NT - 17.09.1985, Side 3
GQ Þriðjudagur 17. september 1985 3
s ká k
Karpov hefur náð forystunni!
Kasparov virðist niðurbrotinn eftir tapið í fjórðu skákinni
■ Það skipuðust skjótt veður í
lofti austur í Moskvu um helg-
ina. Eftir að hafa átt í hinu
mesta basli með fullhugann
unga hefur Karpov heldur betur
náð að laga stöðu sína. Föstu-
daginn 13. september (13 er
happatala Kasparovs!) knúði
hann fram sinn fyrsta sigur í
einvíginu og jafnaði metin.
Fjórða skákin var listavel tefld
af hálfu Karpovs, en fáir áttu
von á að hann næði forystunni
strax daginn eftir. Kasparov
mætti grimmur til leiks, lék
kóngspeðinu fram um tvo reiti í
fyrsta skipti í einvíginu og lét
ófriðlega í flóknu miðtafli.
Karpov varðist öllum atlögum
andstæðingsins fimlega og
skyndilega eins og hendi væri
veifað missti Kasparov flugið,
Karpov krækti sér í peð og
vanmáttugar sóknartilraunir
Kasparovs höfðu litla þýðingu.
Þegar skákin fór í bið var útlitið
allt annað en glæsilegt hjá Kasp-
arov hann var peði undir og
hafði fyrir það engar bætur en
full snemmt fannst mér þó að
gefast upp án frekari tafl-
mennsku. Hann hlýtur þó að
hafa sundurgreint stöðuna nógu
nákvæmlega til að fullvissa sig
um að frekari barátta væri von-
laus.
Það virðist ætla að koma í Ijós
í þessu einvígi að styrkur
Karpovs liggur ekki síst í gífur-
legum viljastyrk. Enginn verður
heimsmeistari í skák án þess að
vera sterkur karakter, sagði
Kortsnoj eitt sinn og um erki-
óvin sinn Petrosjan sagði hann:
sterkur karakter en vondur. Þó
fimm skákir í þessu einvígi
segi ekki mikið í sjálfu sér þá er
ýmislegt sem bendir til þess að
óstöðugir skapsmunir snillings-
ins frá Baku geti valdið honum
miklum erfiðleikum á leiðinni
til heimsmeistaratignar. Hann
bregst illa við tapi, virðist hrein-
lega missa móðinn. Einvígið
hefur fsíðustu skákum þróast
mjög Karpov í vil og í Ijósi þess
að honum nægir að halda jöfnu,
12:12 hljóta næstu skákir að
hafa verulega þýðingu fyrir
möguleika Kasparovs.
Fimmta skákin fylgir hér á
eftir. Kóngspeðsbyrjun Kaspar-
ovs kemur ekki á óvart því
undir lok fyrra einvígis hrelldi
hann Karpov hvað eftir annað
með skarpri taflmennsku í
spönskum leik og Peroffs -
vörn:
5. einvígisskák:
Hvítf: Garrí Kasparov
Svart: Anatoly Karpov
Spænskur leikur
1. e4 e5
2. Rf3 Rc6
3. Bb5 a6
4. Ba4 Rf6
5. 0-0 Be7
6. Hel b5
7. Bb3 d6
8. c3 0-0
9. h3 Bb7
10. d4 He8
11. Rbd2
(Skarpara er talið 11. a4, en
þannig lék Kasparov í einni af
skákunum í fyrra einvíginu.)
11. ... Bf8
12. a4 Dd7
13. axb5 axb5
14. Hxa8 Bxa8
15. d5 Ra5
(Karpov lék 15. - Rd8 í 46.
skákinni í vetur, fékk vonda
stöðu og var heppinn að sleppa
með jafntefli. Hann hefur ör-
ugglega kynnt sér þennan leik
allrækilega fyrir einvígið og
framhaldið bendir til þess að á
a5 sé rétti staðurinn fyrir riddar-
ann.)
16. Ba2 c6
17. b4 Rb7
(Hálfklúðursleg staðsetning en
ferðinni er heitið til d8.)
18. c4 Hc8
19. dxc6 Dxc6
20. c5?
(Vafasamur leikur. Hugmyndin
er alltof einföld, 20. - dxc5 21.
Bxf7f o.s.frv. Karpov er fljótur
að setja fyrir lekann.)
20. .. Rd8!
(Valdar snögga blettinn í stöðu
svarts, f7 - peðið.)
21. Bb2 dxc5
22. bxc5
(En ekki 22.Rxe5 Da6! og síðan
c4 og svartur stendur mun
betur.)
22.... Dxc5
23. Bxe5 Rd7
24. Bb2
(Kasparov er alveg heillum horf-
inn og nú nær svartur yfirburða-
stöðu. Best var 24. Bal og þó
svarta staðan sé-e.t.v. heldur
skárri munarekki miklu.)
24. ... Db4!
25. Rb3 Rc5!
(Peðið á e4 riðar til falls. Báðir
skákmennirnir þó einkum
Kasparov voru orðnir tíma-
naumir og sést vel af framhald-
inu.)
26. Bal Bxe4
27. Rfd4 Rdb7
28. De2 Rd6
29. Rxc5 Dxc5
30. Dg4
(Þessir sóknartilburðir eru van-
máttugir en það er erfitt að
benda á betri leiki. Hvítur er
einfaldlega peði undir fyrir eng-
ar bætur og á heimsmeistara-
nráli kallast slík staða tæknilega
unnið tafl.)
30. ... He8
31. Hdl Bg6
32. Df4 Db4
33. Dcl Be4
34. Hel Da5
35. Bb3 Da8
36. Db2
(Ekki beinlínis gáfulegur leikur
og hefði einhvern tímann verið
hlegið að slíkri taflmennsku, en
í tímahraki leggur Kasparov
gildru fyrir heimsmeistarann:
36. - Bxg2 37. Hxe 8 Rxe8 38.
Rf5 með hótuninni 39. Rh6f)
36. ...b4
37. He3 Bg6
38. Hxe8 Dxe8
39. Dcl Re4
40. Bd5 Rc5
41. Rb3
, Helgi
Olafsson
stórmeistari
skrifar
um skák
- Hér fór skákin í bið og voru
menn ekki alveg vissir hvort
væri betra 41. - Rxb3 eða 41. -
Rd3. Karpov valdi síðarnefnda
kostinn. En lengri varð skákin
ekki því Kasparov gafst upp án
þess að tefla frekar. Þó staðan
sé töpuð þá verður svartur að
tefla afar nákvæmt og þess
vegna er ákvörðun Kasparovs
undarleg og ber ekki vott um
mikinn baráttuhug.
Staðan í einvíginu:
Karpov 3
Kasparov 2
6. skákin verður tefld í dag.
Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki vígð:
Framkvæmdakostnaður
nemur 350 milljónum
! :
t5r|
r
■ Gestir skoða vélasal Steinullarverksmiðjunnar.
■ Steinullarverksmiðjan á
Sauðárkróki var formlega tekin
í notkun á sunnudaginn, 10
árum eftir að fyrst vaknaði hug-
mynd um að í Skagafirði væru
til staðar hráefni sem hentuðu
til framleiðslu steinullarverk-
smiðju. Nú er risið 3100 fer-
metra verksmiðjuhús yfir verk-
smiðjuna, sem veita mun um 35
manns atvinnu, og fram-
kvæmdakostnaður við verk-
smiðjuna er um 350 milljónir.
Sverrir Hermannsson iðnað-
arráðherra vígði Steinullarverk-
smiðjuna á sunnudag og meðal
þeirra sem fluttu ávarp var
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra. Eiginleg fram-
leiðsla hefst síðan í vikunni en
tilraunaframleiðsla hófst í
ágúst.
Helstu hráefni verksmiðjunn-
ar er fjörusandur og skeljasand-
ur sem bræddur er með rafmagni
og spunninn út í einangrun-
arefni. Tekist hafa samningar
við Landsvirkjun og RARIK og
Rafveitu Sauðárkróks um við-
unandi verð á raforku.
Stærð verksmiðjunnar er
miðuð við að afkastagetan sé
um 6000 tonn á ári og ljóst er að
fyrstu árin verður ekki markað-
ur fyrir alla þá framleiðslu. Hins
vegar gerir stjórn verksmiðj-
unnar sér vonir um að notkun á
steinull til einangrunar aukist
samfara lækkuðu verði á fram-
leiðslunni og er reiknað með að
verksmiðjan nái um 4000 tonna
sölu á innlendum markaði að
tveim árum liðnum.
Aðilar að Steinullarverk-
smiðjunni eru Ríkissjóður,
Steinullarfélagið hf., OY Partek
ab, Finnlandi, Samband ís-
lenskra samvinnufélaga og
Kaupfélag Skagfirðinga. Stjórn
fyrirtækisins skipa 7 menn og er
formaður stjórnarinnar Arni
Guðmundsson.
■ Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra hleypir rafmagni á vélar
Steinullarverksmiðjunnar við formlega vígslu hennar á sunnudag.
NT-mynd: Árni Bjarna
Forseti íslands:
Spánarheimsókn
lýkur á morgun
■ í dag mun forseti fslands,
Vigdís Finnbogadóttir, sem
stödd er í opinberri heimsókn á
Spáni, heimsækja borgarstjóra
Madrid og spænska þingið.
Ennfremur verður Prado lista-
safnið skoðað. Um kvöldið
heldur forseti samkvæmi til
heiðurs spænsku konungshjón-
unum.
Á morgun, miðvikudaginn
18. september mun Vigdís
heimsækja listiðnaðarstofnun í
Madrid og E1 Escorial klaustur-
höllina sem er skammt fyrir
utan borgina. Þennan dag hitt-
ast utanríkisráðherrar Spánar og
íslands og ræðast við. Síðdegis
á morgun lýkur svo heimsókn-
inni, en þá heldur forseti flug-
leiðis til Parísar, og mun svo
hefja opinbera heimsókn sína
:til Hollands, sem stendur
19.-21. september.