NT


NT - 17.09.1985, Síða 10

NT - 17.09.1985, Síða 10
Auglýsing um gatnagerðargjöld af eignar- lóðum í Reykjavík o.fl. Athygli eigenda eignarlóða í Reykjavík og þeirra, sem fengið hafa úthlutað leigulóðum fyrir 1. janúar 1959 og hafa eigi nýtt bygging- arrétt sinn, er vakin á ákvæðum reglugerðar nr. 313/1985. Samkvæmt reglugerðinni verða ekki inn- heimt gatnagerðargjöld af byggingum á eign- arlóðum og nefndum leigulóðum til ársloka 1987. Á árinu 1988 verða innheimt hálf gatnagerð- argjöld, en frá 1. janúar 1989 greiðast gatnagerðargjöld af byggingum á þessum lóðum að fullu. Borgarstjórinn í Reykjavík, 16. september 1985. Læknar Eftirtaldar stöður heilsugæslulækna eru lausar til skemmri eða lengri tíma: DalvíkH2 einstaða, semerlaus strax til 31. ágúst 1986 eða til skemmri tíma eftir samkomulagi. Vopnafjörður H1 ein staðafrá 1. okt. 1985 til 31. ágúst 1986 eða til skemmri tíma eftir sam- komulagi. Þórshöfn H1 ein staða frá 1. nóvember 1985tilskemmri eða lengri tíma eftir samkomu- lagi Allar frekari upplýsingar veitir landlæknis- embættið, Laugavegi 116, Reykjavík, sími 27555. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 13. september 1985 vill ráða: Bókasafnsfræðing í tímabundið verkefni við að skipuleggja myndasafn blaðsins. Vinsamlegast hafið samband við ritstjóra NT í síma 686300. Skrifstofustarf Skrifstofustarf fimm hjá Rafveitu Hafnarfjarð- ar er laust til umsóknar. Laun eru samkvæmt 55. launaflokki. Umsóknum skal skila á sérstökum eyðublöð- um fyrir 23. september n.k. til rafveitustjóra, sem veitir nánari upplýsingar um starfið. Rafveita Hafnarfjarðar t Ingimundur Ásgeirsson Hæli, Flókadal verður jarðsunginn að Lundi Lundarreykjadal, laugardaginn 21. september, klukkan 14. Þeir sem vilja minnast hans eru beðnir að láta líknarfélög njóta þess. tngibjörg Guðmundsdóttir, börn og tengdaböm Þriðjudagur 17. september 1985 10 ■ Það er enginn hægðarleik- ur aö framleiða góðan bjór. Það á jafnt við einstaklinga og fyrirtæki. Margir íslendingar hafa komist að því af eigin raun að mjöðurinn er vand- meðfarinn ef hann á að verða drykkjarhæfur og stærri fram- leiðendur um allan heim eiga í harðri keppni um mestu bragðgæðin. Bjórgerð er því síður en svo stöðnuð. Fljótbruggaður bjór í stærri ölgerðum er bjór yfirleitt látinn gerjast í 8 daga og þroskast í 6 vikur. Langur ■ Franska bruggaranum Michael Debus hefur tekist að framleiða „bjórmassa“ sem nægir að blanda út í ulkelduvatn og vínanda. Framfarir í bjórgerð vinnslutími er eðlilega kostn- aðarsamur og þar að auki þarf að fylgjast vel með bjórnum á meðan hann liggur. Nú hefur japanska fyrirtækið Kirin Brewery Co., sem er stærsta ölgerð þarlendis, tekið í notk- un vinnsluaðferð sem miðast við einn dag án þess að bragð- gæði og áfengisinnihald líði fyrir. Bjórinn verður til í 20 lítra geymi sem er gerður úr ryðfríu stáli og gerviefnakvoðu. Með því að nota efnasíu og þrýsting tekst að framleiða bjórinn á sjöunda hluta þess tíma sem þarf undir venjulegum kring- umstæðum. í geyminum eru innbyggð tæki er skynja súr- efnismagnið er blandan gefur frá sér og veita þannig upplýs- ingar um áfengismagnið. Þetta auðveldar að sjálfsögðu allt eftirlit og minnkar um leið kostnað. Skyndibjór En menn keppast ekki ein- ungis við að stytta gerjunar- tíma. Nú er hægt að fá „bjór- massa" sem blandaður er með ölkelduvatni og svo vínanda eftir vilja hvers og eins. Þannig að bjórgerð er ekki flóknari en það að blanda súkkulaðimjólk eða heimatilbúinn gosdrykk. Hverjum er þetta að þakka? Michael Debus heitir hann og er franskur bruggari. Hann er forstjóri fyrirtækis er nefnist Brassiere du Pecheur og er það fimmta stærsta ölgerð Frakka. Debus hefur tekist að finna upp aðferð til þess að ná öllu vatni úr tilbúnum bjór. Það er gert með því að setja mjöðinn í kælda háþrýstigeyma þar sem hann fer í gegnum hálfgegn- dræpa polyurethan-himnu. Það sem viðskiptavinir fá svo í hendurnar er seigfljótandi bjórmassi. Áætlað er að fram- leiða nokkrar ólíkar útgáfur t.d. sætan bjór fyrir Banda- ríkjamarkað, bitran fyrir Jap- ana, og áfengislausan fyrir þá sem játa íslam. Kaupendum mun jafnvel verða heimilt að setja bjór þennan á flöskur undir eigin vörumerki ef þeir æskja þess. Megrunarbjór Ekki má gleyma þeim sem hugsa um mittismálið. Slíkir leggja hart að ölgerðarmönn- um að setja á markaðinn bjór sem er hvort tveggja bragð- góður og hitaeiningasnauður. Það sem menn binda helst vonir sínar við á þeim vett- vangi er að ná fram breyting- um á gerinu. Unnið er að því að fá ger sem brýtur niður sykur í byggmalti á stórtækan hátt. Reynt hefur verið að blanda saman gertegundum án árangurs þar sem bragðgæðin hafa ekki verið nægileg. En það er óþarft fyrir mittismjóa bjórunnendur að láta hugfall- ast því vísindin eru engu lík. (Heimild: Newsweek) Bækuar og ri-t Kennslubækur Kjalnesinga saga. Jón Böðvarsson bjó til prent- unar. Iðnskólaútgáfan. R.1985. ■ Sigurður Nordal setti fram þá tilgátu að aldur íslendinga- sagna mætti ráða af gerð þeirra. Skv. þessu eru eldri sögurnar knappar að stíl og leitast við að vera sannsöguleg- ar í anda ritsmíða Ara fróða. Yngri sögurnar einkennir hins vegar skrautlegur stíll og frá- sagnir þar að jafnaði ýkju- kenndar og ósennilegar. Bestu Islendingasögurnar eru síðan ritaðar uni miðbik ritunartím- ans (Njála o.fl.). Þar haldast rík frásagnaraðferð og vinnu- brögð í hendur. Kjalnesinga saga telst til yngstu íslendingasagna, rituð skömmu eftir 1300. Hún ber þess augljós merki að teljast í þessum hópi sé flokkun Nor- dals höfð í huga: Bygging er losaraleg og atburðarrás ýkju- kennd og ævintýraleg. Sagan gerist í landnámi Helga bjólu sem náði milli Mógilsár og Mýdalsár og sam- svarar nokkurn veginn því svæði sem nú er nefnt Kjalar- nes. í upphafi sögunnar er sagt frá tveim helgistöðum, annars vegar kirkju, sem Örlygur nokkur reisti, og hins vegar hofi í eigu Þorgríms goða. Þessar sterku andstæður í upp- hafi sögunnar vekja síðan for- vitni lesandans um hvernig þær fléttast í meginefni sögunnar. Kona að nafni Esja tekur við bújörð áðurnefns Örlygs og heitir jörðin síðan Esjuberg. Hún elur upp aðalsöguhetj- una, Búa Ándríðsson, sem býður höfðingjum byrginn og neitar að blóta goðin. Þetta geta Hofverjar ómögulega lát- ið afskiptalaust og frá Búa dæmdan sekan skóggangs- mann. Síðan gera þeir tilraun til að drepa Búa en mistekst. Þar með hafa öll hjól tekið að snúast og erfitt að afstýra því sem verða vill. Búi ræðst gegn höfðingjaveldinu og hefnir fyr- ir banatilræðið. Hann kemst upp með það og eftir hæfileg og spennandi átök lýkur sög- unni með sáttum þeirra erki- fjenda Búa og Þorgríms. Inn í söguna er lætt tveim huggulegum ástarsögum. Sú fyrri fjallar um Ólöfu hina vænu og 3 biðla sem eru hver öðrum ólíkari og eftirminni- legri. Hin er ástarsaga Búa og Fríðar í Dofrabyggðunr. í inngangi að þessari útgáfu nefnir Jón Böðvarson að fátt sé bókfest um bókmenntagildi sögunnar. Hins vegar hafa nokkrir fræðimenn fjallað um sagnfræðigildi Kjalnesinga sögu í samanburði við aðrar íslendingasögur og hefur hún frá því sjónarmiðið verið létt- væg fundin. Hér er atriði senr vert er að staldra við. Sagan er fyrst prentuð 1972 með núgild- andi stafsetningu. Spyrja má: Hví ekki fyrr? Vera má að svarið felist í því hve sagnfræði hennar er „ábótavant". Þeir sem á annað borð gerðu (og gera enn?) kröfu um „sann- fræði" í íslendingasögum hefur eflaust fundist þeir vera í geit- arhúsi að leita ullar. En hvað svo sem sagnfræðilegt gildi Kjalnesinga sögu er þá er bók- menntagildi hennar ótvírætt. Þess vegna var vel til fundið og tímabært að dusta af henni rykið jafnvel þótt um síðra verk en Njálu, Laxdælu og Gísla sögu sé að ræða. Það er eitt atriði umfram önnur sem mælir með því að kenna þessa sögu á suðvestur- horninu: Nálægð sögusviðs við þann stað þar sem nemendur eru flestir í landinu. Hægt er að skreppa úr borginni og skoða helstu sögustaði á fáein- um klukkustundum. Aftast í bókinni er landakort þar sem merktir eru inn helstu sögustaðir. Þar má jafnvel finna hinn forna þingstað sem nú er verið að grafa upp við Elliðavatn. Hins vegar hefðu mátt merkja inn fleiri örnefni. T.d. finnast ekki hin fornu landamerki Helga bjólu, Mó- gilsá og Mýdalsá. Ennfremur hefði mátt merkja inn Þerneyj- arsund þar sem Örlygur átti að hafa tekið höfn. Um þennan stað ritaði Kristján Eldjárn athyglisverða grein í Árbók Fornleifafélagsins 1980. Ingi Bogi

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.