settum á laggirnar eigin her. Nokkrir af helstu
ráðgjöfum utanríkisráðherra og aðstoðarritstjóri
Morgunblaðsins eru miklir áhugamcnn um hertækni
og einkennisbúninga og sumir hvcrjir skólaðir í
faginu, eins og td. framkvæmdastjóri Sjálfstæðis-
flokksins, Kjartan Gunnarsson. Svo mikil er blinda
þessara manna, að þeir vilja helst ganga á gerða
samninga við Bandaríkin um þessi mál og þann anda,
scm iiggur þar að baki, gcfa alls kyns afslætti á
ákvæðum samninganna og hvetja til þess, að íslend-
ingar sjálfir taki að sér það hlutverk, sem Bandaríkja-
mönnum er ætlað samkvæmt þcim samningi, seni við
þá var gcröur og ekki er vitað til, að íslendingar vilji
upp til hópa breyta. Kappið er svo mikið, að
utanríkisráðherra og menn hans sjá ekkert athuga-
vert við það, að lög um gin- og klaufaveiki frá 1928
séu þverbrotin, þrátt fyrir nægilegt framboð af
landbúnaðarvörum innanlands.
Kappið er svo mikið, að nú heitir það að hjá
Eimskipafélagi íslands „hafi gætt tilhneigingar til
þess að gera út á varnarliðsflutningana“, einsogsegir
í óháða flokksblaðinu í gær.
Kappið er svo mikið, að þessir menn telja sér til
tekna og til marks um þverrandi bein áhrif varnar-
liðsins á íslenskt efnahagslíf, að íslendingar muni
starfa við ratsjárstöðvarnarsem reisa á. Þvert á móti,
mætti segja, því laun íslendinganna verða greidd af _
sameiginlegum sjóðum NATO.
Og kappið er svo mikið, að Albert Guðmundsson,
fjármálaráðherra, er farinn að skrifa grcinar í óháða
flokksblaðið. Hann bendir á grundvallaratriðið í
þessu máli, að það megi furðu gegna, el' ekki sé
samstaða um það innan Sjálfstæðisflokksins, að eftir
undirrituðum varnarsamningi sé farið í öllum atrið-
um og hann túlkaður með hagsmuni íslensku þjóðar-
innar í huga. Það er einmitt mergurinn málsins:
Hvers vegna vill Morgunblaðið og herforingjaklíkan
í kringum Geir Hallgrímsson ekki að farið sé að
lögum í þessu máli og girt fyrir alla möguleika á því
að hingað berist sýktar kjötvörur? Málið er ofur
einfalt og tilraun Morgunblaðsins til þess að snúa
málinu upp í citthvað annað mun ekki heppnast. Við
hinir Islendingarnir erum fullfærir um að eiga
viðskipti við varnarliðið í samræmi við þessi ákvæði
laga og erum ckkert feimnir að bjóða því landbúnað-
arvörur okkar, rétt eins og á öðrum erlendum
markaði væri. Svo vill til, að þessi markaður er nú
fyrir hendi, vegna þess, að við getum annað allri
eftirspurn frá honum, andstætt því sem áður var.
Ljóst er af skrifum Alberts Guðmundssonar, í
Morgunblaðið í gær, að nú er orðinn ágreiningur um
öll helstu atriði þjóðmála innan Sjálfstæðisflokksins.
Morgunblaðið hefur riðið á vaðið og fyrirskipað
öðrum flokksmönnum að haga sér samkvæmt línu
Geirs og Þorsteins í þessu máli.
Ljóst er, að stór hluti sjálfstæðismanna gerir það
ekki og skyldi engan undra. I
Miðvikudagur 28. ágúst 1985 8
Erlent yfirlit
Hefur Gorbachev tryggt
sér að hl jóta ekki
örlög Malenkovs?
■ Á þessu ári eru liöin þrjá-
tíu ár síöan Malenkov, sem
var taiinn niesti valdamaður
Sovétríkjanna fyrst cftir aö
Stalín féll frá, var steypt af
stóli. Staða hans fyrst eftir
fráfall Stalíns var ekki ósvipuð
stöðu Gorbachevs eftir að
liann kom til valda fyrr á þessu
ári. Af ýmsu mætti álykta, að
Gorbachev hafi kynntsérörlög
Malenkovs og því hagað sér á
annan veg.
Stalín var bæði forsætisráð-
herra og formaöur fram-
kvæmdanefndar Kommúnista-
flokksins, þegar hann féll frá.
Lcngi vel var hann aðeins for-
maður framkvæmdanefndar-
innar og beitti þeirri aðstöðu
til að tryggja sér völdin. Mo-
lotov var þá forsætisráðherra,
þótt forsætisráðherravaldið
væri raunverulega í höndum
Stalíns. Það þótti því ckki
mikil breyting, þegar Stalín
tók formlega við embætti for-
sætisráðherra. Stalín beitti því
þannig, að farið var að líta á
forsætisráðherraembættið sem
engu þýðingarminna en for-
mennskuna í framkvæmda-
nefndinni.
Við fráfall Stalíns var yfir-
leitt litið á Malenkov sem
nokkuð sjálfsagðan eftirmann
hans og þótti það rætast, þegar
han tók bæði við embætti for-
sætisráðherra og forntennsku í
framkvæmdanefnd flokksins
við fráfall Stalíns. Malenkov
mun því hafa talið stöðu sína
trausta og gætti þess ekki, að
hann átti andstæðinga í flokks-
stjórninni. Hann mat meira að
snúa sér að stjórn ríkisins og
hugðist koma þar fram ýmsum
breytingum til að bæta lífskjör-
in, sem höfðu lítið batnað eftir
styrjöldina.
Svetlana, dóttir Stalíns, seg-
ir að Malenkov hafi átt marga
öfundarmenn. Hann var um
skeið einkaritari Stalíns og
naut trausts hans. Svetlana tel-
ur hann hafa verið gáfaðastan
þeirra manna, sem þá áttu sæti
í framkvæmdanefndinni, þægi-
Malcnkov.
legastan og skemmtilegastan í
umgengni. Keppinautar hans
hafi óttast. að hann yrði
vinsæll.
Um það leyti sem Stalín féll
frá voru þeir Malenkov, Mo-
lotov og Beria, yfirmaður
KGB, taldir ráðamestir í fram-
kvæmdanefndinni. Einnig
vortt taldir áhrifamiklir Bulg-
anín marskálkur. fulltrúi hers-
ins í framkvæmdanefndinni,
og Kaganovitj iðnaðarmála-
ráðherra, sem hafði verið náinn
vinur Stalíns og fylgt fast þeirri
stefnu hans að láta þungaiðn-
aðinn hafa forgangsrétt og þó
fyrst og fremst hergagnafram-
leiðsluna.
Mikil tortryggni ríkti í garð
Beria, en óttast var að hann
notaði yfirráð sín í KGB til
þess að ryðja sér braut til
æðstu valda. Tortryggnin var
ekki minnst meðal hershöfð-
ingjanna, sem óttuðust að Ber-
ia væri að undirbúa hreinsun í
hernum. Talið er, að Bulganin
hafi átt mikinn þátt í þvt, að
Beria var óvænt lekinn hönd-
um og dæmdur til dauða.
Malenkov og Mikojan, sem
var helsti ráðgjafi hans, gerðu
sér vel Ijós hin bágu kjör, sem
voru hlutskipti alls almenn-
ings. Malenkov ákvað því að
víkja verulega frá stefnu
Stalíns. Dregið skyldi úr
þungaiðnaðinum og neysluiðn-
aðurinn aukinn. Þá fengu
bændur meira frjálsræði til að
auka eigin ræktun. Þetta mælt-
ist vel fyrir meðal almennings.
Hershöfðingjarnir voru liins
vegar á öðru máli. Þeir vildu
að haldið yrði áfram að efla
þungaiðnaðinn og að efla varn-
ir landsins.
MALENKOV virðist ekki
hafa gert sér Ijóst hversu öflug
andspyrna hershöfðingjanna
var og bandamanna þeirra í
framkvæmdanefndinni, en
þegar til kom reyndist Krus-
tjov í hópi þeirra, en honum
Þórarinn
Þórarinsson
skrifar:
mun Malenkov hafa treyst. Ef
Malenkov hefði gert sér þetta
ljóst, hefði hann byrjað á því
að tryggja sér öruggan meiri-
hluta í framkvæmdastjórninni.
Andstæðingar Malenkovs
gengu hins vegar ekki hreint til
verks. Þeir fengu það sam-
þykkt í framkvæmdanefndinni
í september 1953, að það væri
ofvaxið einum manni að vera
bæði framkvæmdastjóri nefnd-
arinnar og forsætisráðherra.
Malenkov taldi sig geta betur
fylgt fram stefnu sinni, ef hann
héldi forsætisráðherra-
embætti, en eftirléti manni,
sem hann treysti, Krustjov,
framkvæmdastjóraembættið.
Það kom brátt í Ijós, að hér
hafði Malenkov teflt illa af sér.
Andstæðingar hans hertu
Stalín.
Davíð og refsifangar
■ Það eru margir sem hafa
talið Davíð Oddssyni það til
ágætis að vera hreinskilinn
tnaður. Þá yfirleitt sé hægt að
deila um þýflíkt og annað eins,
leikur enginn vafi á því að
afskipti borgarstjóra af um-
kvörtunum Teigahverfisíbúa,
vegna húss Verndar, eru þess
eðlis að um hreina og beina
opinberun er að ræða. Með
tilboði sínu um að láta Reykja-
víkurborg yfirtaka Laugateig
19, þannig að Vernd fái annars
staðar inni fyrir starfsemi sína,
hefur Davíð óvart viðurkennt
það sem margir í „flokki allra
stétta" hafa hugsað en ekki
sagt. Sumsé, að þaö séu til
ólíkar „kategoríur" af borgur-
úm. og þá jafnframt að gæða-
flokkun eigi viö Itverfi. eins og
annað.
Svallveislur
eiginhagsmuna
og fordóma
Rökstudd eða óþörf hræðsla
íbúa við sérstakt nábýli er ckki
ný af nálinni, og oft hafa
mótmælin ekki borið upphafs-
mönnum þeirra fagurt vitni.
Það minnast þess t.d. sjálfsagt
margir að fyrir nokkru reyndu
íbúar í Laugarásnum að fá því
framgengt að heimili fyrir
geðsjuka yrði ekki opnað á
þcim slóðum. Hverfinu skyldi
haldið hrcinu. Nú er það svo
Laugateigurinn. En það sem
gerir þessa síðustu uppákomu
sérstæða, eru einstæð afskipti
borgarstjóra af niálinu. í þeim
svallveislum eiginhagsmuna og
fordóma sem einstakir hópar
Reykvíkinga hafa efnt til, hafa
fyrirrennarar Davíðs gætt þess
vel að láta ekki bendla sig um
of við einhvers konar félags-
lega apartheid-stefnu. En nei.
nú skyldi sýna röggsemi. Þegar
átti að „redda málunum" var
þess ekki gætt að björgunin
varð þess valdandi að bjarg-
vætturinn afhjúpaðisig illilega.
Tilboð Davíðs fólst í því að