NT - 28.08.1985, Blaðsíða 13

NT - 28.08.1985, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 28. ágúst 1985 iafy rirsa itar Brin ikley gengu í hjónabandið með pomp og prakt auglýsingasamkoma cins og oft vill verða þegar Irægt fólk er að gifta sig. Billy Joel er 35 ára og Christ- ie er 31 og þau höfðu bæði verið gift áður. Pau hittust fyrir tveimur árurn á eyju í Karabískahafinu. Þá var Billy að ná sér eftir skilnaðinn við Elizabeth fyrri konu sína, sem einnig var umboðsmaður hans, og Christie hafði farið þangað suður í sólina til að láta huggast eftir lát vinar síns. I fyrstu virtust þau eiga fátt sameigin- legt, Billy hafði alist upp í skuggahverfi í New York, ver- ið boxari og síðan söngvari með popp-hljómsveit, en hún er uppalin í fínu úthverfi borg- arinnar og hefur verið kölluð „fína fyrirsætan1'-. Þau löðuðust þó hvort að öðru, og Billy gerði um hana eitt besta lag sitt „Uptown Girl" (Stúlkan úrfína hverfinu - eða eitthvað í þeim dúr). Þessi giftingarathöfn fór fram í mars s.l. og nú hafa hjónin líst því yfir að þau eigi von á barni, og segjast mjög hamingjusöm yfir því. „Ég vildi helst eignast mörg börn - eignast stóra fjölskyldu!" sagði Billy Joel. Líklega mega aðdá- endur hans eiga vona á vöggu- söngvum og barnalögum frá honum á næstunni. ■ „Við eigum víst bæði að skera brúðartertuna,“ segir brúðguminn. ■ Christe með foreldrum sín- um - já, þetta er móðir hennar en ekki systir! ■ Þegar söngvarinn Billy Joel og fyrirsætan Christie Brinkley giftu sig var mikið um að vera. Vígslan fór fram um borð í fínni snekkju, sem tekin hafði verið á leigu fyrir athöfn- ina og var siglt um höfn New York borgar á meðan þessar frægu persónur lofuðu að elska og virða hvor aðra alla ævi. Gestir voru nærri 200 talsins, en meðal þeirra sáust fá þekkt andlit, því að „þetta var fyrst og fremst fjölskyldu- og vina- fagnaður," sagði Christie, og gaf í skyn að þetta væri engin Dynasty-stjarnan Emma Samms féll af hestbaki og slasaðist ■ Frá Los Angeles barst sú frétt í Reuterskeyti um mán- aðamótin, að kvikmynda- leikkonan Emma Samms hefði fallið af hestbaki og slasast töluvert. Emrna Samms er 24 ára bresk kvikmyndaleikkona, sem kom til Bandaríkjanna fyrir 3-4 árum og vann sér strax mikla frægð þar í landi fyrir leik sinn í vinsælum sjónvarpsþáttum, svo sem „General Hospital" og „Dynasty". Hún er af leik- húsfólki komin, og var mamma hennar sólódansari við Konunglega ballettinn í London og Emma þótti einn- ig efnileg í dansinum. Þó kom svo að hún hætti æfing- um í ballettskólanum, því að meiðsli koniu í veg fyrir að hún gæti búist við að verða atvinnumanneskja í dansi. Þá sneri hún sér að fyrirsætu- störfum um tíma, en hélt áfram námi í leikskóla og fékk fljótlega góð tækifæri til að láta ljós sitt skína á því sviði. Freistandi tilboð frá Am- eríku varð til þess að hún fór yfir hafið og þar gekk henni allt í haginn. Stóru hlutverk- in í vinsælustu sjónvarpsþátt- unum biðu eftir þessari ungu bresku leikkonu. Emma Samms var einmitt að leika Fallon Carrington Colby í Dynasty-þætti, þegar það óhapp vildi til að hestur hennar snarstoppaði og henti leikkonunni fram af sér. Hún hlaut bæði skurði, skrámur ■ Emma Samms þykir ein fallegasta leikkona sem komið hcfur fram á síðari árum. Vonandi hefur hún ekki hlotið slæm andlitsmeiðsli við fallið. og mar, en eftir athugun á spítala var tilkynnt, að hún hefði þó ekki beinbrotnað, og var búist við að hún jafnaði sig eftir nokkurra daga dvöl á spítala. Emrna Samrns er rneð vinsælustu leikurunum í Dynasty og hún hefur verið ráðin til að leika í „Dynasty II: The Colbys" sern á að taka upp seinna á þessu ári. Andrew prins á Ascot-veðreiðunum ■ Andrew prins f Bretlandi vekur alltaf athygli hvar scm hann fer, og ekki brá út af þeirri venju þegar hann mætti nýlega á Ascot-veð- reiðarnar með unga óþekkta stúlku sér vió hlið. Þau leidd- ust um allt, bæði um áhorf- endasvæðið og út á hlaupa- brautina, þar sem þau heils- uöu upp á knapa, starfsmenn og jafnvei hesta. Prinsinn er nýkominn heim út langri sjó- ferð scm liösforingi á freigát- unni „Brazen" og var kátur yfir að vera kominn á veð- reiðarnar með sæta stelpu upp á arminn, Mikið var ptskrað og hvísl- að er prinsinn fór ásamt dömu sinni í hina konung- legu áhorfendastúku þarsem þeim . var vel fagnað. Þau settust svo hjá drottningu og fjölskyldunni og heyröu nær- staddir að drottning bauð ungu stúlkunni til veislu í Windsorhöll um kvöldið. Unga stúlkan heitir Sarah Ferguson og er dóttir Rons Ferguson, sem cr yfirum- sjónarmaöur með póló-hest- um hirðarinnar. Stúlkan er 24 ára og er sagt að þau Sarah og Andrew hafi þekkst frá barnæsku vegria starfa föður hennar viö hiröina. Fólk scm fylgdist með unga parinu á veðreiðunum var því að bollaleggja hvort þarna væri um að ræða nýtt ævintýri hins kvenholla prins eða aðeins kunningsskap frá æs'kuárunum. Var stúlkan nýr „flammi“ eða æskuvinkona? ■ Andrew príns og Sarab Ferguson í Ascot-veAreiðunum 13 1

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.