NT - 01.09.1985, Blaðsíða 12

NT - 01.09.1985, Blaðsíða 12
1 2 Sunnudagur 1. september NT; Foreldrar funda um dagvis AÐ LEYSA.FÓSTRUVA ■ Eins og komið hefur fram í fréttum að undan- förnu er talsverður urgur í foreldrum þeirra barna, sem eru á dagvistarheimil- um í Reykjavík. Dagvist- irnar hafa verið lokaðar að undanförnu vegna sumar- leyfa, en ekki hefur tekist á viðhlítandi hátt að manna þessar stofnanir fyrir vet- urinn. Síðastliðið ár var mjög mikil hreyfing á starfsfólki heimilanna og þann 1. desember vantaði til dæmis fimmtíu fóstrur svo lág- markskröfum yrði fullnægt. Ófaglært starfsfólk fyllti í skarð- ið þar sem fóstrur vantaði. Ástandið nú er síst betra og samkvæmt könnun sem Fóstrufé lag íslands gerði í fyrradag er óvíst um ráðningar í 30 stöður á dagvistarheimilum í borginni. Allt útlit er fyrir að ekki verði unnt að opna ýmsar deildir dag- heimila eftir helgina. í fréttatil- kynningu frá Dagvistum barna í Reykjavík, sem var send út í vikunni, segir að þrátt fyrir skort á starfsfólki fari „því fjarri, að meiri háttar ncyðarástand sé yfirvofandi fyrir foreldra. Það verða hugsanlega óþægindi hjá aðstandendum einhverra barna í byrjun september". Ekki er ljóst hvað átt er við með „meiri háttar neyðarástand“ en líklega þýðir það að ekki þurfi að koma til „meiri háttar“ aðgerðir af hálfu borgaryfirvalda til að mæta slíku ástandi. Slíkt virðist þó ekki vera skoðun annarra sem tengjast dagvistunarstofnunum í Reykjavík; foreldrum og starfsfólki. Yiöhorf foreldra og fóstra í Reykjavík hafa foreldrar barna á dagvistunarheimilum stofnað samtök. „Þörfin fyrir slíkt félag er mikil, þar sem að okkur (eða öllu heldurbörn- um okkar) er verulega vegið meðan ekki fæst til starfa lág- marks fóstrufjöldi.“ Þetta sjón- armið kemur fram í nýju frétta- bréfi foreldrasamtakanna. Þar er enn fremur undirstrikað að: „Það er alls ekki nóg að halda dagheimilum gangandi með ófaglærðu starfsfólki sem sjald- an staldrar lengur við, en á meðan betur launuð vinna er fundin. Vandinn verður ekki leystur með námskeiðum sem hækka launin um eitthvað lítil- ræði. Það er fóstruskortur sem er undirrót þess vanda sem við er að etja, og því lausnin fólgin í verulegri launahækkun fóstra.“ Af þessu má ljóst vera hvaða augum foreldrar líta fóstru- vandamálið. Katrín Diðriksen formaður foreldrasamtakanna sagði í samtali við Helgarblaðið að þó svo að þessum málum væri „reddað" fyrir horn nú í ein- hvern tíma, væri það hreint ekki kjarni málsins. Kjarni málsins væri sá að meðan málefni fóstra væru ekki endurskoðuð og leið- rétt til langframa yrðu foreldrar að búa við öryggisleysi í dagvist- unarmálum og gæði dagvistunar væri undir lágmarki. Katrín sagði enn fremur að vissulega væri það fagnaðarefni að nám- skeiðahald fyrir ófaglært fólk væri aukið frá því sem var, en það leysti ekki fóstruvandann. Fóstrur hafa komið fram með mjög svipuð viðhorf í þessu máli og foreldrar. Þær hafa bent á að borgaryfirvöld hafi gert mikið úr þeim launahækkunum sem fóstrur fengu í síðustu kjara- samningum. Þetta er hins vegar mjög villandi og nýbyrjaðar fóstrur fengu til dæmis minni hækkun en meðaitalshækkunin hjá öllum borgarstarfsmönnum. Eins hafa þær óskað eftir því að framkvæmt verði starfsmat sem taki tillit til álags og ábyrgðar, en þess má geta að slíkt mat færði fóstrum á Akureyri um 4 þúsund króna launahækkun á mánuði. Varla starfar fóstru- skorturinn af því að ekki séu til nægjanlega margar menntaðar fóstrur. Frá 1980 hefur Fóstru- ■ Almenn fundahöld vegna dagvistunarstofnana eru ekkert nýmæli. Á mánudaginn verða Foreldrasamtökin með aðgerð sem hefst á Skólavörðuholti kl. 16.30.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.