NT - 17.09.1985, Qupperneq 1
NEWS SUMMARYIN ENGUSH SEEP. 7
Fimmtán ára unglingur:
Stunginn til
bana með hníf
- af jafnaldra sínum
■ Fimmtán ára gamall ungl-
ingur var stunginn til bana, fyrir
utan skemmtistaðinn Villta
tryllta Villa á miðnætti föstu-
dagskvöld. Lögreglu barst til-
kynning um atburðinn skömmu
síðar og fljótlega eftir að hún
kom á staðinn gaf drengurinn
sig fram sem framdi verknað-
inn. Drengurinn sem stunginn
var var fluttur á slysadeild Borg-
arspítalans, þar sem hann lést af
sarum sinum.
Að sögn lögreglu var gífurleg-
ur hópur unglinga fyrir utan
skemmtistaðinn og var ölvun
mikil. Missætti varð með drengj-
ununi tveimur og endaði með
fyrrgréindum afleiðingum.
Nafn drengsins sem lcst er Þor-
valdur Breiðfjörð Þorvaldsson
til heimilis að Öldugranda 7
Reykjavík.
Rannsóknarlögregla ríkisins
■ Nýja og gamla tímanum laust saman á laugardag í þessu umferðaróhappi, og báða bílana varð að flytja burt með kranabifreið.
Áreksturinn varð þegar blikkandi gul Ijós voru á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar. Fornbíllinn er módel
’41, og óvíst að allar vinnustundirnar fáist bættar. NT-mynd: Árni Bjarna
Kjarabót fékkst fyrir bónusfólk - en öðruvísi en að var stefnt:
Einfaldar útreikninga
og dregur úr spennu
fór fram á að drengurinn sem
framdi verknaðinn yrði
látinn sæta geðrannsókn og
Barnaverndarnefnd tæki hann í
sína umsjá fram til 1. nóvember
næstkomandi. Sakadómur féllst
á þessa kröfu á laugardags-
kvöldið.
Að sögn Helga Daníelssonar
hjá Rannsóknarlögreglunni var
um að ræða vasahníf. Hann
sagði að mikið hefði færst í vöxt
að unglingar gengju með hnífa á
sér dagsdaglega. „Það hafa ver-
ið ótrúlegustu hlutir sem hafa
verið teknir af fólki, bæði ungl-
ingum og þeim sem eldri eru,
allskonar vopn, smelluhnífar
með hárbeittum blöðum og
oddum og eitt og annað. Það er
fyllsta ástæða að brýna það fyrir
foreldrum að fylgjast með því
að börn séu ekki með svona
verkfæri," sagði Helgi.
ASÍ og BSRB sammála:
Engan sölu-
skatt á mat
■ Miðstjórn ASÍ og
stjórn BSRB sendu í gær
frá sér samhljóða yfirlýs-
ingu, þar sem mótmælt er
öllum hugrnyndum um
afnám á undanþágum frá
söluskatti. „Það er
ánægjulegt að við skulum
vera samstiga, ég lýsi
mikilli ánægju minni með
það,“ sagði Kristján
Thorlacius formaður
BSRB í gær, en þegar
hann var spurður um
hvort hér væri á ferðinni
rnerki um nánara sarn-
starf í framtíðinni milli
þessara fylkinga vildi
hann engu spá um það.
í yfirlýsingum er þess
krafist að hætt verði við
öll áform urn innheimtu
söluskatts af matvælum
og ríkisstjórnin vöruð við
því að „skera með þeim
hætti upp herör gegn
fólkinu í landinu". Segir í
niðurlaginu að fari ríkis-
stjórnin sínu fram í þessu
efni hljóti verkalýðs-
hreyfingin að bregðast
við af fullum þunga.
Ungmenni valda landspjöílum á afrétti:
Betrunar-
vinna
sem
refsing?
Lögregla í Rangárvallasýslu
hafði um helgina afskipti af 7
ungmennum sem lögðu leið sína
á jeppabifreiðum upp á hálend-
ið. Fólkið sem var á tveimur
jeppabifreiðum fór ótroðnar
slóðir á leið sinni um landið og
olli varanlegum náttúruspjöll-
um á gróðursnauðu landi. Einn
ferðalanganna týndist og varð
að hefja leit að honum. Hann
var ölvaður og tók þá ákvörðun
að labba yfir í Þórsmörk.
Gangnamenn sem voru að
halda til byggða á sunnudags-
morgun gerðu lögreglu aðvart
um tvo jeppa sem þeystu yfir
lanjdið án tillits til vegarslóða
sem liggja upp að Hattafelli inn
af Emstruafrétti.
„Ég vil flokka svona athæfi
undir villimennsku af grófustu
gerð.“ sagði lögregluþjónn á
Hvolsveili sem NT ræddi við í
gær. Hann sagði að víða þar
sem fólkið var að þjösnast upp
brekkur, hefði verið mun fljót-
ari og greiðfærari leið að fara
veginn sem liggur um afréttinn.
Verið er að rannsaka málið
og verður tekin ákvörðun síðar
um refsingu fyrir þetta afhæfi,
en áður hefur mönnum verið
refsað fyrir svipuð spjöll með
því að láta þá gera sjálfa við
skemmdirnar á landinu.
Sá ferðalangurinn sem týndist
og leit var hafin að kom fram í
Þórsmörk kvöldið eftir, og var
þá búið að leita næstum allan
sunnudaginn úr lofti og á landi.
að áliti forystumanna launþega
■ „Þessi samningsgerð
fór í allt annað horf en
ætlast var til, þ.e. að
minnka bónushlutfallið og
hækka kaupið. En ég er
ekkert óánægður með
samninginn sem slíkan -
þar seni hann gefur fisk-
vinnslufólki auknar tekur,“
sagði Sigfinnur Karlsson,
form. Alþýðusambands
Austurlands, spurður álits
á nýjum bónussamningi
sem undirritaður var í gær,
eftir harðar fæðingarhríð-
ar, þar sem samninga-
nefndirnar höfðu þá setið
hátt í sólarhring á fundum.
„Samningurinn gefur
verulega kauphækkun þar
sem bónusgrunnurinn
hækkaði úr 81 kr. á tímann
upp í 90,75 kr. og premíu-
bónus hækkar um 25%. Ég
tel þó mest um vert að fá
föstu nýtinguna, sem m.a.
kemur örugglega til með að
draga úr spennu og stressi
þar sem enginn hefur þá
lengur áhrif á bónus ann-
arra í húsinu. Einnig ætti
fasta nýtingin að gefa mörg-
um auknar tekjur þar sem
talið er að 50-60% af kon-
unum muni ná hámarksnýt-
ingu,“ sagði Snjólaug
Kristjánsdóttir, bónustrún-
aðarmaður í ísbirninum.
Allir sem NT talaði við
töldu það höfuðkost kerfis-
breytingarinnar yfir í fasta
nýtingu að hún kæmi til
með að minnka stress og
spennu milli fólks jafnframt
því að gera því útreikninga
auðveldari. Lágmarksnýt-
ing í þorski, ýsu og ufsa í
beinlausar pakkningar
verður nú 86,5% og há-
marksnýting 93,5%, sem
gefur 70% hækkun á af-
kastabónusinn. Hámarks-
bónus - miðað við hraða
200 - verður 123 krónur á
klukkustund.
Karl Steinar Guðnason,
varaform. Verkamanna-
sambandsins var ekki alveg
ánægður fremur en Sigur-
finnur. „Auðvitað hefðum
við kosið að sumt hefði
farið öðruvísi í þessum
samningum." Hann taldi þó
hafa náðst mikilsverðan
árangur í því að bæta kjör
þeirra sem vinna í bónus.
„Það er hins vegar mikið
verk óunnið til að tryggja
að fiskvinnslufólk fái al-
mennt notið aukinnar
fræðslu og þekkingar í sinni
starfsgrein, sem síðan á að
geta komið fram í bættum
launum. Vonandi verður
staðið þannig að því verki
að verkafólk í fiskiðnaði
geti á eftir staðið upprétt
jafnframt því sem fiski-
ðnaðurinn fá hægfara
starfsfólk.
Sjá viðtal við Magnús
Gunnarsson bls. 13.
■ Svona er víða útlítandi eftir sjömenningana, og viðbúið að
þeir þurfi að taka tii hendinni, ef sú niðurstaða verður, að þeir
þurfí að lagfæra landspjöllin.