NT - 30.08.1985, Blaðsíða 19
m
m
f
Föstudagur 30. ágúst 1985 19
NT-mynd Kóbert
■ Sæbjörn og Ormarr berjast um boltann í leiknum í gær. Hannes fylgist meö,
Islandsmótið 1. deild:
Naumt sloppið
- hjá ÍBK í Krikanum - Jöfnuðu í lokin
■ Keflvíkingar voru ekki
langt frá því að tapa alveg af
toppslag 1. deildar og FH-ingar
ekki langt frá því að bjarga sér
endanlega frá falli í 2. deild í
gær.
Pegar örfáar mínútur voru til
leiksloka í leik FH og ÍBK í
Kaplakrika þá skoraði Jón Erl-
ing Rangarsson mark fyrir FH
og ætluðu menn að það myndi
nægja til sigurs. Óli f>ór var ekki
á sama máli og hann jafnaði
með góðu skoti á næstu mínútu.
Allt var þó ekki úti enn og Jón
Erling fékk dauðafæri strax á
eftir er hann fékk frían skalla
inná markteig en hann fór beint
í hendur Porsteins markvarðar
og ÍBK slapp með skrekkinn.
FH stendur reyndar nokkuð vel
í deildinni eftir að hafa fengið
eitt stig en ÍBK á nú bara smá
möguleika á titli.
Leikurinn var fjörugur og
mikið um færi. Bæði liðin léku
nokkuð opinn leik. Mark Jóns
Erlings var sett upp af Inga
Birni en hann þvældi þá nokkra
Keflvíkinga og renndi boltanum
í átt að marki þar sem Jón kom
og rúllaði honum yfir línuna.
OÍi Pór fékk knöttinn við víta-
teigshorn og afgreiddi hann með
góðu skoti í netið - fallegt
mark. Jafntefli verða þó að
teljast sanngjörn úrslit í leikn-
um því sótt var mikið á báða
bóga. FH átti opnari færi en í
heild sanngjarnt.
I
HNOT'
SKURN
■ Opinn leikur með fullt af
sæmilegum færum. FH-ingar
óheppnir að halda ekki fengnum
hlut eftir markið en jafntefli þó
sanngjarnt. Mark FH gerði Jón
Erling Ragnarsson á 83. min en
Óli Þór Magnússon jafnaði strax
á eftir. Áhorfendur voru ekki
ýkja margir en veður gott. Magn-
ús Pálsson átti góðan leik hjá
FH svo og Halldór i markinu en
Valþór og Jón Kr. voru góðir hjá
ÍBK.
íslandsmótið 1 deild:
Jafntefli í
hörkuleik
- hjá KR og Fram og enn allt í hnút á toppnum
■ Tvö af efstu liðum 1. deildar KR og
Fram skvldu jöfn á KR-velli í gærkvöldi í
hörkuleik. Mikil barátta einkenndi leik-
inn sem var eins og allir aðrir leikir nú til
dags mjög mikilvægur fyrir bæði liðin.
Framarar þurftu að vinna til að standa
enn betur að vígi í deildinni og hefðu
reyndar verið komnir með aðra hönd á
titilinn ef þeir hcfðu sigrað. KR varð að
vinna til að eiga betri möguleika á titlinum
og hefðu skotist í efsta sæti dcildarinnar
með sigri en þar hafa þeir ekki verið í ein
10 ár. Hvorugt liðið gaf sig hinsvegar svo
jafntefli varð og þakka öll önnur lið í
deildinni fyrir það.
Framarar fengu óskastart í leiknum er
Pétur Ormslev snéri á rangstöðugildru
KR og skoraði með góðu skoti strax á 4.
mín. Staðan orðin 1-0 og kom þetta mark
sem köld vatnsgusa framan í KR-inga.
Peir sóttu þó í sig veðrið en færin í
leiknum voru heldur fá. Sterkar varnir.
í síðari hálfleik byrjuðu Framarar
betur en KR-ingar náðu þó að breyta
aðeins sínum leik með því að færa
Gunnar Gíslason fram á miðjuna úr
bakvarðarstöðunni og bar það árangur. A
65. mín. þá gaf Björn Rafnsson fyrir
markið og Gunnar kom aðeins við bolt-
ann sem fór til Ásbjarnar og hann stang- i
Fótbolti í Brasilíu:
aði knöttinn í netið af stuttu færi, 1-1, og
fögnuður mikill í vesturbænum. KR-ingar
voru sprækari um tíma eftir þetta en
síðan komu Framarar aftur inní myndina.
Leikurinn var síðan baráttuleikur og
þurfti Ragnar Örn að grípa til gula
spjaldsins við og við til að halda mönnum
í skefjum.
Bæði liðin spiluðu þennan leik á úlopnu
og var ekkert gefið eftir. Baráttan á
miðjunni var alsráðandi. Varnir liðanna
stóðu fyrir sínu og ef eitthvað var þá var
framlína Fram heldur frískari en sókn
KR-inga. Sanngjörn úrslit og staöan á
toppnum nánast óbreytt.
Sanngjörn úrslit i jöfnum baráttuleik.
Færin ekki ýkja mörg en mikid slegist á
miðjunni. Pétur Ormslev skoraði fyrir
Fram á 4. mín. en Ásbjörn Björnsson
jafnaði á 65. min. Ragnar örn dæmdi vel en
áhorfendur voru margir. Gunnar Gísalson
var góður hjá KR og Viðar Þorkelsson átti
mjög góðan leik hjá Fram svo og Örn
Valdimarsson sem kom inná.
Sex leikmenn eftir
■ Nýja liðið hans Paolo Roberto Falc-
ao, Brassans snjalla í knattspyrnunni,
Sao Paulo, vann heldur léttan sigur í leik
Staðan
Fram ................... 15 9 3 3 29 21 30
Vaiur................... 15 8 5 2 22-10 29
KR ......................15 8 4 3 30-21 28
Þór..................... 15 9 1 5 24-19 28
ÍA...................... 15 8 3 4 30-16 27
ÍBK..................... 15 8 2 5 25-16 26
FH ..................... 15 5 2 8 19-27 17
Víðir................... 15 3 3 9 16-32 12
Þróttur................. 15 3 2 10 15-28 11
Víkingur.................15 1 1 13 12-32 4
gegn Paulista í gær því undir lok leiksins
er staðan var 2-1 fyrir Paulo var fjórða og
fimmta leikmanni Paulista vikið af velli
og leiknum því hætt þar sem liðið hafði I
aðeins sex leikmenn á vellinum. Falcao |
sat uppí stúku og horfði á leikinn en hann :
mun spila með í næsta leik Sao Paulo.
■ Leikið var í HM unglinga i knatt-
spyrnu í gærkvöldi og urðu úrslit þessi:
Kólumbia-Túnis................... 2-1
Ungverjal.-Búlgaría.............. 1-1
Brasilia-SaudrArabia ............ 1-0
Spánn-írland .................... 4-2
Sovétr.-Kanada................... 5-0
Nígería-Ástralia.................. 3-2
Mexíkó-England .................. 1-0
Kína-Paraquay.................... 2-1
BRAUTRYÐJANDINN
| MYKJU-
R0TASPREADER
DREIFARIIMN
Gtobuse
Nú fáanlegur í tveim stærðum 3ja rúmmetra og
4,2 rúmmetra á stórum flotdekkjum.
Þessir fjölhæfu mykjudreifarar hafa verið seldir í áratugi á
íslandi, við sívaxandi vinsældir. Hann dreifir öllum tegundum
búfjáráburðar, jafnt lapþunnri mykju sem harðri skán.
Howard SPR. 1050 3 rúmm. kr. 98.200.-
Howard SPR. 1550 4,2 rúmm. kr. 114.100.-
(Gengi 22)8 ’85)
Til afgreiðslu strax á einstökum greiðslukjörum.
LÁGMÚLI 5, SlMI 81555