NT - 17.09.1985, Side 2
TÁ
Bláir tónar fyrir blátt blóð?
síðan
■ Pétur Östlund, okkar maður á trommunum.
NT-mvnd: Ámi Kiarna
Og nú er umliðinn fyrsti vísir
aö Jazzfestivali hérlendis, senr
menn gera sér vonir um að geta
haldið á tveggja ára fresti, árið
sem Listahátíð stendur ekki.
Þegar þetta er ritað, hefur enn
ekki frést, hvort sú von muni
rætast og tvíæringurinn verði að
raunveruleika, enda sjálfsagt
tæpt fjárhagsdæmi. Illt er til
þess að vita hve miklir eftirbátar
við erum í samanburði við Fær-
eyinga að ýmsu leyti, ekki bara
í ferjuútgerð...
En auðvitað er ekki hægt að
reka konsertastarfsemi með tapi
eins og frystihús, þótt oft hafi
legið við, enda djassgeggjarar
i>nn of fáir oe húsaleieur of
Vandaðir tónar á velheppnaðri hátíð
■ Jazzvakning varð 10 ára í
fyrri viku. Því fagna allir sem
átta sig á hinu hlýja mannlega
eðli í sveiflunni miðað við firr-
ingu þá og vélahljóð sem stafa
af hávaðadynkinu. Nú, og svo
kannski nokkrir einnig sem
þykir þetta fara ágætlega
saman. Slíkt nefnist víst
bræðingur.
í tilefni af afmælinu kvað
hafa verið stofnað Djassband er
nær yfir allt land. Er það vel.
Jazzvakningu tókst á sínum
tíma að stöðva margra ára
óskipulagt undanhald, frá því
er brezka bítið ruddist til rúms
hér snemma á 7. áratug. Þeir
vökuþórar hafa staðið sig vel,
krækt í margan málsmetandi
snilling fyrir konserthald (enda
„stopp-óver“ aðstaða okkar
milli Evrópu og Vesturheims
ekki að forakta), tjaldað bestu
íslendingum til einnar nætur,
oft í brilljant samspil við út-
lendu jötnana, haldið uppi
dampi í útvarpi og blöðum
(m.a. íTónlistartímaritinu sæll-
ar minningar) og gefið út einar
fjórar breiðskífur.
háar. Þar við bætist, að fjárráð
almennings eru nú minni en oft
áður, enda varð maður vitni að
því að þó nokkrir hurfu frá
miðasölunni á stórtónleikunum
í Háskólabíói sl. fimmtudag og
föstudag útaf aðgangseyrinum.
Vera má, að tæpar 700 kr. séu
standardverð virtúósanna sem í
boði var í útlöndum og jafnvel
meira. Engu að síður fannst
undirrituðum sorglegt að hugsa
til þess, að djass í heimsklassa
virðist ætla að verða meiri for-
réttindastéttafyrirbrigði en
klassísk tónlist. Sáu upphafs-
menn sveiflunnar þetta fyrir, er
þeir þeyttu hornin sín úr ræsum
Harlmens og Chicago?
Vera má að óþarflega djúpt
sé tekið í árinni. En einkum
fyrir þá sök, að djassinn er
flestum tónlistum frcntur „live"
fyrirbrigði, væri kaldhæðni
mikil ef þetta er þróunin.
Hvað um það, ykkareinlægur
lét sig hafa að mæta á tónleikana
fimmtudag og föstudag, enda
sent betur fer til eitthvað sem
heitir boðsmiðar handa lúsfá-
tækum skríbentum. Fyrra
kvöldið léku Niels-Henning Ör-
sted Pedersen, vélbyssa á
kontrabassa, tvíleik við Kata-
lóníupíanistann Tete Montoliu
fyrir hlé, en eftir söng Etta
Cameron með tríói skipuðu
NHÖP, landa hans Ole Kock
Hansen og - frábært frumkvæði
hjá Vakningunni - okkar manni
á trommur í Svíþjóð, Pétri ís-
landi Östlund, komnum hingað
aftur eftir guðmávita-hvemörg-
ár; hinum Ijúfa risa djass-
trommusettsins, er kennt hefur
og spilað á æðstu stöðum í Svía-
rfki við góðan orðstír í
fjártán sumur.
Tete Montoliu er ekki meiri
Spánverji en Skotar eru Bretar.
því Katalóníumenn stappa
nærri böskum í sjálfstæðisþrá
(héraðið hefur Barcelona að
höfuðborg og ku nafn þess dreg-
ið af Gotum). Óþarfi er að
kynna Niels-Henning frekar -
þetta var sjötta heimsókn hans
hingað, og formaður Linnet
jafnaði stuðningi hans við hér-
lent djasslíf við stjórnarstöðu í
JV í ágætri brunaræðu á
staðnum.
Þerir Tete og Niels-Henning
voru örugglega ljóðrænasta
kombínasjón hátíðarinnar. Litli
sjónlausi píanistinn laðaði fram
slíka fegurð úr flyglinum, að
maður hefur sjaldan heyrt ann-
að eins í harksöngshörpuleik.
Langt er síðan Suður- og
Norðurálfubúinn léku saman á
Montmartre í Köben, en ekki
var að heyra að samstarfið hefði
náð að ryðga af þeim sökum.
Báðir brugðu annað veifið á
glens og tékkuðu hvort hinn
inyndi nú eftir ákveðinni hend-
ingu, endandi á vellandi útgáfu
af poppsöng Dizzys, Slat Pean-
uts. Þessi samleikur ásamt
þjóðlagaútsetningum Péturs
kokks næsta kvöld, var það sem
sat eftir í undirrituðum þegar
upp var staðið.
Etta Cameron, blökkusöng-
kona frá Bahömu en búsett í
Höfn, kom fram með áður-
nefndu tríói eftir hlé. Hún er
indælis manneskja og ugglaust
verðandi númer í blússöng- en
tæpast enn, fyrir minn smekk.
Til þess skortir hana tækni. þó
ekki væri nema til að syngja
hreint utan við bláu nótur
skalans. En tækni tríósins var á
sínum stað - auk hjartalags.
Þótt meir bæri á Pétri Östlund
eftir fyrsta kvöldið, leyndi vald
hans á verkfærinu sér ekki.
Ekki síst þótti mér sans hins
rauðhærða trymbils fyrir styrk-
leikabreytingum, t.a.m.
dramatísku diminuendói, bráð-
skemmtilegur.
Fyrri hluti tónleikanna um
föstudagskvöldið einkenndist af
góðum og gömlum dönskum
(þjóð) lögum í frábærum hönd-
um Péturs, Niels-Hennings og
Ole Kocks. Þeir Niels og Ole
píanisti kynntu viðfangsefnin á
þessu kvöldi með Ijúfum dönsk-
unt húmor, en fyrra kvöldið
hafði verið minna af slíku. Hæfi-
lega stuttar kynningar spilla
ekki nema síður sé.
NHÖP sýndi á sér sönghæfa
og tregablandna hlið í dönskum
lögurn eins og I skovens dybe
stille ro og Jeg gik inig ud en
sominerdag þar sem hann dró
seiminn úr flórgígjunni sem
mest hann rnátti. Kock er ele-
gant og örðulaus píanisti, eilítið
svalur tilfinningalega en ágætur
samspilsmaður. Má vera, að
sterkasta hlið hans hafi komið
fram í íslensku þjóðlögunum
fjórum, er hann útsetti fyrir
þetta tilefni, en þær báru vott
unt einkar vandaðan, kunnáttu-
saman og smekkvísan músík-
ant. Þar steig hirðtónlistin niður
á jörð í formi strengjakvartetts
er Þórhallur Birgisson leiddi úr
sæti fyrstu gígju. Þarna jörmuðu
kindur í kofunum, sumri hallaði
og hlegið var að öllum háska,
jafnframt því sem veröld fláa
sýndi sig. Síðasttalda lagið var
e.t.v. best heppnað af öllunt,
einkum í því hve þjóðlagið réð
lengi ferðinni án óskyldra útúr-
dúra, hvort sem beint væri unn-
ið úr því eða óbeint. Mér er
ókunnugt um að þjóðlögin okk-
ar hafi verið jözzuð með einmitt
svona hljóðfæraskipan áður, en
þetta tókst svo vel, að ég væri
ekki hissa á því ef rótað verður
eftirleiðis í þessum einkakál-
garði settlegri tónskálda með
nýjum, óvæntum árangri. Eða
til hvers er Léttsveitin nýstofn-
aða meðal annars?
Síðustu ómar fyrstu og von-
andi ekki síðustu djasshátíðar
hérlendis bárust mér til eyrna úr
Rás 2 eftir miðnætti sunnudags-
kvölds, en þá hafði staðið yfir 5
klst. sama kvöld ein samfelld
djassljósvaka, þar sem komu
fram gamlir og nýir stríðsfákar
Tríó Guðmundar Ingólfssonar,
Jazzmiðlar, Léttsveit Ríkisút-
varpsins og bandið sem Östlund
spilar með eystra, Emphasis on
jazz, en ég missti af þessu flestu.
Hefði Rásin ekki framlengt út-
sendingu um 1 klst., hefði ég
misst af öllu saman. Þarna
djömmuðu ólíkar þjóðir saman
á esperantó hljómlistarmanna,
blús, og stemmningin eftir at-
vikum (þ.e.a.s. á suðupunkti,
heyrðist mér). Stjáni Magg á
píanó, Jón Páll á gítar, Gale
Peters fyrrum söngkona í
Naustinu, Dale Barlow á sax,
Jens Winter úr Léttsveit danska
ríkisútvarpsins á trompet, öll
blésu, slógu og plokkuðu instrú-
ment sín og þöndu raddböndin,
stundum samtímis hjá einum og
sama spilaranum, eins og þegar
sænski djassáherslumaðurinn,
kollegi Östlunds, framdi söng-
leik á þverflautu á frábæru lagi
er svenskir nefndu Blues För
Reykjavik, magnaðra en nokk-
uð það sem Ian Anderson hefur
hummað á rörið; sá hét víst
Urban Hansson. Síðustu mínút-
urnar í beinni útsendingunni
fuðraði samkvæmið upp eins
flugeldar í Tivolí. Slíka
stemmningu mundu litlir mál-
vöndunarmenn kalla ósvikinn
fíling og góða væba, þó að
undirr. veigri sér við slíkt.
Árnum Jazzvakningu heilla
eftir velheppnaða hátíð!
Hipphipp...
RÖP