NT


NT - 28.08.1985, Side 14

NT - 28.08.1985, Side 14
Miðvikudagur 28. ágúst 1985 14 Auglýsing um aðalskipulag Reykjahlíðar við Mývatn 1985-2005 Samkvæmt 17. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að aðalskipulagi Reykjahlíðar við Mývatn 1985-2005. Skipulagstillaga þessi nær yfir núverandi byggð og fyrirhugaða byggð á skipulags- tímabilinu. Tillaga að aðalskipulagi Reykjahlíðar ásamt greinargerð, liggur frammi á skrifstofum hreppsins að Múlavegi 2 frá 15. sept. til 1. nóv. 1985 á venjulegum skrifstofutíma. Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skila til sveitarstjóra Skútustaðahrepps fyrir 15. nóvember 1985 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Skipulagsstjóri ríkisins TOLLSKÝRSLUR - VERÐÚTREIKNINGAR Tek að mér tollskýrslugerð, verðútreikning, bókhald og vélritun. Vönduð vinna - gott verð. □□□□□□□□CG zccnoaaacxj znrnnnrjDnn □□□□ ,□□□□ Steinunn Björk Birgisdóttir, Skeifan 8, sími 38555 frá kl. 9-13. Skólastjóra vantar við Grunnskólann á Þingeyri, skólaárið 1985-86. Upplýsingar hjá formanni skólanefndarTóm- asi Jónssyni í síma 94-8155 og Hallgrími Sveinssyni skólastjóra í síma 94-8260. Vestfirðir - kjördæmisþing - Vestfirðir Kjðrdæmisþing framsóknarmanna í Vestfjarðarkjördæmi verður haldið í félagsheimilinu á Bíldudal og hefst kl. 18,00 föstudaginn 6. september. Framsóknarfélögin eru hvött til að kjósa sem fyrst fulltrúa á kjördæmisþingið. Stjórnin Strandamenn Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í ^ 'V helduralmennan stjórnmálafund I félagsheimilinu Hólmavík fimmtudaginn 5. september, kl. 21,00. Allir velkomnir. Lausar stöður Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið auglýsir lausar stöður heilsugæslulækna á eftirfarandi stöðum: 1. H1 Þórshöfn 2. H1 Þingeyri 3. H1 Grundarfjörður 4. H1 Grindavík 5. H1 Kirkjubæjarkl. lausnúþegar lausnúþegar lausnúþegar lausnúþegar lausl.des. 1985 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Uppeldisfræði ■ Með þessum nýju þáttum, sem tjalla eiga um uppeldisfræði, er ætlunin að koma á framfæri ýmsum kenningum sem á sveimi eru um þau mál. Það verður þó að gefa sér hverju sinni að það eru kenningar sein undirritaöur telur sig geta aðhyllst, og telur að geti orðið lesendum þáttanna að nokkru gagni. Fyrstu þættirnir veröa einhverskonar umþenkingar um þessi mál á hreiðuin grundvelli, eru þeir að uppistööu efni er við Kagnhildur Ingibergsdóttir, yfirlæknir höfum velt á milli skrifborða okkar fram og aftur undanfarin ár. Er hún því ekki minni höfundur þeirra en ég. Höfum við áður unnið saman við t.d. þýðingu bókarinnar „Ráð sem duga,“ sem ísafold gaf út. Hvað er svo uppeldisfræði? Ég vil leyfa mér að svara því með annarri spurningu. Eru það ekki vísindin um atferli mannsins? Þessa hluti mun ég ræða betur, síðar í þessum þáttum. Enginn er fullkominn og barnið okkar verður það ekki heldur Foreldrar vilja börnum sínum allt þaö besta og ætlast til aö barnið þeirra nái langt í lífinu, helst þannig að þau beri af öörum börnum, barnið mitt á að standa sig vel. Feðúrnir von- ast til að það standi sig a.m.k. eins vel og þcir sjálfir. helst betur. Enginn okkar veit í raun hvernig á að ná þessu marki og enginn þekkir ráð við öllum vandamálum bernskunar né veit með vissu hvernig hægt er að hjálpa barni til að ná sem mest- um þroska. Við getum lítið gert annað en að rýna í eigin reynslu, kynna okkur reynslu annarra og reyna að skilja eins vel og okkur er unnt starfsemi mannshugans, hvernig eðlilegt barn þroskast, hvaða þættir hafa áhrif á þroska þess bæði jákvæðir og neikvæðir og hvernig hægt sé að vinna sem best að áframhaldandi þroska barnsins, hvernig hægt sé að samhæfa getu okkar og reyna að ná sem bestum árangri. Við ætlum að forðast mistök for- eldra okkar þó svo að okkur verði eitthvað á í sambandi við uppeldið sem þeim tókst að forðast. Enginn er fullkominn og barnið okkar verður það heldur ekki. Hvernig á að þroska barn tilfinningalega Persónulei.ki barns og greind eru meðfædd en mótast líka af uppeldi og umhverfi. Persónu- þroski og greindarþroski fara saman svo og almennur þroski yfirleitt t.d. er eðlilegt að 2-3 ára barn hangi í móður sinni og vilji ekki fara frá henni en með aldrinum minnkar þessi innri þörf þannig að barnið getur farið ánægt í skólann sé þroski þess eðlilegur. Seinþroska börn munu eiga erfiðara með að þola aðskilnaðinn. Flest eðlileg börn eru fyrirferðarmikil en vaxa frá þessari hegðun með aldrinum og verða rólegri, börn sem eru seinþroska eru tætingssöm og fyrirferðarmikil miklu lengur en hin. Börn láta í Ijósóánægju miklu fyrr en ánægju, þau gráta áður en þau hlæja, þau læra að segja nei áður en þau segja já. Því betur sem við. þekkjum og skiljum andlegan þroska barnsins þeim mun léttara er að stuðla að sem mestum framför- um hjá því. Grundvallaratriði er að þekkja t'rumþarfir barns- ins um ást og öryggi, líkamlega heilsu og vellíðan, kærleiksríka ögun, vera barninu góð fyrir- mynd og skilja vaxandi þörf þess fyrir sjálfstæði. Líkamleg- ur-, tilfinningalegur- og greind- arþroski eru nátengdir. Barnið mun ekki ná hámarksgreindar- þroska nema þörfum þess sé vel sinnt bæði líkamlegum og til- finningalegum. Sigurður H. Þorsteinsson skólastjóri Minnirag Gunnar Njálsson fyrrum bóndi að Suður-Bár, Grundarfirði Fæddur 2. febrúar 1901 Dáinn 6. júlí 1985 Fyrrverandi sveitungi minn og mágur, Gunnar Njálsson frá Suður-Bár er látinn. Hann andaðist á Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi eftir nokkra legu þar þann 6. júlí s.l. á 84. aldursári. - Útför hans var gerð frá hinni fögru Grundarfjarðar- kirkju þar sem mynd af Kristi er í anddyri og breiðir blessandi faðm sinn á móti kirkjugestum og býður þeim að ganga fagn- andi í hús föður síns. - Það er hugnæm aðkoma í þeirri kirkju, sem ég hygg að láti fáa, sem þar ganga um dyr, ósnortna. - Sóknarpresturinn, séra Jón Þor- steínssoajarðsöng og flutti hug- næma útfararræðu yfir hinum látna sómamanni þar sem hann brá upp í látleysi sönnum dráttum úr lífi og störfum hins látna vinar, sem þar var kvaddur hinstu kveðju af ástvinum. frændum og fjölmörgum vinum og sveitungum sínum og öðrum, sem til hans þekktu og heiðruðu minningu hans með því að fylgja honum síðasta spölinn til grafar. - Lík hans var lagt til hinstu hvildar í Setbergskirkjugarði við hlið látinnar eiginkonu lians. Nú voru þau aftur saman hlið við lilið eftir nokkurn aðskilnað. Þau höfðu verið samhent í lífi og starfi meðan þau nutu sam- vista í þeirra jaróneska lífi. Nú geymir sama moldin líkama þeirra beggja í friði og ró grafar- innar, en andi þeirra er komin til Guðs sem gaf hann. Dags- verki þeirra beggja var nú lokið. Því höfðu þau skilað með sóma. Góðar eigindir þeirra beggja geymast í afkomendum þeirra og bera þar ávöxt um ókomna tíma og í verkum þeirra þar sem þau höfðu lagt hendur að. Þeirra beggja er gott að minnast. Þau voru bæði góðir heimilisfeður og uppalendur. Afkomendur þeirra eru nær 60 á lífi. Þeir kveðja kæran föður, afa og langafa með þakklæti fyrir allt, sem hann hafði fyrir þá gert á meðan hans naut við. - Þar er margs að minnast og margs að sakna. En hér er að verki eðlilegt lögmál lífsins, að eitt sinn skal hver deyja, svo sem segir í hinunt fornu speki- málum; „Deyr fé. Deyja frændur. Deyr sjálfur hið sama. - En orðstí r deyr aldrei, þeim er sér góðan getur". - Þannig erum við minnt á, á látlausan hátt, að ekki sé sama hvernig við lifum lífi okkar. Þeim dómi þurfti Gunnar sálaði ekki að kvíða. Þegar ég nú við lát og útför Gunnars mágs mín lít til baka yfir langan og farinn veg kemur margt fram í huga mér frá liðn- um dögum og samvistarárum, sem ég freistast til að setja á þessi blöð, úr því ég hefi nú lagt í að minnast hans látins, og mér auðnast að standa ofar moldu við fráfall hans. Gunnar var fæddur á Kross- nesi í Árneshreppi á Ströndum 2. febrúar 1901, eins og áður er getið. Foreldrar hans voru, hjónin Margrét Þorleifsdóttir frt Egilsstöðum á Vatnsnesi og Njáll Guðmundsson, Pálssonar í Kjós í Árneshreppi. Þau Njáll og Margrét munu hafa kynnst er Njáll var við smíðanám hjá Konráð Jóhannssyni á Borð- eyri. Margrét var ein af afkom- endum Hjallalands - Helgu, sem nafnkunn var á sínni tíð fyrir skáldskap og fleira. Veit ég að margt ágætra manna á ætt sína að rekja til hennar. En það kann ég ekki að rekja nánar. Þau Njáll og Margrét voru í Kjós í húsmennsku hjá Guð- mundi föður Njáls fyrstu sam- vistarár sín. En árið 1900 fá þau ábúð á nokkurn hluta Krossness og flytja þangað og bjuggu þar til 1913. Þá fluttu þau til Sauðár- króks og voru þar í tvö ár. - Tvennt hygg ég að hafi valið þeirri ráóabreytni. Njáll var lærður smiður og stundaði það jafnhliða nokkrum búskap á Krossnesi. Að vera smiður í sveit á þeim tíma var ekki ábótavænlegt. Margir leituðu til smiðsins meðein ogönnurverk. Því fylgdu dvalir að heiman, en greiðsla ekki að sama skapi til búdrýginda. Mun Njáll hafa vænst meiri atvinnumöguleika í kauptúninu á Sauðárkróki á því sviði en í sinni heimabyggð. Hin ástæðan hygg ég að hafi verið sú, að Margrét var heilsutæp og frekar líkur á úrbótum í því efni þar en hér þar sem læknislaust var. - En ekki undu þau hag sínum þar lengi. Atvinnumögu- leikar Njáls munu ekki hafa orðið þeir sem hann hugði og ekki varð Margréti sú bót á heilsu sem hún hefur vænst. - Eftir tveggja ára dvöl á Sauðár- króki flytjast þau aftur heim í Árneshrepp. Fátæk voru þau þegar þau fluttust austur, en enn fátækari hygg ég að þau liafi verið þegar þeim skilaði heim aftur. Flutningarnir fram og aft- ur kostuðu sitt auk annars. Ef ég veit rétt hygg ég að þau hafi þá komið heim í óvissu um aðsetur og búsetu. Jarðnæði lá ekki á lausu og öll býli þröngt setin. Þó hygg ég að Guðmund- ur Pétursson í Ofeigsfirði, sem jafnframt var kaupfélagsstjóri á Norðurfirði hafi á einhvern hátt verið með í ráðum um þennan heimflutning þeirra. Minnist ég þess sem barn í Norðurfirði, að bændurnir í Norðurfirði skutu á ráðstefnu með Njáli nýkomnum heim. Þar varð það að ráði, að þeir seldu Njáli smá skika lands á svokölluðum Norðurfjarðar Mel þar sem mjótt er milli sjávar og sýkisins, sem er samansafn lækja sem renna úr hlíðum Norðurfjarðar. Njáll var öllum sem til hans þekktu au- fúsugestur og þá ekki síður næstu nágranna hans í Norðurfirði áður en hann flutti austur. Allir vildu greiða götu hans eftir getu, en getan var ekki mikil. Stuttu síðar var hafist handa um að byggja fjölskyldunni bústað á þessum litla skika. Varð það að ráði að Njáll byggði lítið steinhús, eina hæð með lágum kjallara undir. Það hús stendur enn og ber þess vitni hvað úr litlu var að spiia og þröngt um fjölskylduna. Húsið reis fljótt af grunni og fjölskyldan flutti í það síðsumars. Býlið nefndu þau Njálsstaði . Á meðan á því verki stóð fengu þau inni í húsum kaupfélagsins á Norður- firði. - Er mér það minnisstætt, þó ungur væri, að égog jafnaldr- ar mínir í Norurfirði tóicum þátt í þessari húsbyggingu með því aÓ bera möl og sand úr fjörunni, sem var skammt frá og rétta hönd eftir getu okkar við þessa byggingu. sem okkur fannst nýstárleg. Er þetta með fyrstu minningum mínum að hafa hafa unnið nokkuö til gagns, og við, þó liðlitlir værum, lögðum okk- ur fram eftir getu og með Ijúfu geði ,enda var gaman að vera í námunda við Njál og í verki með honum. - Að ég rek þetta nú kemur m.a. til af því að þetta er ein af mínum fyrstu og bestu bernskuminningum og þarna höfðum við eignast nýjan og góðan granna, sem gott var að eiga og njóta á margan hátt og undirbjó þau tengsl, sem síðar urðu giftudrjúg. Jafnframt smíðum ýmiskonar bæði hjá kaupfélaginu og sveit- ungunum kom Njáll upp nokkr- um kindum og síðar kú. Lagði hann rækt við litla blettinn sinn á gróðurlitlum Melnum svo hann gaf af sér heyfeng á við gott tún. Heyskap fyrir þær skepnur varð hann að sækja til annarra, einkum að Munaðar- nesi, en ekki var það auðveldur heyskapur. Þó smátt væri búið og örðugleikar margvíslegir undi fjölskyldan sér vel í þessu umhverfi og komst af svo að aldrei þurfti til annarra að leita um lífsbjörg og urðu þau fremur veitandi eftir að þau settust þar að. Heimili þeira var rómað fyrir þrifnað og snyrtimennsku. Bæði var að Njáll var að eðlils- fari mikið snyrtimenni og kona

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.