NT - 30.08.1985, Blaðsíða 24

NT - 30.08.1985, Blaðsíða 24
— Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónurfyrirhverja ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiðirtil bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íbróttir 686495 . — ____M Kröftug villibráð Fylgst með framleiðslu nýjunga hjá Afurðadeild Sambandsins ■ I banaboxinu er fénu slátrað á snöggan og sársaukalausan hátt, með sérstakri loftbyssu. Síðan hefst ferð skrokkana eftir færiböndum. ■ Þessa dagana stendur yfir sumarslátrun á sauðfé í Sláturhúsi Sambandsins í Borgarnesi. Þessi slátrun er jafnframt námskeið fyrir sláturhússtjóra hvaðanæva af landinu, þar sem þeim er m.a. kynnt nýjasta slátrunartækni. Venjuleg haustslátrun hefst svo um miðjan næsta mánuð og í kjölfar hennar svo og sumarslátruninnar mun Sambandið bjóða upp á nýjung undir nafninu „Kröftug villibráð“. ■ Síðasti hluti fláningarinnar. Að henni lokinni er skrokkurinn vandlega skolaður, áður en innyfli eru hreinsuð og skrokkurinn vigtaður og settur í flokk. Nýjungin felst í því, að yfir sláturtíðina verður neytendum boðið upp á nýtt og ófrosið kindakjöt sem komið verður í verslanir aðeins 48 klst. eftir slátrun, en þá hefur það hangið við hárrétt hita- og rakastig í hæfiíegan tíma. Pannig eru, að sögn for- svarsmanna búvörudeildar Sambandsins, tryggð full- komnustu bragðgæði og þá er kjötið best til neyslu. Boðið verður upp á nýja kjötið í sérstökum loftþéttum umbúð- um sem lengja geymsluþol þess verulega ef það er geymt við rétta kælingu. Einnig er hægt að velja um mun fleiri og smærri hluta dilksins en áður hefur tíðkast. Ef viðtökur verða góðar er líklegt að neyt- endum bjóðist þetta ferska kjöt aðra hluta ársins, t.d. um páska en ekki aðeins í kringum sláturtíðina á haustin. Blaðamönnum var nýlega boðið að fylgjast með sumar- slátruninni í Borgarnesi, en þar hefst ferð hinnar kröftugu villibráðar til neytenda. Dýrin fá ekki að sjá órlög hvert annars „Pað var ekki laust við að dálítill hrollur færi um blaða- mann NT, þegar hálfgerð feigðarlykt fyllti vitin er gengið var inn í vinnslusal sláturhúss- ins í Borgarnesi. Ekki batnaði það þegar íklæðst var hvítum sloppum og einhver sagði, „svona til að verja fötin fyrir blóðslettunum", það var a.m.k. erfitt að gera sér upp bros við þessu gríni. Skoðunarferðin hófst í svo- kallaðri fjárheimt, en þar er fénu safnað saman daginn fyrir aftöku og það látið bíða örlaga sinna yfir nótt, á fastandi maga. Að þessu sinni var held- ur tómlegt um að litast í fjár- heimtinni, enda mun minni starfsemi í gangi meðan á sumarslátrun stendur heldur en í haustslátruninni. En eins og áður sagði, þarna biðu nú aðeins 30-40 hnípnir dilkar í hóp, en einn og einn voru þeir leiddir inn í banaboxið, síðasta viðkomustaðinn. „Við leggjum mikla áherslu á að dýrin sjái ekki hvað fer fram í banaboxinu," sagði Gunnar Aðalsteinsson slátur- hússtjóri, þegar blaðamaður spurði hann hvort ókyrrð færð- ist ekki yfir féð þegar banaboxið nálgaðist, „og þetta gengur allt rólega fyrir sig, þær virðast ekki hafa nokkurn grun um hvað gengur á fyrr en of seint." Þegar í banaboxið er komið hlýtur féð skjótan og sársauka- lausan dauðdaga. Þar bíður þess boltabyssan, sem með einu skoti rekur tein inn í ennið á því, þannig að það deyr sam- stundis. Frá banaboxinu í krókótta leið færibanda Út úr banaboxinu er skrokk- unum velt yfir á svokallað blóðband, en þar eru þeir ■ Skrokkarnir eru fláðir í áföngum, þarna er þegar búið að hækka skrokkinn, en síðan er hann hengdur í svokallaða glennu, eins og sést á myndinni. skornir á háls og þeim látið blæða. Nú tóku ótal færibönd við og eiginlega var blóðbandið síðasti staðurinn þar sem ein- hverrar tilfinningasemi gætti hjá blaðamanni, fyrir honum voru skrokkarnir nú bara hreint og beint kjöt. Skrokkarnir færast svo upp frá blóðbandinu á krókum sem flytja þá upp á næstu hæð sláturhússins en þar tekur við vinnslan á þeim, þar sem hver maður hefur sitt verk. Fyrst eru þeir hæklaðir, þ.e. aftur- lappir skornar af, og fyrsta stig fláningar hefst. Síðan smám saman eru skrokkarnir verkað- ir, fláðir og snyrtir og loks tekin úr þeim innyflin. Mikil áhersla er lögð á hreinlæti í sláturhúsinu og þess er sérstak- lega vel gætt að halda öllum líkamshlutum saman sem lengst svo hægt sé að rekja sýkta eða mengaða parta til upprunalegs skrokks. Einnig ganga skrokkarnir í gegnum margar hieinsanir þar sem ullartægjur og fleira er vandlega skolað af þeim áður en þeir eru vigtaðir og settir í flokka. Kjótið komið í búðir á þriðja sólarhring efftir slátrun Eftir að kjötið hefur verið látið hanga nægilega lengi er það flutt í sérstökum gámum til Reykjavíkur í nýja pökkun- arstöð Afurðasölu Sambands- ins að Kirkjusandi, þar sem því er pakkað í áðurnefndar lofttæmdar umbúðir, eða sag- að niður og fryst, og er það þá tilbúið í verslanimar. Auk þessarar nýju pökkun- arstöðvar hefur verið sett upp aðstaða í Afurðasölunni byggð á nýjustu rannsóknum, sem gerir klei ft að þíða frosið kjöt við bestu aðstæður. í tengslum við þessar nýjungar í pökkun og meðferð lambakjöts og verk- lega námskeiðið í sumarslátr- un, er staddur hér á landi Nýsjálendingurinn David Jennings sem er sérfræðingur á þessu sviði. Var hann spurður að því hvort íslenskt kindakjöt væri mjög frábrugðið því nýsjá- lenska. „Já, það er hreinlega allt annað bragð af því en þessu sem við eigum að venjast á Nýja-Sjálandi, og ég held að íslenska kindakjötið sé ein- stakt í veröldinni íjtessu tilliti. Mér finnst íslenska kindakjöt- ið með þessu sérstaka bragði mjög gott, kannski má segja að maður sé að bragða á Is- landi sjálfu þegar það er borðað, enda gengur féð hér villt í íslensku högunum áður en það er leitt til slátrunar. Það er meiri fjöldaframleiðsla á mínum heimaslóðum og féð öðruvísi alið og geta má þess að á ári hverju er um 40 milljónum fjár slátrað þar en tæplega 800 þúsundum slátrað hér á landi. Munurinn er því býsna mikill," sagði David að lokum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.