NT


NT - 30.08.1985, Side 18

NT - 30.08.1985, Side 18
30. ágúst 1985 18 íþróttir Molar ■ Bikarmeistarar 1985 Valur. Þær voru sannarlega kampakátar Valsstúlkurnar eftir leikinn. Bikavkeppni kvenna í knattspyrnu - Úrslit: NT-mynd: Róbert Valur bikarmeistari í kvennaknattspyrnu eftir 1-0 sigur á ÍA. - Kristín Arnþórsdóttir skoraði markið ■ „Ég er ánægður með þenn- an sigur. Hann var naumur en sigur í bikarkeppni er alltaf sætur. Við siuppuin ineð skrekkinn stundum cn Erna var frábær í markinu,“ sagði Hörð- ur llilmarsson þjálfari Vals- stúlknanna eftir sætan sigur Vals í bikarkeppni kvenna í knatt- spyrnu á Valbjarnarvelli í gær- kvöldi. Það var Kristín Arn- þórsdóttir sem skoraði cina mark lciksins á 20. mínútu fyrri hállleiks. Valsstúlkurnar urðu þar með bikarmeistarar annað árið í röð en þær sigruðu IA cinnig í fyrra þá cftir frainleng- ingu og vítspyrnukcppni. Það voru Skagastúlkurnar sem voru aðgangsharðari til að byrja með og á fyrstu mínútu gerði Erna vel að verja lúmska iiornspyrnu frá Laufey Sigurð- ardóttur. Síðan komu Vals- stúlkurnar meira inní leikinn og var Kristín Arnþórsdóttir sér- lega iðin við að skapa usla í vörn Skagastúlknanna með hraða sínum og fylgni. Hún átti einmitt fyrsta færi Vals er hún rétt missti af stungusendingu. Kristín Aðalsteinsdóttir átti síð- an besta færi Skagastúlknanna í fyrri hálfleik er hún skaut mjög góðu skoti að marki er stefndi í bláhornið efst. Erna Lúðvíks- dóttir markvörður Vals var hins vegar ekki á því að hleypa þessum bolta í netið og henti sér uppí hornið og varði á stórglæsi- legan hátt. Síðan kom markið. Valsstúlkurnar höfðu átt hörku- sókn að ntarki en Vala í Skaga- ntarkinu náði að verja. Hún spyrnti síðan frá en boltinn fór beint til Evu Þórðardóttur sem sendi hann rakleiðis inná Krist- ínu Arnþórsdóttur sem af- greiddi tuðruná snyrtilega yfir Völu sem kont hlaupandi út úr markinu, 1-0 fyrir Val. Vals- stúlkurnar efldust við þetta og sóttu nokkuð næstu mínúturn- ar. Á síðustu mínútu fyrri hálf- leiks lék síðan Laufey Sigurðar- dóttir upp að endamörkum og gaf fyrir en Vanda klúðraði færinu fyrir Skagastúlkunum. Skagastúlkurnar sóttu síðan án afláts í síðari hálfleik en Erna Lúðvíksdóttir í marki Vals sá til þess að bikariqn lenti að Hlíðarenda. Hún varði stórvel hvað eftir annað en aldrei þó eins og á 20. mín er hún varði í þrígang í dauðafæri frá Laufey. Síðan fjaraði sókn Skagastúlkn- ana út og Kristín Arnþórsdóttir átti tvö sæmileg skot eftir góðan sprett. Valsliðið stóð fyrir sínu í þessum leik með Ernu, Kristínu og Guðrúnu sem bestu stúlkur. Skagaliðið olli vonbrigðum en voru þó óheppnar að ná ekki inn marki. ■ Leikiö var i Hollandi og Belgiu í íyrrakvöld og urðu úrslit sem hér segir: Holland Sparta-Maastricht 1-0 Twente-Az’67.............. 2-1 Ajax-PSV Eindhoven....... 2-4 Fortuna Sittard-Groningen. 2-1 Den Bosch-Venlo........... 4-0 Haarlem-Heracles ......... 5-2 Utrecht-Roda JC........... 2-0 Feyenoord-Ga Eagles ...... 5-0 Nec Nijmegen-Excelsior ... 0-1 Staða eístu liða: Utrecht ....... 4 3 1 0 7-2 7 Den Bosch .... 4 3 0 1 10-2 6 Feyenoord .... 4 3 0 1 11-3 6 PSV Eindh. ... 4 3 0 1 7-5 6 Groningen ... 4 2 1 1 5-25 Belgía: Mechelen-Lokeren.......... 0-0 Antwerp-Standard.......... 2-2 Charleroi-Seraing ........ 1-2 Ghent-Beerschot .......... 0-0 Kortrijk-Lierse .......... 2-2 FC-Liege-Club Brugge..... 2-3 Molenbeek-Anderlecht .... 1-3 CS Brugge-Waterschei .... 4-2 Beveren-Waregem........... 2-1 Staða efstu liða: Anderlecht ... 4 3 1 0 13 4 7 Beveren...4301 866 Beerschot .... 4 2 2 0 5 1 6 Club Brugge ..4 2 1 1 7 5 5 Ghent......421 1 555 Seraing........42 1 1445 ■ Úrslit í itölsku bikarkeppn- inni í fyrrakvöld. Riðill eitt: Juventus-Monza ........... 1-1 Palermo-Fiorentina........ 1-3 Riðill tvö: Padova-Napoli ............ 0-0 Lecce-Vicenza ............ 1-1 Riðill þrjú: Sampdoria-Monopoli........ 1-0 Catania-Atalanta.......... 1-1 Riðill fjögur: Empoli-Inter Mílanó....... 1-1 Avellino-Cesena .......... 0-0 Riðill fimm: Bologna-Verona............ 1-0 Parma-Pisa................ 0-0 Riðill sex: Mílanó-Reggiana........... 1-0 Udinese-Genoa............. 4-0 Riðill sjö: Triestina-Torino.......... 1-1 Rimini-Como .............. 1-2 Riðill átta: Roma-Ascoli............... 3-0 Messina-Bari ............. 1-0 Sigurður Jónsson hjá Sheffield Wednesday: „Hef ur gengið vel“ ■ Ef ekki væri fyrir frábæra byrjun Manchester United í Evrópukeppnirnar í handknattleik: Valur-Kolbotn - og Valsstúlkur leika við Belga - ónnur lið sitja hjá ■ Nú hefur verið dregið í fyrstu urnferð í Evrópukeppn- unum í handknattleik. Eins og venjulega þá eru við íslendingar með lið í keppnunum. FH spilar í Evrópukeppni meistaraliða. Víkingar í Evrópukeppni bikar- hafa og Valur í IHF-keppninni. Þá keppa Valsstúlkurnar í Evrópukeppni bikarhafa kvenna. Bikarkeppnin veglegri ■ Það vekur furðu að úrslitaleikurinn í bikar- keppni kvenna skuli vera leikinn á fímmtudags- kvöldi kl. 18.30 á sama tíma og tveir stórleikir fara fram í 1. deild karla. Svona á þetta ekki að vera. Til að gera bikar- leikinn að veglegum leik þá á að láta hann fara fram á sunnudegi á aðal- leikvangnum í Laugar- dal. Fyrr verður vegur bikarkeppni kvenna enginn. Aðeins eitt íslensku liðanna í karlaflokki keppir í 1. umferð en það eru Valsmenn sem mæta Kolbotn frá Noregi. Hin liðin, FH og Vikingur, sitja hjá í fyrstu umferð. í kvennakeppn- inni þá mæta Valsstúlkurnar liði frá Belgíu í fyrstu umferð. Kolbotn, mótherjar Vals, eru ekki með öllu ókunnir íslensk- um handknattleik því liðið hef- ur síðustu tvö árin lent á móti íslenskum liðurn í Evrópu- keppni. Fyrstvoru þaðVíkingar sem spiluðu á móti Kolbotn og þá mættu FH-ingar þeim í fyrra og lögðu liðið að velli nokkuð létt. Valsmenn ættu að eiga alla möguleika á að leggja Kolbotn að velli og komast í 2. umferð í Evrópukeppni félagsliða (IHF- keppninni). Valsstúlkurnareiga erfitt verkefni fyrir höndum en engan veginóyfirstíganlegt. Fyrri leikurinn í 1. umferð á að ' fara fram á tímabilinu 23.-29. september en það er heimaleik- ur Vals. Síðari leikurinn fer síðan fram á tímabilinu 30. september til 6. október. ensku 1. deildinni þá væri lið, Sigurðar Jónssonar, Sheffíeld Wednesday í efsta sæti í deild- inni. Liðið er nú örugglega í 2. sæti hefur unnið þrjá síðustu leiki eftir að hafa gert jafntefli við Chelsea í sínum fyrsta leik. NT spjallaði við Sigurð Jóns- son og Robin Wray einn af þjálfurum Sheffíeld. „Það hefur bara gengið vel að undanförnu. Æfingarnar eru að léttast og ég er líka farinn að venjast þeim mjög vel nú orðið" sagði Sigurður Jónsson. Sigurð- ur hefur spilað síðustu leiki fyrir lið sitt Sheffield Wednesday. „Ég hef verið inní liðinu fyrir Andy Blair sem á við meiðsl að stríða. Mér hefur gengið ágæt- lega og ég reikna með að spila með á morgun (laugardag) gegn Oxford" sagði Sigurður. „Það hefur verið nokkuð um það hér í blöðunum að Wilkinson ætli að reyna að kaupa Graham Rix frá Arsenal en ég hef ekki heyrt minnst á það innan liðsins. Slík kaup myndu auka enn á slaginn um að komast í liðið.“ Wilkinson, framkvæmda- stjóri keypti nýlega Gary Thompson frá WBA og er að byggja upp sterkan kjarna. Við spurðum Sigurð um þetta. „Jú breiddin er orðin góð. Thomp- son heldur t.d. Lee Champman út úr liðinu í bili og hann er mjög sterkur og leikinn leikmaður. Með aukinni breidd þá harðnar auðvitað slagurinn um að komast í liðið. Mér hefur gengið ágætlega og vona að framtíðin verði björt“ sagði Sig- urður Jónsson að lokum. Robin Wray þjálfari hjá Sheffield: „Siggi æfir vel“ ■ NT sló á þráðinn til eins af þjálfurum Sheffícld Wednes- day, Robin Wray og spurðist lítillega fyrir um Sigurð Jónsson. „Siggi hefur æft mjög vel og það er að skila sér. Hann hefur styrkst og aukist þol. Hann kom inní liðið fyrir Andy Blair og spilar nú á miðjunni ásamt 16 ára strák Tony Gregory sem kemur úr ung- lingaliði Sheffíeld og er mjög góður. Þeir tveir hafa spilað mjög vel saman og verða báðir með á morgun gegn Oxford. Það er hinsvegar nokkuð óvíst hvað tekur við er þeir Blair og Shelton verða leikfærír. Að mínu mati átti Sigurður best- an (eik gegn Watford en það var síðasti leikur. Hann er í góðu formi,“ sagði Wary.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.