NT - 30.08.1985, Blaðsíða 3
Föstudagur 30. ágúst 1985 3
NORDEL þingar í Reykjavík:
Vettvangur upplýsingamiðlunar
- segir orkumálastjóri. Ný íslensk raforkuspá kynnt
■ „Nú á tímum eru upplýsing-
ar orðnar mjög verðmæt vara
og það er því til mikils að vinna
fyrir íslendinga að eiga aðild að
þessu samstarfi og fá þar með
aðgang að upplýsingum, sem
annars lægju ef til vill ekki á
lausu,“ sagði Jakob Björnsson
orkumálastjóri á blaðamanna-
fundi í gær vegna ársþings
NORDEL sem nú er haldið í
Reykjavík. NORDEL er nor-
ræn samtök raforkuframleið-
enda og eiga aðild að þeim
Noregur, Svíþjóð, Danmörk,
Finnland og ísland.
„Þessi mál horfa nokkuð öðru
vísi við okkur en hinum Norður-
löndunum. Pau hafa mikla sam-
tengingu sín í milli og má segja
að þeirra raforkukerfi sé ein
heild og þessi samhæfing er
alltaf að aukast. Af landfræði-
legum ástæðum er ísland utan
þessarar samtengingar og okkar
hagur af þessu samstarfi felst
fyrst og fremst í því að þar
höfum við vettvang til að afla
upplýsinga og koma upplýsing-
um frá okkur á framfæri. En við
erum nú fremur þiggjendur en
veitendur á þessu sviði eins og
fleirum í norrænu samstarfi.
Að sögn Jakobs snerust um-
ræður um ýmis tæknileg mál
auk þess sem skýrt var frá ýms-
um áætlunum á sviði raforku-
mála. Par ber e.t.v. hæst nýjan
sæstreng milli Svíþjóðar og
Finnlands og áætlanir Svía um
hvernig sú raforka, sem þeir
afla nú með kjarnorkuverum
verði leyst af hólmi, en Svíar
hafa ákveðið í kjölfar þjóðarat-
kvæðagreiðslu, að eftir 2010
verði engin raforka framleidd
með kjarnorku.
Ný raforkuspá íslendinga var
kynnt á þinginu, en Jakob vildi
ekki greina frá innihaldi hennar
en kvað hana verða kynnta
einhvern næstu daga.
En er samtenging landanna
fjögurra skýring á dýrari raf-
orku hér á landi en á hinum
Norðurlöndunuin? „Auðvitað
skapar hún ákveðið hagræði, en
það er hins vegar flókið mál og
margir þættir sem þarf að taka
til skoðunar ef á að svara þessari
spurningu," sagði Jakob
Björnsson.
■ Jón Stefánsson: Við Höfnina 1924. Á sýningu fjögurra frumherja eru 111 málverk
og nú fer hver að verða síðastur að sjá þessa einstæðu sýningu á verkum þessara
listamanna.
Sýningu fjögurra frum-
herja lýkur um helgina
■ Nú fer hver að verða
síðastur að sjá sýningu á
verkum fjögurra frum-
herja, þeirra Þórarins B.
Þorlákssonar, Ásgríms
Jónssonar, Jóhannesar S.
Kjarval og Jóns Stefáns-
sonar, en sýningunni sem
staðið hefur í Listasafni
íslands í sumar lýkur
sunnudaginn 1. septem-
ber.
Á sýningunni eru 111
málverk, öll í eigu
safnsins, það elsta frá
aldamótaárinu 1900 en
það yngsta frá árinu 1966.
Meðal þeirra eru margar
perlur íslenskrar málara-
listar sem hver og ein gerir
það vel þess virði
að eyða í safninu
dagstund.
Sýningin er opin dag-
legafrá kl. 13.30-16.00 og
lýkur eins og fyrr segir 1.
september.
Hraða-
takmark-
anir
■ Verið er að leggja bund-
ið slitlag á vegarkafla rétt
fyrirutan Borgarnes. Hraða-
takmarkanir hafa verið síð-
ustu daga. Lögreglan í Borg-
arnesi segir að mikil brögð
hafi verið að því að menn
hafi ekki virt takmarkanirn-
ar, og valdi það hættu á rúðu-
brotum. Það eru eindregin
tilmæli lögreglunnar í Borg-
arnesi að menn hlíti hraða-
takmörkunum.
Orgeltónleikar
í Kristskirkju
■ Björn Steinar Sólbergs-
son heldur orgeltónleika í
Kristskirkju sunnudaginn 1.
september kl 17.
Á efnisskránni verða þrír
samforleikir eftir J.S. Bach,
tríosónata nr. 5 í C-dúr eftir
J.S. Bach, Choral dorien og
Litanies eftir J. Alain og
Prelude et fugue le nom
d’Alain eftir M. Duruflé.
Söngglaðir
syngja í Skál-
holtskirkju
■ Hetur þu gaman at þvi að hlusta
á aðra syngja af blaði eða sjálf(ur)
að syngja hástöfum? Ef svo er,
hvernig væri þá að skella sér í
Skálholt um helgina á árlega „Söng-
daga“ í Skálholtskirkju?
„Söngdagar'1 eru nú haldnir í
áttunda sinn og þeir hefjast á föstu-
dagskvöldi 30. ágúst og halda áfram
allan laugardag og sunnudag. Hóp-
inn á „Söngdögum1' skipar fólk
sem hefur gaman af því að syngja af
blaði og hefur gaman af söng og
mun hópurinn syngja við messu í
kirkjunni kl. 14.00 hjá sóknarprest-
inum séra Guðmundi Óla Ólafssyni
og „Söngdögum“ lýkur með „tón-
leikum“ í kirkjunni kl. 17.00 og eru
allir velkomnir.
Verkefnin að þessu sinni verða
eftir Bach, Handel og Schútz en á
undanförnum árum hefur verið tek-
ist á við ýmis verkefni svo sem
Requiem eftir Faure, Pange Lingua
eftir Kodaly, Missa Brevis eftir
John Speight, Rejoice in the Lamb
eftir B. Britten auk fjölda smærri
verkefna af ýmsu tagi og þar
af þó nokkur eftir íslenska höfunda.
4ra dyra
Isuzu Trooper '86
Þægilegri og rúmbetri
en nokkru sinni fyrr.
Isuzu Pickup '86
með „Space Cab"
stórauknu rými fyrir
farþega og farangur,
Við bjóðum sérlega hagstæð greiðslukjör og tökum jafnvel
gamla bílinn upp í þann nýja!
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300
KL. 13.00 - 17.00 LAUGARDAG
KOMIÐ OG KYNNIST KRAFTMIKLUM NÝJUNGUM.
BiLVANGUR sf